færri skrif...
1.4.2008 | 15:44
Kæru bloggvinir og aðrir vinir. Ég er svo lánsöm að hafa möguleika á að gera margt, svo spennandi í þessu lífi. Ég er í frábærri vinnu. Skólastjóri í Listaskólanum Rammen Þetta er alveg einstaklega gefandi, en krefjandi starf. Ég sit til dæmis þessa dagana og er að kafna í verkefnum. Skólinn er að stækka, við erum að flytja til Köge í stærra og betra húsnæði. Við erum að skrifa um hvern nemanda þessa daga til að senda til sveitafélaganna. Lokasýning framundan, fjárhagsáætlun fyrir næsta ár gerir mig gráhærða og fleira og fleira.
Ég er líka að vinna með þremur andlegum hópum.
Einn er Syntesegruppen.
Með þessum hópi hugleiði ég í hverri viku á þriðjudögum. Einnig hittumst við einn sunnudag í mánuði og vinnum að greinum um hin ýmsu pólatískumál.
Annar hópur sem er mér mjög kær er The One Earth Group Við í þessum hópi vinnum að því að heila sambandið á milli mannkyns og Móður Jarðar á hina ýmsu vegu. Þar stend ég fyrir fréttabréfi sem við gefum út annan hvern mánuð. Það tekur tíma og margar hugleiðslur. En það eru líka ýmis önnur verkefni í þessarri grúppu.
Þriðji hópurinn sem ég er að vinna með er esoteric youth Þetta er esoterisk grúppa fyrir ungt fólk.
Ég byrjaði að blogga fyrir um ári síðan, eða aðeins meira. Ég skrifa og heimsæki ykkur bloggvini mína þrisvar og stundum fjórum sinnum í viku. Þetta hefur gefið mér mikið og ég nýt þess að setja hugsanir mínar í orð sem eru svo til ykkar og mín. Ég elska að lesa kommentin ykkar (smá hégómi) Ég nýt þess að skoða ykkar heima og sjá í mínu innra hvar og hvernig þið lifið. Sum ykkar eruð mér orðin náin, þó svo ég hafi aldrei hitt viðkomandi. Þetta er yndislegt, ennnn þetta tekur alveg rosalegan tíma og hann hef ég ekki svo mikið af núna. Núna kallar garðurinn minn á mig líka, lengri göngutúrar út í vorið til að finna frið og jafnvægi á báðum stöðum. Ég hef þess vegna ákveðið að minnka bloggtímann yfir vorið og sumarið fram á haust. Ég geri ráð fyrir að blogga svona einu sinni í viku ef ég hef eitthvað á hjartanu sem ég verið bara út með til ykkar (allt í skema vegna tímaskorts) og heimsækja svo ykkur á sama tíma. Vonandi verður sambandið á milli okkar eins gott þrátt fyrir færri innlit.
Má ekki gleyma sýningunni sem ég er með í september í Ringsted galleríinu
Kærleikur og Ljós til ykkar.
Ég sá þetta frábæra dásamleg vídeó í gær, einn vinur sendi það til mín. Þetta er svo yndislegt að þið verðið bara að gefa ykkur tíma til að hlusta.
http://www.ted.com/index.php/talks/view/id/229
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Athugasemdir
ég mun sakna þín (það er víst minn egóismi, ég vil hafa þig hér fyrir mig) En hafðu það voða voða gott og ég vona þú farir vel með þig (þetta fer að hljóma eins og hinsta kveðja) Og ég skil þig vel.
Guð blessi þig og þína góða kona.
jóna björg (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:54
einhverntíma gætum við haft bloggvina hitt í dk ? kannski með haustinu, hvað segir þú um það ?
knús kæra
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 15:58
Gaman að lesa bloggið þitt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 16:42
Vá, hvað þú lfir innihaldsríku lífi, kæra kona. Það er líka algerlega í stíl við þig, eins og við kynnumst þér á blogginu. Skil að þú hafir ekki ýkja mikinn tíma fyrir bloggið. Ég skrifa mikið, en birti bara vitleysu, myndir og örhugsanir á blogginu. Fylgist alltaf með þér og er fegin að þú ert ekki alveg farin .... Góðir víbrar til þín !
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:18
Gangi þér vel með þetta allt kæra Steina. Hlakka til að halda áfram að fylgjast með þér.
Kærleikskveðja til þín
Dísa Dóra, 1.4.2008 kl. 17:21
Stórvarasamt að bregðast við hvaða bloggi þann 1. apríl. En njóttu vel göngutúranna og vorsins.
Ransu, 1.4.2008 kl. 17:34
Þú ert ómissandi í þessari baráttu sem þú ert í, vegna þess að það eru allt of fáir sem gefa sér tíma og orku til að standa í slíku. Ég óska þér alls góðs mín kæra vinkona og verð hér áfram og mun örugglega halda áfram að lesa það sem þú skrifar, það er gefandi og gott, og hollt hverjum manni að vera dreginn niður á jörðina og inn í móður jörð. Takk fyrir að vera til
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 18:12
Já ég er sko til í það
jóna björg (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:05
Vááá þvílíkt myndband !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég er alveg með tárin í augunum hún snerti mig svo !!! Yndislegt og frábærar lýsingar !!! Ég ætla barasta ekkert að kveðja þig, er mikið búin að vera að hugsa þetta sama. þ.e að minka bloggið aðeins, og nota tíman sem ég nota hér í að byggja mig sjálfa meira upp og fara að láta eitthvað af draumunum og vonunum út í lífið. En ég er ekkert að fara ennþá, og ég hitti þig hér áfram. Gangi þér sem best kæra vinkona.
Sigrún Friðriksdóttir, 1.4.2008 kl. 22:07
Lykke til med alt som du holder på med. Det høres veldig spennende ut.
God ide at vi bloggvenner møtes en gang i Danmark. Hva med en gruppetur til høsten?
Heidi Strand, 1.4.2008 kl. 22:10
Flóðljós til þín kæra Steina og takk fyrir öll þín fallegu skrif undanfarið ár. Nú er bara að njóta sumarsins. Mikið væri gaman að hafa bloggvinahátíð í Köpen eins og þú skrifaðir um.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
P.s. Ég fílaði fílafærsluna þín vel, ég skynjaði hana fallega. Það þarf ekki að berja dýr eða meiða til að fá þau til að gera ótrúlegustu hluti. Góð, hlý og yfirveguð samskipti er allt sem þarf og ég er full viss um að dýrin njóta þess oftar en ekki vel að fá þá athygli og umhyggju sem slíkum samskiptum fylgir.
Ég átti einu sinni einstaka Labrador tík, við vorum saman öllum stundum, í vinnunni sem ég stundaði þá einnig.
Allt frá því ég fékk hana pínu litla þurfti ég aldrei að hafa neitt fyrir henni, bara að sýna henni virðingu og ég fékk það svo margfalt til baka. Hún vann hug og hjörtu allra sem henni kyntust.
Karl Tómasson, 1.4.2008 kl. 22:39
Þú ert frábær!
Ragga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:42
Mig langar bara að senda þér brotabrot af því góða sem þú hefur sent mér, en besta veganestið þitt er líklega að þú ert í góðum félagsskap með sjálfri þér og þínu umhverfi, fólki og dýrum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.4.2008 kl. 01:18
Ég er í svipuðum sporum, þ.e.a.s. er að drukkna í vinnu og öðrum verkefnum og blogga þar af leiðandi mjög lítið þessa dagana, reyni þó að lesa hjá vinum.....bestu kveðjur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:02
Gangi þér vel með allt sem þú ert að gera. Takk fyrir allar þínar góðu kveðjurkveðjur frá mér
, 2.4.2008 kl. 20:14
þú ert yndisleg kona Steina mín gefur manni mikið að lesa þínar færslur en gangi þér vel í öllum þessum verkefnum held áframm að fylgjast með þér hafðu það gott sendi knús yfir hafið
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 12:26
Mundu bara eitt; ekki fara seint að sofa á kvöldin.
Guðni Már Henningsson, 3.4.2008 kl. 22:44
Knús á þig og ég bið að heilsa kokkinum og Sólinni þinni
Solla Guðjóns, 4.4.2008 kl. 03:39
knús á þig og kokkinn
Hrönn Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 23:47
Sæl Steina mín.. nú erum við komnar í hópinn hjá hvor annari.. Er að læra á þetta. gaman að fylgjast með þér
Heiða Björg
Heiða Björg Scheving, 7.4.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.