það er svo heitt svo heitt
11.6.2007 | 16:25
Í dag er heitt, og hefur verið mjög heitt undanfarna daga.
Við höfum haft fullt af gestum, og það hefur verið yndislegt. Það hafa komið þrjú holl. Síðustu fóru á sunnudaginn. Ég var á fundi allan sunnudaginn, en Gunni og Sól fóru með gestunum á ströndina. Rachel vinkona Sólar og Greg pabbi hennar.
Sólin átti góðan afmælisdag.
Takk fyrir allar kveðjurnar frá ykkur.
Hún varð jú 10 ára, og ég held að hún hafi fengið 7 eða 8 blóm í afmælisgjöf. Flest frá vinkonunum.
Í dag var svo vinna og aftur vinna. Gerði vaktplan fyrir næsta hálfa ár. Vetrinum er að ljúka þannig að mikið er að ganga frá, skrifa rapport um hvern nemanda og fl..
Ég er ansi hamingjusöm þessa dagana, þó svo ég getir orðið smá fúl í augnablik, léttir til um leið.
Allar rósirnar mínar eru í blóma, hver annarri fallegri, þær keppast um fegurð.
Í kvöld fer ég í þerapí ummm dejligt.
Í dag fórum við með hana Iðunni okkar til dýralæknisins, hún er með slæma gikt blessunin. Ég hef verið að gefa henni lýsi, og segir læknir að það geri henni mikið gagn. Við verðum að sjá hvað gerist. Fengum hitt og þetta af ráðum og að gefa henni.
Hún er orðin 11 ára þessi elska. En ég er viss um að hún á mörg ár eftir
Er hún ekki dásamleg ?
Góður vilji Að vilja vel, það er það sem við mannkyn þurfum að beina athygli okkar á.
Að vilja vel fyrir sig, nágranna sína, vini sína, landa sína, bræður sína og systur, dýr, náttúrunna, jarðarbúa.
Ef allir þróa upp góðan vilja þannig að það verði hluti af eðli manns, þá leysast flest vandamál jarðar.
Þegar þróað hefur verið upp Góðan Vilja,
Þá þróast upp Kærleikur, Alheimskærleikur.
Læt þetta duga í dag, er hálf sljó vegna hita.
Ljós og Kærleikur til ykkar
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Athugasemdir
Tilhamingju með sólina!!!
Eydís Hentze Pétursdóttir, 11.6.2007 kl. 17:02
Yndislegt. Kærleikur til þín, kæra Steina.
SigrúnSveitó, 11.6.2007 kl. 17:46
hæhæ og takk fyrir mig! Og til hamingju með Sólina :)
Lúðvík Bjarnason, 11.6.2007 kl. 20:43
Ég stend mig æ óftar af því að seiva myndirnar sem þú setur inn.Mér finst þær svo fallegar og táknrænar.
Verð að segja að mér fannst svolítið sérstakt að lesa að dóttir þín hefði fengið svona mörg blóm frá vinum sínum.Held það kæmi skrýtin svipur á börnin hér á landi að fá slíkar afmælisgjafir.Þetta fær mig rækilega til að hugsa hvað við erum að gefa og afhverju.
Knús á þig.
Solla Guðjóns, 11.6.2007 kl. 23:55
Til hamingju með dótturina, skemmtilegur siður að gefa blóm. Dætur mínar elska að fá blóm
Það er sannarlega ekki hægt að kvarta yfir veðrinu, ég elska þennan hita og nýt hans í botn. Gangi þér vel í þínum störfum þrátt fyrir hitann Mundu bara ð fá þér vatn...
Kært knús frá Als
Guðrún Þorleifs, 12.6.2007 kl. 07:51
Að rækta með sér góðviljann og fá svona falleg blóm í afmælisgjöf..þess óska ég mér fyrir minn morgundag.
Takk fyrir yndilsegar hugleiðingar og fallegar myndir...veistu að vita af svona hugsun stöðugri og alltaf hér er svo upplyftandi.
Knús...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 09:26
Takk fyrir síðast kæra Steina og frábærar móttökur. Kysstu Sigrúnu Sól og Gunna frá okkur öllum. Bestu kveðjur frá Berlín,
Hlynur Hallsson, 12.6.2007 kl. 09:58
kæra ollasak, vertu hjartanlega velkomin ad fá myndir !!
sara: heyrdi líka af thessu hjá frænku, nú thurfa thau bara ad finna hús !
hlynur, takk somuleidis thad var alveg frábært ad vera med ykkur og endurvinna vinskapinn, bidjum ad heilsa theim ollum, og thér líka
katrín, kæra vonandi færdu blóm og fullt af blómum og mikid af hinu lika ljós til thín
gudrún ég man eftir vatninu, en thvílík dásemd í júni og yfir 30 stig dag eftir dag,
ljós og knús til hjólakonu
thid kæru hin takk fyrir kvedjur til mín og sólarinnar.
ljós til ykkar allra og hafid fallegasta dag í heimi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.6.2007 kl. 12:16
Svakalega heitt já, ég er alveg lömuð. Til hamingju með sólina þína, yndislegt að fá blóm, gaman að fá lifandi gjafir. Eldar minn er alltaf ánægðastur með að fá steina, er með heilt steinasafn við rúmmið sitt.
hafðu það gott, það á að fara að kólna niður í 20 gráður þá getum við náð andanum.
ást J
jóna björg (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.