Í kvöld kl 9. 46 á dönskum tíma er fullt tungl. Þá mæli ég með að þið sem viljið heyra setjist niður lokið augunum og heyrið!

larger_poster1111 Var að koma heim úr vinnunni. Hef svo lítinn tíma í blogg þessa dagana. Mikið að gera í vinnu, verið að byggja, múra og allt hérna heimi. Ég vona kæru bloggvinir að þið fyrirgefið litlar heimsóknir á ykkar blogg undanfarið, ég bæti úr því þegar tíminn verður með mér.

Sit núna hérna í elsku eldhúsinu mínu , hlusta á músík, allt á hvolfi hérna í kringum mig. Gunni er að múra upp vegg og það þurfti að rífa skápa frá veggnum áður.

En allt er þetta í lagi.

Er eitthvað þreytt þessa dagana,það er líka allt í lagi.

Tek þessu eins og það er.

Annars gengu lífið svona eins og líf gera, með hinu og þessu merkilegu og minna merkilegu.

Sigyn og Lilja komu aðeins við , ósköp notalegt.

Að velja þá leið sem maður vill fara í lífinu er eitthvað sem er ófumflýjanlegt ! Að velja ekki er að velja að velja ekki !

Við skiljum flest kraftinn sem hjartað hefur !
Fylgjum þeirri leið sem hjartað velur.
Hjartað hvíslar að okkur, hvaða leið er best,.
Oft hlustum við lengi og mikið, en við heyrum ekki !
 Nú er tíminn til að hætta að hlusta, en fara að heyra


Í kvöld kl 9. 46 á dönskum tíma er fullt tungl. Þá mæli ég með að þið sem viljið heyra setjist niður lokið augunum og heyrið!

AlheimsLjós og friður til ykkar. Mætumst í hinum heiminum í kvöld, ég verð þar !!

week01-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

AlheimsLjós og friður til þín

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk elsku Steina fyrir að vera besti vinur minn!! Bið að heilsa tunglinu þínu og svo skemmtilega vill til að það verður einnig fullt hér. Ég horfi á það í kvöld og hugsa til þín..

Guðni Már Henningsson, 26.9.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Ólafur fannberg

fullt tungl þýðir það að ég þurfi að brýna tennurnar hehehe annars alheimsljós til þín

Ólafur fannberg, 26.9.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fékk fræin frá þér í gær elsku Steina mín, hlakka til að sá þeim.  Knús og kærleik til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2007 kl. 09:37

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri guðmundur takk fyrir þessar uppl. kaupmannahöfn er dásamleg, þú kemur á afmælisdegi sonar míns ! ég verð því miður í NY annars gæturðu kíktí kaffi !

kannski næst ! hvenær ferðu aftur til íslands ? ég kem heim frá NY 22 okt !

ljós til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: halkatla

þér yrði fyrirgefið allt vonandi var gaman á fulla tunglinu - hérna var sko alveg ótrúlega fallegt og tunglgeislarnir glömpuðu fagurlega á hafinu, ég tók það uppá örstutt myndband það var svo flott

halkatla, 27.9.2007 kl. 18:23

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gangi þér vel með öll þín verkefni duglega bloggvinkona. Hýja og kærar kveðjur til þín

Guðrún Þorleifs, 27.9.2007 kl. 19:11

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Fullt tungl minnir mig alltaf á löngu liðna tíð þegar við Árni vorum unglingar þá var eldri maður í vinnuni okkar sem hafði tekið ástfóstri við Árna líkt og hann væri sonur hans.Alltaf þegar var fullt tungl saði hann"passaðu þig strákur að barna ekki,það er fullt tungl og háflæði"

En Steina hvað ríkja áhrif fulls tungls lengi......spyr nú bara því að nú er að koma helgi og ólæti um helgar þegar fullt er tunglið er því kennt um

Solla Guðjóns, 28.9.2007 kl. 01:49

9 identicon

Núna ætla ég að muna þetta. börnin farin í sæng á þessum tíma og ég ætla að hlusta og senda svo góða strauma til Burma. "Sjáumst"

Alheims ljós til þín 

jóna björg (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:33

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alltaf er gaman að heimsækja bloggið þitt, ég uppörvast alltaf og smitast um leið af þessari yndislegu jákvæðni þinni. Takk fyrir fallega grein Steinun mín, megi Guð gefa þér fallega og góða helgi. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband