Hérna er mjög áhugaverð grein sem Björk okkar allra skrifað í TimesOnline !

foto_430.jpgÉg og Lappi englabossi vorum að koma úr göngutúr. Ég tíu kílóum léttari en áður fyrr og Lappi jafn fallegur og áður fyrr. Göngutúrinn var líka meira svífandi bæði á líkama og sál. 

Við hittum nokkra hunda sem bæði vildu heilsa okkur og svo líka nokkrir sem vildu ekkert tala við okkur. Þeir fengu svo sannarlega að heyra það, Lappi lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er, hann er sko Lappi kóngur, Íslands eina vona, Lappi Steinuson !!!

Við löbbuðum í klukkutíma, heilsuðum hestunum, beljunum og fuglunum, allt á ljúfu nótunum og Lappi ekkert að rífa sig.

Veðrið er dásamlegt, sól og kalt loftið, engin vindur.

Laufblöðin liggja um allt í allavega brúnum, grænum og rauðum tónum. Eplin voru þarna líka um alla jörð. Hugsaði mér á leiðinni að plata Sól og Gunna á sunnudaginn á Dyrehavsbakken til að sjá öll dádýrin í pörunarástandi.

Einu sinni fyrir mörgum, mörgum árum fórum Siggi, Gunni og ég þangað á þessum tíma og það var alveg frábært. Við gátum nánast snert dádýrin og hornin þeirra. Við sjáum til hvort þau hin í fjölskyldunni hafi einhver plön. Við höfðum talað um að fara til Sigynjar og fjölskyldu, þau búa ekki svo langt frá þannig að þetta gæti verið í leiðinni.

Ég fékk pakka áðan frá besta vini mínum, ég elska að fá pakka og fæ alltaf fiðrildi í magann þegar ég sé að það liggur svona leyndarmál og bíður mín, þegar ég opna póstkassann.

Takk vinur minn !

Annars er lífið bara ljúft eftir þau átök sem hafa verið undanfarið. Ég finn að þó svo þetta hafi verið svona erfitt þá hefur þetta verið svo lærdómsríkt fyrir mig og ég er þakklát þeim sem voru með til að skapa þetta vandamál. Það þarf nefnilega svo oft erfiðleika til að vaxa í þroska og auka skilning sinn í meiri víddum. foto_429.jpg

Í dag ætla ég að setja niður síðustu laukana í garðinn og taka aðeins til í honum fyrir veturinn. Njóta sólarinnar og  selskap með sjálfri mér. Næsta viku bíður upp á vinnu og fundi og mikið að gera. Einn nemandinn í skólanum sem hefur verið hjá okkur í sex ár, hættir í næstu viku. Sveitarfélagið sem hún kemur frá vill ekki borga meira fyrir hana þrátt fyrir að foreldrarnir hafi  gert sem var í þeirra valdi.
Þetta er ósköp leiðinlegt, en ekkert hægt að gera við því. Við erum sem betur fer með biðlista af nemendum sem vilja komast inn í skólann. En engin þeirra getur fyllt það skarð sem hún skilur eftir sig. Svo yndisleg stúlka sem hefur gefið okkur öllum yndislegar minningar til að gera líf okkar ríkara en ella..

Jæja kæru vinir á blogg heiminum KærleiksLjós til ykkar allra og ósk um að þið fáið fallega helgi.

Hérna er mjög áhugaverð grein sem Björk okkar allra skrifað í TimesOnline !

http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/guest_contributors/article5026175.ece


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er yndislegt vedrid hjá okkur núna og tilvalid til gönguferdar.

Lappi tinn er bara flottur konungur konunganna.Synd med tessa stúlku en svona er lífid ekki alltaf gott vid mann.

Vona ad tú sert komin úr teim vanda sem herjadi.

Kærleikur til tín líka

Kvedja úr sólinni í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.10.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Líney

Eigðu ljúfa helgi sömuleiðis,knús  í kotið

Líney, 31.10.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alltaf gott að "heimsækja" þig
Vildi að "Síðasta Rósin" mín væri hjá þér í þessum frábæra skóla ykkar. Núna veit ég ekki einu sinni hvar fósturbarnið mitt er eða hvernig hún hefur það. Þá er hægt að segja engar fréttir: ekki gott!!!

Guðrún Þorleifs, 31.10.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gott að heyra af þér, fylgist með og er sammála varðandi greinina hennar Bjarkar, góð grein.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.10.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Karl Tómasson

Lappi Steinuson er fallegur.

Ég bið að heilsa honum og ykkur öllum.

Norðurljós úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 31.10.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: www.zordis.com

Notalegt að fara í göngutúra og njóta náttúrunnar, dýranna og samverunnar.   Eigðu yndislega helgi með familíunni!!!

www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steina mín, takk fyrir að taka mig með ykkur Lappa í fjölskrúðugt haustlita skrúð. Það eru bara sumir dagar svo mikið góðir en ég kenni í brjóst um nemandann sem fær ekki styrk til að þroskast áfram hjá þér.

Góða nótt mín kæra og kærleiksljós til þín, kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 2.11.2008 kl. 02:41

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir þetta, elsku Steina. Eigðu áfram góða daga!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:02

9 Smámynd: Hulla Dan

Æðislega fallegur hundur. Ætti kannski að fá mér einn svo ég nenni út að labba

Eigðu frábæran dag

Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 10:58

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband