smá innlit í bloggsumarfríi :o)
4.8.2008 | 09:19
Yndisleg rigning rigning rigning !!!
Það hefur rignt frá því í nótt og ég sé hvernig þurr jörðin sýgur í sig næringuna !!!
Vinnan gengur vel fyrir sýninguna, ég leik mér eins og lítið barn sem lætur hugmyndirnar fljóta í gegnum hendurnar á sér og verða að litum og formum. Hugmyndin vex sig í heild, sem gerir mig glaða.
Það er gaman að vinna að sköpun, það er gaman að vera með í þessu flæði af hugmyndum sem bara fá að ráða og skapa sig sjálfar.
Einu sinni gerði ég mikið af því að stjórna hugmyndunum inn á rétta braut sem ég sjálf ekki vissi hvað var. Það gerði mig leiða. Það er ekki gaman að skapa það sem maður veit ekki hvað er. Núna leyfi ég hugmyndunum að streyma og skapa sig sjálfar og í lokin skoða ég það með öðrum augum og vel og hafna og byggi sýninguna upp með þeirri fagmennsku sem reynslan hefur kennt mér. Það hefur reynst mér besta leiðin, en það hefur tekið tíma að komast þangað.
Ég þurfti að byggja upp sjálfsöryggi og komast í kontakt við þau energi sem er brunnurinn sem ég sæki hugmyndir mínar til.
Set inn nokkrar myndir sem ég tók áðan af rigningunni og ekki kláruðum verkum. Læt vita betur þegar nær dregur fyrir þá sem vilja koma á opnunina.
Kærleikur til ykkar
Athugasemdir
Já það getur verið voða gott að fá og heyra í rigningunni. Ef maður veit að sólin á eftir að skína aftur í nánustu framtíð
Hlakka til að heyra meira um sýninguna þína.
Kærleiksknús
Hulla Dan, 4.8.2008 kl. 10:03
Já thad var alveg thørf á rigningunni. Thad er líka notalegt ad heyra hana bylja á thakinu og sitja inni og drekka te og njóta røkkursins í húsinu. Sérstaklega eftir hitann sem hefur verid undanfarid.
Ég hlakka líka til ad heyra meira um sýninguna´thína, væri alveg til í ad koma.
kær kvedja, Sólveig
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:19
Fallegur garðurinn þinn.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 12:48
Ekkert jafn yndislegt og þegar regnið hefur fallið í farveg sinn. Hlakka til að vita meira um sýninguna þína, stað og stund!
Hef mikið dálæti á danmörku og vonandi kemst ég þangað í lok ársins!
www.zordis.com, 4.8.2008 kl. 14:18
Hér þyrfti einmitt rigningu núna! En sólin skín og ég ætla í berjamó :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.8.2008 kl. 15:13
Steina, veit að ég er gleyminn, en hvar og hvenær verður sýningin???
Guðni Már Henningsson, 4.8.2008 kl. 17:29
elsku guðni minn !!!! sjáðu link ......
http://www.rigall.dk/.
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 17:56
Rigningin er æðisleg eftir langa þurrka. Gaman að sjá vinnuna þína.
Kristborg Ingibergsdóttir, 4.8.2008 kl. 18:31
Garðurinn er yndislegur og blómin...þú ert rík, gangi þér vel
Eva Benjamínsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:56
Sæl Steinunn Helga
Mér finnst rigningin góð,og hefur alltaf fundist það.
Ég hef alltaf fundið ferskleikan sem hún kemur með.
Hafið þið það sem allra best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 01:27
Eftir hitabylgju er rigningin sérstaklega gód
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:34
mér finnst rigningin góð, tek strætó í skólann þessa dagana frekar en bílinn, það er svo hressandi að labba og ég er svo frjáls, heldur en að stressast í umferðinni.
Gott að heyra þetta með hugmyndirnar, hugmyndir eru eitt af því sem ég óttast, að fá ekki hugmyndir. var að láta gamlan draum rætast og var að byrja í gullsmíði, þar reynir á þetta hjá mér og á ég til að setja of miklar kröfur á mig en það er góð hugmynd að brain storma og teikna allt sem kemur í hugann og taka svo frá það sem hægt er að nota.
jóna björg (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 14:11
Yndislegur garður sem þú átt. Danmörk er æði.
Svava frá Strandbergi , 11.8.2008 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.