það hvíslaði lítil mús í eyrað hans aftur og aftur
28.6.2008 | 14:01
Mér líður eins og allt hafi verið í draumi, og í drauminum hafi vitneskju og upplifun verið hvíslað að mér. Ég er svo á tveim fótum hérna heima að reyna að finna út úr hvað er raunveruleiki og hvað er ekki raunveruleiki.
Hvað gerðist í raun á ráðstefnunni, og hvað gerðist í ekki raunheimi.
Ég hugsa og hugsa og vil helst ekki láta trufla mig.
Ég læðist út í garð, og vil ekki sjást af nágrönnum mínum, vil vera ein í hugsununum og lifa upp aftur og aftur. Ég er hrædd við að hrapa inn í raunveruleikann og ekki komast inn í hina vitundina aftur. Það er notalegt að bara vera og engin að tala við, vera ég í hinu innra og í hinu ytra.
Lappi minnir á sig, ég hugsa til hans skilaboð, strýk honum og brosi, og við erum í því yndislega sambandi án orða allan daginn.
Ég svaf til kl eitt í dag, fór að sofa klukka þrjú í nótt. Var að kíkja á ykkur, ég er svo hrifinn af þeim samskiptum sem hægt er að hafa á netinu, það minnir mig á hin innri heim, telepatí en með sjónrænum (hinu líkamlega auga) stöfum, orðum og myndum.
Ég er ekki alveg ákveðin hvenær ég vil stýga alveg niður úr huganum, ekki í dag og ekki á morgun.
Ég á að fara á fund á morgun, en ætla að aflýsa komu minni, vil ekki niður alveg á morgun.
Ég ætla að læðast eins óséð og ég get í göngutúr með Lappa, og njóta þess að ganga leiðina okkar sem er löng meðfram ánni, næstum því inn í næsta bæ.
Við hugleiddum í Washington þrisvar á dag, langar dásamlegar hugleiðslur, við deildum hvert með öðru því sem við upplifðum.
Við vorum næstum því hundrað, og við hlustuðum með athygli og virðingu hvert á annað, það var öruggt að vera þar og deila upplifunum með hinum, það fann maður .
Við unnum grúppuvinnu saman í smá hópum. Við ræddum alvarlegt, við hlógum svo tárin runnu, við sýndum hvert öðru áhuga og fundum það samband sem allt mannkyn er tengt í.
Ég hitti Bruce og Linda. Þau eiga heima í USA. Þau búa í einhverskonar samfélagi þar sem allir eru í tengslum við náttúrunna. Bruce sagði mér sögu sem er sönn, hann sagði mér reyndar margar sögur, en ég ætla að deila einni af þeim með ykkur.
Þar sem þau búa er á sumrin alltaf sofið í tjöldum. Einu sinni þegar þau fjölskyldan voru að fara að sofa var mús í tjaldinu. Þau gátu ekki náð henni og reyndu að fara að sofa með músina í tjaldinu.
Það gekk ekki vel, músin var allsstaðar og truflaði nætursvefninn. Bruce þeyttist um tjaldið og reyndi að ná músinni, en hún vildi ekki nást.
Að lokum ákvað Bruce að hugleiða og reyna að ná sambandi við músina. Hann hugleiddi og náði sambandi við músina. Hann spurði hvað væri að og hvort hún vildi ekki yfirgefa tjaldið.
Svo nær hann ú hugleiðslunni að fanga þessa setningu :
Mig vantar !
Meira heyrði hann ekki.
Hann segir svo við músina: Ef ég set peysu eða teppi út til þín, viltu þá yfirgefa tjaldið.
Músin samþykkir það.
Bruce og fjölskyldan fara að sofa, og þegar þau vakna er músin horfin. Leið svo einhver tími .
Svo kemur músin aftur ekki bara inn í tjaldið, en nagar í hárið á honum alveg við eyrað. og sama ævintýri hefst um nóttina, Bruce reynir að ná músinni til að láta hana út en ekkert gengur .
Hann vaknar aftur og aftur við að músin pillar við hárið í kringum eyrað á honum.
Ákveður hann þá að hugleiða: hann spyr músina hvað sé að ?
Þú settir enga peysu eða teppi út fyrir mig. Hann verður furðu lostinn því það var jú rétt, hann hafði ekki gert það.
Þau finna gamla peysu sem þau setja út og daginn eftir var músin farin út úr tjaldinu.
Mér finnst þessi saga svo dásamleg, og svo margt annað sem hann sagði sem var svo dásamlegt.
Núna er laugardagur börnin í næsta húsi eru í fótbolta við pabba sinn, gleðin yfir sumarfríi skríkir um hverfið. Lappi minn liggur hérna við fæturna mínar, ég ætla að klæða mig í sokka og skó og fara í göngutúr sem ég finn að hann er að bíða eftir.
Ég lofaði honum því í morgun í gegnum hugann. Þessi leið er góð, þegar við tölum sitthvort tungumálið.
Kærleikur til ykkar allra
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Athugasemdir
Fallegur pistill.
Hitti kokkinn í sundi í morgun. Hann er jafnyndislegur og á blogginu. Þið eruð heppin með hvort annað
Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 15:05
Hreint æðisleg saga um nálgun og bróðurkærleika!
ég skil að þú viljir vera kjurr í mýktinni örlítið lengur. Njóttu lífsins á þinn máta
www.zordis.com, 28.6.2008 kl. 18:28
Elsku frænka, ekki hverfa alveg úr raunheimi :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 20:30
Yndislegur pistill, takk fyrir mig elsku Steina mín.
Heiða Þórðar, 28.6.2008 kl. 21:25
flottur pistill Innlitskveðja
Ólafur fannberg, 29.6.2008 kl. 00:04
Fallegur pistill, eins og þeir eru allir eftir þig. Les alltaf hér þegar ég tek "blogg rúntinn". Takk fyrir mig
María Magnúsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:08
Gott að þið eruð komin heil og höldnu heim.
Guðni Már Henningsson, 29.6.2008 kl. 01:51
vá, æðisleg músasaga
ég tala svona við kóngulær, það virkar og ég skil ekki þá sem þora ekki einu sinni að prufa. Góður pistill hjá þér að vanda
halkatla, 29.6.2008 kl. 11:24
yndisleg mýslu saga og góður staður sem þú ert á núna.
knús
jóna björg (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:58
Takk fyrir pistilinn. Ég segi sama og Anna Karen, ég tala líka við kóngulær - var einu sinni svo kjánalega hrædd við þær en nú finnst mér þær klókar verur og hef gaman af að fylgjast með þeim. Kötturinn minn er algjör músahrellir svo ég sé minna af þeim. En hef fengið nokkrar af gjöf frá henni í gegnum tíðina. Einu sinni tókst mér að taka frá henni eina sem var á lífi, en algjörlega "paralyseruð" úr hræðslu. Ég setti hana út fyrir dyrnar með dynjandi hjartslátt og fylgdist með henni þar sem hún jafnaði sig eftir árásirnar. Eftir um tvo tíma var hún orðin hressari og tók á rás út í náttúruna.
Gangi þér vel að hlaða upp batteríin.
Anna Karlsdóttir, 29.6.2008 kl. 17:00
Yndislegur pistill - takk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.6.2008 kl. 21:13
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:31
Gleymdi að segja....
....ég sá Sólina líka. Hún er dásamlega lík þér
Hrönn Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 23:13
Godar kvedjur og endalaus sol fra Spani til thin.
Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 30.6.2008 kl. 18:50
kæru öll, takk fyrir yndislegar kveðjur !
já hrönn þau eru bæði yndisleg.
kæri kalli, gott að heyra að þú hefur það gott í hitanum !!!
knús
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.