Ég leita eftir stað til að gráta
22.5.2008 | 16:14
Tími varla að skrifa aðra færslu og fara frá þeirri fyrri sem er afmælisdagurinn minn með öllum fallegu kveðjunum ykkar til mín.
En lífið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég holaði mér í skúffuna af feimni fyrir allri athyglinni á daginn minn, var þar í bláu sokkunum mínum, sem ég horfði á verða gula og hvíta til skiptis, til loka dags, fór þá úr skúffunni og las áfram skilaboðin fallegu.
Lífið heldur áfram, dagarnir koma einn af öðrum og áframhaldandi vinna við að rækta sig til betri manneskju í dag en ég var í gær.
Ég get nú ekki klappað mér á öxlina fyrir árangur morgunsins sem var í lakara laginu. Ég vaknaði að venju kl sex, fór í bað og hugleiddi. Það var gott eins og alla daga. Vakti svo stelpurnar, Sólina og barnabarnið okkar litla hana Lilju yndislegu sem við erum svo heppin að hafa um tíma.
Siggi sonur er hérna líka þessa dagana hann er á milli húsnæða blessaður.
Stelpurnar voru lengi að öllu og þurftu mikið að tala saman.
Ég var hin rólegasta, gaf dýrunum, sumum, og þær sumum. Ég þurfti að segja þeim að gera hvern minnsta hlut af því sem gera þurfti, ekkert kom einhvernvegin að sjálfum sér.
Þegar klukkan var nokkrar mínútur í átta, voru þær ekki tilbúnar, þá kom reykur upp úr höfðinu á gömlu konunni, og hún þrumaði allt mögulegt í litlu barnaandlitinn, og fannst ekkert athugavert við það !
Hún þrumaði yfir barnshöfðunum alla leið í bílinn, leifði kyrrðinni ekki komast að því þá þyrfti hún að horfast í augu við atburðinn á meðan á honum stóð, og það er verst. Hún kvaddi með áminningar og kossa.
Dagurinn leið og upp kom : aðgát skal höfð í nærveru sálar, púuuha það var ekki notaleg tilfinning.
Ennþá einu sinni brást hún of harkalega við, sagði égið við konuna.
Þetta kom upp í hugann af og til, og augljóst var að biðjast varð fyrirgefningar á þessum hamagangi.
Égið kallaði dömurnar á fund við heimkomuna, beðist var innilegrar afsökunar, og í sameiningu fundin lausn til að koma í veg fyrir svona hamagang aftur á annasömum morgnum.
Sem betur fer fyrir konuna voru dömurnar fljótar að fyrirgefa þessari bráðu kellu sem svo oft hefur dottið um hamaganginn í sér, og notar það mesta af tíma sínum í þessu lífi til að temja þetta indæla skap sem kemur oft að gagni, en er líka oft til trafala.
Núna erum við heima og það er ósköp notalegt. Gunni er að fara á eitthvað Gala eitthvað í Kaupmannahöfn í kvöld, Siggi ætlar lika til Kaupmannahafnar svo ég og skotturnar verðum heima.
Ég ætla að hafa það notalegt með þeim og ekki má gleyma Lappa sem elskar án skilyrða.
Ég fékk bók í afmælisgjöf frá skólanum, sem ég keypti sjálf. Bókin er skrifuð af alveg frábærum dönskum rithöfundi sem heitir Helle Helle. Bólin heitir : Niður til hundanna. Ég byrjaði að lesa í gærkveldi, og ég fann að þetta verður ein af þeim perlum sem ég les aftur og aftur og nýt hverrar setningar sem er hrein og tær fegurð fyrir hugann
Bókin byrjar svona : Ég leita eftir stað til að gráta !!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
innlitskvitt
halkatla, 22.5.2008 kl. 18:49
Titillinn vakti áhuga minn. Góðar óskir til þín og þinna.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 19:34
Síðbúnar afmæliskveðjur til þín kæra bloggvinkona.
Þröstur Unnar, 22.5.2008 kl. 19:49
Þú ert samt sem áður alltaf best elsku vinkona... það þarf stundum að tappa af einsog Tappi vinur minn segir stundum
Guðni Már Henningsson, 22.5.2008 kl. 20:19
Við erum sem betur fer ekki fullkomin og öll eigum við okkar daga. Á meðan það er undantekning en ekki regla og við sjáum þetta og biðjumst afsökunnar eins og þú þá erum við í góðum farvegi
Eigðu góðan dag
Dísa Dóra, 22.5.2008 kl. 20:34
Ég segi eins og Dísa Dóra....við erum sem betur fer ekki fullkomin....börn verða líka að sjá og upplifa það, þau elska mann meira fyrir vikið og sjá þá að þau sjálf þurfa ekki að vera fullkominn....bestu kveðjur...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:03
Falleg lesning frá fallegri konu.
Kannast vid svona pronto moment, zú ordar zad vel ad leyfa kyrrdinni ekki ad komast ad!
Njóttu dagsins
www.zordis.com, 23.5.2008 kl. 06:34
Þekki þetta með morgnanna, oft á ég þetta til og það er örugglega versta samviskubitið. En ég er búin að komst að því að börn hafa ekkert tímaskin, ná ekki yfir hugtakið.
Svo er svo merkilegt (eða ekki) hvað allt gengur miklu betur þegar kyrðin fær að njóta sín, þá er eins og allir geti hugsað skýrt og allt gengur að sjálfu sér, líka litlu tímalusu börnin.
Vona þú hafir frábæra helgi í góða veðrinu
jóna björg (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 06:43
Sæl Steina mín.
Ég ætlaði ekki að missa af afmælisdeginum þínum en hann var einn af þeim dögum sem ég var ekki hress. En hér með óska ég þér til framtíðar hamingju með áfangan því margir eru eftir.Þessi dagur var bara einn af mörgum,ókomnum en maður lítur altaf yfir farinn veg þennan dag.
Megi gæfan svífa yfir þér og þinni fjölskyldu um ókmna framtíð.
Og" mange tak "fyrir bloggið þitt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:16
Iss.. ég fæ brjáluna yfir mínum seinu sonum marga morgna. Stundum verð ég óþarflega hvöss og þá fæ ég móral. En stundum er ég einungis að forða öllum frá því að verða seinir og tekst það með ákveðni án grimmdar. Og það er voðalega gott. Hér er ljóð handa þér í tilefni dagsins:
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt
vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.
Gakktu útí græna lundinn
gáðu fram á bláu sundin
mundu að það er stutt hver stundin
stopult jarðneskt yndið þitt
vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.
Allt hið liðna er ljúft að geyma
láta sig í vöku dreyma
sólskinsdögum síst má gleyma
segðu engum manni hitt....
vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt.....
Ylfa Mist Helgadóttir, 23.5.2008 kl. 10:42
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 11:00
Ekki vera feimin. Hverja afmælisósk áttirðu skilið!
Þú ert bara líka stundum mannleg eins og við hin ...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.5.2008 kl. 12:48
Öll erum við breisk og það gerir okkur að því sem við erum . . .
Allar góðar kveðjur til þín mín kæra
Guðrún Þorleifs, 24.5.2008 kl. 18:23
kæra guðný ekki til að vera heilög, en ég óskaði mér að þeir sem vildu gefa mér gjöf á afmælinu mínu sendu pening inn á reykingin hjá einu af litlu börnunum okkar henni hane sem á heima í sos bæ í norður tælandi. reyking sem er með til að hjálpa henni þegar hún verður stór.Þá þá ósk átti ég skilið, og var glöð yfir.
myndin er komin, GUÐ hvað það var skrítið að sjá sig 12 ára, ég var dásamleg einu orði sagt. sé börnin mín og barnabörnin í mér.
knús inn i evrópukeppnina
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.5.2008 kl. 19:31
Innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 11:08
Falleg lesning, Steina.
Mér er farið að þykja vænt um þig, þú ert svo einlæg og heil og kemur til dyranna eins og þú ert klædd.
Kveðja,
Linda
Linda Samsonar Gísladóttir, 26.5.2008 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.