þegar fortíðin kemur í lit....
16.5.2008 | 16:28
Það gerðist svolítið svo gott í dag, ég fann fortíðina, og er svo lánsöm að ég get horft á hana og skoðað í krók og kima, rannsakað og séð hvað hafi gerst sem gerði það sem gerðist.
Kannski gerðist ekkert en sennilega hefur eitthvað gerst inni í mér sem hefur áhrif á vitund mína í dag,
kannski !
Ég hef fundið í nokkurn tíma að leitin að fortíðinni er nauðsynleg
Líkaminn minn gefur mér merki eftir merki þar sem undirmeðvitundin mín er að segja mér að þarna og þarna liggi sársauki. Kannski út frá vanrækslu, sennilega hefur hitt og þetta haft meiri áhuga minn en þessi kroppur sem er ekki ég, en þegar vel er skoðað er gott að muna að hann lánar sig til mín á meðan ég er hér.
Það sem maður lánar passar maður upp á.
Þegar ég var lítil telpa, bara tólf ára snót í sveitinni, kom kvikmyndafólk frá Danmörku og gerði hálf tíma kvikmynd um þessa litlu sveitasnót.
Snótin hoppaði og skoppaði yfir móa og mýri og lét kvikmynda sig í bak og fyrir.
Hún skildi ekkert í þessu framandi tungumáli sem var talað í kringum hana í nokkrar vikur en brosti bara sínu blíðasta til þessa dásamlega fólks sem var alltaf að kvikmynda hana.
Í dag er tungumálið hennar og það væri gaman að hlusta til baka og skilja það sem sagt var með þeim skilningi sem er hennar í dag.
Í dag skrifaði ég sem fullorðin kona sem í næstu viku verður ennþá meira fullorðin til Danmarks Radio og spurði góða konu um myndina , kl var 10.00.
Klukkan 10.09 fékk ég netpóst, þar sem hún tjáði mér að hún hefði fundið fortíðina mína í lit og ég gæti fengið hana í pósti á næstu dögum !
Það verður skrítnara en skrítið að sitja og skoða sig að framan og aftan í hinu og þessu lífi sem ég lifði og gerði þegar ég var aðeins 12 ára.
Það sendur þetta um myndina:
Beskrivelsen lyder: Børneudsendelse. Om den 12-årige pige Steinunn, der bor i den lille by Vik på Islands sydkyst. Der gives et indblik i hendes dagligdag, idet man ser hende passe et barn, drikke kaffe i hjemmet, på ridetur med sine kammerater i den storslåede natur, på fisketur med sin far, svømme i et svømmebassin, spille plader på sit værelse og på cykeludflugt med sine kammerater. Fåreskilning, hvor børn og voksne går rundt i en centralt beliggende fold og fanger deres øremærkede får, de kommes over i beliggende folde, og drives hjem af ryttere og heste .
Það er ekkert annað en gjöf að hafa möguleika á að fara svona aftur í tímann og skoða sig þegar maður var næstum því nýfallin snjór.
Fara til baka og sameina sig þessari stelpu sem var ekkert annað en yndisleg.
Taka það besta frá fortíðinni og sameina því nútíðinni, það ætla ég að gera við þessa gjöf.
Núna er föstudagur og sólin skín á mig og okkur hérna í sveitinni.
Ég ætla að vinna í garðinum mínum alla helgina og mánudag og þriðjudag líka.
Megi sólin skína á ykkur líka
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Athugasemdir
Spennandi að það sé möguleiki að sjá sig ljóslifandi hoppandi og skoppandi á æskuslóðum.
Njóttu og segðu okkur svo frá hvernig þér leið. Góða helgi í garðinn, til þín og dýranna, álfanna og þinna kæru!
www.zordis.com, 16.5.2008 kl. 17:28
jóna björg (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:03
þetta er afar skemmtilegur pistill, gaman að því hvernig lífið þróast einsog útfrá einhverjum töfrum, einsog með þig og dönskuna...
halkatla, 16.5.2008 kl. 20:14
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 22:00
Frábært elsku Steina mín...ég fæ að horfa einhverntímann á hana með þér...frábært
Guðni Már Henningsson, 16.5.2008 kl. 23:08
Það er svo merkilegt hvaða leiðir og dyr opnast manni í lífinu...ég hef gaman að velta því fyrir mér hvað tæknin er frábær, getur tekið mann áratugi aftur í tímann þar sem hægt er að endurupplifa að hluta til fortíðina....þar fyrir utan hef ég þá trú að maður hafi gott af því að horfa til baka og draga lærdóm af því.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.5.2008 kl. 01:35
Þetta er aldeilis gaman, ég fékk svona flash back þegar mér var sagt frá því að það væri til mynd frá 200 ára afmæli Ísafjarðar, þar sem ég kæmi fyrir. Ég fékk myndina og þarna var svo margt sem ég var búin að gleyma, fólk sem ég þekki og sumir sem eru farnir. Ég á örugglega eftir að horfa á hana oft og mörgum sinnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 09:12
Sæl Steinun mín.
Já,merkilegt nokk! Það hlýtur að vera heilmikið upplivelsi að fara aftur í tímann og sjá það sem var þá og jafnvel upplifa eitthvað annað og meira, en myndin segir. Eitt og annað gæti "flætt upp".
Kær kveðja til þín og þinna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 09:30
Þetta hlýtur að vera spennandi, lýsingn er líka áhugaverð, þannig að til hamingju með þetta.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.5.2008 kl. 12:33
Falleg faersla, mikid hlytar ad vera gaman ad skoda svona aftur i timann.
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 17.5.2008 kl. 12:39
En skemmtilegt
Ég óska þér góðrar skemmtunar þegar þú færð að horfa á þetta eftir öll þessi ár:)
Góða helgi Steina:)
Linda Samsonar Gísladóttir, 17.5.2008 kl. 14:31
Áhugaverð færsla og skemmtileg. Myndirnar þínar eru frábærar.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:28
Rosalega er þetta gaman.Ég sem kem oft ril Víkur og nágrennis velti fyrir mér hvernig Vík var á þessum tíma.Sennilega samt mjög lík og fyrst þegar ég kom þangað.Enn þá meira spennandi að vita hverning þú varst sem 12.ára hoppuskoppa.Þetta hlítur að vera mjög gaman fyrir þig og þína.
Solla Guðjóns, 17.5.2008 kl. 22:01
Mikið væri gaman að sjá þessa mynd einhverntímann.
Marta B Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 22:53
Hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg
Brynja skordal, 17.5.2008 kl. 23:52
Þetta fæ ég vonandi að sjá þegar ég kem næst í húsmæðraorlof!
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.5.2008 kl. 23:12
Kær kveðja til þín
Dísa Dóra, 19.5.2008 kl. 16:19
En spennandi.
Ragga (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:55
Elsku besta vinkona....hamingjuóskir á afmælisdaginn þinn....þúsund faðmlög og milljón hjörtu til þín..
Guðni Már Henningsson, 20.5.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.