Fylgdu ljósinu í hjarta þínu. Fyrirgefning. Frið minn gef ég þér.
20.9.2007 | 06:15
Fylgdu ljósinu í hjarta þínu
Ímyndaðu þér ekki að okkur sé eigi kunnugt um vonbrigði þín og erfiðleika og hræðsluna sem hefur þig á valdi sínu. Við í andanum vitum að þú gengur í gegnum reynslupróf. Við vitum að efnislíkaminn er ekki ætíð eins heilbrigður og fullkominn og hann gæti verið. Við vitum að efnaleg kjör þín geta verið erfið. Við erum svo tengdir inn á þig, bróðir, að við nemum tilfinningar þínar. Við þekkjum vandamálin og erfiðleikana, en við fullvissum ykkur öllum að ef þið fylgið í raun ljósinu í hjarta ykkar þá mun ykkur vel farnast.
Fyrirgefning
Hefur þú einhvern tíma hugleitt hvað fyrirgefning merkir? Þú, þitt eigið sjálf, þitt eigin persónuleiki þarfnast fyrirgefningar þinnar. Andi þinn er guðdómlegur, en þangað til þú hefur unnið sigur, verður persónuleiki þinn mannlegur og þarfnast fyrirgefningar anda þíns. Á sama hátt og þú fyrirgefur, á sama hátt og andi þinn fyrirgefur meðbræðrum þínum, munt þú læra að fyrirgefa meðbræðrum þínum mistök þeirra. Ef þú einsetur þér að hugsa út frá kærleika og fyrirgefningu sérhvert andartak lífs þíns mun yndisleg heilun eiga sér stað innra með þér.
Frið minn gef ég þér
Meistarinn er blíður og kærleiksríkur; hann þekkir þarfir þínar, hann skilur erfiðleika þína og vonbrigði og segir: "Komdu bróðir, komdu út úr þokunni, komdu til mín og ég mun gefa þér hinn innri frið sem þú leitar að".
Úr bókinni Hinn Kyrri Hugur |
eftir White Eagle |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:40 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 07:56
- elska þig líka - - http://br.youtube.com/watch?v=3D4VMZb8wLY&mode=related&search=
Vilborg Eggertsdóttir, 20.9.2007 kl. 21:03
Það er alltaf jafn gaman og notarlegt að koma við á síðunni þinni.
Ljós og kveðja :)
Hólmgeir Karlsson, 20.9.2007 kl. 22:46
Alltaf sami friðurinn og kyrrðin hér og kærleikurinn elsku Steina mín. En síðan ég fór að hugsa jákvætt, og senda frá mér kærleika og ljós, þá einhvernveginn finn ég voða sjaldan fyrir reiði í garð fólks í kring um mig. Og öll sambönd verða einhvernveginn kærleiksríkari. En ég á ennþá eftir að koma mér upp úr hjólförunum með að dæma fólk sem er í fréttum og sögum og gerðir þeirra. En ég held að það hafist líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 08:42
Veistu Steina að betri lesningu hefði ég ekki geta fengið einmitt núna.
Þú ert einstök.Takk elsku stelpa
Solla Guðjóns, 21.9.2007 kl. 20:43
Stjörnuljós til þín.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 21.9.2007 kl. 22:10
Yndislegt að lesa. Indælt að íhuga
Takk fyrir þetta
Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 22:36
Þakka fallega lesningu, fallega kona.
Heiða Þórðar, 22.9.2007 kl. 00:12
Eins og að leggjast upp í rúm í brakandi hreinum náttfötum með tandurhreint línið á! Andin fær sömu upplifun í heimsókninni til þín! "Vellíðan"
Ég hugsa stundum í margflóknum hug mínum að þegar hjartastöðin er tóm þá sé rétti tíminn að gefa sig að hreinleikanum, almættinu eða því sem nærir anda þinn.
Trúin er falleg og það sem við trúum æðri anda okkar. Faðmlag til þín inn í helgina!
www.zordis.com, 22.9.2007 kl. 08:21
Mjög fallegt ég og Kassí sendum til þín og þinna.
halkatla, 22.9.2007 kl. 12:11
Þetta er mjög fallegt og svo satt.
Svava frá Strandbergi , 22.9.2007 kl. 14:20
Takk fyrir góðan pistil Steina mín
Guðrún Þorleifs, 23.9.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.