dagar góðir

Klukkan er seint á mínum mælikvarða.

Lappi, Múmín ég og Ingeborg vorum að koma úr kvöldgöngu í smá rigningu og þoku. Við rákumst á fullt af froskum sem koma fram í rakanum og ég held að ég hafi horft meira í götuna en fram fyrir mig til að stíga ekki á þessi stóru grey.

Ég fór til vinkonu minnar í morgun klukkan átta. Það er í raun frásögu færandi því ég er orðin svo heimakær . Ég bankaði upp hjá henni klukkan átta og á móti mér tóku allir 11 hundarnir alveg trítil óðir og glaðir. Hún átti ekki von á mér en varð mjög glöð sem betur fer.

Hún heitir Ingrid og er skemmtileg kona og ég hef þekkt hana lengi. Við höfum verið vinkonur í 12 ár og gengið í gegnum súrt og sætt saman. Rifist svo að þakið lyftist af húsinu, grátið og leitað huggunar hjá hver annarri, líka verið vondar hver við aðra.  Í gegnum þetta þekkjum við hver aðra vel og vitum hverju við getum átt von á hvar við höfum hver aðra. Það er alltaf svo gaman að heimsækja hana. Við getum talað um allt og við filósóferum mikið um lífið og dauðann.

Hún elskar dýr og börn. Annar hluti af bóndabænum hennar er barnaheimili þar sem allt er lagt í að börnin lifi í takt við náttúruna og dýrin. Barnaheimilið er með einsdæmum fallegt . Sigrún okkar Sól var að sjálfsögðu á þessu barnaheimili og ég vann hjá henni fyrstu árin þegar hún var að setja þetta allt í gang.

Hún á ellefu hunda !!! Veit ekki hvað margar kisur, Veit ekki hvað margar kanínur og naggrísi !! Tvö ferlega sæt svín, fullt af allavega fuglum, fullt af geitum, fullt af íslenskum hestum, og tvo póný hesta. Hún býr ein á þessum dásamlega stað.

Ég drakk fullt af kaffi með henni og fékk illt í magann en ég er ekki vön að drekka svona mikið kaffi, en ég geri það með henni því hún er hún.

Ég fór frá henni Ingrid sem elskar börn og dýr klukka 11 og við ákváðum að hittast aftur á þriðjudaginn.

Á morgun kemur Jóna Ingibjörg og fjölskyldan hennar, það verður gaman að vera með þeim og borða góðan mat hérna í eldhúsinu okkar með þessari dásamlegu konu og fjölskyldunni hennar. Þau verða eina nótt og fara svo á vit ævintýranna.

Á laugardagskvöldið förum við í afmæli hjá vinkonu minni henni Bettina.

Á miðvikudaginn kemur Sólin frá Íslandi það sem hún hefur verið meðal annars í Vindáshlíð í viku. Bestu viku æfi hennar segir hún. Með henni koma tengdamamma og sæta Margrét sem er jafngömul Sól og var með henni í Vindáshlíð.  

Næstu helgi förum við til vina okkar á Fjóni í stórt barnaafmæli. Þau eiga líka heima á bóndabæ og eru með fullt af dýrum.

Ég er svo lánsöm að þekkja svo mikið að góðu fólki .

Núna liggur Lappi minn hérna í sófanum og sefur við hliðina á mér, ég sit hérna í sófanum með fæturna uppi á borði og sjónvarpið malar og malar einhverja leiðinlega bíómynd.

Gunni er inni í eldhúsi að skrifa  matseðil, það er einhvernvegin allt notalegt.

Set hérna inn nokkrar myndir af yndislega umhverfinu sem hún Ingrid lifi í.

Kærleikurinn er Lífið

_MG_9476_MG_9483_MG_9485_MG_9486_MG_9489_MG_9493_MG_9502_MG_9503_MG_9505_MG_9507_MG_9509_MG_9514_MG_9520

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Heidi Strand

Lífið er dásamlegt.
Við áttum naggris sem hét Ingrid þegar við bjuggum í Danmörku.

Heidi Strand, 11.7.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi færsla er alveg þú í botn Steinunn mín.  lýsingin á Ingrid hljómar vel, auðsjáanlega yndisleg manneskja.  Og það liggur við að maður heyri kvakið og splassið í froskunum, í úðanum.  Takk fyrir að deila þessu með okkur og viltu knúsa hana Jónu Ingibjörgu fast frá mér. 

P.S. gaman að skoða myndirnar líka.  FLott kona Ingrid og skemmtilegt umhverfið hennar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega kona sem kann að gera hlýlegt og huggulegt í kring um sig.  Svona umhverfi sem maður sest inn í og finnst maður vera innilega velkomin

Dísa Dóra, 11.7.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ooooooo... nú verð ég alveg veik! Mig langar að heyra í froskum og heimsækja hana Ingrid sem á ellefu hunda!!! Því var spáð fyrir mér nýlega að ég flyttist bráðum búferlum. Er eitthvað á lausu hjá þér? :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku ylfa,það er hús til sölu í næstu götu hehehe og verð á húsum hrynur niður !!!

knús á ykkur allar flottu konur.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Brynja skordal

Ah mikið er þetta fallegt og notlegt þarna hjá vinkonu þinni trúi vel að þér líði vel í návist við þessi herlegheit innan um fallegu dýrin og fl Hafðu það ljúft um helgina með þínum gestum Elskuleg

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 16:37

8 identicon

Ég væri til í að geta átt og unnið á svona heimili eins og er hjá vinkonu þinni.Geitur og hundar eru mín dýr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:42

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú opnar einatt gáttir inní aðra og betri heima. Þessi vinkona þín virðist vera ævintýri út af fyrir sig. Þið báðar til samans, - vá...!  Vona að þið Jóna Ingibjörg eigið saman góðar stundir, er reyndar viss um það

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:38

10 Smámynd: Hulla Dan

En æðislegt allt þarna.
Og vinkona þín er svona... að manni langar að eiga hana

Knús á þig.

Hulla Dan, 11.7.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Guðni Már Henningsson, 11.7.2008 kl. 23:20

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

yndislegt umhverfi......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:08

13 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Steina, ég sá í svari þínu hérna fyrir ofan að það væri hús til sölu, er það sama húsið og þú sýndir mér? Þetta með stóra perutrénu? Sakna þín óskaplega mikið..

Guðni Már Henningsson, 12.7.2008 kl. 16:16

14 identicon

Aha mátti bara til að gera vart við mig þegar ég sá hver átti þessa síðu, sáumst að mig minnir´síðast í Skógaskóla, fyrrum nágrannar í Mýrdalnum ....spurning hvort þú manst svona langt. Allavega gaman að hafa fundið þig og gangi þér allt í haginn. kveðja úr Mýrdalnum...á Fróni.

Guðný Sigurðard. (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:39

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

guðni minn, ég man nú ekki hvaða hús þú ert að meina, en ég sendi þér myndir af húsinu í dag. fór í gær og tók myndir af húsinu fyrir þig krúttið mitt.

kæra guðný, varstu ekki með brún augu ? held að ég muni alveg hver þú ert hvað er að frétta af þér ?

þið hin takk fyrir frábær komment og hafið fallegan sunnudag. 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 10:34

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Noh! Hvað kostar það? Ooooo hvað ég væri til. En nú horfi ég á svörtu fjöllin með skærgrænu mosaklæði í sólinni eftir mikla rigningu. Allir litir svo skærir og loftið svo ótrúlega tært og ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga! Verður ekki bæði sleppt og haldið!

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband