Þegar gleðin verður glaðari en glatt er
23.9.2007 | 19:50
Í dag er sunnudagur. Sit við eldhúsborðið með nýu flottu Mac ferðatölvuna mína ! Hún er rauð og unun að skrifa á hana. Við eina hliðina á mér á gólfinu liggur lappi og við hina hliðina á mér liggur Iðunn. Uppþvottavélin malar værðarleg hérna í eldhúsinu.
Ég hef setið í allan dag hérna við eldhúsborðið mitt og skrifað og skrifað um trúarbrögð, dýr og stríð. Af nógu er að taka. Vandamálið er eiginlega að finna ákveðin kassa til að vinna út frá.
Hérna voru börnin mín, Sigyn , Siggi og Sól. Barnabörnin mín Aron og Lilja í kringum mig á meðan ég var að skrifa. Ansi stórt heimili nú orðið.
Í gærkvöldi buðu Sigyn og Albert okkur öllum i mat heim til sín. Ég og Sól fórum heim um 9 leitið, kúrðum okkur í sófann með teppi og íslenskt nammi.
Gunni og Siggi komu heim undir morgun.
Fór svo í dag með Sigga til KBH , hann var að kaupa sér eins tölvu og ég og Gunni fengum. Gunni fékk svarta ég fékk rauða með svörtu og Siggi hvíta. Þetta voru góð kaup finn ég því ég nota tölvu mikið.
Það er orðið mjög dimmt á kvöldin en mjög stjörnubjart eins og alltaf er í október.
Á morgun fer ég í vinnuna, allur dagurinn verður meira og minna fundur.
Þetta eru svona smá pínu ponsu sunnudagseftirmiðdagsskrif um lífið eins og það getur líka verið,
Augnablikin eins og þau geta líka verið.
Fjölskyldan sem hún nú getur verið.
Lífið úti á landi í Danmörku, með því lífi sem það nú getur verið.
Lífið þar sem við aðhyllumst það æðra og það lægra sem gefur lífinu meiningu og stundum ekki meiningu.
Lífið þar sem við reynum að finna úr úr hinu og þessu saman, hvernig gerir maður í hinum og þessum aðstæðum þegar erfiðleikar verða erfiðari er erfitt er.
Þegar gleðin verður glaðari en glatt er.
Ætla núna að ljúka þessu og halda áfram að skrifa greinina mína.
Megi friður og Ljós vera með ykkur inn i nýja viku.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Fallegt - eins og þú.....
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2007 kl. 20:49
Til hamingju með nýju tölvuna
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.9.2007 kl. 20:59
er ekkert slúðrað í dönskum sveitum?
sonja (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:16
Ég man þegar ég fékk mína fartölvu....sú sæla endist enn og við höfum brallað ýmsilegt saman. Til hamingju með þína rauðu. Það koma líka svona augnablik á blautum mánudagsmorgnum sem vert er að staldra við og upplifa.
Blessun fyrir þig og þína.
Kveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 08:32
Til hamingju með tölvuna, en ennþá meira með að hafa fjölskylduna meira í kring um þig elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:26
Góðan daginn
Til hamingju með nýju tölvuna.
Guðrún Þorleifs, 24.9.2007 kl. 12:14
Steina kleina.......
Guðni Már Henningsson, 24.9.2007 kl. 16:32
Þið öll til hamingju með tölvurnar ykkar
Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 21:09
Hæ!! Smá fyrir þig frá heimahögunum og æskuvinunum.
Leifarnar af Bjólfskviðu enn á KerlingardalsheiðiLeikmyndin úr kvikmyndinni Bjólfskviðu er enn á Kerlingardalsheiði, rúmum þremur árum efti...
kveðja solla tengdadóttir Kerlingardals
Solla Guðjóns, 25.9.2007 kl. 08:37
Til hamingju með tölvuna, ekki slæmt að eiga rauða tölvu, æðislegt!
jóna björg (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:36
Vasaljós til þín úr Mosó.
Ég er frekar latur í heimsóknum til bloggvina Steina mín en einhverrahluta vegna kíki ég alltaf á þig.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 26.9.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.