dýr eru bara alveg frábær...

Verð að segja aðeins frá einum fugli sem hún vinkona mín Ingrid á  (sem ég skrifaðu um í síðustu færslu).

Þessu fugl var inni í hesthúsinu í stóru búri. Flottur fugl sem ég tók ekkert sérstaklega eftir. Allt í einu fór ég að heyra allavega undarlega hestahljóð sem komu ekki alveg frá hestunum, en frá öðru horni í hesthúsinu. Tek ég svo eftir að það er fuglinn sem gefur frá sér þessi ótrúlegu hestahljóð.

Ég nefni þetta við Ingrid sem er að fóðra hestana og segir hún mér þá að þetta sé ekki allt, heldur hermi hann líka eftir hennar rödd. Stundum þegar fólk sé að leita að henni á svæðinu heyri þeir samræður inni í hesthúsinu og hljómi það nákvæmlega eins og hennar rödd. Þegar þau koma svo inn í hesthúsið sé engin Ingrid og ekki heldur neinn annar. Þetta gerðist ansi oft áður en það uppgötvaðist að það var fuglinn sem gaf frá sér sömu rödd og hún. Það komu ekki nein orð en einhverskonar muml sem hafði sama tón og hennar rödd.

Við höfum verið með Kráku hérna í garðinum okkar í mörg ár, en þaðan koma bara krákuhljóð og hennar mesta sport er að stríða hundunum, stela matnum þeirra sem við höfum mikið gaman af. Einnig hefur verið dúfupar hérna í mörg ár.  Þær eru mjög spakar en tala ekki  hehe

Svo áðan þegar við vorum að skoða fréttir dagsins á netinu Gunni og ég þá kemur frétt á dr1 um þennan fugl í Englandi sem ég set inn núna svo þið getið séð.

Það er alveg frábært að sjá þróun í dýraríkinu og ekki bara sögusagnir en tæknin er orðin svo góð og heimurinn svo lítill að við getum séð og heyrt þessa hluti sjálf á netinu. Stundum verður maður að velta fyrir sér hvort þetta sé raunhæft en oftast er sönnunin svo augljós.

Kærleikur og Ljós á ykkur öll. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst fuglar svo æðislegir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Dísa Dóra

hehe yrði maður ekki nett pirr á að vera vakin af þessum hljóðum kl 5 á hverjum morgni - hugsa það

Dísa Dóra, 13.7.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

góða nótt og takk fyrir innlitið í dýraríkið .... lov´it

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.7.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mætti segja mér að ég yrði nett pirruð á svona fugli fyrir utan hjá mér klukkan fimm á morgnana.......

Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Við erum pirrandi dýr, líka

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.7.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

rétt Gunnar - rétt ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég gæti trúað því,  að sumir myndu skjóta svona hávaðasegg ef hann vekti þá dag eftir dag fyrir allar aldir.

Annars átti ég eitt sinn lítinn páfagauk, (undulat, eða gára eins og þeir kallast) Hann sat löngum og muldraði fyrir munni sér og á að heyra var þetta einna líkast því sem maður heyrði mannamál berast úr fjarska. 

Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband