ég er með lukkustrút í maganum og annarsstaðar líka

 Billede 3607

Helgin var annasöm, mjög annasöm !

Afmæli litla barnsins var haldið með stæl (10 ára). 15 börn sváfu hérna í tjaldi frá laugardegi til sunnudags !

Mikið fjör og mikið gaman. Við tjölduðum 3 tjöldum úti í garði sem var næturstæðið.

Siggi stóri bróðir afmælisbarnsins var til mikillar hjálpar. Hann planlagði skattejagt (fjársjóðsleit) um sveitirnar í kring í hollum, með skattakortið. Erfið og skemmtileg þraut sem tók langan tíma.

 

Við gerðum flotta flotta afmælistertu,Billede 3637

Við gerðum fullt af litlum pizzum,

Við gerðum spaghetti og kjötsósu,

Við gerðum poppkorn,

Við höfðum fullt af nammi,

Við höfðum vatn, djús og huldublómasaft.

Það var horft á eina mynd. Farið í fullt af leikjum, sofnað kl 2,00 um nóttina vaknað kl 6.00Billede 3660

Gerðar voru pönnukökur og heitt kakó. OG svo komu foreldrarnir og náðu í börnin sín !

Sem betur fer er heilt ár í næsta afmæli !

Guðni Már vinur okkar kom um leið og afmælisbörnin kl17.00. Hann var bara eina nótt !

Hann kom inní húsið þar sem öll börnin voru, stór og mikill glæsimaður, gnæfði yfir hópinn og sagði hátt og með miklum myndugleika á dansk, sænsk íslensku: ÉG ER ÍSLENSKI  JÓLASVEININN !!!

Vá var hugsað, frábært afmæli !!! Hann seti lit á lífið eins og hann gerir alltaf með nærveru sinni!

Ég var þreytt þegar ég vaknaði í vinnuna í morgun, en ég finn fyrir svo mikilli tilhlökkun í maganum ! Það er margt sem ég get hlakkað til.


Dóttir mín er að flytja hingað til Lejre með fjölskylduna,  eftir tvær vikur. Fengu hús hérna rétt hjá okkur, frábært hús á frábærum stað. Þetta þýðir að barnabörnin okkar litlu smáu búa rétt hjá okkur, sem er alveg frábært ! Albert maðurinn hennar er ráðinn hjá Gunna (mínum) Það var svo (Ó) heppilegt að einn kokkurinn hætti með næstum engum fyrirvara og Gunna vantaði kokk í vinnu, og hvað gerir maður, ræður tengdason sinn !! (þetta er húsið fyrir unga fólkið )

En það er ekki bara þetta sem gerir það að ég hef strút í maganum !

Billede 2896

Ég er að fara á DOCUMENTA í Kassel á föstudaginn til sunnudags með Gunna og vinahjónum okkar John og Metta sem eru líka listamenn og búa rétt hjá okkur

En það er ekki bara þetta sem gerir það að ég hef strút í maganum !

Ég fer í yndislega kvöldgöngu með elsku Sólinni minni og hundunum á hverju kvöldi og við teljum froska þegar við göngum sveitaveginn, ég hlakka til á hverjum degi að fara í þessa túra og ræða allt á milli himins og jarðar við elsku Sólina á meðan hundarnir hlaupa um akrana í kring (það er sennilega mest Lappi sem hleypur um ) Við tökum upp alla froskana og skoðum þá stærðir og kyn. Við ræðum framtíðina, fortíðina, tónlist, lifið þegar maður er 10 ára, lífið þegar maður er 47 ára. Ferðalög og allt ! Það er svo dásamlegt að fá að vera með til að skapa minningar með barninu sínu.

En það er ekki bara þetta sem gerir það að ég hef strút í maganum !
 

Það gæti einnig hugsast að það væri af því að vinnan mín gengur svo vel, við erum að fara að gera kvikmynd um skólann , við fengum styrk frá EU til að gera eiginlega næstum því það sem við viljum ! Getur maður óskað sér betri vinnu.
 

En það er ekki bara þetta sem gerir það að ég hef strút í maganum !

Ég hef í allan dag reynt að finna fram í huganum hvað það er, það er einhver stemming í mér sem ég þekki, en þekki samt ekki. Það að vita hvað þetta er er eins og alveg að koma, en kemur þó ekki.

Það sem ég kemst næst hér og nú er að þetta er hamingja og vissa. Vissa fyrir að lífið er og verður gott . Þetta er voða skrítið en ég held að hér eftir verði Lífið hjá mér gott !!! Jafnframt veit ég að þetta er eitthvað sem ég get ákveðið, það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig ég lít hvert mál fyrir sig. En kannski er ég bara þar núna að ég finn þessa lukku, og ég get valið að láta hana vera þarna áfram, eða allavega vil ég halda í þessa tilfinningu því hún er ekki alveg lýsanleg

. Það er eins og allt verði gott, hvernig sem allt fer er það gott og ég verð hamingjusöm.

Birtan er líka öðruvísi en áður, loftið er þynnra og hreinna, þó húsið okkar sé núna eins og alltaf, finnst mér það fallegra, þetta er voða skrítið. Þó svo ég telji upp allt þetta eru .þetta bara orð sem lýsa eiginlega ekki á neinn hátt því sem ég upplifi, en máttlaus tilraun að reyna að útskýra í orðum hvernig ég upplifi þetta!

En sumt á bara ekki að reyna að útskýra, en bara að upplifa !
 

Ljós og Alheimsfriður til ykkar

Billede 3670

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sigrún búin að klippa hárið sitt! Klæðir hana vel. Eins og líklega allt! Mig langar í Ylliblómasaft og pönnukökur og kakó og kjötsósu og spaghetti og litlar pizzur og ..og .. og...

Strútur í maganum er líklega danskt orðatiltæki, svona eins og að skipuleggja leit með skattkortið í höndunum. Þú ert SVO sæt, danska kona. Knús og kossar.

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

  mikið hló ég elsku ylfa þegar ég gerði mér grein fyrirhvað skattakort þýðir á íslensku

ég spurði gunna, er eitthvað að því að skrifa skattakort ! já sagði minn maður, skattakort er það sem maður notar frá skattinum !!!

strútur í maganum er eiginlega frá mér komið, maður segir sommerfugl i maven á dönsku sem þýðir fiðrildi í maganum, en ég vil með því að skrifa strútur segja hvarsu mikið það er !!!  

kondu bara í allt þetta elsku hjartan ylfa mín, ég sagði að þú mættir búa hérna !

knús til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 18:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært að lesa pistlana þína svona fulla af hamingju. Fékk lítið strútabarn í magann. Hver veit nema ég komi aftur og lesi aftur og aftur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 18:30

4 identicon

Yndislegt að fá góðar tilfinningar og vita að þær séu sannar.

haha ekki fattaði ég þetta með skattakortið.

Ljós til þín góða kona 

jóna björg (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 19:15

5 Smámynd: www.zordis.com

Skattakort og strútur .... Fyndið en svo satt!  Þegar kona hefur búið í landinu veit hún hvað þetta þýðir   Yndislegar tilfinningar í hugsun þinni ..... svo notalegt að setja veruna í orð.  Stundum alls ekki hægt að útskýra, rétt eins og að tjá sig á útlensku en ná ekki að fylla skýringuna!

Hjartansfaðmur til þín og fjölskyldunnar! 

Góðir straumar, gefa góða strauma .... 

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veistu að Sólin minnir mig á Theodóru mína sem er líka ljóshærð, bláeyg og 10 ára!!! Og þessi hamingjustrútar liggja í loftinu núna held ég og færa fólki lukku og birtu. Ég held ég sitji klofvega á einum núna..sumt gengur alveg brilliant og annað ekki neitt. Takk fyrir yndi.

Bless.  Mér finnst svo flott að segja Bless þegar ég kveð fólk og hugsa þá um ensku merkinguna.

Bless Steina mín

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 22:34

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að lesa pistilinn með bros á vör...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 06:43

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með Sólina þína Frábær lýsing á tilfinningu Gleði, sátt og jafnvægi, svo mikilvægt að vera meðvitaður og til staðar í núinu í lífi sínu. Þér tekst það!

Hjartanlega til hamingju með skólann þinn, frábær árangur og verðskuldaður. Hann er svo sannarlega allrar góðrar athygli verður. Framtakið er svo frábært! Vildi svo mikið sjá svona skóla víðar. Velti í því samhengi fyrir mér möguleikum litlu fósturrósarinnar minnar.  Hún fer nú í haust í fyrsta skipti í kúnstskóla. Verður með sér yngri börnum en það er ekki málið. Aðalmálið er hvernig þetta verður fyrir hana og hvort þetta hentar henni. Það eru of fáir staðir fyrir sértæka snillinga.

Bloggvinakveðjur frá Als 

Guðrún Þorleifs, 28.8.2007 kl. 06:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff þetta hefur verið aldeilis partý, til hamingju með Sólina þína.  Og nammi namm þetta hljómar allt svo vel.  Og strúturinn í maganum hann er örugglega eitthvað alveg sérstakt.

Annars er ég bara að bíða eftir að fræin verði fullþroska af postulínsblóminu svo færðu það sent í pósti.  Knús til þín ljóssins dís

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2007 kl. 11:47

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!! Hélt að ég hefði verið búin að leggja orð í belg hér.

Gott að eiga stóran bróðir þegar mikið stendur til og virðist Sólin heppin þar.

Til hamingju með styrkinn varðandi skólan.

Einhver hrifnæmni er nú í þér þrátt fyrir þennan stóra fugl í maganum á þér

Solla Guðjóns, 29.8.2007 kl. 02:16

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég var greinilega líka "of lengi" í Danmörku...fannst ofur-eðlilegt að þí skrifaðir skattekort...

Yndisleg færsla. Þú ert svo mikið yndi.

Ljós&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 29.8.2007 kl. 08:25

12 Smámynd: Margrét M

til hamingju með að fá dóttirina til þín í nágennið 

Margrét M, 29.8.2007 kl. 13:40

13 identicon

Ég get sagt öllum sem lesa færsluna hennar Steinu að afmælisveislan var á heimsmælikvarða. Sólin geislaði og stráði ljósi sínu á alla afmælisgestina, líka þennan sem kom frá Íslandi og var látinn skræla gulrætur, skúra gólf, passa hundana, klappa köttunum, bera inn dótið hans Gunna Palla, skoða húsið sem elsta dóttirinn á að fá........ en það var alveg óskaplega gaman... sérstaklega þegar sjónvarpið fór af stað um það bil á sama tíma og börnin sofnuðu úti í garði... Steina mín, ég held að þú sért besta mamma í heimi og besti gestgjafi sem hægt er að hugsa sér... Í Guðs friði.

Guðni Már Henningsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:03

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Fallegur pistill að venju Steina. Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.8.2007 kl. 08:40

15 Smámynd: Viðar Zophoníasson

þegar ég sá fyrst danskan frosk, fannst mér ég vera voða langt í burtu,  og það tók mig stundum heila eilífð að ná að slá í heilan grasvagn því þeir voru svo oft að þvælast á túninu.  Til hamingju með dóttirina, Sól, fallegt nafn.

Viðar Zophoníasson, 30.8.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband