Hugur Fílls og ég, nútíð, fortíð, framtíð.

elephantgirlcl0-1Laugardagur og ósköp ljúft hérna heima. Vindurinn hamast á gluggunum. Reyndar eina skiptið sem ég upplifi smá pínku lítinn vetur í ár..
Það er þó ekkert vetrarlegt. Rósirnar eru komnar með knúppa, runnarnir eru með fyrstu fögru grænu blöðin, en ég læt eins og það sé smá vetur því það er svo huggulegt.

Við erum einar heima mæðgurnar með öllum blessuðum dýrunum.
Gunni fór að hjálpa Sigyn stóru dóttur okkar og Albert manninum hennar að þrífa veitingastaðinn sem þau voru að kaupa. Þetta er fiskiveitingarstaður við ströndina á Norður Sjálandi. Mjög flott og á frábærum stað, alveg við hafið dásamlega.  Ég fór ekki með því ég er, eða eiginlega á að vera að skrifa grein um Ísbirni og hvernig þeim vegnar á jörðinni í dag og sennilega á morgun líka ! Sólin, Lappi og ég fórum þó í göngutúr í rokinu. Fórum heim til Sigyn og Albert að gefa Rósu og Birni (kanína og hamstur) að borða og drekka. Ég hef  þó eiginlega bara  verið að lesa með teð mitt og notalegheit.Gerði líka smá pönnsur, það passar svo vel við svona daga.

Hef setið og lesið og lesið í dag, hef hreinlega varla getað sleppt þessari bók sem vakti í mér óhugnuð, samkennd, sársauka, sorg, gleði og allt þar á milli.
Bókin heitir Under en strålende sol eftir Khaled Hosseini !9788777148378
Þetta er sami rithöfundur og skrifaði Drageløberne ( ég held að hún heit  Drekahlauparinn á íslensku)
Ég hef lesið Drekahlauparinn líka og snerti hún mig svo djúpt.
Þessi bók sem ég kláraði fyrir augnabliki er ekki síðri, ég mæli með henni.

Á morgun fer ég til Malmö að hitta hugleiðslugrúppuna mína sem er þó svo margt annað líka. Við erum að fara að skrifa grein um þessi átök á milli Íslamista og Danmörku. Það verður spennandi því við erum með mjög ólíkar skoðanir. Það verður spennandi að sjá hvort við getum fundið essensinn af því sem við meinum og skrifað góða grein um það.

Í gærkvöldi horfðum við á X faktor, eins og alltaf. Ég algjörlega heilluð af einni sem heitir Heidi ! Ég verð eiginlega algjörlega lömuð af að hlusta á hana, hún snertir allt í mér í hvert sinn. Hún fær mig til að gráta, ég fæ hreinlega gæsahúð um allt þegar hún syngur. Að mínu mati er þarna sannur, sannur djúpur listamaður sem á eftir að setja spor sín í tónistaheiminn, þar sem tónlistaheimurinn er með til að lyfta þeim sem hlusta aðeins hærra í meðvitundinni. Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta á Heidi hérna fyrir neðan.

Í næstu viku byrjar vinnan og þá verður lítill tími til að blogga, en þið sem komið oft ættuð að vera farinn að þekkja þetta munstur, oft, sjaldan, aldrei!!

Blessun til ykkar allra frá gamla Konungaveldinu, Lejreweek01-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Notalegir svona dagar....

Hún heitir flugdrekahlauparinn á íslensku. Ég er búin að lesa hana og hún er aldeilis frábær. Á eftir að lesa þessa. Minnir að hún heitir þúsund bjartar sólir.... á ástkæra ylhýra

Rosalega flott söngkona. Minnir mig svolítið á..... nú man ég ekki hvað hún heitir, ég man aldrei nöfn..... en hún minnir mig á hana færeysku okkar......

Eigðu góða helgi

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Dísa Dóra

Ertu ekki að meina Eyvör Hrönnsla?

Verð að fara að lesa þessar bækur.  Búin að heyra svo margt gott um þær og nú hef ég orðið tíma í annað en skólabækur - set þær á listann yfir það sem ég ætla að lesa og listinn ætti nú að styttast í stað þess að lengjast eins og undanfarin ár

Dísa Dóra, 1.3.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

jú hún heitir Eyvör. hef farið á tónleika með henni og hún er mjög góð !

blessi ykkur

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Rósirnar eru komnar með knúppa, runnarnir eru með fyrstu fögru grænu blöðin, "

- ein smá öfundsjúk núna, þjáist nefnilega af rosalegri gróðuráráttu - 

- takk fyrir allt hjartans elsku Steina, er að fara að hlusta á Crimson.....

vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 1.3.2008 kl. 19:26

5 Smámynd: Brynja skordal

Hafið það gott inni í rokinu mæðgurnar þessi söngdýfa er rosa flott og efnileg góða helgi

Brynja skordal, 1.3.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með Sigyn og Albert!  Þau ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur .....

Gangi þér vel í Ísbjarnarskrifum og megið þið mæðgur eiga kósý kvöld!

www.zordis.com, 1.3.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel Steinunn og takk fyrir ævinlega yndislegt viðmót.

Söngkonan er frábær, hún grípur sannarlega beint í hjartastað

...tek undir það með Hrönn, hún hefur svipuð áhrif á mann eins og Eyvör gerir þó söngurinn sé allt annar stíll.

Marta B Helgadóttir, 1.3.2008 kl. 21:35

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er fasta gestur hjá þér... kvitt fyrir lesturinn

Ha en trevlig resa till Sverige.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 22:39

9 identicon

Sæl Steinunn.

já,vorið er að koma,allt lifnar við og litirnir verða bjartari,og skerið þitt sem ég er á er hreinsa alla menguninna  (bréfadrasl og svoleiðis ) á haf út,með aðfengnum AMERÍSKUM lægðum mis öflugum. En þetta auðveldar hreinsun á landinu til muna.

Þegar þú gengur inn í vorið og fangar svo sumarið.  Málaðu þá vitundina fyrir vestan rétt norðan við Hól (Bolngarvík).

Sæl að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 04:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

M notalegt að vera heima og hlusta á veðrið fyrir utan.  Og stúlkan er aldeilis frábær, og ber af sér góðan þokka.  Gangi þér vel með skrif þín um ísbirnina Steinunn mín og hugleiðsluhópinn þinn.  Knús á þig á sunnudegi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 12:38

11 identicon

takk fyrir þetta, ég held líka með Heidi, hún er algjör engill.

knús í rokinu 

jóna björg (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:27

12 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Alltaf jafn gott að koma við hjá þér í tebolla og spjalli Rosalega efnileg stelpa hún Heidi.

Klem fra Norge 

Sigrún Friðriksdóttir, 2.3.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Heidi Strand

Ég get ekki verið öfundsjúk þar sem ég er nýkomin heim frá dönskum vetri.
Gott að þú njótir lífsins í þeirri ljúfu sveit sem þú býrð í.
Gaman var að hlusta á sönginn með þessari sérstöku söngkonu og ekki skemmir nafnið.

Heidi Strand, 2.3.2008 kl. 21:44

14 identicon

Flugdrekahlauparinn er áhrifarík bók, búin að lesa hana og sjá myndina.

Yndisleg myndin af fílnum og stúlkunni

Mánudagsmorgunkveðja til þín ..

Maddý (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 07:50

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Veit ekkert um þessar bækur en kíki kannski eftir þeim...

söngkonan nær alveg inn að hjartarótum með seiðandi og mikilli rödd.

Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband