Jólahugga í Lejrekotinu
20.12.2008 | 20:31
Ummm dejlig dag !!!
Ég byrjaði daginn á að fara á ruslahaugana í bæ cirka 45 mín hérna frá okkur. Ég keypt fullt af barnabókum og öðrum spennandi hlutum. Dóttir vinkonu okkar er mikill lestrarhestur og ég fann góðar bækur fyrir hana í jólagjöf. Ég fann bækur fyrir Sól, nokkrar sem hún fær á morgun í aðventugjöf. Fimm bækurnar og fleiri klassísk ævintýri. Munið þið ekki eftir Fimm bókunum?
Ég keypti líka mjög fallega kertastjaka fyrir ömmu Sólar hérna í Danmörku. Sól er nefnilega svo heppinn að hafa ömmu hérna í Danmörku. Sú mæta kona hefur ákveðið að það sé hennar hlutverk. Amma Sólar heitir Marianna og vann á barnaheimilinu sem Sól var á.
Marianna og Allan maðurinn hennar bjóða okkur alltaf í mat á Þorláksmessukvöld og þá fær Sól jólagjöf frá Marianna. Við höfum haldið í þessa fallegu hefð í mörg ár og er það yndislegt.
Önnur hefð sem er ofar mörgum öðrum hefðum hjá okkur. Það er hinn stóri bökunardagur hjá Gunna og firekløverne. Það er Sól og vinkonur hennar þrjár: Andrea, Cecilia og Vera. Þá baka þær með Gunna jólakökur, það er mikið fjör. Ég held þó að í ár hafi þær gert þetta að mestu sjálfar.
Ég set inn myndir teknar í dag af þeim á þessum góða degi.
Stundum hugsa ég að ég vildi óska að þær yrðu alltaf svona eins og þær eru núna. Þær verða 12 ára á næsta ári, en lifa svo sannarlega í heimi barnsins og ævintýranna. Þegar þær eru saman klæða þær sig upp í hin og þessi hlutverk og leika leikrit, syngja og dansa.
Stundum fara þær í bæinn í þessum búningum og eiginlega performera fyrir bæjarbúa. Í sumar fóru þær í búningum og spurðu alla sem þær mættu hvort þeir tryðu á álfa, í þessum leik varð eiginlega keppni um hvort áfar myndu lifa af, hvort það væru fleiri sem tryðu, eða sem ekki tryðu og álfarnir unnu að lokum til mikillar gleði fyrir þær, því fleiri sögðust trúa á álfa, en ekki.
Kærleikur til barna og Jóla og munum að passa upp á barnið í okkur....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Flottar stelpur!
Jú ég man eftir Fimm bókunum. Mér fannst þær ekkert smá skemmtilegar - las þær upp til agna, aftur og aftur!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 21:25
Elsku Steina, Gunni og Sól bakarameistari. Hefði alveg getað hugsað mér að vera með ykkur í dag og gæða mér á ljúffengum sparikökum í Lejrekotinu. Takk fyrir öll fallegu innleggin þín, Steina. Þau ylja mér oft um hjartarætur. Nú eru að koma jól, friðsæl og notaleg. Megi allir fallegir englar vernda ykkur yfir hátíðarnar sem og alltaf elsku vinir og farsæld vera með ykkur á nýju ári. Kristín, Billi og Jana Katrín í Sólheimakoti.
Kristín Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:21
Ég sé að það vantar ekki jólaköttinn á þetta heimili. Njóttu hátíðanna í ljósi og il Ljúfust mín..
Sigríður B Svavarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:32
Svona minningar eru svo mikilvægar, vinkonurnar litlu eru bara yndislegar! Megi jólahátíðin vera ljúf og góð hjá Lejre fjölskyldunni.
Gleðileg Jól kæra Steina, megi friður og hamingja verða ykkur samferða á nýja árinu!
www.zordis.com, 21.12.2008 kl. 11:37
Þetta eru dýrðarmyndir af fanta stemmningu, sem seint gleymast.
Guð gefi ykkur gleðileg jól Steina mín og frið og hamingju á nýju ári.
Þakka þér blogg og fésbókarvináttu á árinu sem er að líða.
kveðja, eva
Eva Benjamínsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:27
Yndislegar stelpur Jólaknús til ykkar allara
Kristborg Ingibergsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:30
Skrif þín eru svo í takt við tíman, þess vegna er það munaður að fá að lesa bloggið þitt.
Kærar jóla-og hugarkveðjur til þín.
Þ Þorsteinsson, 22.12.2008 kl. 07:35
Það er allt svo skemmtilegt, fallegt - og lífrænt hjá þér og ykkur! Ég býst við að þetta nálgist á köflum að vera Himnaríki á Jörð. Er það ekki nær sanni?
Knús á knús ofan til ykkar!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.12.2008 kl. 22:48
Dásamlegar myndir af skottunum í bakstri.
Jólakøtturinn á sínum stad og tú sögumadurinn.
Gledileg jól kæra Steina og takk fyrir gód kinni og fyrir allar yndislegu færslurnar tínar.Megi tú og tín fjölskylda eiga yndislega jólahátid og árid sem er á næsta leiti verda ykkur gledilegt og innihaldsríkt.
Kannsi látid tid sjá ykkur ad Holbækveg 103 ???Hver veit?
Hjartans kvedja.frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 08:50
Yndislega fjölskilduvænar myndir.Knús á þig elskan mín.
Óska þér og þínum gleðilegra jóla.
Kær kveðja
Solla G (ollasak)
Solla Guðjóns, 23.12.2008 kl. 21:16
Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla kæra Steina.
Ég þakka þér einnig einstaka bloggvináttu og hlýju sem skrif þín bera ætíð með sér.
Ég hlakka alltaf til að lesa skrifin þín.
Hafðu það sem allra best yfir jólin kæra vinkona.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 24.12.2008 kl. 00:18
Gleðileg jól
Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:07
Elsku Steina systir, Gunni, Sól og allir aðrir ábúendur í fallega kotinu í Leijre! Nú sendi ég ykkur síðbúnar hátíðarkveðjur frá okkur úr Stapasíðunni. Guðsfriður veri með ykkur nú sem endranær.
Yrsa Hörn og allt hennar hyski.
Ps: Nú er Melkorka komin og ætlar að sjá myndirnar af Sól og hennar vinum:-))
Yrsa Hörn Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 11:59
Gleðileg jól til ykkar kærleiksríka fjölskylda.
Hlakka til að lesa frá ykkur á nýju ári.
Hulla Dan, 26.12.2008 kl. 17:59
Gaman að sjá þessar myndir af undirbúning jólanna, kærleikskveðja til þín elsku Steina mín og fjölskylda
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 19:15
Kæra vinkona.gleðilega hátíð til þín og þinnar fjölskldu.Ég var að lesa bloggið þit um vissan atburð í skólanum okkar og enn man ég það sem gerðist eins og gerst hafi í gær.Skrítið hvernig hlutir geta greipst inní vitundina.Sumt er okkur ekki ætlað að vita ,og hvert hefur sinn tíma....kannski er komið að hugleiðslu hjá þér....gæti verið að þessi atburður sé að reyna að segja þér eitthvað núna vinkona!Gleði til ykkar allra,kveðja Disa
Arndís Þórðardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 04:34
Brynja skordal, 27.12.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.