Núna hoppaði froskur hérna á gólfinu í eldhúsinu
26.7.2008 | 15:07
Hver hefði trúað að maður sæti inni og bloggaði í 30 stiga hita og sól. Jú ég, það er hreinlega of heitt til að vera úti að gera eitthvað.
Ég gæti svosem verið að gera eitthvað annað, en vel þetta núna í smá stund. Ég reikna heldur ekki með að klára greinina núna, kannski seinna í kvöld. Ég get alltaf unnið fyrir sýninguna mína.
Ég fór á flóamarkað i dag, ekki frásögu færandi. Ég hef svo gaman af að lollast rúnt og finna gersemar innan um allt þetta drasl.
Stundum finn ég heilan helling, stundum ekki neitt.
Í dag fór ég á nýjan stað sem ég hef aldrei farið á áður, en hef bara heyrt um. Þessi staður er líka bæði ódýrari og öðruvísi en aðrir. Þetta er endurvinnslustöð, eða þar sem maður kemur með rusl, og svo er safnað því sem fólk kemur með og er of verðmætt til að fleyja, og það er selt.
Ég fann svona hitt og þetta. Meðal annars ljós í loftið á ganginn, sami stíll og ég er með í eldhúsinu, þar er ég með fimm svona loftljós, fjögur stór og eitt lítið. Ég keypti fyrir 50 krónur danskar í allt. Það voru nokkrir diskar, nokkrir blómapottar, bók, 4 skálar og sitt hvað annað.
Einu sinni var ég með Sigga syni mínum að rölta niður Nørrebrogade. Þá var ég nýbúinn að kaupa öll þessi fínu ljós í eldhúsið.
Við sáum mjög flotta designer búð með húsgögnum og lömpum og fleiru. Við fórum inn í búðina og þar sá ég svona loftljós eins og mín og ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þau kostuðu 1.500 danskar krónur stykkið !!! Veit ekki alveg hvað það er mikið í íslenskum, en það er þó nokkuð mikið fyrir minn peningapung. Við höfðum keypt okkar ljós á 50 krónur danskar. Þarna varð ég glöð og fannst ég hafa sparða 1.450 krónur á hverju ljósi.
Það er svolítið fyndið en ég hef svo gaman af að finna svona hluti, en jafnframt er ég pirruð yfir svona kaupdellu. Afsaka mig oft með að það sé nú heppilegt að ég sé ekki með kaupdellu á merkjavörudót. Það er ég ekki, það er of dýrt fyrir mig.
Það hefur mikið verið gert grín af mér, af börnunum mínum yfir að ég sé svo nísk, en það er allt í góðu. Finnst bara svo margt óþarfi sem maður er að kaupa og er ekki sátt við sjálfa mig þegar ég dett í það, eins og ég geri á flóamörkuðum
Ég hef svo undanfarið verið að hugsa þetta dæmi ,að vera að kaupa og kaupa og eiga og eiga og einhversstaðar fæ ég það pínu lítið ekki gott með það.
Við eigum í raun allt, og ef okkur vantar eitthvað þá förum við bara út í búð og kaupum það !!
Í gamla daga þá beið maður eftir afmælinu sínu eða jólunum til að fá þessari þörf uppfyllt, að eignast eitthvað nýtt. En núna eignumst við eitthvað nýtt mörgum sinnum í viku, eða næstum því. Einu sinni hlakkaði mann til dæmis til jólanna og til afmælisins sín, en núna finn ég enga svona tilhlökkun í mér, allavega ekki til að fá gjafirnar. Það koma fleiri hlutir inn og blandast strax um kvöldið með öllu hinu og maður hugsar varla meira um það.
Út frá þessu fór ég að ræða við Gunna, að í raun ætti maður að breyta þessu með jólagjafirnar í eitthvað annað. Byrja aftur á að gera gjafir þó svo að litlar séu ,en að gefa þeim þá tilfinningu að maður hafi sjálfur sett einhverja sál í það sem maður gefur. Ekki bara fara út og kaupa eitthvað næstum hugsunarlaust og hafa tilfinninguna af, að þetta verið bara að klárast. Það væri líka fallegri tilfinning hreinlega að handskrifa bréf til ættingja og vina og í því bréfi gefa eitthvað sem viðkomandi getur hlýjað sig við og hugsað um í langan tíma.
Svoleiðis gjöf myndi ég muna alla æfi. Ég er þá ekki að meina eitt bréf til allra, en bréf sem er stílað á hvern og einn og hugsunin er fókuseruð á viðkomandi ættingja eða vin og maður meðvitaður sendir þær hugsanir og kærleika til viðkomandi í bréfið.
Í staðin gætum við svo gefið litlu stúlkunum okkar í Afríku og Tælandi, aukapening inn á reikninginn sinn sem kemur þeim að gagni þegar þær fara út í lífið sem 18 ára. Þar koma svona peningagjafir að verulegu gagni. Ég hef líka aðra tilfinningu fyrir að senda þeim gjafir, því fyrir þær er þetta einstök upplifun, sem kemur bara tvisvar á ári, á jólum og á afmælum.
Ég efast um að ef maður spyrði fólk hvort það myndi hvað maður gaf því í jólagjöf í fyrra að það gæti svarað.
Ég er alls ekki að gagnrýna neinn, en ég held bara að það sé komin tími til að snúa við til þess einfalda, og þess sem er nær hjartanu.
Fyrir nokkru áður er iPhone kom út, taldi ég mér trú um að ég hreinlega yrði að eignast þennan síma og með allavega bulli var ég búinn að sannfæra mig um það. Það leið svolítill tími og inn komu smá mótmælahugsanir !! Ég fór að hlusta á þær og gefa þeim meira og meira pláss. Með þessu gat ég sannfært mig um að gamli síminn minn sem er orðin ansi lúinn, væri bara mjög smart, öðruvísi en aðrir og á þessari skoðun er ég bara ennþá hehe
Núna hoppaði froskur inn, hérna á gólfinu í eldhúsinu, set inn mynd af honum.
Ég kláraði ekki alveg að skrifa greinina í einum rykk. Ég fór aðeins út að týna salvíu í te. Ég kom nefnilega við á Svanholm þegar ég fór að kaupa ruslið. Svanhólm er hálfgerð höll þar sem búa 70 fjölskyldur á einskonar samyrkjubúi. Þarna er allt lífrænt . Þau eru líka með verslun með alveg yndislegum vörum, bæði matvörum og öðrum. Ég varð auðvitað að kaupa spes gott kaffi handa Gunna, brauð, helgarnammi handa skottunni litlu og sitt lítið af hverju öðru. þar sá ég líka salvíute og þar sem við eigum svo mikið af salvíu í garðinum og söfnum okkur alltaf í jurtate til að hafa yfir veturinn þá fór ég út að týna smá, sem varð mikið.
Við ætlum á ströndina með kvöldmatinn og horfa á sólarlagið, það er nefnilega líka fallegt í Danmörku
Kærleikur til ykkar allra
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu!!!!! Hvað er gamla myndin af mér að gera á blogginu þínu? Þessi neðsta þarna?
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.7.2008 kl. 15:50
Njótið matarins á ströndinni elsku Steina. Ég man ekkert hvað þú gafst mér í jólagjöf :) né hvað ég gaf þér! En það er nú eðlileg skýring á Því. Nú er ég að tína allskonar jurtir í te eins og þú. Blóðberg, gulmöðru, ljónslappa, elftingu, rjúpnalauf, berjalyng og margt fleira. Það er gaman að eiga góðar tebirgðir í vetur. Neyslukapphlaupið okkar er auðvitað bara flótti. Raunveruleikaflótti. Við viljum ekki sjá hvert heimurinn okkar er að stefna eða hverskonar manneskjur við erum orðin. Þá er svo gott að hygga sig og kaupa eitthvað fallegt eða gott i munninn og gleyma sér þangað til "sálin bankar aftur uppá.! :o)
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2008 kl. 15:59
Þetta er ekkert smá það sem ég hef ælt og pælt í í genum tíðina og farið svo út til að róa hugann og keypt eitthvað. Bara eitthvað. Stundaði rauðakross búðirnar ansi mikið til að byrja með þegar buddan leyf'i ekkert annað. Núna þegar buddan leyfir ennþá ekkert annað er ég bara hætt að kaupa.
Ég hef áhuga á þessum tíningi í te. Þarf ég að þurrka jurtirnar eða??? Aldrei gert svona áður...
Frábæra helgi á þig og þína.
Hulla Dan, 26.7.2008 kl. 16:34
Ein af ástæðum þess að fólk streðar svona í lífsgæðakapphlaupinu er sú að það er að reyna fylla upp í andlegt tómarúm með efnislegum hlutum....málið er að það er ekki hægt, þess vegna er fólk aldrei ánægt, þarf alltaf meir og meir.
Ég hef það fyrir mottó að það er í lagi að njóta lífsins þæginda en að vera þræll þess reyni ég að forðast.....góða helgi..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.7.2008 kl. 19:10
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 19:42
Elsku systir, góðar hugsanir til þín á þessu laugardagskvöldi og mikið óskaplega langar mig að vera hjáykkur!!!
Guðni Már Henningsson, 26.7.2008 kl. 22:07
Þetta er svo satt sem þú ert að segja Steinunn, það væri svo yndislegt að fá handskrifað fallegt bréf í afmælis og eða jólagjöf. Þú ert greinilega ennþá hlýja góða stelpan eins og ég man eftir þér vina. Kv, Bobba
Kristborg Ingibergsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:14
Kveðja til ykkar allra úr góða veðrinu hér í Bolungarvík, er samt ekki að tína telauf hef samt prófað það og þykir best úr birkilaufi og blóðbergi.
Sigrún systir.
Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 22:26
Ragga (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.