Hafið hefur billjónir af dropum!
27.2.2008 | 11:11
Um daginn sat ég í sófanum með Sól dóttur minni, það var föstudagseftirmiðdagur ! Hún sat og talaði, og talaði. Þið þekkið það þegar börnin tala og tala þá er hugur manns hálfur með, eða sennilega á tveim stöðum í einu sem ekki gagnar neinum. Svo fer ég allt í einu að hlusta á hana, ég geri mér grein fyrir að hún er að segja það sem ég alltaf er að rembast við að læra, að lifa í sér og það er bara hún ! Hún þarf ekkert að rembast, hún er bara svona.
Hún segir:
Mamma ég er svo hamingjusöm með lífið mitt, ég á góða vini, sem elska mig og vilja leika við mig !
Ég á heima í litlum bæ, með fullt af trjám og gróðri !
Ég er í besta skólanum í Danmörku!
Ég var á frábæru barnaheimili þegar ég var lítil, bóndabæ og þar voru fullt af dýrum, og skemmtilegu fólki sem var að vinna þar, Marianna (ein sem vinur þarna) varð meira að segja amma mín í Danmörku.
Ég á heima í þessu húsi, og á kisur, hund, og páfagauka......
Það er aldrei neinn sem segir nei, til að leika við mig !
Það sem er svo frábært er að hún kemur ekki með neitt neikvætt. Hún fókuserar á allt það sem er gott í lífinu, og það er það sem er. Af þessu gæti ég lært mikið.
Ég hef nefnilega ekki verið svo mikið á þeirri hlið undanfarið, hef verið með hugann við hitt og þetta sem ekki gagnar mér og ekki öðrum. Hef haft fókus á það sem er verra en það besta. Ég hef ekki skilið frá það mikilvæga frá því minna mikilvæga.
Hef verið mikið í því sem er að gerast í Danmörku og fjarlægum löndum, því neikvæða, ég hef gefið þeim umræðum meiri athygli og orku en er gott fyrir þessar umræður. Ég hlusta á útvarpið frá morgni til kvölds næstum því. Þar velja svo fréttamenn hvað það er sem fyllir hugsanir mínar. Íslam, Kurt Vestragaard. Það eru heitar umræður í öllu þjóðfélaginu hvar sem ég kem eru umræður um þessi mál. Og það sem ég sé, er að með allri þessari orku gef ég og aðrir líf í þessar umræður, meira en gott er fyrir þessi reiðu öfl. Hver hefur sinn sannleika og sína trú, það ber að virða. Já það er mikilvægt að halda í það frjálsræði sem við höfum, og það að allir hafa rétt á að segja það sem þeim finnst, en það ber að virða aðra og að nota þessi forréttindi sem við höfum til að finna nýjar leiðir sem hjálpa múslímskum bræðrum okkar og systrum að þróa sig frá einræði til lýðræðis. Það sem er gert núna er ekki gott dæmi um það...
Meira ætla ég ekki að tjá mig um þau mál.
Ég ætla að fókusera aftur á það sem er mikilvægt. Það er að vera í núinu, í mér.
Ég vaknaði í morgun með þá vissu! Ég hugleiddi sem ég geri alltaf á morgnana. Fékk mér teð mitt ! Fór í göngutúr með Lappa minn langt út í óbyggðir. Þegar ég drakk teð mitt sá ég út um gluggann að það var rok og skýjað. Mig langaði að hætta við að fara í þessa löngu göngu. En ákvað að láta það ekki eftir mér. Ég opnaði útihurðina, og á því augnabliki ákvað sólin að heiðra mig með nærveru sinni, og hún hitaði mér á kinnarnar alla leiðina. Það var yndislegt að heilsa öllum íslensku hestunum sem ilma af Íslandinu mínu gamla. Það var yndislegt að upplifa kærleika jarðarinnar til mín í leðjunni á stígnum á milli trjánna og í vindinum, þegar ég lyfti fætinum togaði Móðir Jörð mig aftur til sín, þetta lékum við okkur að alla leiðina mér og henni til mikillar ánægju ! Fuglarnir sungu fyrir mig og Lappa, og ég var viss um að það var fyrir mig og hann, því að þarna voru bara ég og Lappi. Á einum staðnum mættum við Albert, hann og Lappi þefuðu aðeins hver af öðrum, eigandinn sem ég veit ekkert hvað heitri, sagði. Hvar er kisan ykkar ? Vissi þá að þessi yngri kynslóð hefur líka tekið eftir því að við förum alltaf í göngutúr með hundinn okkar og líka kisurnar Múmín og Ingeborg. Svona er nú lífið í litlum bæ, frá einni kynslóð til annarrar.
Á leiðinni hringdu þau frá vinnunni minni, og í staðin fyrir að verða pirruð, þá hugsaði ég um þetta þvílíka tækniundur að geta verið í vinnunni þó svo að ég væri langt úti í móa, með Lappa, þá gat ég verið í vinnunni líka. Þó svo að það væri aftur hringt í mig frá vinnunni og ég þyrftir að taka fljóta ákvörðun á hinu og þessu þá var ég glöð yfir að ég þyrftir ekki sjálf að gera þá hluti sem gera þurfti, heldur gæti verið akkúrat hérna úti í móa sagt hvað ætti að gera. Svona á það að vera hugsaði ég og varð glöð.
Ég einbeitti mér að því mikilvæga, og það var að vera og njóta þess.
Núna sit ég hérna inni í eldhúsinu mínu með rauðrar kinnar og te. Ég er með bækur í kringum mig sem ég ætla að fletta og leita að hinum ýmsu gögnum fyrir þá grein sem ég fer í gang með í dag. Lífið er gott í dag.
Það sem ég hugsaði meðal annars á leiðinni var að maður á að njóta heildarinnar, það er alltaf eitthvað sem er ekki eins og það væri best fyrir mann sjálfan, en það er það að njóta augnabliksins eins og þetta væri síðasta augnablikið.
Þegar við horfum á hafið, þá njótum þess, við vitum að hafið eru billjónir og aftur billjónir af dropum, en við þurfum ekki að telja þá.....
Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Takk Steina, dette var flott sagt og godt skrevet. Det er viktig å kunne fokusere pð det positive og det er fra denne synsvinkel vi fungerer best på alle måter.
Det er sikkert mere godt enn vondt i verden.
Jeg tror også at barna er flinkere til å se det gode.
Når jeg tenker tilbake på barndommen min, så er det de gode stundene som kommer opp i tankene og for ikke å snakke om været. Da var det alltid sol og blå himmel.
Når man tenker på barnetegninger, så er det som regel glade farger,smilende mennesker og blå himmel.
Heidi Strand, 27.2.2008 kl. 11:39
Að fókusera á það sem skiptir máli, það sem er jákvætt og það sem kemur til góða, Steinunn mín, þetta er nefnilega alveg hárrétt. Og óafvitandi leiða blessuð börnin okkur á rétta leið aftur, höfum við villst út af stígnum þrönga og mjóa, sem er samtsvo öruggur og fullur að ást og kærleika, ef við bara opnum okkur fyrir honum. Knús á þig elskulega kona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 12:13
Manni líður alltaf svo vel eftir að vera búinn að lesa skrif þín steina knús til ykkar og hafið góðan dag
Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 12:31
Góður pistill kæra frænka. Auðvitað á maður að einbeita sér frekar það því góða en að eyða orkunni í hið slæma.
Genguð þið Lappi langt í óbyggðir??? Ertu ekki í Danmörku??
Stríðnisknús frá frænku sem hlakkar svo mikið til að sjá þig!
Ylfa Mist Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 14:16
Sólin elskar þig.
Guðni Már Henningsson, 27.2.2008 kl. 14:56
Góður pistill og sannur - takk fyrir hann
Eitt sinn var sagt við mig að í hvert skipti sem maður hugsaði neikvæða hugsun ætti maður að hugsa um 10 jákvæða hluti á móti og þannig þjálfa sig í að hugsa jákvætt alltaf. Gott ráð það og virkar ótrúlega vel líka.
Eigðu góðan dag
Dísa Dóra, 27.2.2008 kl. 16:14
Ójá - að sjá gleðina í því smáa
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 17:34
Ég fann líka góðar tilfinningar í dag, leið vel í sjálfinu, leið vel í líkamanum og með umhverfinu. Vera sannur í sjálfum sér og virða sannleikann, þann eina sem er þinn og hinn eina sem er hinna!
Ást og hamingja fyrir alla!
www.zordis.com, 27.2.2008 kl. 18:29
Er ég les þennan pistil finn ég hvað ég sakna danmerkur, ég bjó þar aðeins í tvö ár.
Góður pistill sem rifjar upp góðar minningar
Marsibil G Kristjánsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:11
Gott að lesa um gönguferðina þína, ég skrapp með þér í huganum og hlustaði á fuglana með þér en á meðan ég gerði það þá var ég ekki í núinu mínu að hlusta á músíkina mína, ég var að hlusta á fuglana með þér og Lappa. Já stundum er líka gott að hrífast með og láta hugann reika ... .. ég fór líka í gönguferð í dag og er ennþá endurnærð lengst inn í hjarta ...
Maddý (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:37
Steina og Sól, þið eruð frábærar. Mikið held ég að hún Sól sé þroskað barn. Ég fylgi þér gersamlega í skrifum þínum um hið jákvæða og sýn þína á menn og málefni. Myndirnar þínar eru fullar af þessu sama: jákvæðni, stemmningu, því góða, því sem hefur gildi .... því sem er núna. Takk, elsku Steina, kysstu Sól.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:48
Við frænkurnar köllum þetta Pollýönnu-viðhorfið, en kannski ristir þessi lífssýn dóttur þinnar enn dýpra en amerísk barnabók getur skýrt. Held það sé kannski engin tilviljun, en gott er það alla vega.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 00:27
Takk fyrir skrifin kæra Steina. Textinn þinn er í senn einlægur og uppörvandi. Þú ert svo sannarlega lánsöm manneskja. Bestu kveðjur, þín Marló
Margrét Lóa Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:11
Sólin er greinilega jafn yndisleg og þú.
Takk fyrir góðan og hvetjandi pistil.
Þú ert yndi
Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 10:31
Góð og þörf áminning fyrir mig. Frábært að lesa skrifin þín.
Knús Sigrún
Sigrún Friðriksdóttir, 28.2.2008 kl. 23:51
Takk fyrir góða hugleiðingu. Hef ekki verið mikið í bloggheimum undanfarið, gott að koma við hjá þér
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 29.2.2008 kl. 19:43
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.