Dagurinn þegar meðvitundinn hækkaði

 -1lthkk.jpg

Í morgun vaknaði ég eins og vanalega klukkan fimm.

Ég fór niður og kíkti á tölvuna. Sá á facebook að Hlynur vinur minn frá Akureyri sem núna kallar sig líka Hussain,  (af hverju veit ég ekki) hafði skrifað: núna get ég farið að sofa, Obama er búinn að vinna.

Ég varð svo hrærð að ég átti erfitt með að einbeita mér að því að fara að hugleiða.

Settist þó í stólinn minn, með hvíta ullarteppið yfir mig, fór í ferðalag á innri plönum og gerði það verk sem ég geri á hverjum degi.

Ég hugleiddi  til klukkan sex. Kveikti á sjónvarpinu og sat í ca. fimm mínútur og horfði á fréttirnar, ég hreinlega grét af ánægju yfir þeim stórtíðundum sem höfðu gerst !

Gunni kom niður og deildi með mér gleðinni.

Ég hef svo innilega vonað að hann inni kosningarnar, en þorði ekki að trúa að það gæti gerst.

Ég upplifði í þessari gleði minni, að vitund heimsins hækkaði við að í sameiningu að setja inn nýtt energi, og senda það gamla í burtu.

Gömul hugsunarform unnu ekki, en ný framtíð með nýjum möguleikum sá dagsins ljós.

Ameríkanar þorðu í öllum þeim efnahagslegu átökum sem landið er í að taka séns á einhverju nýju bæði í hugsun og að velja svartan mann sem leiðtoga landsins síns.

Þetta gætu margar þjóðir tekið til fyrirmyndar. Það að standa saman og taka ábyrgð á lífi sínu, er eitthvað sem við öll ættum að skoða. slide_374_10273_large.jpg

Fyrir bara 40 árum var aðskilnaðarstefna í Ameríku á milli hvítra og svartra !!!!

Ég er bara svo lukkuleg með þessar kosningar. Þegar við vorum í Washington í sumar keyptum við fullt af Obama minjagripum sem skreyta hjá okkur húsið.

Eftir morgunstund lá leiðin í lestina. Ég geng fallega leið að stöðinni sem tekur mig nokkurn veginn fimmtán mínútur.

Ég kom á stöðina, þar var fólk að bíða eftir lestinni, allir með morgunblöðin fyrir andlitunum og lifðu í fréttaheiminum. Ég gerði það sama, enda er gott að vera fjarri sjálfum sér stundum á öðrum stað á öðrum tíma.

Lestin var of sein, fyrst átta mínútur, svo fimmtán mínútur.

6760681.jpgÉg varð pirruð þrátt fyrir þá gleði sem ég hafði haft inni í mér. Loksins kom lestin , sú gamla sem varla er fólki bjóðandi. Lestin var svo proppuð af fólki að ég gerði mig að eldspýtu til að komast inn. Stóð svo í eldspýtnastokk með hinum morgunhönunum.

Við komum að Hróarskeldu, lestin stoppaði og við komumst ekki út ! Ég varð að bíta saman vörunum til að láta eitthvað flakka út í loftið.

En ég minnti mig á að þetta væri smáatriði á miða við þann gleðiatburð sem ég hafði upplifað og hafði einhversstaðar í hjartanu.

Ég komst út, allir beðnir að yfirgefa lestina, líka þeir sem ætluðu með henni til Kaupmannahafnar.

Ég settist og kom mér vel fyrir á bekk, með bók vitandi að ég kæmi til með að sitja þarna næstu 35 mínúturnar.

Ég komst að lokum í vinnuna, alltof sein. Við fögnuðum nýja forsetanum í skólanum með Obamaköku og huggulegheitum.

Svona geta nú dagar verið bæði hér og þar.slide_599_12505_large_720041.jpg

Kærleikur til allra. 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hér var dagurinn líka tekinn snemma og kveikt var á sjónvarpinu , okkar madur vann.Madur vard hrærdur ekki af tví hann vann tad var madur eithvad svo viss um ,Tad var eithvad svo.... tad er bara tessi madur ....Barack Obama og hans fjölskylda sem bera af sér svo mikinn tokka.Tad ad sjá tau standa á svidinu og sýna allt tetta takklæti til mannfjöldans var svo tilfinningarríkt.

Gledilegan Obama dag og kvedja frá mér.

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Eg fór að sofa klukkan fjögur í nótt með endurnýjaða trú á bandarísku þjóðinni. Það er ekki langt síðan að Martin Luther King hóf allar sínar ræður á  " I have a dream". Þá þurftu svartir að sitja í afmörkuðum sætum fyrir svarta, máttu ekki borða á sömu veitingastöðum og hvítir, höfðu miklu lægri laun og menntun var fjarlægur draumur fyrir flesta. Obama er ótrúlegur, sigraði hina miklu maskínu Clinton hjóna og nú hina hægri sinnuðu í Repúblikanaflokknum. Maður skilur eiginlega ekki hvernig hann fór að þessu, og þó, maðurinn er eldklár og fæddur foringi. Ég tek ofan hattinn fyrir þeim bandaríkjamönnum sem kusu Obama.

Guðni Már Henningsson, 5.11.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Barack Hussain Obama.

Thess vegna.

Madurinn er frábær, og á eftir ad koma med breytta tíma og breyttan hugsunarhátt. Ég táradist alveg yfir rædunni hans. Hann vill vera forseti hvítra, svarta, hispanic, karla, kvenna, samkynhneigdra, demokrata, republikana, fatladra osfrv. Hann er sameiningartákn og madur frids. En sá léttir.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Karl Tómasson

Til lukku öll.

Meira er ekki hægt að segja. Stórkostlegt, stórkostlegt, stórkostlegt!!!!

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.11.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég er búin að fá ánægjuhroll oft í dag og finn fyrir sterkri tengingu, við erum öll eitt í sama formi. 

Ég er búin að hugsa margt og er alsæl með úrslitin.  Nýjir og bjartir tímar sem heimurinn vonandi tekur fagnandi!

www.zordis.com, 5.11.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er framúrskarandi árangur hjá honum

Hrönn Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 09:33

7 identicon

Flott þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Margrét M

mikið er ég sátt við að hann hafi unnið hann er svo miklu betri kostur

Margrét M, 6.11.2008 kl. 12:11

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 6.11.2008 kl. 16:04

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Húrra!

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.11.2008 kl. 16:04

11 Smámynd: Dísa Dóra

Er mjög sátt við úrslitin hjá þeim

Dísa Dóra, 6.11.2008 kl. 20:34

12 Smámynd: halkatla

þau eru rosalega fallegt fólk !

halkatla, 7.11.2008 kl. 02:24

13 identicon

mig langaði til þess að gráta þegar ég heyrði fréttirnarr

jóna björg (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband