Jannis Kounellis prófessorinn minn frá Dusseldorf
19.7.2007 | 10:15
Jannis Kounellis var prófessorinn minn þegar ég var í Listaakademiunni í Dusseldorf !
Fyrir mig er hann stórkostlegur listamaður og maður.
Hann fékk mig til að trúa að ég GÆTI !
Hann var með til að styrkja mig í að það er jákvætt að vera sá sem maður er í verkunum sínum, en ekki að kópía aðra.
Hann fékk mig til að sjá trúna í því sem ég geri.
Hann var eitt að því besta sem ég hef upplifað í þróun minni sem manneskja því hjá honum fékk ég trúna á sjálfa mig!
Þegar ég hugsa um hann og það sem hann gaf mér sé ég hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur.
Þegar ég hugsa um marga af öðrum kennurum sem ég hef haft í gegnum lífið sem hafa rifið mig niður en haldið að þeir væru að byggja mig upp hugsa ég líka um hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur. Orð hafa áhrif, uppbygging eða niðurrif.
Ég upplifði hjá honum að vera séð sem myndlistamaður og tekin alvarlega í því sem ég var að gera.
Ég upplifið skilning á mínum hugarheimi, sem var dýpri en ég hafði sjálf,
Ég hafði áður haft marga kennara, en enginn hafði það sama og hann.
Hann sá langt inn í sálina mína og með einhverjum töfrum fékk hann allt það sem ég hafði fram , þangað, sem ég gat notað það og trúað að það væri rétt.
Honum er ég eilíflega þakklát fyrir þau 3 ár sem ég var nemandi hans.
Hérna er tvö video um verkin hans
Alheimskærleikur til ykkar og hans !
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Nauðsynlegt hverjum manni að þekkja svona einstakling
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 10:23
Mikið lán að mæta manneskju sem byggir mann upp í stað þess að rífa niður.
Rosalega varstu heppin og gott að þú sérð það
Kærleiksknús frá Als
Guðrún Þorleifs, 19.7.2007 kl. 11:05
Húrra fyrir honum!
Ylfa Mist Helgadóttir, 19.7.2007 kl. 19:45
Svona menn eru lofsverðir
Góð gein hjá þér eins og alltaf.
Knús
Solla Guðjóns, 20.7.2007 kl. 02:25
kæra sara, góð spurning, er eiginlega að gera allt annað, er núna að endurskipuleggja vinnustofuna mína, nýtt vinnuborð og fl. þetta tekur þann tíma sem það gerir, er þó byrjuð að teikna ogmála aðeins.
en ég hef ekkert sérlega mikinn tíma þarf að vera búinn með eitthvað í september, þar á ég að fara með mette og john á fund með einum galleríista sem vil sjá það sem við erum að gera. þannig að núna verð ég að fara að manifestera hluti niður.
Ljós til ykkar allra
héðan frá dásamlegu veðri
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 07:02
Guð blessi þig Steina, það er nauðsynlegt að fá kennara sem þessa, enda veita þeir mikinn innblástur, og verð ég að segja - sérstaklega fyrir okkur myndlistarfólkið. Við erum jú þekkt fyrir að vera viðkvæmar sálir. Þú veist alveg hvað ég meina.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.7.2007 kl. 08:11
Líkir sogast hver ad ödrum, zú hefur fengid dásamlega gjöf ad leidir ykkar lágu saman!
Yndisleg helgi framundan til ad njóta. Eigdu yndi á ljúfum föstudegi
www.zordis.com, 20.7.2007 kl. 10:37
Nú toppaðir þú það mín kæra.
Alheims ljós til þín!!!!!!!
Fallegra verður það ekki.
Takka takk. Mikið er gott hvað kennari þinn hefur haft á þig góð áhrif.
Einhverra hluta vegna hugsaði ég til þín þegar ég var í Köpen.
Geimsljós til þín.
K. Tomm.
Karl Tómasson, 20.7.2007 kl. 21:41
Þetta voru skemmtilegir tímar. Þú varst alltaf í skýjunum efti hverja heimsókn.
Love,Gunni Palli kokkur og eiginmaður.
Gunnar Páll Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.