veturinn hýmir undir súð og bíður færis
10.2.2009 | 16:07
Nú er ég komin heim ! Búinn að fara einn dag í vinnuna og komin aftur heim.
Ég kom heim úr vinnunni, fór í gallann minn frá 66%Norður, húfu vettlinga og stóra góða hlýja kuldaskó. Tók svo Lappa minn í göngutúr í snjókomu. Við röltum þetta í rólegheitum með snjóflyksurnar í andlitið og létum þreytu dagsins berjast burtu með veðrinu. Við komum heim, ég fór í náttbuxur sem passa vel við veðrið fyrir utan og gerði mér te. Fór svo að dúlla á tölvuna. Ég hef ekkert verið dugleg að blogga, enda verið á Íslandi í nokkurn tíma. Ég heimsótti marga, í hópum. Hitti þennan hóp og svo hinn. Marga náði ég ekki að hitta sem mig langaði en svona er þetta alltaf.
Núna sitjum við Sól í sitthvorri tölvunni við kertaljós í stofunni og ferðumst hver um sinn heiminn. Lappi liggur á dýnunni sinni hérna í stofunni
Ég finn einhvern þúngapúka vilja læða sér inn hjá mér, en er ekki alveg á því að hleypa honum að. Finn áhyggjur fólks í kringum mig, líka hérna í Danmörku. Finn líka að ef ég leyfi áhyggjunum að komast að hjá mér, gætu þær fyllt allt á augnabliki.
Einhvernvegin er maður svo mikill öryggisfíkill að allt óöryggi gerir mann óöruggan um tilveru sína. En ég finn líka ákveðin létti vegna þess sem er að hverfa, til að gera pláss fyrir nýju.
Það vita það flestir að þessu gat ekki haldið áfram, er fáum hollt. Við hérna í Lejrekotinu höfum ekki verið rík, en höfum haft nóg. Það var orðið þannig að ef ég sá peysu eða annað sem mig langaði í, gat ég keypt án þess að hugsa mig um.
Það einfaldlega klæðir mig ekki ! Ég er sátt við að þurfa að fara aftur þangað í lífinu mínu, að ég þarf að velta fyrir mér hverri krónu og finna leið að einfaldara lífi. Mörgum finnst líf mitt ansi einfalt fyrir, en ég veit að meiri einfaldleiki klæðir mig og flesta.
Set inn nokkrar myndir frá Landinu mínu fagra og læt þetta duga að sinni !
Kærleikur og Ljós á ykkur öll
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Athugasemdir
Yndislegar myndir. Takk fyrir stundirnar með þér gullið mitt
Kristborg Ingibergsdóttir, 10.2.2009 kl. 17:22
Fallegar myndir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:43
Guðdómlegar myndir. Svona sérðu heiminn.
Takk fyrir hugleiðingarnar, þær eru góðar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:06
Bara að láta vita af mér. Er á lífi hehe. Vá flottar myndir....
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:29
Mikið var gaman að sjá þi gloks í eigin persónu...og enda svo í einni grúppu made by you!!
Fallegar myndirnar...og fallegt þetta óöryggi sem við stöndum nú öll frammi fyrir. Það hefur sitt hlutverk núna.
Knús.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 13:45
Já, veturinn hímir undir súð. Það er rétt. En á eftir honum kemur alltaf vor :)
Knús til þín.
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.2.2009 kl. 18:51
Velkomin heim í kotið þitt
Er hér enn og líkar vel. Gott að hafa tækifæri þegar þörf er á, til að vera með sínum og leggja smá lið. Styttist í heimferð og nýtt verkefni sem mun krefjast mikilla rólegheita af minni hálfu. Stór áskorun þar fyrir mig
Kær kveðja frá Klakafaranum
Guðrún Þorleifs, 11.2.2009 kl. 21:46
Sæl kæra Steina.
Ég hafði samband við Guðna enn eitthvað fórst þetta á mis hjá okkur.
Við hittumst bara eldhress næst.
Bestu kveðjur og endalaust ljós til þín og þinna frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 11.2.2009 kl. 23:44
Innlitskvitt og já falleg myndasería :)
Hólmgeir Karlsson, 15.2.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.