Þegar Ljósið loksins skín á lífið, þá gerast kraftaverk

IMG_1256

Ég hef áður skrifað blogg um skólann MINN, eins og ég hugsa hann af öllu mínu hjarta. Ég veit að þetta er ekki bara minn skóli, en ég hugsa hann svona.

Skólinn er fyrir fólk sem þarf  að taka meira tillit til en hjá sumum.

Það gerast stundum undur og stórmerki í lífinu, sem sumir taka ekki eftir, og sumum finnst ekki undur og stórmerki.

Í skólanum mínum gerast oft undur og stórmerki, það finnst ekki bara mér, en líka hinum sem eru áhorfendur.

Ég vil í þessu segja frá einu undrinu sem er að gerast fyrir augunum á mér á hverjum degi, stundum tek ég ekkert sérstaklega eftir því, en í dag tók ég eftir því, og aðra daga líka. Í dag fékk ég löngun að segja ykkur söguna um K .
K er á fjórða ári í skólanum, hann á að halda lokasýningu í júní, og vinnur að því hörðum höndum.

Áður er K byrjaði í skólanum kom hópur fólks frá skólanum sem hann var í . Þessi hópur var i raun desperat að leita eftir plássi fyrir hann. Við fengum að vita fullt um hann, og margt ekki gott. Hann var myrkur, var mín upplifun. Við fengum að vita hversu erfiður hann væri. Við ákváðum að sjá hvernig gengi.

IMG_1254

K byrjaði í skólanum, og hann var myrkur. Oft með fúlan svip, og leiðinleg komment til annarra nemanda. Hann átti það til að hvæsa að þeim. Þetta var ekki auðvelt. Einu sinni fóru samskipti milli hans og annars mjög illa, en því var bjargað fyrir horn, og við leigðum stærra húsnæði, þannig að hann fengi sér herbergi og að hann gæti verið fyrir sig, og hljóðin frá hinum trufluðu hann ekki, og að hinir gætu slappað af fyrir leiðinlegum kommentum frá honum. Þetta gekk allt saman á rólegu nótunum í nokkurn tíma en þó þurftum ég og kennararnir að breyta hinu og þessu í því hvernig við vorum gagnvart honum. Við þurftum að vera með allt á hreinu gagnvart honum, og aldrei að sýna óöryggi í því efni sem við komum inn á. Það þýddi ekkert að finnast eitt í dag og annað á morgun. Hann varð að læra að það var hægt að stóla á okkur og að það sem við sögðum stóðst. Þetta er ekki alltaf auðvelt.


Þegar K byrjaði í skólanum, og fyrstu tvö árin vildi hann aldrei koma með ef við fórum eitthvað.

Á föstudögum höfum við alltaf það sem kallast ”rundt om bordet” eða þar að segja við söfnumst öll saman og ræðum um hvernig okkur finnist vikan hafa gengið, og við tökum umræður um verkin sem þau eru að vinna að. Þetta var alveg pína fyrir K. Hann dansaði fram og til baka á stólnum og stundi út í það óendanlega.

Hann borðaði líka alltaf einn, og hann vildi ekki vera með í að borga í kaffikassann. Þetta var ekki alltaf auðvelt, fyrir okkur, eða hann.

IMG_1251

 

 

 

Þetta var líka mjög erfitt fyrir fjölskylduna hans . Þegar K byrjaði í skólanum hafði hann mikinn áhuga á að teikna, ”MANGA” stíl. Hann var ekkert sérlega duglegur að teikna, en hann hafði viljann.
Svona gekk þetta semsagt í langan tíma. Hann vann að fullum krafti við að verða betri í teikningunni,

Við keyptum MAC tölvu fyrir skólann með photoshop svo hann gæti unnið á sem besta máta.(núna höfum við fjórar) Við vorum svo heppinn að fá kennara sem er grafískur hönnuður og kunni allt á tölvur og gat farið inn í þessi verkefni. Á þann hátt ósk sjálfstraustið hjá K hægt og rólega. Við mættumst í verkunum hans og gátum rætt saman um ákveðið efni sem hafði allan hans áhuga.

Einn nemandinn átti afmæli, daginn áður en við áttum að fara í afmælið hringdi mamma K og sagði að hann ætlaði að fara með, ”því annars yrði hún svo leið” þar átti hann við nemandann sem átti afmæli. Við vorum mállausar ég og mamman. Þetta var eitt stig svo komu fl. og fl. hlutir sem gátu hreinlega fengið mann til að tárast. Hann fór að fara í túra með okkur. Það gekk ekki alltaf vel í byrjun, eða þar til við fundum út úr að við yrðum að vera rosalega skipulögð með hvert smáariði.

Hann fór að finna upp á að standa við hliðina á manni og halda hendinni um axlirnar á manni, VÁ !!!

Hann hafði á orði ef það voru ekki margir nemendur, hann saknaði þeirra.

Hann fór að borga í kaffikassann.

Hann fór að borða með okkur. 

Um síðustu jól þegar við höfðum rundt om bordet hélt hann smá ræðu, þakkaði fyrir gott ár, og góða samveru.

Í vor hringdi mamma hans í mig og sagði að K vildi bjóða okkur öllum heim. Lét hún fylgja að hún væri orðlaus, því þetta hefði hún aldrei upplifað, hann á einn vin, sem kemur ca einu sinni í mánuði og þeir leika sér saman í tölvunni. Hann átti annan sem dó tveimur árum áður.
Á þessum tíma voru byrjaðir tveir strákar í skólanum sem K var mikið með, Það var mikil tilhlökkun hjá okkur öllum. Við fengum vægast sagt frábærar móttökur, hjá allri fjölskyldunni. Pabbinn tók frí í vinnunni til að koma við og heilsa upp á okkur.K og tveir vinir hans fóru inn á herbergi og léku sér við tölvuna meira og minna allan tímann, stelpurnar fóru inn og höfðu gaman að. Foreldrarnir sýndu okkur landareignina og gáfu okkur fullt af plöntum til að planta í garðana okkar. Þetta var frábær dagur fyrir okkur og K. Mamma hans sýndi okkur mynd af honum frá því hann var 5 ára, brosandi og glaður, fallegur strákur. Svo sagði hún okkur frá sorglegri skólagöngu sem braut niður þennan litla dreng. Hann hætti að brosa, varð myrkur. Honum var strítt. Hann var öðruvísi. Hann kunni ekki að skrifa. Hann var útundan, hann átti erfitt með að tengjast, hann skildi ekki af hverju allir voru á móti honum. Þarna byrjar barátta hans og foreldranna. Þarna byrjar ferli um að allir eru á móti manni, og kerfið og allir vilja manni bara það versta.
Ég vil taka það fram að hann er ekki þroskaheftur, en hann hefur núna fengið greiningu sem með asberger sindrom.

Núna er hann á síðasta ári, en hann hugsar sig í skólanum endalaust. Hann vinnur hörðum höndum að lokasýningu, en hann sér sig í skólanum næsta ár, og þar næsta ár. Hann er glaður hlær, á vini, hlýr við alla nemendur og kennara.

Hann lokast um leið og það kemur einn út frá, en hann þarf tíma til að venjast nýju og treysta nýju.
Núna sit ég hérna og hef áhyggjur yfir hvort hann fái leyfi til að halda áfram næsta ár.Við viljum alveg hafa hann i fl ár, en við ráðum því ekki.

Er ekki öllum leyfilegt  að lifa í hamingju. Hann er hamingjusamur núna, hann hreinlega dansar af gleði, voru orð mömmu hans þegar ég talaði við hana í gær. En gleði hans er í höndum annarra, aðrir geta ákveðið hvort þessi hamingja fær leifi til að vaxa, eða ekki.

Þið getið séð myndir af verkunum hans hérna og vinnuaðstöðunni. Hann hefur sjálfur teiknað allar myndirnar, hannað persónurnar og allt það sem er á myndunum. allt birt með hans leyfi.

Þessi ferill er fyrir mér kraftaverk.
Það gerast svona dásamlegir hlutir á mörgum stöðum, en við tökum ekki alltaf eftir því.
Að mæta honum á stað sem báðir aðilar voru sterkir var rétt og færði okkur á þann veg sem við gátum mæst á sem manneskjur á fleiri fletum.

Hann gefur knús þegar við hittumst eftir frí.

Hvað er lífið þegar það er harmony, er það ekki þegar öll hlutverk eru tekin ? Hver mannvera hefur ákveðið verkefni á jörðinni, ekki hafa allir sama hlutverk, heldur höfum við hvert okkar hlutverk. Þannig sé ég mikilvægi þess að við öll séum hérna, K kennir mér jafn mikið og ég honum, það er mikilvægt að við skiljum mikilvægi hvers annars, sama hversu ólík við erum.

Er Lífið ekki dásamlegt.

IMG_1252


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Lífið er svo sannarlega dásamlegt og svona færsla fær andann til að taka þátt.  Bara ef tilgangurinn gæti varpað svona fegurð áfram þar sem hennar er beðið með von og þrá!  Til hamingju með hversdagsleg spor sem marka kraftaverk í hjarta okkar sem lifum og sjáum.

 Englaknús ...

www.zordis.com, 7.11.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir þessa frásögn og að þið skuluð ekki gefast upp á fólki eins og K. Nógu margir hafa áreiðanlega gert það. Ef þetta er ekki LJÓS þá veit ég ekki hvar það er. Ljúft og gott ljós.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.11.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært að lesa þetta Steina mín.  Þið eruð alveg frábær.  Vonandi fær hann að vera lengur með ykkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og myndirnar eru mjög góðar, svo glaðlegar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Linda

Guð blessi þig og varðveiti og blessi þitt starf.

Linda

Linda, 8.11.2007 kl. 00:43

6 Smámynd: Inga Steina Joh

Mikið er nú gott að hann hafi fundið sig hjá ykkur og fundið tryggleika. Yndislegt að heyra um svona kraftaverk, því þetta er það. Og myndirnar hans er mjög vel gerðar finnst mér. Alls ekki myrkar, en bjartsýnar. Bestu kveðjur til ykkar allra og gangi ykkur vel.

Inga Steina Joh, 8.11.2007 kl. 05:57

7 identicon

Falleg færsla.

Miðað við það að K hafi ekki verið neitt sérlega góður að teikna þá hefur hann greinilega æft sig og náð árangri. Flottar myndir hjá honum. 

Ragga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 07:09

8 identicon

Vá hvað þetta er falleg frásögn, ég vona innilega að hann fái að halda afram. Flottar teikningar eftir hann, vildi að ég gæti teiknað svona.

Kærleiks kveðja til þín og K 

jóna björg (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:31

9 Smámynd: halkatla

þú ert svo æðisleg steina

og lífið er dásamlegt, það er gott að minna sig á það reglulega (og það er heldur ekki allt sem sýnist...)

halkatla, 8.11.2007 kl. 10:53

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg frásögn! Sé líka litina í myndunum hjá K breytast.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2007 kl. 23:50

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Falleg færsla og lærdómsrík. Vonandi fær hann að vera áfram í skólanum. Ég kenndi fötluðum nemendum í fjögur ár og það var dásamlegt að sjá breytinguna sem átti sér sem betur fer stað hjá flestum.

Svava frá Strandbergi , 12.11.2007 kl. 05:52

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kæra Steina, takk fyrir þessa frábæru frásögn, þar sem myrkur breytist í ljós. Vonandi fær ljósið hans að skína áfram. Hann hefur greinilega þjáðst mikið vegna greiningarleysis. Mikið óska ég að hann fái að halda áfram á þessari braut.

Ég get ekki varist því að hugsa hvað skólinn þinn hlýtur að vera frábær, mig vantar svo svona möguleika fyrir fóstur Rósina mína. Skólinn hennar og skólaráðgjafi vilja senda hana á heimavist þar sem hún á að læra að þvo af sér, þar sem engin tungumál eru kennd né stærðfræðin sem henni finnst svo erfið, en elskar að berjast við, á skóla þar sem listrænir hæfileikar hennar fá ekki notið sín. Ég hef áhyggjur. Loksins er ég samt búin að ná því, að hún er komin í listaskóla hér í bænum og það var stórt skerf.  Slæmt hvað vantar mikið í skólakerfinu að styrkja sterku hliðarnar.

Ég á mér draum um að heimsækja skólann þinn og sjá þetta frábæra starf sem þar er unnið.

Takk aftur fyrir enn eina frábæra færsla.

Kær kveðja,

Guðrún Þorleifs. 

Guðrún Þorleifs, 12.11.2007 kl. 20:24

13 Smámynd: Margrét M

bara yndislegt

Margrét M, 13.11.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband