morgungull í bláu auga
19.11.2008 | 07:56
Sit inni í stofu, allt er svo kyrrt og yndislegt.
Sólin er heima í dag full af kvefi, hún var ekki alveg að vilja fara í skólann og ég gaf leyfi til heimaveru.
Það er fátt yndislegra en svona morgnar það sem ég get notið morgunkaffisins og bara verið. Kertin flökta í hálfrökkrinu og birtan úti kemur í rólegheitum.
Það er ekkert mikið að frétta. Ég var í Kaupmannahöfn í gær , fór á sýningarrölt með Sigga syni mínum. Að mestu sátum við á kaffihúsi og lékum okkur við að skoða effekta á tölvunni hans Sigga . Hann gerði þessa fínu mynd af okkur sem er hérna að ofan.
Við gengum heil ósköp, á göngu er hægt að tala mikið og það gerðum við. Við fórum allan skalann, töluðum tilfinningar, og við rifumst og við hlógum. Dagurinn var yndislegur og ég hugsaði á leiðinni hversu heppinn ég er að vera í svona góðu sambandi við hann Sigga minn.
Við eigum líka svo margt sameiginlegt sem gerir að við getum mæst á svo jöfnum grundvelli.
Ég hitti eina gamla vinkonu mína á röltinu í gær, hún var líka á sýningarrölti. Hún var ansi stressuð, maðurinn hennar vinnur hjá Sterling flugfélaginu og þau biðu bara eftir að fá skilaboð um hvað yrði um hann. Við ákváðum þó að hittast í janúar, þau gæru komið í heimsókn til mín og Gunna og við gætum borðað saman. Við ræddum líka um að athuga með að sýna saman, en allt það ætlum við að skoða í janúar.
Ég kynntist henni þegar við vorum ný flutt til Danmerkur. Ég hafði þá verkstæði á Nørrebro. Þetta var verkstæði með 10 til 15 öðrum listamönnum. Ég elskaði að vera þar. Ég og hún Michala höfðum pláss við hliðina á hver annarri. Við urðum miklar vinkonur. Hún átti það til að senda mér svo falleg handskrifuð bréf með fallegum teikningum og litlum vatnslitamyndum.
Stundum sendi hún mér líka litlar gjafir , bækur eða eitthvað sem henni fannst passa fyrir mig. Vinskapurinn var mér dýrmætur. Hún var sú fyrsta sem ég kynntist hérna í Danmörku. Ég kynntist líka foreldrum hennar mjög vel og þau komu trúföst á allar opnanir sem ég hafði hérna í Danmörku, sem voru margar.
Hún kom líka með mér til Íslands og við áttum yndislegan tíma þar saman.
Hún var einhleyp á þessum árum og það gaf sennilega svigrúm til þess háttar vinskaps. Gunni minn hefur alltaf verið svo einstakur að það hefur alltaf verið pláss fyrir næstum því hvað sem er í okkar sambandi.
Ég og Michala ræddum mikið trúmál og vorum mikið á sömu línu um þau mál , við skyldum hvað hin stóð fyrir og vorum á einhvern hátt hluti af því.
Michala kynntist Henrik sem flutti inn á verkstæðið. Hann var góður drengur, en það gerðist eitthvað í sambandinu á milli mín og hennar. Við áttum þó samskipti í nokkur ár á eftir. Okkur var boðið í brúðkaupið þeirra og þau komu í skírnina hjá Sólinni okkar með yndislegt málverk sem Michala hafði málað af litla englinum okkar.
Það sem ég held að hafi breyst á milli mín og hennar var að hún fékk aðra skoðun á svo mörgu í sambandi við það sem hafði í raun tengt okkur saman. Henrik kom frá sértrúarsöfnuði einhverjum sem hafði áhrif á hana og hennar hugsun, en sem gat ekki borið okkar vinskap.
Vinskapurinn fjaraði út og við hittumst ekkert í mörg ár. Fyrir hálfu ári fór ég svo á opnun hjá henni inni í Kaupmannahöfn og hitti hana. Hún hafði greinilega fylgst með því sem ég var að gera því hún gat kommentað þær sýningar sem ég hafði haft og við gátum borið saman bækur okkar
Við kvöddumst glaðar yfir þessum endurfundi og ákváðum að hittast fljótt.
Ekki hefur það tekist enn, en núna verður það i janúar og ég hlakka mikið til að hitta þessa fallegu vinkonu mína frá fortíðinni.
Í gærkvöldi fórum Gunni og ég á tónleika hjá tónlistarskólanum hérna í Lejre. Sólin okkar er í barnakórnum . Það eru reindar bara 6 telpur í honum, af þeim eru þær fjórar bestu vinkonurnar, Sól, Andrea, Cesilia og Vera. Þær fluttu tvö lög, eitt af lögunum var teksti og lag eftir þær fjórar. Lagið heitir "að dreyma og er svo fallegt og tekstinn svo fullorðinn. Við hjónin sátum þarna með stút fullu húsi af fólki, með tár í augunum yfir hversu duglegar og flottar þær voru stelpurnar. Þær hafa verið bestu, bestu, bestu vinkonur í 5 ár og eru svo kreatívar og flottar saman. Þær hafa samið lög og teksta á heilan cd sem gerður var með þeim í klúbbnum. Þær eru saman í myndlistarskólanum, tónlistarskólanum og tvær af þeim, Sól og Cesilia eru í mjög góðum leiklistarskóla. Ég fæ stundum í magann yfir því hversu heppinn Sól er á þessum barna árum sínum hérna í litla þorpinu.
Núna er orðið bjart úti, best að fara að útbúa morgunmat og fara í göngutúr með Lappa í nýju flottu stígvélunum mínum sem ég keypti í gær.
Kærleikur til ykkar allra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Athugasemdir
Hafðu það gott í dag.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 19.11.2008 kl. 08:08
Óskasamband módur og sonar!
Vinskapurinn er mikilvaegur og ég trúi zví ad vinskapur geti verid jafn tryggur zótt árin lídi ef tengingin er djúp og skilningur á mili adila. Ég var einmitt ad tala um zad vid manninn minn í gaer med vinskap og fjarlaegd og hvad zad er gott ad eiga vin í makanum.
Knús í daginn zinn.
www.zordis.com, 19.11.2008 kl. 08:43
Tek undir þetta, góð vinátta stendur allt af sér jafnvel stopul samskipti...kveðja til þín Steina mín
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:44
Bestu kveðjur til ykkar Gunna og Sól frá okkur öllum
Hlynur Hallsson, 19.11.2008 kl. 13:22
Ég held að svona vinátta fari ekki, þó hún dofni um tíma. Vonandi allavega. Gott mál að þið hafið náð saman á ný, því sennilega tengir ykkur meira en aðskilur, hún á bara eftir að átta sig á því. Hendrik hefur sennilega bara verið hræddur um að þú hefðir "slæm" áhrif á hana, af því að þú ert ekki hvítasunnueitthvað.
Gaman að heyra af tónleikum hjá telpunum, og slæmt að heyra að hún er með kvef. Það er alltaf svo mikill friður hér hjá þér Steina mín. Knús frá Íslandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2008 kl. 14:29
Ástarkveðjur...frá rifbeininu...
Guðni Már Henningsson, 19.11.2008 kl. 15:01
Ljúft
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 19.11.2008 kl. 18:28
Þú átt frábæra fjölskyldu Steinunn mín. Hey þú gleymdir að segja mér frá stígvélunum. Þú manst, ég er stígvélasjúk :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:53
Innlitskvitt og knús
Svava frá Strandbergi , 19.11.2008 kl. 21:38
Draumur í skókassa.
Kærleikskveðjur elsku Steina mín , eva
Eva Benjamínsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:21
Flott mynd af ykkur mæðginum.
Yndislegt að heyra af Sólinni og vinkonum hennar.Mjög duglegar og heilbrigðar stelpur á ferðinni þarna.
FAÐMLAG Á ÞIG OG ÞÍNA
Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 12:39
Skrýtið með suma vini.
Þó að líði 10 ár á milli þess sem maður heyrir í þeim eða sér þá, þá er eins og það hafi verið síðast í gær.
Aðrir eru þannig að þó maður hitti þá 4x í viku er alltaf eitthvað stirt við þá...
Skilurðu hvað ég meina?
Stundum hittir maður líka einhvern og VEIT að maður kemur til með að vera tengdur honum restina af lífinu... Skrítið.
Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 16:49
Þið Siggi eruð svo sæt saman. Tónleikarnir voru líka fínir. Gott að vita að það er svona mikið undergroundlíf í svefnbænum Lejre.
Gunnar Páll Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.