Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!

Billede 2941

Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum.  Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar  í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.

Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.

Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !!  Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt  á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna

Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !butterflyanimi

Ég sem sagt henti verkinu !!!

Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.

Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri  flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !

Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.

Þessu má og þarf ég að breyta.

Henda út, skapa nýtt.

Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.

Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.

whiterosesereratorlx8

 
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .infinity-sign

Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.

 Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.

aaa_visual_newlarge

 

 

 

Og hvað þurfum við til þess ?

Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,

RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast  !QuoteMotherTeresa-Peace_large

Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta

Alheimskærleikur til ykkar allra

 

 ..



 Skáld á tali við Einhyrning!

Apríl morgun.

Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á,  og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.

Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

 

Í skjóli föðurgarðsins

Og í skelfingu bersvæðanna

Átti ég þig að, leiðtogi minn

 

Nálæg hver tilsögn þín, alskír.

Og í áfangastað kvaðst þú bíða.

 

Þú varst mér ilmur

af eplum og greni.

Þú sem ert fiskur ristur á vegg

rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu

 

Þú sem ert Einhyrningur

og enga myrkviður skelfist.

 

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns

En þig missti ég

Og þín er ég að leita sífellt...

 

Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.

Gamli maðurinn heldur áfram:

 

Dag einn

Dreymdi mig þig

Einhyrningurinn

Aleinn sit ég við fótskör þína

Hugur minn er kvíðafullur

Hornið fram úr enni þér gnístir !

Hjartaslag eftir hjartaslag

hnikar  því nær

og rakleitt

að rótum dýpstu bænar minnar.

Ég hugsa:  lifi ég, lifi ég

Svo lengi að það standi

Gegnum mig

Og í gaflinn dökka mér að baki ?

Endurleysi mig ?

Engu svaraðir þú, en mæltir:

 

Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða

ber ég eld að sjálfum mér.

Í augsýn

alls heimsins mun ég loga !

Ég er íþyngdur spádómsritum

íþyngdur testamentum

játningum og jarteiknum.

 

Eitthvert sinn

Þegar ókomnar stundir líða

þyrla ég sögunni frá enni mér

þvílíkt sem skýjum

og brenni sjálfan mig

til svartrar ösku

 

Fylli svo aftur hvern hlut

fylli nálægðirnar

fylli víðátturnar

vængjaður sögulausum geislum !

 

Og hjarta mitt kyrrist

Það kveið engu framar.

Hjarta mitt átti sér gleðisöng

Engin takmörk !

 

Þetta voru orð skáldsins.

Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:

Ávallt fylgi ég þér

Og öllum hinum dýrunum

 

Horn mitt er geisli

Það heggur í tvennt vegleysuna !

 

Ég renn á undan ykkur

Um rautt myrkur skóganna.....

Sama hvort er banggrátt

blik  tungls um granir ykkar

ellegar þið berið

í alsælu leiðslu

á herðakambinum

háa stjörnu......

 

Ég renn á undan ykkur

 

Sjá ég er vatnið

Sem var og er, þótt það brenni !

 

Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

En þig missti ég.

Og þín er ég að leita , sífellt......

unicorn041

 

 


 

 

 

   

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég væri til í að sjá myndina þína af einhyrningnum

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 14:36

2 Smámynd: halkatla

kærar kveðjur til þín Steina - þú ert hetja að henda, það er erfitt, sérstaklega fyrir svona persónur einsog okkur sem fáum í magann af kvíða yfir því

halkatla, 22.7.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ótrúlegt hvað maður sankar að sér og hve mikið mál er að losa sig við hluti sem eru búnir að gera sitt gagn...

Eruð þið í vandræðum út af rigningunni?

Allt gott hér.

Knús frá Als

Guðrún Þorleifs, 22.7.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta var falleg færsla...kom við marga fleti í henni mér . Ég þakka vel fyrir mig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 19:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk, Steina mín, fyrir allar ljósasendingarnar þínar. Þær hafa lýst mér.....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 23:28

6 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 23.7.2007 kl. 11:46

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég segi það hiklaust að safnaoghendaengudellan sé í Múrdælskum genum

Stórkostleg færsla hjá þér.

Bestu kveðjur.

Solla Guðjóns, 23.7.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Úbbs ekki ætlaði ég að gera þig Múrdælska......MÝRDÆLSKUM

Solla Guðjóns, 23.7.2007 kl. 15:44

9 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert fyrirmyndin mín núna .....miklar breytingar sem munu stuðla að henda henda henda .... flæðið er mikilvægt og virkjun þess góða!  Það að vera góður er einn sá allra ríkasti kostur í fari manneskjunnar.  Faðmur til þín fullur af kærleik og því góða er hjarta mitt geymir!

www.zordis.com, 23.7.2007 kl. 18:02

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Duuuugleg!!

Kveðjur í rigninguna úr rigningunni :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.7.2007 kl. 20:22

11 Smámynd: Linda

Hæ hæ, ég er að kvitta fyrir mig og þakka þér innlitið, þú ert jákvæð og merkileg persóna, ég bið þér blessunar.

 kv.

Linda.

Linda, 24.7.2007 kl. 00:56

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Það er svo miklu meira pláss í húsinu á eftir Ætli ein ferð í IKEA eða á næsta flóamarkað kippi því í lag.

Love, kallinn þinn 

Gunnar Páll Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 08:17

13 Smámynd: Margrét M

jamm það er með ólíkinum hvað maður getursankað að sér

Margrét M, 24.7.2007 kl. 12:06

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært í alla staði og á alla enda og kanta!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:46

15 Smámynd: SM

kvedja

SM, 25.7.2007 kl. 12:08

16 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Frábær ljóð og vekur upp mann ljóða áhugann aftur! Og einnig fíla ég hvað þú ert búin að gera við síðuna þína hún er rosalega flott! Ég er svona líka á til að safna hlutum í kringum mig og ég skil hvað þú meinar, við ættum að byrja hvern dag eins og við værum að byrja upp á nýtt og alltaf væri hvert skref nýtt skref að áttina að einhverju!

Friður 

Lúðvík Bjarnason, 25.7.2007 kl. 19:56

17 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ljóð eru alltaf mikill galdur og list að velja þau réttu (eins og þú gerðir) - því auðvitað er til fullt af mislukkuðum ljóðum = virka ekki fyrir mig. Aðrir eiga önnur óska- og mislukkuð ljóð. Það er þetta með að henda, ekki mín sterkasta hlið en þegar ég tek mig til get ég gengið aðeins of langt eins og þegar ég henti efni í hálft blað sem ég var að vinna að fyrir ónefnd félagasamtök. Viðtöl og minnispunktar fóru forgörðum og meira en mánuður leið þar til ég ætlaði að fara að vinna úr þessu. En veistu, það eina sem gerðist var að ég mundi kjarnann úr öllum viðtölunum og ein þeirra sem ég hafði tekið viðtal við sagði: ,,Það er svo skrýtið að sjá það sem ég sagði, svona orðrétt." Kannski var það rétt, kannski var það mín túlkun á því sem hún hefði viljað sagt hafa. En ég er enn að velta því fyrir mér hvað varð að ættarskírnarkjólum .... ;-(

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.7.2007 kl. 18:43

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra hrönn, myndin af einhyrningnum sem ég málaði, er farinn, veit bara ekki hvert ! (sennilega hent henni) en daginn sem ég skrifaði þessa grein gerði ég einhyrning á tvær myndir sem ég er að gera fyrir sýningu ! set það kannski inn seinna

Kæra guðrún nei þetta er ekki svo slæmt, við böðum samt í sjónum !

kæra solla, sennilega er það rétt, samúðarkveðjur til árna

kæri lúðvík takk fyrir komment á síðuna ! ég er líka nokkuð sátt við hana núna !

kæra anna ! ég geri það líka þegar ég tek mig til og hendi of miklu, en skírnarkjóllinn guð minn góður, vonandi hefur einhver annar hent honum !!!

öll þið hin takk fyrir dásamleg komment !

ég er í fríi þessa dagana, skrifa þess vegna ekki, baða í sjónum, vinn í garðinum, les , hugleiði, kíki af og til á ykkur. fer til svíþjóðar í næstu viku, og hlakka til

hef líka gaman af að koma inn og sjá kveðjurnar ykkar til mín ! 

Alheimsljós og friður á ykkur ! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 20:13

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla eins og þín er von og vísa, og ljóðin yndisleg.  Einhyrningur er tákn hins dásamlega hreina og dularfulla.  Satt sem þú segir við verðum að læra að henda frá okkur dauðum hlutum.  Málið er að ég sérstaklega þarf að læra það.  Er með húsið fullt af slíku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband