er veturinn heima, nei hann fór til New York
8.11.2008 | 12:30
Veðrið er bara eins og vor ! Við fórum í morgun á svona stað þar sem hægt er að kaupa hluti sem fólk hendir, fyrir lítinn pening.
Við keyptum fjóra flotta baststóla í garðinn, nokkrar bækur, þrjú lítil teborð, sem falla svona hvert undir annað, vegglampa, mjög fallegan, sítrónupressu og svo bastendur fyrir Sigyn mína sem er svo hrifin af öndum, Allt þetta kostaði 1oo kr danskar.
Við komum heim með þetta. Gunni fór að elda hádegismat og ég fór í göngutúr með Lappa. Ég var bara á peysunni og veðrið alveg dásamlegt ég söng fyrir Lappa á leiðinni, ég fann svo mikla gleði innan í mér. Það eru meira að segja knúpar á sumum runnunum okkar og rósirnar eru ennþá að springa út.
Fengum okkur svo að borða og erum núna að slá magann og drekka kaffi. Ætlum út í garð að gera hitt og þetta og seinna ætlum við í bíó með Sólinni okkar þegar hún er búinn í leiklistarskólanum .Við ætlum að sjá myndina Stúlkan og refurinn
Ég ætla að að kveðja núna og fara út í garð á þessum fallega degi að senda ykkur öllum Ljós og Kærleika !
Athugasemdir
Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á svonu loppu... ekki frítt við öfund!! Gangi þér allt í haginn elsku besti vinur..
Guðni Már Henningsson, 8.11.2008 kl. 12:33
Allra bestu kveðjur í heimi til þín og þinna!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:00
Það er svo gaman að fara á loppumarkaði og grúska og grammsa. Bíóferð er í vændum hjá okkur í dag og svo er bara slökun og málerý!
Gleði til ykkar á fallegum laugardegi!
www.zordis.com, 8.11.2008 kl. 15:30
Ég væri sko til í að fara "loppumarkað" Á það kannski eftir :o) Knús til ykkar allra.
Kristborg Ingibergsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:30
Kærleikskveðjur til þín Steina mín
Eva Benjamínsdóttir, 9.11.2008 kl. 02:00
alltaf gaman á loppum,knús til þín
Líney, 9.11.2008 kl. 14:23
Verð næstu þrjá daga rétt hjá þér í Hróarskeldu - vonandi rekst ég á góðan loppumarkað þó þeir einskorðist nú oftast við helgarnar. Annars væri gaman að hitta þig "in persona"
kærleikskveðjur Anna
Anna Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:25
Gott að geta gert góð kaup á "LOPPUNNI"
Solla Guðjóns, 10.11.2008 kl. 00:44
Frábært að þér líður vel. Það er svo gaman að líða vel á góðum degi og gera góða hluti.
kærleikur móttekinn og sendur til þín
Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:31
Hljómar sem góður dagur hjá þér frækna mín góð.
kveðjur til Sigrúnar, gunna og syginar.
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.