Augnablikinn í lífinu /ég hlustaði á það eitt andartak
8.9.2007 | 22:51
Í gærkvöldi fórum Gunni, Sól og ég á frábæra tónleika í Kaupmannahöfn. Eyvör Pálsdóttir. Listamaður með stóru Lli.
Í dag komu elsta dóttirin Sigyn með fjölskylduna til Danmerkur. Við tókum á móti þeim í húsinu sínu nýja flotta með Kampavín og hinu ýmsu góðu með og góðu knúsi líka. Börnin fengu kanínu og hamstur.
Komum hingað heim og þar var Siggi sonur okkar. Við borðuðum góðan mat töluðum pólitík, Ísland og Danmörk og margt margt fleira.
Dásamlegt kvöld með öll börnin okkar þrjú og litlu barnabörnin tvö.
Nú er allt heilt !
Í dag vorum ég og litla Sólin að keyra, við vorum að ná í kanínuna sem við gáfum Lilju.
Við vorum að syngja í bílnum eins og við gerum svo oft.
Börnin mín hafa öll átti sinn eigin vöggusöng.
Sigyn sú elsta átti, sofðu unga ástin mín !
Siggi, bíum bíum bambaló
Og Sólin átti algjörlega sinn eigin, sem hún alltaf hefur haldið að væri um hana og engan annan, þar til fyrir ekki svo löngu síðan.
Þann söng sungum við aftur og aftur í dag í bílnum.
Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún
Handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún Sól
Sofðu nú Sigrún
Og sofðu nú rótt
Guð góður gefi þér
góða nótt.
Lái henni hver sem vil!
Ég er stundum svo mikið í tilfinningum mínum og það á Sólin oft erfitt með. Það gerðist líka þarna því ég fékk upp minningum með henni og mér þegar hún var pínu lítil í hugann. Ég mundi eftir því að einu sinni var ég að setja upp sýningu í þýskalandi og hún var ponsu lítil, kannski bara tveggja til þriggja mánaða.. Á meðan ég var að setja upp sýninguna lá hún á sænginni sinni á gólfinu. Svo af og til tók ég hana upp og gekk með hana um gólfið og söng þetta lag fyrir hana. Tíminn varð allt í einu afstæður. Þessi minning kom svo sterkt fram að ég fór hálf að væla og Sól sagði ÆÆÆ mor, ikke nu igen ! (æ mamma, ekki nú aftur ) Þarna gerðum við annað augnablik sem verður í minningunni.
Augnablikinn í lífinu eru svo mikilvæg og það eru þau sem við sköpum fyrir okkur sjálf og hvert annað. Augnablik sem hefur áhrif á kannski allt lífið, skapar minningu sem getur breitt öllu !
Gott er að hafa það í huga hvert augnablik !
Á morgun ætlum við í skógartúr öll saman, í ævintýraskóginn hérna rétt hjá.
Það er gott að Sigyn er komin heim !
Lífið er fallegast, og ég er svo heppinn !
AlheimsLjós til ykkar allra
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 9.9.2007 kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Það er erfitt að hugsa til þess að börnin manns verða fullorðin...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 23:03
Augnablik sem hefur áhrif á kannski allt lífið, skapar minningu sem getur breitt öllu !
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 9.9.2007 kl. 01:16
Elsku besti vinurinn minn...ég er svo ríkur að eiga besta vin í heiminum! Ég var næstum farinn að gráta líka.... mér þykir svo óstjórnlega vænt um þig elsku Steina... Guð geymi þig og alla stórfjölskylduna þína..
Guðni Már Henningsson, 9.9.2007 kl. 03:41
Gott að allt er heilt....og Sólin skín með mömmu sinni!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 09:05
risaknús til þín
halkatla, 9.9.2007 kl. 11:28
Vasaklúta dásamleg færsla hjá þér! Yndislegustu minningarnar eru okkar eigin, þær sem vekja upp móment eins og þessi í lífinu!
Það hlítur að vera yndislegt að hafa börnin nálægt í næsta umhverfi. Gangi Sigyn og fjölskyldu vel með ömmu mús og afa mús ....
www.zordis.com, 9.9.2007 kl. 15:09
Fallegt og hugljúft eins og þín er von og vísa elsku Steinunn mín. Gott að fjölskyldan er sameinuð.
Og fræin þín fara í póstinn á morgun. Láttu mig vita hvernig gengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 20:24
"Litfríð og ljóshærð..." var líka fyrsta vísan sem ég lærði og ég var sko líka sannfærð um að þetta væru um mig
Já, ég heyri að dóttir þín á við sama vandamál að stríða og dóttir mín...nefninlega að eiga svona væluskjóðumömmu Yndislegt, finnst mér
Ljós&kærleikur...
SigrúnSveitó, 10.9.2007 kl. 09:33
Hæhæ Steina mér varð hugsað til þín þegar ég sá þessa klippu
http://speakingoffaith.publicradio.org/programs/play/audiogallery/soundseen.shtml
Þú hefur kannski séð þetta ;)
Kv
Lúðvík Bjarnason, 10.9.2007 kl. 12:29
yndislegt að allt sé heilt .. las líka nágrannasöguna he he hvílikur nágranni
Margrét M, 10.9.2007 kl. 14:18
Kæri Lúðvík takk aftur og aftur, einn nemandi minn hafði kópíað myndir frá þessum atburði fyrir mig, og ég var búinn að leita að þessu á netinu í langan tíma en fann þetta aldrei !!!!
AlheimsLjós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 21:00
Öll eigum við blíð og fallleg lög sem við rauluðum fyrir börnin okkar.Þessi færsla vekur upp ljúfar minningar..Jón þór minn fékk að heyra raulað við vangann "Góða nótt minn litli ljúf mitt ljósið bjarta..sem Ingibjörg Guðmunds söng svo yndisleg með BG og Ingibjörgu og Guðrún Jóna..Þú ert yndið mitt yngsta og besta...en uppúr 3ja ára tók hún völdin og vildi bara syngja Spice girls lög
Solla Guðjóns, 13.9.2007 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.