Samvinna milli engla og okkar.
28.9.2009 | 08:35
Allt með rólegra móti miðað við hvernig gæti verið. Stundum virðist heimurinn hristast, og allir sem einn erum með í þeim skjálfta. Ég finn að í dag get ég hægt á skjálftanum, með því að biðja um hjálp til að takast á við það sem koma skal og hjálp til að hafa styrk til að takast á við það sem er óumflýjanlegt, hvað sem verður og í hvaða átt sem er .
Eftir þessar bænir finn ég innri ró og vissu fyrir því að allt fer á þann veg sem er best fyrir mig og best fyrir það heila.
Í gær fórum við mæðgur í göngutúr í skóginn okkar hérna rétt hjá. Við tókum Lappa og Dimmalimm með. Þetta var yndislegt í haustlitunum sem skarta sínu fegursta núna.
Það er svo flott slott þarna, fallegur garður, en líka villtur skógur. Hundarnir nutu þess að ganga og þefa upp alla þá lykt sem varð á vegi þeirra og við mæðgur leystum öll heimsins vandamál, bæði okkar á milli og í stærra samhengi.
Þessi vika er sú vika sem ég ekki er að kenna í Listaskólanum, en ég kenni þessa vikuna í Skolen for kreativitet og visdom. Það gengur mjög vel, við höfum núna 14 nemendur og það er mikil gleði sem ríkir. Þess má geta að það bætast stöðugt nýjir nemendur við, því fólk fréttir að því sem við erum að gera.
Við vinnum í svo góðri orku sem við höfum byggt upp með hugleiðsu í langan tím og samvinnu við þá engla sem við höfum markvisst unnið að því að fá samband við.
Mig dreymir um þann tíma þar sem samvinna milli engja og okkar verður hluti að því að draga andan. Fyrr á tímum, var þetta algengt, en núna er eins og mannkyn hafi misst kontaktin við sitt innra og aðrar víddir, sennilega vegna þess að við höfum svo mikla efnisþörf, eða þar að segja, við dýrkum og erum þrælar peninga, húsa og annars sem í raun að lokum færir okkur ekki neitt.
En núna er allt rifið úr höndunum á okkur með krísum, bæði efnahagslega og náttúruöflin. Við erum sem sagt ekki eins mikir herrar yfir lífi okkar og við viljum vera láta. Ég segi stundum að það eina sem ég finn að ég get stjórnað, er hvað ég borða. En þá verðum við að finna aðrar leiðir til að upplifa okkur lifandi, sem ég vona svo innilega að verði til þess að við leitum á önnur mið, hin innri mið, því þar er allt sem við þurfum! Bara að gefa þeim heimi sjéns, þeim heimi sem bíður eftir að við opnum augun fyrir þeim.
Þetta er í raun allt svo einfallt, en við gerum það svo flókið.
Megi friður og englar vera með ykkur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:10 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir yndislegan skógargöngutúr, með andlegri íhugun og englum Steina mín. Ég þurfti á þessu að halda akkúrat núna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 10:30
Stundum er máttleysi okkar eða orka í höndum umheimsins. Það að vefja sig í alheimsorkuna og senda góðan hug gerir okkur sjálfum svo gott.
Í dag er Já dagur og þannig ætla ég að hafa hann með grænmetinu mínu og því sem bíður mín.
Fegurð í daginn þinn kæra Steina.
www.zordis.com, 29.9.2009 kl. 09:04
Veistu Steina...... Þú ert frábær, það er svo góð orka frá þér að þú smitar yfir á aðra.... Takk fyrir :)
Kveðja,
Linda
Linda Samsonar Gísladóttir, 29.9.2009 kl. 18:50
O hvað þau eru sæt, Dimmalimm og Lappi! Og þið mæðgur eruð náttúrulega ennþá fegurri! :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 29.9.2009 kl. 19:20
Þökk fyrir hugvekjuna, Steina - hún var indæl eins og þín var von og vísa. Bendi ég fólki á dásamlega bók sem heitir ´Angel Inspiration´ eftir konu nokkra að nafni Diönu Cooper, ef það vill fræðast um töfraheima englanna . . .
Swami Karunananda, 3.10.2009 kl. 22:18
(Smá málfræðivilla þarna : ég hefði að sjálfsögðu átt að skrifa ´Diana Cooper´ í nefnifalli. Afsakið!)
Swami Karunananda, 3.10.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.