Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Hugleiðsla



Ég var niðursokkinn í djúpri hugleiðslu og vissi að ég hafði náð skýrri og fullkominnni einbeitingu i meðvitundinni, þegar þessi hugsun læddist inn í huga minn

 "Ég veit að ég er á þessu stigi, en samt er ég bæði heyrnarlaus og blindur og get ekkert séð eða heyrt."

 Það leið smá stund,svo heyrði ég heyrði þetta gamansama svar

 "Ef þú værir hljóður værir þú fær um að sjá og heyra."

 

Roberto Assagioli (ítalskur sálfræðingur, 1888-1974)

 
Svona einfalt getur það verið!

Eftir að hafa heyrt marga vini mína tala um hversu mikið þeim langi að geta hugleitt og slakað á, og jafnframt orðið vitni að því að óskin heldur áfram að vera ósk, sá ég að þarna get ég hjálpað til.

Ég get leitt þig/ykkur í gegnum hugleiðslu með einfaldri tækni, í umhverfi sem þú/þið þekkir og með þeim vinum og vandamönnum sem þú sjálf/sjálfur kýst að vera með.

Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu.

Hugleiðsla er heilun.

Hugleiðsla er skapandi og getur verið með til að hjálpa þér að velja þær leiðir sem oft getur verið erfitt að fá auga á í þeim ákvörðunum sem við stöndum fyrir í lífinu.

Hugleiðsla er leið að innri kyrrð

Hugleiðsla er leið til að komast að kjarna lífsins.

Hugleiðsla gerir þér kleift að einbeita þér að tilgangi lífs þíns.

Hugleiðsla er leið til að velja.

Þannig gæti ég haldið áfram og áfram….

Eitt ber þó að vita að allt þetta gerist ekki um leið og byrjað er, en eitt leiðir af öðru og með reglulegri ástundun hugleiðslunnar er aðeins ein leið og það er leiðin að hamingjuríku lífi.

Það er mikilvægt fyrir mig, að eftir okkar fyrsta fund hafir þú fundið löngunina til að halda áfram.

Ég veit að við lærum mest á því að prófa okkur áfram, þess vegna kem ég til með að leggja áherslu á æfingar og að tala um það sem við upplifum og við í sameiningu setjum orð á það sem gerist. (Þar held maður læri mest að skilja, með því að upplifa og deila því sem maður upplifir með hvert öðru.)

Þannig vil ég meina að maður læri best að skilja, við að upplifa og deila því sem maður upplifir með hvort öðru.

Minn skilningur er sá, að því einfaldara, því árangursríkara.


Hver er ég

Ég heiti Steinunn Helga og er Sigurðardóttir. Ég er fædd 1960. Ég bjó allan minn uppvöxt í Vík í Mýrdal. Ég hef þó búið á Höfn í Hornafirði, Hafnarfirði, Reykjavík og svo dvaldist tímabundið í Vestmannaheyjum.

1993 fluttist ég með fjölskyldu minni til Danmerkur. Við bjuggum í Kaupmannahöfn í 3 ár og eftir það hef ég búið í litlum bær rétt utan við Hróaskeldu sem heitir Lejre.

Hugleiðsla hefur verið daglegur hluti af lífi mínu í 9 ár.

Frá árinu 2003 til ársins 2005 stundaði ég nám við Esoterisk Skole Skandinavien. Þar lærði ég hugleiðslu, esoteriska heimsspeki, esoteriska trúarbragðarfræði, esoteriska samfélagsfræði og esoteriska sálfræði.

Ég nota hugleiðsluna til margra hluta, bæði sem leið til að þroska mig sem manneskju, en líka til að gefa mér hugmyndir af allavega verkefnum og ákvörðunum sem ég stend frammi fyrir í lífinu.

Sem dæmi get ég sagt ykkur að ég sem myndlistamaður nota hugleiðsluna sem leið til að skapa og finna leiðir í list þróun (minni.

Ég nota hugleiðslu til að hjálpa mér til að skapa minn starfsferil. Ég ásamt tveimur vinum mínum stofnuðum Myndlistarskólann Rammen í Køge árið 2002. Hugleiðslan var áhrifavaldur allra ákvarðanataka og þróunar á skólanum.

Árið 2009 stofnuðum vinkona mín og ég annan myndlistarskóla “Skolen for kreativitet og visdom” þar sem allar ákvaðanir og öll þróun var planlögð út frá sameiginlegum hugleiðslum.

Ég þekki þessa leið í eigin starfi og veit þess vegna hvernig hugleiðslan er með til at skerpa framtíðarsýn og finna bestu úrlausnina sem henta hverju verkefni. Ég upplifi hugleiðslu eins og  samtal við sjálfið, þar sem allt er mögulegt og upplýsingarbrunnurinn er óendanlegur, bara ef maður kann að nálgast það.

Á erfiðum stundum í lífinu, nota ég hugleiðslu til að taka sem skynsamastar ákvarðanir. Við upplifum alltof oft að við missum sjónar á hinu besta þegar okkur er stjórnað af tilfinningunum.

Ef þetta vekur áhuga þinn endilega hafðu samband við mig.

Endilega sendu þetta áfram til þeirra sem gætu haft gagn og gott af þessu námskeiði


steinunnhelga@gmail.com

Hver vil læra hugleiðslu !

Kæru vinkonur og vinir!

Ég er að þreifa fyrir mér með nýja hluti. Ég finn að nýir tímar eru á leiðinni hjá mér og fylgi ég þeirri tilfinningu eftir.

Ég hef margra ára reynslu í að hugeiða og það liggur einhvernvegin ljóst fyrir mér að sú leið er ein af þeim vegum sem mér ber að fara.

Ég hef mikinn áhuga á að kenna og hjálpa fólki að læra að hugleiða, sérstaklega þeim sem enga eða litla reynslu hafa, en finna löngun til að fara þessa leið til betra lífs.

Hugleiðsla er leið að betra lífi, það er eitthvað sem allir vita, en mín reynsla er sú að það er erfitt að finna stað til að fá hjálp til að byrja án þess að það sé svo fyrirferðamikið.

Mér dettur í hug að mögulegt sé að safna smá hópum saman 10 til 20 kannski færri eða fleiri!

Það væri hægt að hittast í heimahúsum eða annarsstaðar, ég er opinn fyrir öllu. Ég mun velja að kenna það sem hentar hverjum hóp. Sumir vilja hugleiða um Kærleikann, aðrir vilja fá samband við skabandi orku, aðrir vilja fá þögn í hugann. Ég get að sjálfsögðu ekki kennt allt þetta á einum degi en ég mun reyna að sinna þeirri þörf sem verður og byggja námskeiðið upp eftir því.

Flestir hafa þörf fyrir að læra sjálfsþekkingar hugleiðsluna "hver er ég". en þegar ég veit hvaða þörf er, þá mun ég vinna prógram.

Það sem ég þarf er í raun peningur fyrir farmiða til Íslands til að halda námskeið fyrir þá sem óska og gott væri ef það væri eitthvað meira í baukinn.

mér finnst þó mikilvægt að allir hafi möguleika á að koma og þess vegna er kannski betra að þetta sé stærri hópur eða nokkrir hópar svo ég geti haft þetta eins ódýrt og hægt er og jafnvel þeir sem engan pening hafa hafi samt möguleika á að koma.

Er þetta eitthvað sem þið mynduð hjálpa mér með, engin pressa en bón :o)
Látið mig endilega heyra hvað ykkur finnst um þetta, með hugmyndir að hvernig hægt væri að gera þetta eða annað.

Kærleikur til ykkar allra
Steina

Endilega sendið þetta áfram til þeirra sem mögulega hafa áhuga

Hafið samband við :steinunnhelga@gmail.com


Fyrirgefningin

_mg_7914.jpg

Hnútar í tilverunni geta verið óþægilegir ef maður ekki notar augnablik hér og þar til að leysa þá.

Það getur verið misjafnlega erfitt að leysa óþægindahnúta, vegna misjafna orsaka þeirra. Ég hef nokkra óþægindahnúta sem ég á eftir að leysa til að lífið fái að flæða án þess að þær tilfinninga blokkerinar sem myndast við þessa hnúta stoppi eðlilegt flæði  í lífinu.

Einn hnútur hefur þó verið erfiðari en margir aðrir, ekki allir aðrir, en margir.

Ekki það að þessi hnútur sé eitthvað verri en aðrir sem ég haf verið með til að hnýta um ævina, en vegna þess að ég veit ekki hvers vegna sá óþægindahnútur kom, gerir hann erfiðari fyrir mig að leysa.

Það gerðist bara einn daginn, eða yfir langan tíma, ég veit það ekki.

Ég hef aldrei fengið skýringu á því sem gerðist, svo það hefur ekki verið mögulegt fyrir mig að leysa þennan hnút, að ég hef haldið þar til nú.

En ég geri mér grein fyrir því núna eftir miklar vangaveltur í nokkurn tíma, að það þarf ekki tvo til að leysa hnút, ég get alveg gert það ein, án þess að báðir aðilar séu með í þeim ferli.

Ég vil segja ykkur frá aðdraganda þessa óþægindahnúts, eða svo vel sem ég nú get, því eins og ég skrifaði áður, þá veit ég ekki hvað gerðist.

Fyrir nokkrum árum, sennilega sirka 13 árum átti ég mjög nána vinkonu, sem ég var mikið með og þótti óskaplega vænt um. Við áttum margar góðar stundir og ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið með neinum eins og henni. Við höfðum sama húmor og margt annað gerði það að við náðum  svo vel saman.

Við eignuðumst börn á sama tíma, sem hefði getað  verið til að færa okkur nær hvor annarri, en þetta eitthvað gerðist!

Við fórum til Þýskalands saman með börnin okkar, við tvær og litlu börnin okkar, með lest, kerrur og bakpoka. Við vorum saman eina helgi ásamt öðru fólki, og það var gaman. En þetta eitthvað gerðist, sem ég aldrei hef fengið skýringu á!

Á leiðinni heim frá Þýskalandi sagði hún ekki orð við mig.

Hún hringdi í mig nokkrum dögum seinna og bað mig að senda til hennar bók sem ég hafði lánað hjá henni.

Eitthvað gerðist sem ég fékk aldrei skýringu á og hún vinkona mín hvarf !

Eftir sat þessi hnútur í maganum sem var svo óþægilegur í mörg ár.

Ef ég hugsaði til hennar fann ég hnútinn í maganum og óþægindi yfir því að ekki vita.

Sagði ég eitthvað vitlaust, særði ég hana, var ég heimsk og allar þær hugsanir sem manni dettur í hug komu í hugann aftur og aftur til að skilja orsök.

Það var erfitt fyrir mig að útskýra fyrir öðrum sem þekktu okkur, hvað hafði gerst, því ég hreinlega vissi það ekki.

Ég reyndi í langan, langan tíma að skilja hvernig þessi hlutur sem ég hlýt að hafa sagt eða gert, gat verið svo alvarlegur að hún valdi að loka á vinskap okkar, í staðin fyrir að reyna að ræða það sem gerðist og finna leið til að halda vinskapnum áfram.

En þetta var sú leið sem hún valdi og þar af leiðandi hlýtur það sem ég gerði eða sagði að hafa verið stórt og ósættanlegt. 

Þessi hnútur nagaði mig og minnti á sig alltaf af og til í öll þessi ár, sennilega vegna þess að mér fannst ég of vanmáttug til að leysa hann ein, fannst við þurfa að gera það tvær.

Fyrir  nokkrum vikum, sá ég að hún var á facebook og ég ákvað að athuga hvort hún vildi tengjast aftur og ég addaði henni.

En hún hafði ekki fyrirgefið mér.

Mér leið ekki vel í nokkra daga og hugsaði mikið um hvernig ég gæti leyst þennan óþægindahnút svo ég gæti sleppt þessu .

Eftir einhvern tíma þar sem þetta hafði legið á huga mínum, gerði ég mér svo grein fyrir að hnúturinn í mér er eingöngu minn hnútur og hefur í raun ekkert með hana að gera.

Ég ein get gert eitthvað í þessum hnút !

Hún valdi að hverfa úr lífi mínu án útskýringar á því hvers vegna og það var hennar val !

Ef það val hefur verið með til að byggja upp óöryggi, reiði, særindi, vanmátt og fullt af öðrum tilfinningum í mér, eru það eingöngu mínar tilfinningar mitt vandamál sem hafa í raun ekkert með hana að gera og eingöngu ég verð að taka ábyrgð á.

Ég saknaði hennar, en allar hinar tilfinningarnar voru neikvæðar sem ég ein hef ábyrgð á og ég ein get losað í burtu úr mér.

Þannig að í raun allt ósköp einfalt og það er FYRIRGEFNING.

Ég þarf bara að fyrirgefa og sleppa. Hún þarf ekkert að vera með í því. Hún þarf ekki að fyrirgefa mér, en ég vil fyrirgefa henni.

Hennar reiði til mín, er hennar ábyrgð og mín sorg og reiði til hennar er mín ábyrgð.

Núna er hnúturinn farinn, það þarf svo lítið til !

Við erum svo oft upptekinn af því hvað aðrir gera og segja í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Erum reið við allt og alla og notum ótrúlegan tíma í þess háttar neikvæðni.  En þetta er val hvers og eins. Sumir velja að nota tímann í reiði út í heiminn, en það er þeirra mál. Það að ég hafi notað 13 ár í að halda þessum tilfinningum opnum í mér, er mitt mál og mitt að gera eitthvað við.

Þetta er í raun er svo auðvelt allt saman!

Það þarf að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vera ekki fullkomin, að segja stundum hluti sem ekki eru góðir og gera vitleysur, bara það að vera manneskja. Um leið og við getum fyrirgefið sjálfum okkur, getum við fyrirgefið öðrum.  Ég er tilbúinn að fyrirgefa sjálfri mér, hvað svo sem ég hef gert eða sagt sem varð þess valdandi að hún hvarf.  Ég er líka tilbúinn að fyrirgefa henni að hafa verið svo reið út í mig að fyrir hana var þetta eina lausnin!

Núna er þessi hnútur farinn, og það er léttir, þar til ég finn annan óþægindahnút til að leysa.

Munurinn er núna sá að ég veit að ég get gert þetta ein, án hins aðilans. Ég þarf bara að fyrirgefa mér, ég er ekki fullkominn, en ég er eins fullkominn og ég get verið hér og nú. Ég eins og allir aðrir geri alltaf það besta sem ég get, þannig er það bara !

Þeir árekstrar sem ég lendi í á lífsleiðinni eru með til að gera mig að betri manneskju ef ég vel að læra eitthvað á því og ef ég vel fyrirgefninguna og Kærleikann fram yfir reiðina og hatrið.


Ég finn mikla þörf fyrir að benda á hana vinkonu mína Ragnhildur Vigfúsdóttir sem bíður krafta sína til stjórnlagaþings hún hefur Auðkennisnúmer: 8089

48912_1428838067_4147817_n.jpgÞað er ekki oft sem ég blogga. Margar ástæður eru fyrir því en aðallega er nú tímaleysi  ástæðan fyrir fjarveru minni á bloggheimi.

Þó kem ég alltaf inn af og til, sérstaklega ef mér liggur eitthvað á hjarta og ef eitthvað er sem ég gjarna vil deila með öðrum og finnst koma öðrum við.

Núna er ástæðan sú að framundan eru stjórnlagaþingskosningar.

Ég á ekki heima á Íslandi og hef ekki gert í mörg ár. Ég fylgist þó vel með öllu sem er að gerast ”heima” og er mjög umhugað um land mitt og þjóð.

Ég frétti að það væru yfir 500 manns að bjóða krafta sína inn á stjórnlagaþingið, það er að mínu mati alveg frábært hversu mikill áhugi það er fyrir að vera með til að hjálpa landinu úr þeirri baráttu sem er og koma með nýjar hugmyndir af stjórnarskrá.

 

Mörg dæmi eru um að þjóðir velji þessa leið til dæmis mótaði slíkt þing stjórnarskrá Bandaríkjanna árið 1776, þar sátu 55 fulltrúar allra fylkja Bandaríkjanna. Í Þýskalandi var sett á fót stjórnlagaþing sem samþykkti nýja stjórnarskrá fyrir Þýskaland árið 1949.  Einnig í Suður-Afríku starfaði slíkt þing við að móta nýja stjórnarskrá eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. í Austurríki kom einnig tillaga að nýrri stjórnarskrá en þar voru þær tillögur sem stjórnlagaþingið kom fram til ekki samþykktar. Í Noregi árið 1814 og svo ég ekki sleppi heimalandinu mínu á þessari stundu Danmörk 1849.

 

Eitt er þó sem gæti reynst erfitt þegar svona margir bjóða sig fram eins og núna gerist á Íslandi, það er hvernig er hægt að vita hverjir eru hæfir í þessi störf. Það hlýtur að valda áhyggjum hjá mörgum kjósendum, því hvert atkvæði er sem ég áður hef sagt, mjög mikilvægt.

 

Ég er ekki mikið í flokkapólitík, þó svo ég láti mig málið varða. Það sem skiptir máli fyrir mig er nefnilega fólkið sjálft sem er að vinna fyrir okkur, hversu trúverðugt það er og hvar liggja þeirra höfuðáherslur. Hvernig sjá þau heiminn skrúfaðan saman og svo það allra allra mikilvægasta ekki hvað þau segja, en hvernig þau lifa og gera. Orð eru svo oft hljóm eitt, það vitum við öll og alltof oft höfum við upplifað það hjá stjórnmálamönnum sem við kjósum og treystum.

 

Það er hægt að sjá svo margt þegar skoðað er lítið. Það er því mjög mikilvægt að við vöndum vel atkvæðið okkur og skoðum vel hvern vil viljum í þetta embætti til að verja hagsmuni okkar sem þjóð.

Hvað er mikilvægara fyrir hverja þjóð en það fólk sem á að semja nýja stjórnarskrá!

 

Stjórnarkrá er þjóðin, hvað hún stendur fyrir í heild sinni. Ef ég skoða út frá sjálfri mér hvern ég myndi velja í þetta sæti, þá er það manneskja sem ég get treyst, manneskja sem hefur lífsreynslu, sem hefur lifað sársauka, gleði, upplifað heiminn, þar að segja víðsýni en man þó eftir rótum sínum, Berst fyrir þeim sem minna mega sín, ekki bara í eigin húsi, eigin garði, eigin bæ og eigin landi, en líka út fyrir það, til þeirra sem þurfa aðstoð langt frá til að eiga möguleika á einhverri framtíð, það gæti líka flokkast undir víðsýni. Þessi manneskja þarf líka að hafa bein í nefinu, þar að segja hafa kjark, standa fast á sínu, en vera tilbúinn að flytja skoðun sína ef annað betra kemur í staðin.

 

Það eru ekki litlar kröfur sem ég hef og kannski hugsar einhver ” engin getur uppfyllt allt þetta” !

 

En ég vil segja ykkur sögu sem gæti verið með til að sýna að það er til fólk sem inniber allt þetta og ábyggilega ekki bara ein manneskja, en margir. Ég vil segja ykkur frá einni sem ég veit alveg djúpt inn í hjarta mínu að hún hefur alla þessa eiginleika og ég vil reyna eftir minni bestu getu að útskýra hvers vegna án þess þó að fara í of mikil smáatriði sem ekki gerir neinum gott.

 

Ég ólst upp í Vík í Mýrdal. Þar átti ég mína bestu vinkonu sem ég elskaði mjög mikið og varði öllum mínum stundum með. Hún er kölluð Dússa en heitir réttu nafni Ragnhildur !

 

Dússa var ekki eins og flestir aðrir, þá meina ég ekki að hún hafi verið skrítin eða eitthvað svoleiðis, hún var bara ekki eins og meðalmaðurinn. Það er ekkert að því að vera meðalmaðurinn en hún skar sig bara úr hópnum! Ég held að það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana, þó svo að við höfum aldrei talað um það. Ég held að hún hafi oft haft það erfitt og hennar heitasta ósk hafi kannski verið sú að vera eins og allir aðrir. En hún var bara öðruvísi og það sást í svo mörgu.

 

Hún hafði tildæmis strax sem barn svo sterkan vilja að mörgum þótti nóg um, sem barn var hún sterk, of sterk fyrir marga, hún var tilfinningarík, of tilfinningarík fyrir marga, hún hafði sterkar skoðanir, of sterkar  skoðanir fyrir marga, hún var ekki meðalmanneskja, sem var erfitt fyrir marga. Hún var alltaf sú sem hún var, án þess að reyna að vera neitt annað.

 

Allt það sem ég hef talið upp er eitthvað sem við öll vitum að eru kostir sem allir gjarna vilja hafa, en jafnframt er okkur ljóst að stærsti hópurinn nýtur ekki þessara mannkosta. En við sem manneskjur eigum oft erfitt með þá sem skera sig úr hópnum þó svo að um mannkosti sé að ræða.

 

Hún hafði sem barn mikla pólitíska réttlætiskennd, get ég alveg leyft mér að fullyrða! Bara ef ég hugsa um barbi dúkku leikina okkar, þetta var alltaf há pólitískt sem er ansi skondið að hugsa um núna sem fullorðin.

 

Þegar ég hugsa um Dússu sem barn fæ ég þörf fyrir, sem fullorðin að faðma hana og þakka henni fyrir hver hún er og hver hún þorði að vera, því það hefur verið mér veganesti í gegnum mitt líf. 

 

Við fórum ólíkar leiðir í lífinu. Ég fór brekkurnar upp og niður, valdi erfiðu leiðina. Hún fór aðra leið, ekki af því að það hafi verið auðveldari leið en það voru önnur hlutverk sem biðu hennar en mín. Hún þurfti að fá annan lærdóm og lífsreynslu en ég þurfti.

 

Hún man eftir rótum sínum og vinum. Þar gæti ég skrifað margar blaðsíður því það eru svo mörg atvik sem koma upp í huga minn þar sem hún hefur staðið við hliðina á mér  og öðrum eins og klettur þegar ég hef verið í ólgusjó og fundist heimurinn vera að hrynja í kringum mig. ALLTAF hefur hún komið og stutt mig og stundum bara verið, sem var einmitt það sem ég þurfti mest á að halda á þeirri stundu.

 

Á rólyndistímum þegar lífið hefur verið ljúft og án stórra átaka erum við ekki svo mikið í sambandi, en í hvert sinn sem ég hef haft það erfitt, er hún komin. Þetta er að mínu mati ómetanlegir mannkostir.

 

Ég vil svo taka það fram að ég er ekki dugleg á þessu sviði, þetta er eitthvað sem ég vildi óska þegar ég lít til baka að ég hefði í mér sem manneskja, en þetta liggur bara ekki í mér sem einn af mínum kostum, eins og það gerir hjá henni, þetta er eitthvað sem ég þarf að læra og setja sem markmið, ef mér finnst þess þörf.

Ég nefni líka í upptalningunni: víðsýni og út yfir landsteinana.

 

Dússa hefur búið og verið á svo mörgum stöðum í heiminum ! Hún hefur þekkingu á rótum sínum og hún hefur þekkingu á öðrum menningarhópum, sem er mjög mikilvægur kostur þegar skoða á svo mikilvæga hluti sem stjórnarskrá. Að taka það besta úr fortíðinni og blanda  því með nútíðinni og framtíðinni er það sem gera þarf til að breyta og endurgera stjórnarskrá, þar tel ég hana vera fullkominn fulltrúi minn.

 

Hún man eftir bræðrum sínum og systrum um allan heim ! Þar vil ég segja ykkur alveg yndislegt dæmi, sem er dæmi um að skoða hvernig sá aðili er og lifir, sem þú kýst.

Þessi saga kemur örugglega annars aldrei fram til kjósanda, en ég vil að hún komi fram, því hún segir svo mikið.

Dússa og Hafliði giftu sig fyrir nokkrum árum. Þau höfðu verið saman í mörg ár, en þarna fannst þeim tími til komin að játast hvert öðru.

Við fengum að sjálfsögðu boðskort þar sem okkur var boðið til að gleðjast með þeim á þessum tímamótum. Í boðskortinu stóð að þau í staðin fyrir að fá gjafir vildu að lagður yrði peningur inn á bankareikning til ABC barna um allan heim. Ég hef oft hugsað um þetta og með mikilli virðingu og í raun þakklæti yfir að það skuli vera til svona fólk sem hugsar meira um þá sem ekkert eiga en sjálfan sig. Hugsið ykkur hvernig heimurinn væri ef fleiri hugsuðu og framkvæmdu í þessum anda.  

 

Ég undra mig svo oft yfir þegar ég er að skanna prófílinn hennar á facebook, hún er alltaf að vasast í öllum mögulegum góðgerðarstarfsemi.  Hvernig hefur hún tíma og orku til þess alls ?

Hún er í fullri  ábyrgðarmikilli vinnu, hún á tvær yndislegar dætur, hún er á allavega námskeiðum til að endurmennta sig og víkka sjóndeildarhringinn, hver er drifkrafturinn, hvert er stefnt.

En eins og allir vita sem þekkja mig, trúi ég að það sé meining með öllu sem við gerum, öllu sem við hugsum og það er alltaf eitthvað sem við erum að vinna að, þó við séum ekki alltaf meðvituð um hvað það er. 

Ég hef þá kenningu að allt frá barnsaldri hefur Dússu beðið verkefni sem nú er að fæðast og ef mín tilfinning er rétt, er þetta bara byrjunin á löngum ferli hennar innan pólitíkur og ég vona svo innilega að sú tilfinning reynst rétt, því hún hefur að mínu mati fyrir þá nýju framtíð sem við erum á leið inn í allt það til að bera til að gera góða hluti fyrir þjóðina.

Vinur vina sinna!

Mig langar að lokum að segja ykkur frá skemmtilegum hlut sem gerðist í ágúst. Ég hélt upp á 50 ára afmælið mitt með miklum stæl.  Mamma og pabbi og nokkrir aðrir komu frá Íslandi til að gleðjast með mér. Dússa hafði sagt mér að hún kæmist ekki því hún var á ferðalagi með fjölskyldunni í Grikkandi. Ég skildi það svo sem mjög vel og var ekkert að spá mikið í þetta.

Daginn sem veislan var, lá ég með Sigyn dóttur minni uppi í herbergi og hún var að mála mig og plokka augnabrýr. Sé ég svo skugga af einhverjum koma upp tröppurnar og svo allt í einu standa tvær manneskjur í dyrunum, þar voru Dússa og Hafliði sem komu sem leynigestir til mín til að gleðjast með mér  þennan dag. Mér varð svo um, að hjartað hætti næstum því að stoppa. Ég átti á engan hátt von á að þau kæmu, því þau voru í Grikklandi. En þau völdu að koma við á leið sinni heim og hitta mig og vera með mér og mínum á þessum degi.

Hún var eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar í veislunni, hún hélt þá fallegustu ræðu sem ég gat hugsað mér, á skandinavísku, svo allir gætu verið með í því sem hún sagði, henni tókst að fá alla til að til sperra eyrun með sögum frá barnæsku minni og skemmtilegum uppákomum, sem hún man, en ég ekki. Hún var tenging mín inn í fortíðina og deildi henni með mér og mínum, í nútíðinni. 

Ég sé fyrir mér hvernig hún getur notað það allt inni í framtíðina hún vinur minn Dússa sem ég vona svo innilega að þið treystið fyrir atkvæði ykkar til Stjórnlagaþings MUNA : 8089 Ragnhildur Vigfúsdóttir

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband