betra seint en aldrei, opnun í dag á Akureyri !!
1.12.2007 | 08:38
Steinunn Helga Sigurðardóttir opnar sýninguna "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14. Það verður gaman að sjá verkin hennar Steinu á þessu ljómandi kaffihúsi. Nú stendur yfir frábær sýning Birgis Sigurðssonar en henni lýkur á föstudag. Hér er tilkynning um sýningu Steinu:
Steinunn Helga Sigurðardóttir
að snertast í augnablikinu
01.12.07 - 04.01.08
Velkomin á opnun laugardaginn 1. desember 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14 opnar Steinunn Helga Sigurðardóttir sýninguna "að snertast í augnablikinu", á Café Karólínu á Akureyri.
Steinunn Helga Sigurðardóttir útsrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.
Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.
Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"
Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. janúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. desember, klukkan 14.
Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:45 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alldeilis öflug! Til hamingju með sýninguna þína, virkilega flott kaffihús og greinilega mikill kærleikur á ferð!
Ég ætla að fara með krakkana og finna jólaandann .... skrautið er í hjartanu en stundum þarf að finna hann og það með mismunandi leiðum. Sólin þín er yndislega sjálfstæð
Njótið dagsins ykkar .....
www.zordis.com, 1.12.2007 kl. 09:35
SigrúnSveitó, 1.12.2007 kl. 10:34
Til hamingju með sýninguna.
Verst að vera hinu megin á landinu núna því annars myndi ég sko mæta.
Ragga (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:05
Steina, Steina,, well done!
The New Energy = passion=love, joy og takmarkalaust FRELSI. Nú er allt að opnast virkilega Steina mín, vonandi fylgjumst við að!
with all my ~ ~ vilborg
Vilborg Eggertsdóttir, 2.12.2007 kl. 07:27
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 12:22
Innilega til hamingju með sýninguna Steinunn mín. Því miður missi ég af henni. En ef til vill næst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 14:30
Til hamingju með sýninguna. Vildi að ég væri fyrir norðan núna svo ég gæti skoðað.
Kærleikskveðja
Dísa Dóra, 2.12.2007 kl. 19:30
Til hamingju með sýninguna þína. Ég ætla að kíkja, ekki spurning. Bara verst að ég skyldi missa af opnuninni þinni. Svona er að fara ekki bloggrúnntinn reglulega :)
Hólmgeir Karlsson, 2.12.2007 kl. 23:12
Hjartanlegar hamingjusóskir með sýninguna. Vildi að ég gæti komið, en kemst ekki því miður.
Svava frá Strandbergi , 3.12.2007 kl. 01:45
Til hamingju með þetta
Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 12:12
Kær kveðja og innilega til hamingju.
Þegar við Haukur bjuggum fyrir Norðan fórum við einmitt oft á Kaffi Karólínu. Var við hliðina á myndlistarskólanum sem Haukur var í og hann því vanur að sitja þarna. Var alltaf svo gaman að virða fyrir sér listaverk annarra.
Nú væri gaman að vera komin norður.... Guðs ljós til þín!
Bryndís Böðvarsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.