ég er ég, þú ert ég, þið eruð ég, allir eru ég.....
15.4.2008 | 11:44
Það er fallegur þriðjudagur. Sólin skín og eins og sagt er og fuglarnir syngja. Ég var að hengja fullt af þvotti út, til að fá útilykt á þvottinn eins og mamma mín sagði alltaf í gamla daga.
Ég hef hugleitt fyrir blessuð dýrin í dag og það var góð hugleiðsla. Ég er eiginlega að bíða eftir Sigyn minni, við ætlum í göngutúr með Lappa út í óvissuna, en hún hefur sofið yfir sig, enda mikið að gera hjá henni og Albert hennar. Þau voru að opna veitingastað í síðustu viku á Norður Sjálandi. Flottur staður alveg við sjóinn.
Ég ákvað þá að skrifa smá til ykkar á meðan ég býð eftir þessari elsku, því að á morgun og hinn verð ég lítið heima til að skrifa. Á sunnudaginn er Wesak hátíðin og þá verður haldið í fyrsta sinn Nordísk Hugleiðslumót. Þar að segja, það er nokkrum grúppum boðið að vera með og The One Earth Group er svo heppin að vera með í því boði. Wesak er stórhátíð og því ber að fagna. Buddha kemur til jarðar í Himalaja og blessar mannkynið. Ég hef nokkrum sinnum verið við þessa hátíð og það er alveg ólýsanlegt. Við hugleiðum okkur inn í þennan stórkostlega viðburð og í marga daga á eftir er maður ekki alveg til staðar í meðvitundinni sinni, en fullur af þessari dásamlegu orku sem í Blessuninni er . Þetta er á því tímabili þegar það er fullt tungl, sem er á sunnudaginn næsta á dönskum tíma kl. 12.25 . Þá er sem sagt gott að vera komin inn í djúpa hugleiðslu og sjá hvað gerist. Ég mæli með því fyrir þá sem óska þess að vera meðvitaðir með á þessum viðburði. Að sjálfsögðu fá allir hlut af þessari dásamlegu gjöf sem Blessunin er hvort sem maður vill eða ekki.
Ég og Siggi minn förum fyrir hönd grúppurnar.
Ekki veitir af að Blessa okkur og Móður Jörð, það er svo margt sem ólgar alveg ógurlega. Ég hlusta á fréttirnar og verð meira og meira döpur yfir þeim látum og hörmungum sem eru að gerast í heiminum. En þó veit ég djúpt inni í hjartanu að þetta er eina leiðin til að finna harmony. Eftir konflikt kemur harmony. Það er ekkert voða flókið ef við skoðum það bara í okkar nánasta umhverfi. Hver kannast ekki við hjónabandið, þar sem við hjálpum hvert öðru að ala okkur upp. Það er engin tilviljun að við hittum manneskju sem við í byrjun í einhverri blindni verðum ástfangin af og sem betur fer sjáum við bara kostina og stundum kosti sem ekki einu sinni eru þar. Við lifum í einhvern tíma í öðrum heimi og sjáum það sem best er að sjá sem betur fer. Þegar tímar líða fara að koma fram hlutir sem pirra og pirra svo meira og meira. Það sem við gerum er að kasta okkur yfir hinn aðilann og segja honum/henni hvað best sé að gera til að þau bæti sig til að mögulegt sé á að vera í sama húsi og hann/hún. Þetta gerum við í langan tíma, bendum á og bendum á. En halló, gerist eitthvað sem bætir ástandið fyrir báða aðila ? Stundum næst það sem óskað er, en ekki í sameiginlegri hamingju, það er sá sem gefur eftir og verður spegilmynd hins sem ekki fær lifað sig sem þeim ber. Það er nú ekki það sem er ætlunarverk okkar hérna á jörðinni, að gera fullt af spegilmyndum af okkur sjálfum, og heldur ekki það sem veitir okkur hamingju. Við sjáum það sama í trúarstríðum og hatur á milli kynþátta, ekki gengur dæmið upp þar. En það er nákvæmlega það sama sem gerist þar, bara í stærri skala. Þegar við í þessu lífi, því næsta eða því þarnæsta lærum að elska það sem er, hugsar og meinar öðruvísi en við þá gerast jákvæðir hlutir. Það er ekkert fallegra að mínu mati en auðmýkt og Kærleikur til alls og allra, og þá er það líka Kærleikur til þessa sem hugsar, talar, og er öðruvísi en við. Til að ná þangað heilhjartað er langur og strangur vegur með ögun á egóinu og opnun á Kærleiksblaðinu. Til Þess er fjölskyldan sem við fæðumst með í þessu lífi meðal annars.
Ég þekki þetta vel af eigin raun í sambandi við manninn minn. Ég var í mörg ár að sætta mig við að hann væri öðruvísi en ég. Mig langaði að sjóða fötin hans í byrjun sambandsins, sauð bara nokkrar buxur og peysur, en fannst of gróft að sjóða allt. Ég fann þó alveg frá byrjun að við áttum að vera saman, en ég leitaði kannski að sjálfri mér í honum, en fann mig ekki þar. Hver maður getur séð að sá útgangspunktur er ekki góður fyrir neinn. Það er engin sem getur lifað upp til þess.
Núna í dag vinn ég að því meðvituð að elska það sem er hjá honum sem er öðruvísi og framandi fyrir mér og tileinka mér það hjá honum sem ég sé að mig vantar og ég sé að gæti hjálpað mér að verða betri manneskja.. Það er svo margt í honum sem ég get lært og vantar hreinlega í mig til að ég verði heil. Það er ekki alltaf auðvelt að sjá sjálfan sig eins og maður er. Við viljum öll sjá okkur næstum fullkomin. Við eigum erfitt með að sjá hvað það er sem okkur vanta í okkar sístem, því við höfum aldrei haft það. En það sem ég hef fundið út úr og lifi í meðvitað er að það er engin tilviljun að ég hef hitt Gunnar, hann hefur eitthvað í sér sem ég þarf að læra og öfugt, en ég á ekki að nota tímann í að segja Gunnari hvað hann á að læra, þó svo það sé auðvelda og tekur jafnframt athyglina frá því sem er mikilvægt í minni þróun.
Ég á að einbeita mér á það hvað ég á að læra frá honum, það er aðal verkefnið hjá mér í þessu sambandi. Þannig þróa ég mig sem manneskja í því að verða heil, eins og ég vil verða í þessu lífi.
Það er mikilvægt að við öll verðum meðvituð um það að vinna hver með sig. Ekki hver með hinn, enda er það einkennilegt, þegar við setjum það þannig upp. Ég held samt að mjög margir geri það og þess vegna eru svona mörg sambönd sem ekki endast eftir ástarbrýmann fyrsta.
Við getum ekki undrað okkur á því að það séu svona mikil átök í heiminum þegar við gerum ekki betur heima hjá okkur sjálfum með okkar nánustu sem við þó þekkjum og höfum ákveðin kærleika til.
Þetta er allt saman um það sama, hvort sem átökin séu á milli okkar og þeirra á heimavelli, eða okkar og þeirra í Írak, Palestínu, ... ekki flóknara en svo.
Núna er ég komin heim úr göngutúr og búin að fá mér vatn með Sigyn dóttur minni sem fékk sér kaffi. Sólin skín úti og ég ætla að fara út í garð og njóta þess að grafa svolítið í moldina. Kíki samt smá á bloggin ykkar áður. Í kvöld er fundur hjá hugleiðslugruppuni minni í Kaupmannahöfn og það verður dejligt !
Það er svo margt fallegt allsstaða, ég ætla að horfa á það.
Blessi ykkur
Ég hef hugleitt fyrir blessuð dýrin í dag og það var góð hugleiðsla. Ég er eiginlega að bíða eftir Sigyn minni, við ætlum í göngutúr með Lappa út í óvissuna, en hún hefur sofið yfir sig, enda mikið að gera hjá henni og Albert hennar. Þau voru að opna veitingastað í síðustu viku á Norður Sjálandi. Flottur staður alveg við sjóinn.
Ég ákvað þá að skrifa smá til ykkar á meðan ég býð eftir þessari elsku, því að á morgun og hinn verð ég lítið heima til að skrifa. Á sunnudaginn er Wesak hátíðin og þá verður haldið í fyrsta sinn Nordísk Hugleiðslumót. Þar að segja, það er nokkrum grúppum boðið að vera með og The One Earth Group er svo heppin að vera með í því boði. Wesak er stórhátíð og því ber að fagna. Buddha kemur til jarðar í Himalaja og blessar mannkynið. Ég hef nokkrum sinnum verið við þessa hátíð og það er alveg ólýsanlegt. Við hugleiðum okkur inn í þennan stórkostlega viðburð og í marga daga á eftir er maður ekki alveg til staðar í meðvitundinni sinni, en fullur af þessari dásamlegu orku sem í Blessuninni er . Þetta er á því tímabili þegar það er fullt tungl, sem er á sunnudaginn næsta á dönskum tíma kl. 12.25 . Þá er sem sagt gott að vera komin inn í djúpa hugleiðslu og sjá hvað gerist. Ég mæli með því fyrir þá sem óska þess að vera meðvitaðir með á þessum viðburði. Að sjálfsögðu fá allir hlut af þessari dásamlegu gjöf sem Blessunin er hvort sem maður vill eða ekki.
Ég og Siggi minn förum fyrir hönd grúppurnar.
Ekki veitir af að Blessa okkur og Móður Jörð, það er svo margt sem ólgar alveg ógurlega. Ég hlusta á fréttirnar og verð meira og meira döpur yfir þeim látum og hörmungum sem eru að gerast í heiminum. En þó veit ég djúpt inni í hjartanu að þetta er eina leiðin til að finna harmony. Eftir konflikt kemur harmony. Það er ekkert voða flókið ef við skoðum það bara í okkar nánasta umhverfi. Hver kannast ekki við hjónabandið, þar sem við hjálpum hvert öðru að ala okkur upp. Það er engin tilviljun að við hittum manneskju sem við í byrjun í einhverri blindni verðum ástfangin af og sem betur fer sjáum við bara kostina og stundum kosti sem ekki einu sinni eru þar. Við lifum í einhvern tíma í öðrum heimi og sjáum það sem best er að sjá sem betur fer. Þegar tímar líða fara að koma fram hlutir sem pirra og pirra svo meira og meira. Það sem við gerum er að kasta okkur yfir hinn aðilann og segja honum/henni hvað best sé að gera til að þau bæti sig til að mögulegt sé á að vera í sama húsi og hann/hún. Þetta gerum við í langan tíma, bendum á og bendum á. En halló, gerist eitthvað sem bætir ástandið fyrir báða aðila ? Stundum næst það sem óskað er, en ekki í sameiginlegri hamingju, það er sá sem gefur eftir og verður spegilmynd hins sem ekki fær lifað sig sem þeim ber. Það er nú ekki það sem er ætlunarverk okkar hérna á jörðinni, að gera fullt af spegilmyndum af okkur sjálfum, og heldur ekki það sem veitir okkur hamingju. Við sjáum það sama í trúarstríðum og hatur á milli kynþátta, ekki gengur dæmið upp þar. En það er nákvæmlega það sama sem gerist þar, bara í stærri skala. Þegar við í þessu lífi, því næsta eða því þarnæsta lærum að elska það sem er, hugsar og meinar öðruvísi en við þá gerast jákvæðir hlutir. Það er ekkert fallegra að mínu mati en auðmýkt og Kærleikur til alls og allra, og þá er það líka Kærleikur til þessa sem hugsar, talar, og er öðruvísi en við. Til að ná þangað heilhjartað er langur og strangur vegur með ögun á egóinu og opnun á Kærleiksblaðinu. Til Þess er fjölskyldan sem við fæðumst með í þessu lífi meðal annars.
Ég þekki þetta vel af eigin raun í sambandi við manninn minn. Ég var í mörg ár að sætta mig við að hann væri öðruvísi en ég. Mig langaði að sjóða fötin hans í byrjun sambandsins, sauð bara nokkrar buxur og peysur, en fannst of gróft að sjóða allt. Ég fann þó alveg frá byrjun að við áttum að vera saman, en ég leitaði kannski að sjálfri mér í honum, en fann mig ekki þar. Hver maður getur séð að sá útgangspunktur er ekki góður fyrir neinn. Það er engin sem getur lifað upp til þess.
Núna í dag vinn ég að því meðvituð að elska það sem er hjá honum sem er öðruvísi og framandi fyrir mér og tileinka mér það hjá honum sem ég sé að mig vantar og ég sé að gæti hjálpað mér að verða betri manneskja.. Það er svo margt í honum sem ég get lært og vantar hreinlega í mig til að ég verði heil. Það er ekki alltaf auðvelt að sjá sjálfan sig eins og maður er. Við viljum öll sjá okkur næstum fullkomin. Við eigum erfitt með að sjá hvað það er sem okkur vanta í okkar sístem, því við höfum aldrei haft það. En það sem ég hef fundið út úr og lifi í meðvitað er að það er engin tilviljun að ég hef hitt Gunnar, hann hefur eitthvað í sér sem ég þarf að læra og öfugt, en ég á ekki að nota tímann í að segja Gunnari hvað hann á að læra, þó svo það sé auðvelda og tekur jafnframt athyglina frá því sem er mikilvægt í minni þróun.
Ég á að einbeita mér á það hvað ég á að læra frá honum, það er aðal verkefnið hjá mér í þessu sambandi. Þannig þróa ég mig sem manneskja í því að verða heil, eins og ég vil verða í þessu lífi.
Það er mikilvægt að við öll verðum meðvituð um það að vinna hver með sig. Ekki hver með hinn, enda er það einkennilegt, þegar við setjum það þannig upp. Ég held samt að mjög margir geri það og þess vegna eru svona mörg sambönd sem ekki endast eftir ástarbrýmann fyrsta.
Við getum ekki undrað okkur á því að það séu svona mikil átök í heiminum þegar við gerum ekki betur heima hjá okkur sjálfum með okkar nánustu sem við þó þekkjum og höfum ákveðin kærleika til.
Þetta er allt saman um það sama, hvort sem átökin séu á milli okkar og þeirra á heimavelli, eða okkar og þeirra í Írak, Palestínu, ... ekki flóknara en svo.
Núna er ég komin heim úr göngutúr og búin að fá mér vatn með Sigyn dóttur minni sem fékk sér kaffi. Sólin skín úti og ég ætla að fara út í garð og njóta þess að grafa svolítið í moldina. Kíki samt smá á bloggin ykkar áður. Í kvöld er fundur hjá hugleiðslugruppuni minni í Kaupmannahöfn og það verður dejligt !
Það er svo margt fallegt allsstaða, ég ætla að horfa á það.
Blessi ykkur
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Athugasemdir
Guð blessi þig og þína elsku vinur...héðan er allt gott og allt að fara í þann farveg sem er góður en með grýttum botni. Því skulum við forðast botninn!!!
Guðni Már Henningsson, 15.4.2008 kl. 13:51
Ekki alveg út í bláinn ástin mín. Þarf svo að tala við þig í kveld og kenna þér á þvottavélina.
gunni Palli (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:46
Takk fyrir að deila þessu með okkur, það þarf hugrekki að opna sig fyrir fólk. Það sem ég hef lesið og sérstaklega í bókum hans Neale þá talar hann um algjörlega hreinskilni og total visibility í samböndum. Ekkert á að fela heldur á að deila saman því sem kemur uppá. Einnig hversu breytileg sambönd verða því við erum alltaf að breytast á hverju einasta sekúndubroti. Skemmtilegt að sjá sig spegla sig í hinn aðilann þannig fær maður aðra vídd af sjálfum sér, það er það skemmtilegasta við sambönd :)
Lúðvík Bjarnason, 15.4.2008 kl. 15:34
Steina þetta er frábær pistill og i tíma talaður. Þetta er nefnilega besta leiðin i gott samband, að finna það sem er sameiginlegt og sætta sig við það sem skilur að. Þannig verður sambandið sterkt og gott, og heldur öllu sem halda þarf. Knús á þig inn í daginn og góða ferð á hugleiðsluna, rétt kona á réttum stað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 16:41
Sambönd eru erfið. Það er sko ábyggilegt! En samt viljum við jú eiga einhvern til að deila lífinu með, þrátt fyrir að það sé erfitt :)
Kann hún ekki á þvottavélina Gunni? Ég lærði á hana í sumar :) nema það sé komin ný?
Ylfa Mist Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 17:38
Falleg færsla!
Hafðu það alveg ljómandi gott...
jóna björg (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:40
Mikill sannleikur í þessu.
Blessi þig heillakerling
Hrönn Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 19:05
Ditto Steina.
Vinnum saman að því að þroska okkur sjálf!
Ég ætla að rifja upp hugleiðsluna á sunnudaginn. Það er tveggja tíma munur, ekki satt.
Marsibil G Kristjánsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:15
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 02:11
kæru öll takk fyrir komment, og kæra marsibil það passar við erum tveim tímum á undan. gangi þér vel og sjáumst á hinum innri plönum
Bless í daginn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 05:22
Takk fyrir hugleiðslu.
Hef stundum hugsað um, hvað sé í öllum þessum krukkum sem konur eru með í flestum gluggakistum og hillum hjá sér.
Góðan daginn.
Þröstur Unnar, 16.4.2008 kl. 09:29
Elsku Steina mín, góð úttekt hjá þér og auðvitað eru aðrir aðeins speglar fyrir okkur sjálf, svo þökk sé þeim.
Gleðilega Wesak hátið og þakka þér fyrir það sem þú ert að gera fyrir okkur öll hin.
~ with all my love, vilborg ~
Vilborg Eggertsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:05
Yndisleg færsla, elsku Steina.
Ég er forvitin...hvar á Norður-Sjálandi er þessi veitingastaður? Norður-Sjáland er mitt annað heimili...amk. í hjartanu...eins og þú veist
SigrúnSveitó, 19.4.2008 kl. 07:58
Fór á bloggið hjá Sigyn og sá að þetta er í Rågeleje :) Dejligt sted :) Fæ netta "heimþrá"...
SigrúnSveitó, 19.4.2008 kl. 07:59
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 12:44
Steina,.... ævinlega vertu sæl og blessuð.
Mig langaði bara að kasta á þig hlýrri helgarkveðju
Linda Samsonar Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 15:10
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.