Við heyrum ekki alltaf í núinu, við heyrum oftast frá fortíðinni

 Billede 3142

Komum heim eftir 9 daga ferð til Svíþjóðar. Þetta var ferð með miklu, upplifun, tilfinningum upp og niður.

Sem sagt lærdómsrík. Við keyrðum fyrst í Pippiland, þar að segja í garð í Smálöndum þar sem er hægt að upplifa öll ævintýrin hjá Astrid Lindgren í leikritum, leikjum húsum og bæjum. Við fórum þangað fyrir 3 árum og það var þvílík upplifun hjá Sól dóttur okkar og Lilju barnabarni okkar sem var þá 2 ára.Þarna var aftur gaman að vera, nema ég er orðin of gömul fyrir að nenna svona tjaldveseni !!!  Við skoðuðum líka nýtt safn sem hefur verið gert um Astrid Lindgren. Við hérna á bær höfum verið mjög hrifinn af bókunum hennar og lesið upphátt fyrir Sól.  Bræðurnir Ljónhjarta er mitt uppáhald. Græt með ekkahljóðum þegar ég les þessa dásamlegu bók. Þessi kona hefur verið stórmerkileg og langt á undan sinni samtíð og er ég þá að skoða sýn hennar á dýr og dýravelferð.

 

Hún barðist mikið fyrir þessa bræður okkar og systur .

Hún fékk m.a. í afmælisgjöf  frá Sænska ríkinu þegar hún varð 9o ára,ný lög sem segja að öll dýr eiga að hafa aðgang að ökrum og útiveru. Þetta finnst mér frábær afmælisgjöf !! Þetta þýðir að það eru engin búrdýr í Svíþjóð !Billede 3303

Við vorum sem sagt þarna í 4 daga, mjög gaman fyrir okkur öll.

Við fórum svo að hitta hugleiðslugrúppuna og fjölskyldur þeirra. Við vorum með þeim í 5 daga í húsinu í skóginum við vatnið. Frábær staður, frábær náttúra.

Húsið var risa stórt pláss fyrir ca 30 manns. Við hugleiddum á morgnana frá 8 til 9. Á meðan fóru Gunni og Sól að synda í vatninu. Við vorum svo allan daginn að svamla, syngja, spila, tala, leika, horfa í bálið, borða góðan mat, mála, teikna, syngja karókí (ég söng karókí) Þetta var dásamlegt Við komumst langt inn í hvert annað, sáum barnið hvert í öðru, sársaukann hvert í öðru, gleðina hvert í öðru. Þetta var gott fyrir grúppuna.Billede 3373

Ég varð meðvitum um hversu mikilvægt það er að vinna með sjálfan sig og þá fortíð sem maður hefur, hvernig fortíðin getur haft áhrif á þá sýn sem við upplifum í okkar daglega lífi. Hvernig fortíðin getur fengið okkur til að heyra hluti á ólíkum plönum. Við heyrum ekki það sem er sagt, en við heyrum frá fortíðinni, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.

Við upplifðum svo mikið þegar við erum börn frá bæði foreldrum okkar og þeim sem eru í kringum okkur. Við höfðum í raun engar varnir gagnvart þeirri orku og þeim orðum sem voru í kringum okkur.

Aðgát skal höfði í nærveru sálar, sérstaklega vil ég meina þeim sem hafa engan möguleika á að sortera frá það sem ekki er gott fyrir sig. Það var í raun stórmerkilegt, en mjög erfitt að upplifa þessa hluti svo tens sem ég upplifði. Það er líka gjöf, því þá verð ég meðvituð um hversu mikilvægt það er fyrir mig að vinna áfram með Gordon (sem ég er í þerapí hjá). Lífið er einn langur lærdómur.Billede 3437

Við komum heim í gærkvöldi. Ég vaknaði svo í morgun og fór í vinnuna. Þegar ég kom heim var nýja kisa komin, Ingeborg.

Ingeborg átti að fara yfir í kattasálina. Við vorum beðin að taka hana því eigendur hennar pössuðu ekki vel upp á hana. Getur maður sagt nei, þó svo maður sé með 3 aðra ketti, tvo hunda og tvo páfagauka.

Nei við gátum það ekki , þannig að Ingeborg er hérna liggur á vinnustofunni minni hjá mér , ofan á öllu dótinu frá ferðalaginu og sefur. Hún er 4 ára og voða sæt.

Núna er föstudagur, ég ætla að hvíla mig mikið um helgina, erum samt að spá í að mála eldhúsið !

Ljós og friður til ykkar allra.

 

Billede 3557

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þetta er allt saman satt og rétt, skrifa mína ferðasögu á morgun. yndisleg ferðasaga.Love frá kallinum þínum.

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.8.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: SigrúnSveitó

ooohhh, elska Astrid Lindgren verden. Okkar besta og minnistæðasta frí var einmitt þar.  Krakkarnir lifðu á því í meira en ár.  Annað en tívolíferðir sem er gaman meðan á því stendur en skilur svo lítið sem ekkert eftir.

Ljós&kærleikur til þín, elsku Steina.

SigrúnSveitó, 10.8.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: www.zordis.com

Frábært hjá ykkur ....  Get vel ýmindað mér að það sé gaman að koma til Smálanda Svíþjóðar og upplifa prakkarastrik Emils, skynja ævintýri Pippí og ég tala nú ekki um Ljónshjarta .... Þegar ég var 6 ára las mamma Bróðir minn ljónshjarta í einu rafmagnsleysinu á Eskifirði og þessi saga er föst í minningunni!

Tek undir þig í einu og öllu!

www.zordis.com, 10.8.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndisleg ferð - þó hún hafi kannski verið erfið á köflum....

Gott að fá þig til baka - ég hef saknað þín

Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndislega falleg mynd af ter og kisu.....ja tad er svo satt tetta med orkuna og ordin semkoma til barnanna og setjast fost og bua til falska sjalfsmynd sem felur ljosid undir ser. Eg vinn einmitt med folki i ad losa slikt...og umbreytingin er svo falleg tegar teirra eigid sjalf kemur i ljos og fer ad taka voldin aftur i sinar hendur. Alog...sem verda ad losna svo folk verdi frjalst!!!!

Takk fyrir yndilsegar faerslur Steina min. Augun tin eru falleg!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin heim kæra Steina! Endilega hvíldu þig og málaðu eldhúsið. Hvíld  er góð

Ég er eins og þú algerlega hugfangin af Astrid Lindgren og sögurnar hennar hafa heillað mig frá því ég man eftir mér. 

Bloggvinaknús frá Als 

Guðrún Þorleifs, 10.8.2007 kl. 20:54

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkomin!!

Rosalega ertu ´BRÚN!!!!!

Og sæt... eins og alltaf!

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.8.2007 kl. 21:05

8 Smámynd: halkatla

þetta var æðisleg ferðasaga, skemmtilegt að lesa hana

ég er svo sammála þér um Astrid Lindgren, núna veit ég afhverju ég dái hana svona fyrst að þú segir þetta um dýrin... það er svo langt síðan ég las eitthvað eftir hana seinast!

og kisan hún Ingeborg er mjög lík Kassöndru minni sýnist mér, ekkert smá sæt semsagt. Greinilega með smá af Bleiknefjaættinni í sér það er svona evrópskt kattakóngakyn sem barst í íslensku fjósakettina fyrir mörgum öldum {amk samkvæmt mínum kenningum}, þessvegna er hún Kassí mín rosalega konungleg, ég kallaði hana og bræður hennar alltaf bleiknefjaættina þegar þau voru lítil.

Ég bið að heilsa Ingeborg og öllu fólkinu og dýrunum í kringum þig, þið fáið RISAKNÚS

halkatla, 10.8.2007 kl. 22:08

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gaman að lesa þessa ferðasögu. Var á "Pippi landi" fyrir 2 árum síðan... virkilega gaman.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.8.2007 kl. 18:57

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Yndisleg lesning að venju Steina mín, þér hefur ekki tekist að gera einhver listaverk í þessari ferð? Ég hefði mjög gaman að sjá eitthvað af verkum þínum, því ég er viss að jafn yndisleg og hugmyndarík kona eins og þú, framkalli kraftaverk á striganum. Ef
þú verður við þessari bón minni, þá mun ég gjöra slíkt hið sama, og get birt litla myndlistarsýningu. 

Megi Guð blessa þig og þína ævinlega Steina mín, þú ert með hjarta úr gulli, svo mikið er víst. Ljós og friður til þín. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2007 kl. 21:05

11 Smámynd: Karl Tómasson

Aðgát skal höfði í nærveru sálar, sérstaklega vil ég meina þeim sem hafa engan möguleika á að sortera frá það sem ekki er gott fyrir sig.

Þetta er holl lesning fyrir alla kæra Steina. Takk fyrir.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 11.8.2007 kl. 21:47

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Góð lesning og skemmtileg eins og alltaf hjá þér.

Var að velta því fyrir mér meðan ég las þetta sem þú segir um fortíðina.Fortíð er reynsla og minningar sem veitir okkur innsýn og þekkingu og líka mistúlkun.....mér finnst þetta dálítil spurning um að túka þessa hluti rétt og hvað er réttnæmt.

Og jáá ég og míninir elska Astrid Lindgren.

Solla Guðjóns, 12.8.2007 kl. 01:58

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll takk fyrir komment.

pétur, við fengum sól og 30 stiga hita alla ferðina til svíþjóðar! ég veit, það rigndi allan júlímánuð í dk

guðsteinn, ég málaði lítið sjálf, var aðallega að hjálpa, og með í allavega prósess sem við höfðum, sem var m.a. að allir byrjuðu á mynd sem annar tók svo við og svo koll af kolli þannig að allir höfðu mála á allra myndirnar. mjög gaman. ef þú vill sjá eitthvað eftir mig, sem reyndar ekki er alveg nýt er ég með heimasíðu www.steinunn.eu  annars get ég fljótlega tekið myndir af því sem ég er að gera núna og sett inn, við gætum tengt verkin okkar á netinu sem ein sýning á tveim síðum

solla, sammála, það er bara svo oft að börn t.d skilja ekki að á bak við reiði orku og orð liggja fullt af öðrum hlutum, sem við fullorðnir getum oft lesið í gegnum strauminn.

Ljós til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 10:31

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð hugmynd Steina, þetta verður þá samsýning á 2 síðum. Nú ætla ég að fara að skanna inn það sem ég á. Ég læt þig vita þegar það er komið. Guð geymi þig á meðan.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.8.2007 kl. 15:38

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ok, kæri guðsteinn, ég get fyrst farið í gang að skanna í næstu viku ! það er svo mikið að gera í vinnuni og á eftir vinnu !

verum í sambandi !

AlheimsLjós til þín

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband