Jarðarberjate og skítugt eldhús

 

2stemmedRosesLStem

Komin heim eftir vinnu. Þetta er síðasta vikan mín fyrir sumarfrí og ég hlakka svo til að fara í frí .

Þegar ég kom inn í húsið hérna áðan var búið að gera jarðaberjate handa mér. Það voru Sól og Andrea vinkona hennar . Þarna stóð fallegi tebollinn með rauðu te í. En hvað sá ég ? Jú eldhúsið var á hvolfi. Þær höfðu að sjálfsögðu skilið allt eftir sig hér og þar. Hvað gerist svo með mig, ég verð pirruð út af draslinu, en ekki glöð vegna tesins. Ekki svo gott.

Gat ekki alveg hamið mig þegar þær komu svo ánægðar inn

og sögðu : við erum með svolítið handa þér !1490854397_m

Ég sagði: þið þurfið að ganga frá eftir ykkur.

Þær sögðu: viltu ekki sjá ?

Ég kreisti fram bros: jú að sjálfsögðu, ennn þið verið að muna eftir að þegar þið eruð að gera eitthvað í eldhúsinu, að ganga frá eftir ykkur!

Fékk tebollan, sit með hann hérna  við hliðina á mér, og teið er volgt, bragðast ekkert sérlega vel, en þetta er Guðadrykkur, gerður frá hjartanu !

Verð að segja þeim það.

Þessi litla snúlla okkar er lötust við að taka til, að ganga frá á eftir sig.

Einhvernvegin verður hún að læra það, en án þess að vera þvinguð.

Í kvöld ætlum við að hafa húsfund, þar sem að sjálfsögðu allir koma með sitt sem betur má fara. Þetta gerðum við mikið þegar eldri krakkarnir bjuggu heima, en hún Sólin okkar hefur einhvernvegin ekki verið inni í þessum3386 málum. Hún er svo svífandi í sínum tónlistarheimi, og hefur bara fengið að vera þar, fær það alveg áfram en þarf aðeins að vera í jarðsambandi.

Allar vinkonur hennar Andrea, Cicilia og Vera eru svona, og þegar þær hafa verið hérna er ekki alltaf jafn gaman að koma heim.En þær búa alltaf eitthvað til handa mér sem stendur á borðinu með fallega skrifaðri kveðju til mín. Því má ekki gleyma.

 

Við fórum á flóamarkað um helgina, ekki frásögufærandi nema að við keyptum fiðlu handa Sól. Við höfum annars leigt fiðlu handa henni. En þarna var ein, frekar ný (þó það sé ekki alltaf kostur) gerð í Englandi og kostaði 1400 ddk (ca 15,000 isl) þetta vorum við ánægð með. Fiðlan  er sem ný og fallega rauð brún, í fallegum kassa. Við fundum líka flotta allt flautu þarna sem við keyptum  handa henni á 30 ddk. (ca 300 isl) Við vorum ánægð með þetta þegar heim var komið.

Við fórum  með hundana á ströndina á sunnudagskvöldið sem er gott fyrir þá , og sérlega gott fyrir Iðu, en hún var nú ekkert að láta þvinga sig til að synda, en Lappi synti eins og óður.

Núna ætla ég að hugleiða seinnipartshugleiðsluna mína, áður en ég þarf að fara að gera fullt annað, þvo þvott, planta nokkrum blómum, ganga frá, fara með hundana í göngutúr, vaska upp eftir matinn(er svo heppinn að Gunni eldar alltaf, og þá meina ég ALLTAF .

Ljós og Kærleikur til ykkar allra.

Frá mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - kannast við þessi viðbrögð - svo skammast maður sín niður í tær ef maður leyfir pirringnum að ná yfirhöndinni.

En sætar voru þær og þið heppin að fá fiðlu fyrir 15 þús. kall

knús til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ójá þetta þekki ég vel...þessar elskur hér hafa oft bakað og gert krem og skreytt og jaaaaa..hef lent í því að þurfa þrífa eldhúsloftiðEn .ær eru orðnar eldri og snyrtilegrisonurinn og hans vinir bökuðu bara pönnukökur og ekkert svo mikið subb í kringum það.En við þurfum að passa okkur...njóta...kyngja pirringnum og leiðbeina svo á eftir.Ég veit oft erfitt

Solla Guðjóns, 19.6.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig Steina mín, og takk fyrir þennan fallega pistil. Guð veri með þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband