bloggfrí
28.7.2008 | 08:54
Kæru bloggvinir og aðrir vinir.
Ég sit hérna úti í morgunsólinni og drekk mitt heilaga morgunkaffi. Flugurnar og fuglarnir eru á fullu hérna í kringum mig í trjánum og blómunum sem mikið er af.
Ég verð að viðurkenna að ég er dottinn í bloggheiminn og það tekur of mikinn tíma núna þegar ég hef mikið að gera.
Þess vegna tek ég sumarfrí núna þar til um miðjan Ágúst.
Eins og ég hef áður sagt þá er ég með sýningu í september og það er ansi mikil vinna sem bíður mín þar.
Skólinn byrjar 11. Ágúst. Fleiri nemendur koma og við byrjum með nýja menntun sem er svona einskonar hluti af Myndlistarskólanum en er fyrir nemendur frá 16 til 25 ára. Þetta er alveg nýtt og heitir Ungdomsuddannelse. Þannig að við fáum nemendur mjög unga og eftir UDD þá geta þeir sótt um inn í sjálfan myndlistaskólann og verið þar í 4 ár ef þau vilja. Við getum svo verið með nemendurna alt upp í 7 ár sem er alveg frábært. Ég þarf sem sagt að undirbúa þessa frábæru byrjun sem líka er í nýju FRÁBÆRU húsnæði í Köge !!
Einnig hefur setið á hakanum grein sem ég þarf að skrifa fyrir The One Earth Group um býflugur. Við ætlum líka í grúppunni að opna fyrir öllum á næsta fundi í september og til þess að geta staðið undir því þarf ég að vera vel undirbúinn með hugleiðslur og þess háttar sem passar fyrir alla.
Næstu helgi verður spennandi því Gunni ætlar að fara í fyrsta sinn að taka hunang frá býflugunum okkar. Það verður spennandi að fylgjast með því og að sjá hversu mikið þessar elskur gefa okkur svona eftir fyrsta sumarið. Þetta er stór gjöf frá þeim til okkar og í staðin verðum við að passa þær vel í vetur. Ætli það verði ekki bara Gunni sem gerir það. Ég tek svo hænurnar að mér næsta ér þegar við fáum þær frá bloggvinkonu minni sem á íslenskar hænur.Við höfum haft hænur áður en það voru ekki íslenskar hænur svo það verður spennandi.
Síðast en ekki síst, þá eru vinir komnir úr sumarfríum og það þýðir að við erum mikið að borða saman, synda saman og njóta samveru með þeim áður en vinnan og haustið skellur á., Alltaf á sumrin hérna er mikil útivera og í staðin fyrir að borða einn heima hver með sinni fjölskyldu þá er oft ákveðið að hittast niður á strönd eða niður við frábært vatn sem er hérna rétt hjá með kvöldmatinn og borða saman leika sér saman og synda saman. Set mynd hérna af þessu vatni og kvöldmynd frá síðustu strandferðinni okkar . Það er einhvernveginn fátt yndislegra en að liggja og njóta samveru vina og fjölskyldu í leik og rólegheitum í samhljóm með náttúrunni.
Við fengum fullt af gestum sem droppuðu inn í gærmorgun og það var gaman Við fengum fullt af flottum gjöfum frá vinum okkar John og Metta sem voru að koma frá Kína. Það var planað að kvikmyndaklúbburinn ætti að hittast bráðlega. Kvikmyndaklúbburinn erum við þrjár fjölskyldur sem hittumst af og til og sjáum bíómyndir saman og borðum saman. Kvikmyndirnar sem eru séðar eru valdar af þeirri fjölskyldu sem hist er hjá. Það eru valdar sjaldséðar myndir sem engin hefur séð áður. Þetta er mjög skemmtilegt . Við búum öll hérna mjög nálægt hvert öðru úti á landi og erum mikið saman, þannig að þetta er svolítið annað en venjulega þegar við hittumst.
Það er líka svolítið skemmtileg að við komum frá þremur löndum. Við frá Íslandi, Ulla og Claudia frá Þýskalandi og John og Metta frá Danmörku. Svo við höfum ekki alist upp með sömu kulturellu bíómyndirnar og getum þar af leiðandi komið með það sem engin hefur heyrt um áður og það er spennandi.
Garðurinn minn bíður , já elsku garðurinn minn sem ég elska að vinna í og fá orku frá litlu dívunum sem gefa allt frá sér sem við viljum. Við ætlum að gera terrasse við gaflinn af húsinu sem hefur verið stefnan í 3 ár en við höfum aldrei náð því. Núna erum við búinn að fá góða og einfalda lausn frá henni Ullu vinkonu okkar sem er garðarkitekt og garðyrkjumaður og vonandi getum við skellt okkur í þetta.
Arininn fer vonandi upp núna strax og við getum. Við keyptum stóran flottan arinn í eldhúsið fyrir hálfu ári síðan og höfum ekki haft tíma til að setja hann upp. Núna þegar vetrar þá er meiningin að arininn hiti næstum allt húsið upp og spari þannig upphitunarkostnað. Þannig að við þurfum að gera þetta núnnnnna. Það verður nú notalegt að koma niður í eldhús í vetur og kveikja á arninum og drekka morgunkaffið við hlýju frá honum ummmm. Þetta er arinn sem er merktur sem góður fyrr umhverfið, eða hvernig á ég a segja það......það er filter sem tekur allt eiturefni í burtu..Veit ekkert hvort það heitir eitthvað á íslensku. Miljøvenlig heitir þetta á dönsku.
Jæja ég lík þessari upptalningu svona í lok sumars og ég hlakka til að sjá og heyra ykkur þegar ég kem til baka.
Ég kíki örugglega á ykkur af og til ef ég þekki mig rétt !
Kærleikur til alls lífs
Hérn kemur mynd af litlu kvöldsólinni okkar sem elskar lífið og er svo meðvituð um hversu heppinn hún er !!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.8.2008 kl. 21:01 | Facebook
Athugasemdir
Yndislegar myndir! Ætli það heiti ekki umhverfisvænn arinn upp á íslensku....?
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:06
Frábærar myndir. Hljómar eins og þið lifið góðu lífi í DK. Njóttu bollans og bloggfrísins. Svo vil ég benda þér á smá grein í nýjasta National Geographic um býflugur. Þar er útskýrt hvernig þær geti flogið.
Villi Asgeirsson, 28.7.2008 kl. 09:33
takk kæri villi fyrir að benda mér á það, ég kíki á þetta.
knús á ykkur bæði.
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:42
Hafðu það gott í fríinu og gangi þér vel með sýninguna.
Ragga (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:56
Vá en spennandi allt saman. Hafðu það gott !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:01
Mikið áttu gott að eiga þig sjálf svona yfir sumarið. Ég þarf að vera á fullu allt sumarið, get þó farið að slaka á í september. Það er mikill friður yfir færslunni þinni Steina mín. Og falleg kona og fallegt barn á myndunum. Knús á þig inn í daginn yndislega kona Og njóttu þín vel í fríi með vinum og vandamönnum. Betur verður lífinu ekki varið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 10:10
Lífið er yndislegt.....gangi þér vel með sýninguna Steina mín.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:23
Kæra Steina. Eigðu góða daga í fríinu og njóttu lífsins með góðu fólki - það er miklu hollara en að liggja yfir skjánum - ég er að hugsa um að fylgja þínu fordæmi.
kærleikskveðjur
Anna
Anna Karlsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:55
Greinilega yndislegir og ljúfir dagar hjá ykkur. Eigðu yndislegt sumarfrí og vonandi verður veðrið ykkur hliðhollt.
Hlýjar kveðjur
Dísa Dóra, 29.7.2008 kl. 11:06
Æðislegar myndir Steina mín. Væri ekki amalegt að borða kvöldmatinn með ykkur þarna :o) Gangi þér vel með sýninguna vina. Knús og karm, Bobba
Kristborg Ingibergsdóttir, 29.7.2008 kl. 12:04
Steina mín, það eru enganveginn sumarlok ennþá, mér bara brá. Myndirnar eru dásamlegar og jafnvægið mikið. Þú hefur helling að gera og allt er gott og yndislegt hjá þér. Þú ert fyrirmyndarkona. Gangi þér vel undirbúningur sýningarinnar og sýningin verður flott. Hafðu það unaðslegt í fríinu. Ég sendi þér lúpínu fræin í haust. kveðja p.s. stelpan er flott!
Eva Benjamínsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:43
Eigðu frábært frí.
Þú átt eftir að skrifa meira varðandi sýninguna þína er það ekki???
Hvar og hvenær og allt það.
Hulla Dan, 29.7.2008 kl. 22:54
Sæl Steinunn.
Alltaf jafn skemmtilegt að líta við.
Njóttu hverrar mínútu með þínum nánustu og svo öllum hinum.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 04:36
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 23:54
Kús og njóttu þess að taka frí frá bloggheimum. Það er hitabylgja á Íslandi og alveg á mörkunum að eskimóafrænkan þín þoli við!! :) Ég er inni núna enda orðin vel sólbrennd!
Ylfa Mist Helgadóttir, 31.7.2008 kl. 14:48
Knús á þig frænka og takk enn og aftur fyrir fallega færslu, veit fátt notalegra en að setjast og lesa bloggið þitt. Held nú bara að ég verði að reyna kíkja í Danaveldi og sjá hvernig þið hafið það í sveitinni.
kv. úr Víkinni fögru
Sólborg Halla (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:47
Elskulega Steina, megi þú og þín fjölskylda eiga yndislegt frí. Ég var að koma úr einu slíku.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 1.8.2008 kl. 00:15
kæru öll takk fyrir komment, eva mín ég hlakka til að fá lúpínufræ váááá.
jóna íngibjörg það var alveg frábært að vera svona mikið með ykkur þegar þið komuð til dk. takk fyrir dásamlegar stundir !!
hulla sveitakona, sýningin er hérna sjá
allir að sjálfsögðu meira en velkominir !
sólborg frænka þið eruð svo sannarlega velkomin í kaffi :O) bið að heilsa í víkina.
knús á ykkur öll frá mér sem er dugleg að vinna sýninguna.
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 07:53
halló aftur, ef þið hafið áhuga þá er ég stundum dugleg að setja myndir inn á barnaland fyrir fjölskyldu og vini í öðrum löndum. hérna er hægt að sjá myndir af lífinu í myndum.
verið bara dugleg að kvitta fyrir ykkur á barnalandi það finnst okkur svo gaman sjá hérna
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 07:57
Kæra Steina
Njóttu thess ad vera í fríi. Mig langar ad kíkja á sýninguna thína, en ég bý ekkert svo langt frá thér. Mér finnst myndirnar thínar svo fallegar.
Kær kvedja Sólveig
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 13:52
...Ég er að fara vinna á morgun
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.