Allt er mögulegt í lífinu, líka hitt !
10.9.2007 | 20:34
Ég var í þerapí í kvöld.
Ég geymi fullt af leyndarmálum fyrir mér, sem ég hægt og rólega hvísla í eyrað mitt á meðan á meðferð stendur !
það er gott þegar áfram gengur.
Dóttir mín Sigyn og fjölskylda eru flutt í húsið, drengurinn þeirra Aron sæti prakkari er með ofnæmi fyrir dýrum, hummm, ekki gott, við erum með tvo hunda, fjórar kisur og tvo páfagauka !
Við sátum og spjölluðum um þetta við kvöldverðarborðið í gær, stórfjölskyldan.
Ég sé alveg að þetta er vandamál og velti fyrir mér lausn, ég sagði að næst fengi ég mér grís í staðinn fyrir hund, Gunni minn sýndi engin viðbrögð, þóttist ekkert heyra. Hann veit og hefur fundið fyrir undanfarið að ég er pínu í alvöru að velta .því fyrir mér. Ég kom líka með aðra hugmynd að ég gæti fengið mér flóðhest !
Siggi sonur minn hafði nefnilega sent mér video um að það væri alveg mögulegt !
Albert tengdasonur minn sagði ansi klumsa, var það ekki í Afríku ?
Jú, en ekkert er ómögulegt, sjáið bara vídeóið !!!
Það er minna um blogg þessa dagana, og bloggvinaheimsóknir, en ástæðan er sú að ég er á fullu að vera með fjölskyldunni minni !
Hérna á bænum er friður, og mér líður svo vel eftir tíman í kvöld. Það er eins og steinn sé fallinn út sem ég vissi ekki að væri þarna, þannig er það alltaf eftir að ég hef verið í þerapí !Náttúran er þvílíkt undur , finnst ykkur ekki ? Hann Lúðvík bloggvinur minn sendi mér þetta frábæra klypp, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að skoða HÉR
Friður og Ljós til , ég ætla að reyna að ná í Óla Lokbrá og fá að fara með í næturlestina
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:04 | Facebook
Athugasemdir
Yndisleg og ljúf að venju. Það hlýtur að vera erfitt að vera með ofnæmi og eiga ömmu sem á fallegan "húsdýragarð" elskuleg börnin eru svo hrifin af dýrun að það er synd að þau fái ekki að njóta samveru þeirra til fullnustu! Svín gæti verið góður félagi en flóðhestur er að mínu mati fullmikið
Hvíldu þig vel í nótt!
www.zordis.com, 10.9.2007 kl. 22:28
Hæhæ! frábær klippa af flóðhestinum :)
Einnig þarna með ísbjörninn alveg merkilegt hvernig náttúran getur verið! Gangi þér vel með fjölskyldunni þinni :)
Lúðvík Bjarnason, 10.9.2007 kl. 23:50
SigrúnSveitó, 11.9.2007 kl. 00:26
Elsku besta Steina...hvað er hægt að gera í þessum ofnæmismálum? Það er leiðinlegt að svona skuli þetta vera en ég er viss um að það finnst lausn sem allir geta sætt sig við..viltu ekki bara hafa mig sem gæludýr? Annars þarf ég að segja þér leyndó
Guðni Már Henningsson, 11.9.2007 kl. 00:27
elsku guðni, auðvitað vil ég hafa þig sem gæludýr !!!!
ég er heima mest af deginum, þú mátt alveg hringja og deila með mér leyndó !!!
þið öll hin, Ljós til ykkar
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 05:12
Tjah... þetta er erfitt. Eins og þú veist er ég dýravinur en þó finnst mér velferð og heilsa barnanna okkar alltaf ganga fyrir. Sjálf er ég með barn með ofnæmi fyrir köttum eins og þú veist, og það er erfitt að þurfa að dæla lyfjum í börnin sín til að geta heimsótt vini og ættingja. Gengur í stuttan tíma í einu en ekki til lengdar. Og ósjálfrátt dregur úr umgengi við þá sem eiga dýr. Ég man að þegar Björgúlfur minn var lítill og viðbrögðin voru verri þá fór ég bara helst ekki með hann þar sem voru kettir. Það er vissulega leiðinlegt en svona er það bara. Börnin eru jú alltaf í fyrsta sæti. En þið finnið vonandi einhverja lausn sem allir sættast á Steina mín elskulega. Fáðu þér bara fullt af svínum í stað loðdýra!!! Þá fengi maður kannski líka skárra svínakjöt þegar við kæmum í heimsókn! Ekki eins og þetta þarna verksmiðju kjöt sem var svo ógeðslegt, mannstu?
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 08:20
Flóðhestur, þér er ekki fisjað saman Steina mín Eða svín. Eins gott að húsið þitt standi á traustum grunni. Knús til þín og aftur til lukku með að vera búin að fá fjölskylduna til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 12:09
Alveg er ég viss um að þú finnur einhverja lausn
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 18:27
Hér með kvitta ég fyrir blogglestur og að vanda ertu góð!
Minna um heimsóknir nú þegar ég er komin á fullt í nám með fullri vinnu. Er svo íslensk að mér verður seint breytt
Til hamingju með að vera búin að fá dóttur þína og hennar fjölskyldu í nágrenið.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 11.9.2007 kl. 18:38
Flóðhestur... ég á ekki orð... VÁ!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.9.2007 kl. 19:29
Fljóðhest
Solla Guðjóns, 13.9.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.