við ræðum lífið, ég og Tómas Guðmundsson

9821009
Af tvennum þræði er hin tregandi heimþrá spunnin, Söknuður til þess sem var, vildi verða, en var ekki og verður ekki.
Sem talar upp úr rauðum svefni vors blóðs, sem rennur í æðum þjóðar okkar, saman en þó svo langt hvert frá öðru. Blóð sem heldur okkur nær hvert öðru, en er þó blóð jarðar, sem rennur í öllum æðum til allra.
Úr óminnisfyrnsku, um farveg aldanna runnin,sem er saga sem við munum og höldum okkur hluta af, skilningurinn flytur sig ekki í örófi alda, það glyttir þó í nýja sýn, nýja möguleika, nýjar vonir, sem tengir þjóðir en ekki þjóð,
Vor fortíð leitar oss uppi og kveðjur sér hljóðs, þegar við viljum forðast, byrja upp á nýtt, verða ný, önnur, ekki hluti af einu, en þó hluti af öllu, er það draumur, eða veruleiki. Er það óskhyggja eða von, um þá framtíð sem ég svo djúpt djúpt óska mér, þér og okkur. Skilningur okkar eykst í takt við tímann, fjarlægðir verða hugtök, því engar fjarlægðir finnast. Við fléttum okkur hvert inn í annað, og viljum hvert annað, meira og meira, þó forsendur séu misjafnar, þá skín í einstaka tilfelli inn í kærleikann þar sem augu snertast og hugur mætist.
En það er mótum minninganna og drauma sinna, það er sem sagt, minningar og draumar, eru veruleiki sem er kannski hinn sanni veruleiki, hvað er meiri veruleiki, eða hvað er rétti tíminn, er það tíminn sem þú lifðir í eða er það tíminn sem ég lifi í.Eru það báðir tímar samtímis, því get ég ekki svarað, því þú ert hérna svo raunverulegur í minningunni, sem ég er hérna í þessu núi, nú.
Sem mannsins heimþrá skal sína ættjörð finna. En ættjörð er móðir jörð, fyrir mér nú, en þó skil ég þránna í það sem er þekkt, í öllum vitum, Ísland sem ilmar af kulda, fortíð, æsku, vexti og minningum, kærleika, sakleysi, illsku.
Því draumur og minning er leiðin til sama lands, að hvað, segir hver fyrir sig, sem saknar þess sem var, en er ekki meira.
Og landið er uppruni, saga og framtíð hans.eða fortíð, ef vill. Mín fortíð er landið mitt, og skilningur minn er að svoleiðis verður það að vera, því með skilningi, þroska og víðsýni liggur leiðin aldrei til baka, í það sem var. En ég get tekið upp minningamyndirnar og gælt við þær um stund, þegar ég þarf að finna öryggi í þessum heimi, sem getur skapað svo mikið óöryggi. Þá sit ég í rólunni minni fyrir utan sýslumannsbústaðinn gamla í Vík og róla svo hátt, næstum því upp í himininn og syng í hæstu hæðum karlinn í tunglinu og ég hlæ hátt og finnst lífið svo frjálst og veit ekki um neitt annað en stað og stund. Svo er róin komin inn í hugann minn og ég get staðið upp aftur og haldið göngunni áfram með bjartan huga og ég veit að þeir bíða og fylgjast með mér, og ef á þarf að halda, taka þeir í höndina mína og hjálpa mér yfir stokka og steina, eða þar til ég get sjálf.......

Kæru bloggvinir, leiðin liggur til gamla landsins! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu meira en velkomin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góða ferð

Sigrún Friðriksdóttir, 13.3.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vertu velkomin

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku hjartans besti vinurinn minn, vertu velkomin heim og ég hlakka mikið til að sjá þig og segja þér undarlegar sögur....sem þú munt trúa af því að þú ert svo yndisleg...

Guðni Már Henningsson, 13.3.2008 kl. 20:19

5 identicon

Góða ferð til íslands og vona að hún verði þér góð.

jóna björg (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndisleg færsla. Ég sé þig róla þér hátt uppí himininn og skoða skýin yfir Vík. Ég fer sjálf á fornar slóðir í huganum, þegar syrtir í álinn. Stundum smýg ég uppá loft í herbergi systur minnar og glugga í bók. Og mamma bíður niðri.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Skemmtu ter fallega a Islandi

Anna Vala

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 07:59

8 Smámynd: Solla Guðjóns

 

LANGAÐI BARA AÐ SEGJA HÆJJJJJJJJJ

Er ekki búin að lesa en geri það þegar ég hef meiri aðgang að tölvu

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 11:10

9 Smámynd: www.zordis.com

Yndislega íslandsferð hjá þér, ég er reyndar líka að huga að snjóboltum og frussandi Atlantshafinu!  Njóttu íslands eins og ég ætla að gera! 

Ég ætla að hitta Solluna hans Árna úr Vík og fólkið sem býr í bænum þeirra.

Knús inn í helgina!

www.zordis.com, 14.3.2008 kl. 14:30

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Og gamla landið bíður eftir þér....

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.3.2008 kl. 17:20

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég flutti til Svíþjóðar 1989 og hef saknað Íslands lengi. Var á leiðinni að flytja heim fyrir nokkrum árum síðan en af ástæðum sem er of langdregið til þess að tala um hér flutti ég ekki heim.

Bloggið er bestu tengsl sem ég hef fengið við Ísland frá því ég flutti... og það er alltaf gaman að koma í heimsókn heim.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 21:00

12 Smámynd: Heidi Strand

Velkominn heim. Það vekur mig til umhugsunar að lesa færslurnar þínar. Þakka þér fyrir.

Heidi Strand, 14.3.2008 kl. 21:31

13 Smámynd: Elín Björk

Ég vona þú njótir dvalarinnar hér á ættjörðinni. Og falleg færslan þín um barndóminn í Vík
Góða helgi og velkomin heim

Elín Björk, 14.3.2008 kl. 22:52

14 Smámynd: Brynja skordal

Góða ferð heim á klakan okkar góða og hafðu það gott

Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 09:41

15 identicon

Sæl Steina mín.

Römm er sú taug sem í huga mínum dvelur,og vekur upp allt sem blundar.

Vertu velkomin til landsins eina--------- STEINA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 01:25

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða ferð og njóttu vel.

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 12:33

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Velkomin heim Steina mín.

Svava frá Strandbergi , 17.3.2008 kl. 00:06

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 14:07

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þessar hugleiðingar skil ég vel..þar sem og átti heima fyrir utan landsteinana sl 7 ár og þurfti mikið að hugsa um hvort eða hvenær það væri kominn tími á heimferð.

Gott að fá þig heim...sannanlega verður þá meira ljós á landinu okkar góða því þú kemur með það með þér Steina mín. Verði ljós og Bless

Mátt alveg meila á mig ef þú hefur lausa stund einhverntímann. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband