verð minna að blogga þar til í nóvember, ýmsar ástæður fyrir því

 Foto 66

Föstudagsmorgun, allir farnir þangað sem þeim er ætlað. Ég sit hérna ein heima með hunda og ketti. Það er svo notalegt með þessa fríviku mína. En á mánudaginn byrjar vinnu vikan. Þarf þó að hringja hitt og þetta í dag vegna vinnunnar, en það geri ég héðan að heiman.

Lagaði mér kaffi, með góðu kaffivélinni, hlusta á útvarpið, viðtöl við ráðherra, sem ættu að skammast sín. Ríkisstjórnin ætlar a spara mjög mikla peninga á þeim sem minnst mega sín, og þeim sem vinna með börn og veika. Peningar verða sparaðir á barnaheimilum og skólum, sem er alveg hræðilegt, það er ekki meira að spara þar.
Foto 44
Ég fer aldrei í mótmælaaðgerðir, gerði það í gamla daga á Íslandi, fyrir hvali, á móti hernum og þess háttar. En á þriðjudaginn fór ég og tók þátt í mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn með Sigga syni mínum og Bettina vinkonu minni. Við mótmæltum þessum niðurskurði. Það var alveg rosalega mikið af fólki, enda fólk desperat. Frá því ég kom til Danmerkur hafa gerst miklir hlutir. Fólk hefur mikla peninga, það keyrir um á nýjum og stórum bílum. Þetta er allt í lagi í sjálfu sér, ef ekki væri að peningarnir koma frá öðrum stöðum, til dæmis, gamla fólkinu, barnaheimilunum, skólunum, fötluðum. Þar er allt á niðurleið. U lands bistandinn minnkar og minnkar. Við verðum gráðug, og viljum meira og meira, en hugsum ekki um að einhver blæðir fyrir það.

Það er mikið að gera hjá mér, og ég verð minna á blogginu en ég var, allavega næsta mánuð. Ég kem inn af og til, en það verður sjaldnar í bili, eins og þið hafið sennilega orðið vör við. Ég er með einni af grúppunni minni að sækja um að vera meðlimir í stóri grúppu The World Serves Intergroup. Það eru ca 70 grúppur sem vinna að betri heimi, meðal annars hugleiðsugrúppan mín. Í tilefni að við erum að sækja um meðlimsskap erum við að gera nýja heimasíðu, nýtt nafn, þýða efni á ensku, sænsku, og sumt á íslensku. Þetta tekur mikinn tíma hjá mér. Ég hef síðustu tvo daga verið að gera enska hugleiðslu (er ekkert sérlega góð í ensku) en þetta gengur allt. Er núna að þýða hugleiðsluna yfir á íslensku. Grúppan heitir núna The One Earth Group. Það er mikilvægt fyrir okkur að verða tekinn inn, því þarna fáum við samband við grúppur frá öllum heiminum, og það gefur mikilvæga orku til þeirra verkefna sem við erum að gera. Aðal verkefni grúppunnar, er að vinna með dýr, plöntur og jörðina, sennilega á annan hátt en aðrir gera,eða með hugarorkunni. Þið getið lesið allt um það þegar heimasíðan kemur upp, þá set ég link inn.Foto 47
Einnig erum við að gera fullt við húsið, og eins og mörg af ykkur vita, tekur það tíma. Vinnan mín tekur líka mikinn tíma. Það á að gera kvikmynd um skólann og þá verður mikið um að vera
Er að skrifa greinar sem ég hef legið með í langan tíma, en næ ekki að einbeita mér að því, núna ætla ég að setja það í gang og klára.
Svo er hugleiðslugrúppan mín, við erum líka að fara í gang með ýmis spennandi skrif, sem þarf einbeitingu.
Einnig er ég ekki alveg á toppnum með heilsuna, er í læknaskoðunum, en það tekur mikið af huganum mínum, og vil ég einbeita mér svolítið að því. Eftir viku fara Sól, Gunni og ég til New York og verðum þar í viku, það verður alveg yndislegt, ætlum bara að vera , sjá sýningar, borða góðan mat, skoða hitt og þetta. Ég hef verið þar tvisvar áður, og finnst borgin alveg frábær, sveitakonan,talar. Þannig er nú það.
Er alltaf með pínu samviskubit yfir að sinna ykkur ekkert, eða skrifunum mínum hérna, en núna vitið þið að næsti mánuður verður holóttur, skrifa kannski eitthvað af og til, en mikið minna. En vonandi í byrjun nóvember verður tíminn betri.
Jæja best að fara í gang með íslensku hugleiðsluna, það er ekki auðvelt, því fullt af orðum sem eru í hugleiðslunni, þekki ég ekki á íslensku, en þetta gengur allt.
Kæru bloggvinir, megi AlheimsLjósið skína í gegnum ykkur á þá sem þið mætið eða snertið.

yGKMNvzryD-PUxMgQvVDIHvL2QgEAcUG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi þér vel með þessi verkefni.  Sendi þér góðar óskir.

Dísa Dóra, 5.10.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Steina, flott hjá þér að fara til Köben og mótmæla hægristjórninni þar. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.10.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kæra Steina, gangi þér vel með öll þín verkefni. Þau eru nú ekki af smærri endanum!!!

Finnst verkefnið þitt í kringum kynningu á skólanum þínum mjög spennandi og vona að það verði til að fleirri slíkir líti dagsins ljós. Þörfin á svona skólum er mikil.

Góða og gléðiríka helgi.

Bloggvinaknús frá Als 

Guðrún Þorleifs, 5.10.2007 kl. 09:36

4 Smámynd: halkatla

kærar kveðjur til þín Steina, það er leiðinlegt að heyra af þessu ástandi en flott að svona margir eru tilbúnir til þess að gera eitthvað í því

halkatla, 5.10.2007 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku vinur...þú ert alltaf best..mig langar til að heyra í þér áður en þú ferð til NYC. Ég er að fara á snæfellsnesið á morgun með Svövu og við gistum eina nótt, förum einnig á villibráðakvöld sem ég veit að þú öfundar mig af!!! Geymi handa þér gæsalifur... Og ég er ánægður með mótmælaaðgerðir þínar.. Guðs friður fylgi þér..

Guðni Már Henningsson, 5.10.2007 kl. 11:33

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Baráttukveðjur frá Svíaríki

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.10.2007 kl. 15:08

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er mikið að gera á stóru heimili, en endilega segðu frá hvaða sýningar þú sást í NY, það verður gaman að heyra hvað þú skoðaðir þar. En mér líst vel á þessar mótmælaaðgerðir hjá þér, ég tek undir með Hlyn - það verður að halda þessum hægri öflum í skefjum! Guð blessi þig kæra Steina!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2007 kl. 15:53

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er einhvernveginn svo mikið að gera og mikið um að vera hjá öllum núna...greinilegt að þú ert á kafi í alls konar góðum verkum Steina mín. Það gefur manni von og gleði að sjá að það eru svona margir að vinna að betri heimi. Ekki veitir af hugsa ég stundum. Ég hef samt fulla trú á að þetta takist allt saman...bara að halda áfram og gefast ekki upp fyrir öflum sem skynja ekki ljósið ennþá.

Njóttu þín í New York og blessun til þín og þinna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 17:19

9 identicon

Vertu nú ekki með samviskubit, það er ekki góð tilfinning. Ég mun sakna skrifa þinna en það er náttúrulega bara mín eigingirni. Njóttu þín bara og ég vona þú farir vel með þig (mér líður eins og ég sé að kveðja) Gangi þér vel í öllum verkefnunum.

megi ljós skína á þig góða kona 

jóna björg (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:37

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi þér vel.

Er þetta sjálftekin mynd? Flottur glugginn þinn, er virkilega allt svona grænt ennþá í Danmark?

Knús  

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 18:00

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk öll kæru bloggvinir, já hrönn þetta er tekið með nýju mac tölvunni minni í morgun, það er enn grænt, fullt af blómum í blóma, rósirnar mínar eru í blóma, grænt á trjánum. grasið hérna er grænt allt árið. dóttir mín sem er ný flutt hingað hafði á orði í gær þegar við vorum í göngutúr að það væri eins og að vera á íslandi í júli, 17 stiga hiti og mikið af blómum. knús til ykkar allra, og kæra jóna, eg kem aftur með fullt af orku... eftir ca 3 vikur,elsku guðni minn, ég er að vinna næstu viku, en er komin heim ca 3 á dönskum tíma. góða ferð á snæfellsnes.

Ljós á allt

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 18:12

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hafðu það gott elsku Steina og gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Mun líta við, við og við, til að athuga hvað er komið inn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:46

13 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gangi þér sem allra best !!!

Sigrún Friðriksdóttir, 5.10.2007 kl. 23:56

14 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Elsku Steina mín, þú hefur fyrst of fremst skyldum að gegna gagnvart sjálfri þér, - það er þín forgangsröðun, - þetta veistu ALLT!

Sendi þér himnannagnótt af blessunum, - til sérhverrar frumu og atóma þinna. 

Vilborg Eggertsdóttir, 6.10.2007 kl. 01:06

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús á þig ástin

Solla Guðjóns, 6.10.2007 kl. 11:51

16 Smámynd: www.zordis.com

NYC .... njóttu og elskaðu alla daga með fjölskyldunni.  Við bíðum þín á meðan þú nýtur lífs og gæða.

Já, mótmælagöngur eru nauðsyn og efla samkenndina.  Kassaknús til þín!

www.zordis.com, 6.10.2007 kl. 21:38

17 Smámynd: Viðar Zophoníasson

Megi allir minir gudir vera med ter.

Viðar Zophoníasson, 7.10.2007 kl. 07:50

18 identicon

sæl kæra frænka, takk fyrir að gefa þér tíma til að kíkja á "líf mitt" hér í Ameríkuhreppi :)

Bestu kveðjur til þín og gangi þér vel í öllum þessum verkefnum sem bíða þín næstu vikur !!

Sólborg Halla (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 17:56

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Steinunn mín, vonandi kemurðu vel út úr veikindunum.  Og ég sé að það er heilmikið að gerast hjá þér vinkona.  Hafðu það sem allra allra best, megi allir góðir vættri vaka með þér og vernda, og hjálpa þér með ljóstilífunina.   Stórt knús.  Og góða skemmtun í USU.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:18

20 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég bið fyrir heilsunni þinni. Góða ferð í eplið stóra.

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband