sá þetta dásamlega video !
15.8.2007 | 16:18
AlheimsLjós til svína dýra og manna
Set inn grein sem ég skrifaði í fyrra, sem enn gefur góða mynd af góðum hlutum
"Og sýndu miskunn öllu því, sem andar !
Í gær fór ég í alveg einstaka ferð út í sveit, Bóndabæ, sem heitir Thorshøjgård.
Þetta er bóndabær sem vinnur eftir hugmyndinni biodynamiske, eða þar að segja allt er unnið út frá lögmálum náttúrunnar, sáð eftir því hvernig tunglin eru, ekki eitrað.
En ástæða þess að ég og Bettina fórum í þessa ferð var að við höfðum heyrt að þessi einstaki bóndi, ynni með divum og englum. Hann ynni einnig með divunum í dýrunum sínum. Þetta er eitthvað fyrir okkur, því ég vil virkilega finna út úr þessum málum. Hvernig getum við unnið í samvinnu með þeim, bæði í sambandi við dýr og dýravernd og einnig í daglega lífinu.
Getum við gert lífið léttara og fallegra með því að meðvitað vinna með dívum/englum. Einnig í sambandi við þá hræðilega hluti sem gerast um allan heim, er hægt að fá engla og divur til að hjálpa þeim sem eiga erfitt og þurfa á öllum þeim stuðningi að halda.
Þetta tekur allan hug minn þessa dagana. Í stuttu máli.
Að gera líf manna, dýra og plantna betra og fallegra.
Ég hef ákveðið að gera eitthvað, í staðinn fyrir að súrmúla (kvarta) eins og daninn segir. Því ég trúi því að það sé hægt að breyta hlutunum til betri vegar.
En komum okkur að efninu, bóndinn Niels, hann var einstakur við dýrin sín. Hann var með kýr, svín, hunda og fl. mest voru það kýrnar sem hann talaði við okkur um.
Svínin gengu laus um allt þarna, veltu sér í drullu og nutu mikillar umhyggju. Hann talaði við þau að miklu ástríki. Við fylgdumst með honum og hjálpuðum til að fóðra kýrnar. Og hann var einnig í gangi með að mjólka, hann mjólkaði næstum á gamla mátann. Það var svo fallegt að heyra hann segja, hvort kýrin vildi gera honum mjólk, hann þakkaði mikið fyrir mjólkina, á meðan hann mjólkaði, klappaði þeim og strauk, og sagði hversu duglegar þær væru.
Ein kýrin hafði misst kálf daginn áður. Hún baulaði mikið, hann stóð mikið hjá henni og reyndi að hughreysta hana. Á meðan hann mjólkaði kúna, strauk hann henni á ákveðnum punkti á hryggnum, sem hann sagði að væri róandi fyrir hana, og það var greinilegt að sjá. Hún slappaði gjörsamlega af. Mjólkin streymdi frá blessaðri kúnni og á meðan stóð Niels bóndi og strauk henni á púnktinum á bakinu, og sagði falleg, falleg orð við hana, t.d. að hann myndi reyna að hjálpa henni og vera hjá henni, hann vildi reyna að hjálpa henni í sorginni. Ég varð að fara í burtu því ég hreinlega fór að væla. Hann sagði okkur að þegar kálfurinn dó, þá reyndi hann að fá kúna til að sjá kálfinn, og skilja að hann væri dáinn, en kýrin sá ekki kálfinn sem lá við fæturna á henni en hélt áfram að kalla á barnið sitt. Svo sagði Niels þessa fallegu setningu.
"Ég reyndi að gera eins og maður gerir við manneskjur, að láta hana skilja að kálfurinn væri farinn, en hún sá ekki kálfinn, fordi den ikke var besjælet sem þýðir eitthvað á þessa leið, hljómar bara ekki eins fallega, sálin hafði yfirgefið líkamann.
Það var svo mikil virðing og ást frá þessum gamla bónda til dýranna sinna. Kálfarnir fengu að ganga lausir um allt fjósið og fyrir utan fjósið, þeir lágu hingað og þangað og gátu verið hjá mæðrum sínum. Þeir eru fyrst fjarlægðir þegar þeir eru fjögurra mánaða því þá verða þeir kynþroska og þá fer allt í bál og brand.
Okkur var boðið inn að borða hádegismat. Þetta var risastórt hús, en ekki upphitað, og allt í niðurníðslu. Það var heimagerður ostur sem bragðaðist dásamlega og biodynamiskt brauð og fl. Þegar við vorum sest við borðið tókumst við öll í hendur og sungin var lítil borðbæn, þar sem þakkað var jörðinni, og sólinni og almættinu, fyrir matinn góða. MJÖG FALLEGT.
iels bóndi hefur aldrei á ævinni borðað kjöt, faðir hans var grænmetisæta, þannig að þar var ekki borðaða kjöt. En hann selur kjöt af dýrunum sínum. Við spurðum hann hvernig hann færi að þessu. Hann sagði að fyrir dýrunum væru mennirnir englar sem pössuðu upp á þau. Þar að leiðandi gæti hann ekki sjálfur slátrað dýrunum, en fengi annan til að gera það.
Hann sagði að þegar kýr eða spendýr deyr, þá kemur dýrasálin fyrir allar kýr í heiminum og fer inn í kúna á dánarstundinni og nær í þá reynslu og fl sem er í kúnni til að taka með upp í sálina. Á því augnabliki hefur kýrin skilning eins og manneskja. Á því augnabliki þakkar Niels kúnni fyrir það sem hann hefur fengið, kjöt og fl. Hann þakkar kúnni fyrir að hafa fórnað sér fyrir hann.
Annað sem hann gerir er að áður en hann fóðrar þá blessar hann fæðuna sem hann gefur dýrunum.
Við ræddum við hann um dýravernd og lög og reglur sem eru settar fyrir bændur og fl. Hann blessaður hafði ýmislegt að segja um það. Meðal annars, sagði hann að það kæmu fljótlega reglur sem bönnuðu að dýr væru bundinn á básum og á fl stöðum. Þetta átti hann erfitt með að skilja, hann sagði að út frá hans sýn væri of mikill fókus á aðstæður í kringum dýrin meðan það væri ekkert fókuserað á hvernig þeim liði innan í, hvernig við færum með dýrin sem sálir, eða lifandi verur. Það er ekki plássið eða hvernig það er í kringum dýrin,sem skiptir máli heldur hvernig við umgöngumst þau. Þar get ég bara verið sammála.honum.
Það er ekki nóg að búa í höll, það þarf að vera kærleikur líka bæði hjá mönnum og dýrum.
Það var alveg frábær upplifun að heimsækja þetta fólk. Það sem ég hugsa um núna, er að það sem vantar hjá svo mörgum það er þessi virðing fyrir dýrum, bóndabæirnir verða meira og meira vélvæddir. Ég skil vel að það er til að gera vinnuna léttari, en það sem vantar er kærleikurinn til dýranna, og að það er ekki sjálfsagt að gera þau að þrælum okkar.
Niels sagði: Dýrin eru ekki þrælar okkar þau eru okkar bestu hjartans vinir. Bara að allir hugsuðu svona. Ég vona að þessi upplifun sem ég skrifa niður hérna fái einhverja til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Þessi upplifun sem ég fékk, fær mig til að komast ennþá lengra inn í það hvernig við getum skapað meira jafnvægi. Dýra, plantna , manneskja og diva á milli.
Lífsverkefni, en ánægilegt. Eitt smá með til umhugsunar. Ég fer ansi oft í skógartúra hérna í Danmörku, og ég elska þegar skógarbotninn verður fullur af Animonum, það eru vorblóm hérna í DK.. Ég hef ekki séð þau blóm neins staðar hérna undanfarið, enda vorið komið seint. Þarna við húsið hjá Niels bónda er lítill skógur sem ég og Bettina gengum í, og viti menn skógarbotninn var þakinn þessum fallegu vorblómum. Þetta ræddum við mikið ég og Bettina!!!
Í Danmörku eru ræktuð 25 milljón svín á ári !
100.000 frílands
yfir 20.000 fullvaxin svín deyja árlega vegna vanrækslu í Danmörku.
yfir 3 milljón smágrísa eru flutt til útlanda til sláturhúsa héðan frá Danmörku !
Ég gæti haldið áfram og áfram, en stoppa hér !
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Falleg frásögn. Ég þekki einn bónda hér - hugsaðu þér - bara einn, því ég þekki þá marga!! sem umgengst dýrin sín akkúrat svona.....
....hann er kallaður sérvitringur og fólk hlær góðlátlega að honum. Vonandi fjölgar þeim, þessum svokölluðu sérvitringum.
Takk Steina mín fyrir að deila þessu með okkur
Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 21:30
Takk fyrir frábæran pistil og falleg skrif. Vildi að fleiri bændur væru eins og Níels.
Knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.8.2007 kl. 00:15
Svín eru skynugar skepnur og greinilega nautnabelgir! Ég bjó eitt sinn á svínabúi (leigði íbúð þar) og þar var síður en svo hugsað um dýrin á þennan ljúfa máta!
Þessi lýsing er falleg og hrein. Það mættu fleiri hafa kærleik í verkum sínum.
Þegar kisinn minn dó þá grét ég, enginn venjulegur kisi sem ég saknaði sárt, hugaði kanski of mikið af eigin missi heldur en að kveðja kisuling og losa. Þegar systir vinkonu minnar vissi að ég hafði grátið hló hún sig máttlausa yfir þessum aumingjaskap! Hún hafði víst verið alin upp í sveit og séð fullt af dýrum deyja og fanst það lítið til að vola yfir!
Við erum jafn ólík og við erum mörg og ættum að huga betur að kærleik og nærgætni heiminum, rétt eins og Níels gerir!
www.zordis.com, 16.8.2007 kl. 07:55
skemmtilegt , einstakt , heillandi ..
Margrét M, 16.8.2007 kl. 09:48
Elska þegar skógurinn skrýðist Anemónum
Bloggvinaknús frá Als
Guðrún Þorleifs, 16.8.2007 kl. 20:03
ljós til ykkar allra frá mér á fimmtudagskvöldi !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 22:07
Sæl elsku Steina mín,
Varð að skrifa þér smákveðju - ég sakna þín allt í einu alveg óskaplega eftir að hafa fengið að kyssa hana Sigyn þína á kinnina í dag og spjalla aðeins við hana um hana og þig og ykkur öll. Mikið þarf ég að fara að hitta þig, ærlega, vitra, vinkona mín.
Helga ... (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:33
þú ert engum lík
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2007 kl. 01:03
kæra anna,það er gaman að sjá þig aftur, velkomin til baka kæra bloggvinkona !
kæra sólborg halla, mikið varð ég glöð að fá kveðjuna þína, mér þætti vænt um ef þú hefur heimasíðu sem þú heldur úti ef þú vildir gefa mér adressuna, þú getur sent það til mín prívat steinunnhelga@gmail.com
kæra helga mín, ár og dagar, dagar og ár, yndislegt að fá kveðjuna þín ! ég varð svo glöð ! við ættum að taka upp þráðin aftur !
Ljós til þín kæra gamla vinkona
AleimsLjós til ykkar allra
steina sem er á leið í vinnuna
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 05:12
Falleg frásögn og þarna er svo margt sem hefur samhljóm í minni sál. Ég vil hlú að öllu sem lifir, þó geri ég mig seka um að eyða illgresi sem kallast svo. En við erum bara svona. Takk fyrir þessa innsýn í líf bóndans Níelsar. Þörf og góð ábending.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 09:39
Elsku Steina, alltaf ertu á kærleiksbylgjunni; bara að fleiri væru eins og þú. Takk fyrir þessa áminningu og pælingarnar. Sendi þér sól, birtu og yl í sálina (sem þú hefur alltaf nóg af, ekki þannig....!)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.8.2007 kl. 12:27
Fallegt video af grísnum. Þú hefur talað um að fá grís í staðinn fyrir hund, en nágrönnunum finnst ábyggilega við vera nógu skrýtin fyrir þó að við hefðum ekki hádegismatinn labbandi fyrir framan okkur á hverjum degi, myndu þeir ábyggilega hugsa.
Love Manninn þinn.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2007 kl. 12:50
kæri gunni, ég vil ennþá frá grís !!!
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.