Ísland er ekki best, flottast og frábærast !

_MG_3071

Páskadagsmorgun !! Gleðilega páska elsku öll.  Við erum komin heim frá Íslandi, og það er gott að komast í litla kotið sitt, með öllu því sem maður þekkir og er. Lappi liggur hérna hjá mér, sæll. Sigrún Sólin, borðar páskaegg og horfir á barnaefnið. Gunni þurfti að fara smá í vinnu, því sá sem átti að vinna, varð veikur.

 

 Við komum heim í gærdag. Ég var ferlega þreytt eftir ferðalagið hafði  ekkert sofið um nóttina svo ég lagði mig í smá stund. Það var notalegt að liggja í hljóðunum sem ég þekki og þekki vel. Þegar ég var hvíld þá fórum við öll á ströndina það var kalt og fallegt.

Heim !

já hvað er það. Ég er gestur þegar ég er á Íslandi, og ég er gestur í Danmörku. Ég upplifi Ísland eins og útlendingur, ég upplifi Danmörk eins og útlenskur dani. Ég undra mig yfir hlutum á Íslandi, og ég undra mig yfir hlutum í Danmörku. Ég verð meira og meira meðvituð um að vera ekki meira hluti af einu landi en öðru, því það opnar fyrir öðru.

Ég heillaðist af fjöllunum.
Ég tók 500 myndir af fjöllum. Ég var að keyra til Selfoss, þar á tengdafjölskyldan mín heima. Við Sól nutum fjallasýninnar og selskaps hver annarra.
Ég kveikti á útvarpinu, þaðan drundu reiðiraddir eins og fallbyssuhríð um ”HELVÍTIS” útlendingana, HELVÍTIS hitt og þetta. Ég flýtti mér að slökkva og varð smá miður mín, eins og þegar ég fer inn á sumar bloggsíður, og ákveð að fara þangað aldrei aftur. Reiðisíður, reiðiútvarp. Þetta er tónn sem streymir í gegnum Ísland. Læðir sér með og hefur áhrif.
Varð hugsað til þess hvað sé eiginlega að gerast. Ekki það að það er líka reiði hitt og þetta hérna í Danmörku, en landið er töluvert stærra og ég upplifi það öðruvísi.
Það er ekki gott að mínu mati að vera svona þjóðernissinnaður.

Ísland best fallegast og frábærast.

Þetta hefur að sjálfsögðu alltaf verið svona, en ég held að það sé tími beitinga, og það þurfi alvarlega að taka þessa hluti til athugunar. Því auðvitað er þetta ekki rétt , Ísland er ekki best fallegast og frábærast það höfum við alltaf vitað innst inni. En núna þegar heimurinn er svona mikið nálægt og fólk þarf að gefa af sjálfum sér til annarra, til dæmis, að leyfa öðrum að búa í landinu sínu, sem mér hefur nú alltaf fundist svolítið, ekki mitt, en allra.
Þegar við höldum okkur í þjóðarrembingnum þá höldum við okkur aðskildum frá öðrum. Við erum ekki hluti af öðrum í heiminum. Ég held að í raun sé þjóðarrembingur það sem er hættulegast. Ekki trúarbrögð, því trúarbrögð eru alveg í lagi í sjálfum sér, en þjóðarrembingur er ekki gott, hann skilur alla frá öllum. Þjóðarrembingur hjá einu landi er ekkert betri en þjóðarrembingur hjá öðru landi. Þetta er hugsun sem velur aðskilnað, og er að mínu mati ekki af hinu góða.

Fyrstur árin í Danmörku þá var ég svo stolt af því að vera íslendingur, líka árin mín í Dusseldorf, þá þótti mér sko flott að vera frá Íslandi, enda fékk ég athygli út á það. En með árunum finn ég að þetta stolt  yfir að vera íslendingur er fjarað út. Mér þykir vænt um landið mitt, sem hefur verið með til að móta mig að því sem ég er, með þeirri orku sem það hefur í sér. En mér finnst ekkert merkilegra að hafa fæðst og mótast á Íslandi, en ef ég hefði fæðst og alist upp í Nepal, eða Afganistan. Þetta eru lönd sem hafa ákveðna orku í sér, sem móta þá sem hafa fæðst og alist upp þar. Ekkert meira en annað. Sum lönd bjóða upp á eitt og önnur upp á annað. En allt er þetta í raun um það sama :

að fæðast, safna reynslu í sálina, og deyja,  fæðast safna reynslu og deyja, fæðast..........
 

Ef við skoðum þetta út frá þessu þá er þjóðernisremba alveg fáránleg, því í einu lífi fæðistu á Íslandi og í næsta lífi í Noregi, næsta í Íran og svo í USA. Þegar hlutirnir eru skoðaðir út frá þessu sjónarmiði, þá er augljóst að þjóðarstolt, er aðskilnaður frá hinum. Og það er ekki leiðin að
Einu Lífi, Einni Jörð Einu Mannkyni !
Blessi ykkur kæru öll.

_MG_3103_2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilega páska elskan, þú ert one of a kind...alveg sérstök og einstök og yndisleg manneskja.

Heiða Þórðar, 23.3.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðilega páska

Góður pistill hjá þér og ég er mjög sammála þér núna - ekki það að ég sé nú oft ósammála þér en núna er ég meira sammála en vanalega

Dísa Dóra, 23.3.2008 kl. 09:54

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:54

4 identicon

Góður pistill og gott að lesa, takk.  Gleðilega páska kæra Steinunn ...

Maddý (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilega páska

Guðrún Þorleifs, 23.3.2008 kl. 10:41

6 identicon

Samhæfi með þér með þetta að vera útlendingur á íslandi og útlendingur hér í dk, myndi samt segja að ég er meira heima hér, þekki mig orðið betur hér. En ég finn að ég sakna náttúrunnar á íslandi og þeim krafti.

Ég er sammála  Sigríði hér að ofan, það er sorglegt þegar fólk ber ekki virðingu fyrir fólki og öðru í því landi sem það er komið og auðvitað eigum við að bjóða þá sem það gera velkomna, sem ég held að flestir gera, það er bara alltaf þannig að þeir "vondu" eiðileggja fyrir heildinni.

Gleðilega páska 

jóna björg (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:27

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Steina ég er alveg sammála þér...ein jörð eitt mannkyn.  Gleðilega páska.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:37

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Njóttu dvalarinnar sem best á Íslandi hjá vinum og ættingjum.

Gleðilega páska

Marta B Helgadóttir, 23.3.2008 kl. 13:00

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

'Imagine no possessions
Wonder if we can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
sharing all the world

You may say I´m a dreamer
But  I´m  not  the  only one
I hope someday you´ll join us
And the world will be as one'

Guð gefi þér og þínum gleðilega páska.

Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er útlendingur í Svíþjóð og ég hef aðlagað mig siðum og háttalagi Svía og mér finnst það sjálfsagt. En öllum finnst það ekki og margir vaða inn með ruddaskap og frekjuskap.

Það hefur tekið fólk fleiri hundruð ár að byggja upp siði og menningu í hverju landi og því er það ekkert skrítið ef það fer í pirrurnar á fólki þegar það kemur "nýtt" fólk inn í landið og hagar sér eins og ruddar.

Mér finnst ekkert rangt við það að í góðu setja háar kröfur á ný inn flutt fólk.  

PS Annars er þetta flott færsla hjá þér  Steinunn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 15:50

11 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ég skil alveg rosalega vel þessa færslu og er svo sammála að Ísland á stóran þátt í því hver ég er, en ég er ekki þessi stolti Íslendigur lengur. Fynst ég ekki hafa neitt til að vera stolt yfir. Mér þykir vænt um Ísland og fallegt er það en ég vex ekki og dafna þar lengur.

Gleðilega páska kæra vinkona og hafðu það sem best !!

Sigrún Friðriksdóttir, 23.3.2008 kl. 17:22

12 identicon

Komdu sæl og gleðilega hátíð. Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil. Gott fyrir hugsandi fólka að lesa og ígrunda. Er búinn að vera professional útlendingur í meira en 35 ár. Kom til Íslands og var í nokkur ár og þá fyrst varð ég "útlendingur". Mig langar ekki til að búa á Íslandi lengur, hvorki get það né kann. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:51

13 Smámynd: Toshiki Toma

Gleðilega páska frá Tokyo!!

Toshiki Toma, 24.3.2008 kl. 09:50

14 Smámynd: Elín Björk

Góð færsla hjá þér, Ísland er ekki best þó það eigi sínar góðu hliðar, en það eiga líka önnur lönd.
Gleðilega páska Steina

Elín Björk, 24.3.2008 kl. 13:20

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er sannarlega frá öðru sjónarhorni.  Ekki að það sé neitt rangt í þessu síður en svo.  Og það er öruggt mál að ef við slepptum þessum rembing og að setja okkur í stalla eða í bása, þá meina ég allt mannkyn, þá væri friðvænlegra í heiminum.  Ef okkur auðnaðist að eiga alheimssál, en ekki skiptast niður í smá einingar, misstórar þó.  En ég skil líka að það er gott að koma heim til sín Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 14:30

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alltaf mælirðu af viti; nákvæmega hárrétt; þjóðernisremba er af sama meiði og afbrýðisemi, öfund og fleira í þeim flokki. Þjóðerniskennd getur verið góð og nauðsynleg að vissu marki, en fari hún yfir ákveðið strik, verður hún að illu. Auðvitað skiptir þetta alls engu máli, þegar upp er staðið í lok dagsins..!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.3.2008 kl. 20:16

17 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takkl fyrir síðast.........

Guðni Már Henningsson, 24.3.2008 kl. 22:41

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er frábær færsla.

Þú líka..! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 00:58

19 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir góða færslu, við sköpum okkur sjálf en ekki landið sem við fæðumst í.

 kv

 Lúðvík

Lúðvík Bjarnason, 25.3.2008 kl. 12:24

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Mjög góður pistill hjá þér og þörf umhugsun.Því miður er þetta bara rétt hjá þér hvernig þú sérð Ísland.....Það er eins og reiði sé orðin það sem koma skal og er það háalvarlegt mál.....Mér finnst vont að sjá t.d. hvað ungdómurinn virðist vera reiður......þá ekkert endilega út í þjóðfélagið heldur meira svona manna á milli.Það er eins og virðing sé eitthvað útúr kú og virðist oft sem sjálfsvirðingin sé minnst.

Solla Guðjóns, 25.3.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband