Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína

 s_50ff63a60c24c2d2ec502bdaa63292fd

 

Það er mikið um að vera. Í gær komu Hlynur Kittý og börn í heimsókn til okkar. Þau buðu okkur út að borða í gærkvöldi og við áttum yndislega stund með þeim. Of stutt, en dásamlegt. Í morgun fóru þau svo  til Feneyja til að fara á Feneyjasýninguna, og svo ætla þau að vera í Berlin allt sumarið. Mjög stutt heimsókn, en frábært að hitta þau.

Hlynur og Kittý eiga Lóu sem er líka 10 ára eins og Sigrún Sól okkar, og þær skottur Sól og Lóa urðu bestu vinkonur um leið. Þær þekktust þegar þær voru litlar, en hafa ekki sést í langan tíma, en urðu eins og pottur og panna strax. Það var gaman að upplifa.

 

Á morgun koma Ylfa, Halli og börn, þau verða í þrjá daga, okkur hlakkar til.

Það verður semsagt ekki mikil skrif á næstunni.

Í kvöld fer ég á fund með hugleiðsluhópnum mínum, það verður gott.ros99

Á fimmtudaginn á fallega Sólin afmæli, 10 ára. Hún fékk afmælisgjöf frá okkur sem hún valdi sjálf... risastóran kaktus. Stór kúla með flottum göddum. Hún fékk nýjasta diskinn með Björk frá mömmu og pabba, og hann er spilaður endalaust, sem ekki er slæmt því þetta er mjög flottur cd.

Það er gott að hugleiða, bæði fyrir fullorðna, en líka fyrir börn. Hérna er hugleiðsla sem Sólin mín hefur gert af og til í ca tvö ár. Við gerum þetta saman,

Ég segi :

Sól ,lokaðu augunum,

sjáðu fyrir þér Sólina.

Sjáðu Sólina fyrir þér sem Sálina þína

Segðu nú:

Sól,

Skín á andlit mitt,

Núna,

Og alla eilífð.

 9821009

Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína. Tekur ekki nema augnablik. Þeir sem ekki eru vanir að hugleiða gætu gert þetta daglega bæði fullorðnir og börn.

Megi Sólin skína á ykkur, nú og alla eilífð.

Ljós

Steina

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðugt að láta börnin hugleiða, við höfum hugleitt með Eldari og honum hefur þótt það gott. Hann hlustar mikið á hugleiðslutónlist áður en hann fer að sofa. Gaman að sjá hvað börn ná mun fljótar tengingu en fullorðnir.

Þetta er fallegt sem þú gerir með sól, einfallt og gott.  Ætla að prófa þetta með drengnum.

ljós og kærleikur til þín 

jóna björg (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:50

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk Steina SÓL

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.6.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Sniðug þessi hugleiðsla, mun pottþétt prófa þetta :)

Eydís Hentze Pétursdóttir, 6.6.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2007 kl. 22:13

5 Smámynd:                                           OM

OM. Öll hugleiðsla gerir okkur að betri manneskjum ... og hún virkar.

Om shanti.

Kv. Leifur

OM , 6.6.2007 kl. 23:49

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er ekki merkilegt hvað það er vont...óþægilegt þegar maður uppgötvar að það hefur teygst á sambandi sínu við sálina? Að maður er ekki búinn að vera í sambandi...ekkert betra en að finna sína eigin nálægð og verund. Þá hættir maður að vera einmana.

Nærvera til þín Ljósberi!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.6.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með dóttur þína í dag Steina mín.  Og njóttu þess að hafa  vinina sem koma í heimsókn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég ætla að þyggja með þökkum þessa hugleiðslu og reyna að ná sambani við sálina og að eins að taka til í henni

Til hamingju með Sólina þína.

Knþus tilykkar.

Solla Guðjóns, 8.6.2007 kl. 02:19

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Sólargeislinn minn, takk kærlega fyrir þetta.  Ég ætla að prófa þessa hugleiðslu með börnunum mínum.  Yndislegt.

Knús til þín, og til hamingju með Sólina þína. 

SigrúnSveitó, 8.6.2007 kl. 19:13

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég prófaði! Þetta er yndislegt - svo einfalt og gott.....

Takk

Til hamingju með dótturina á afmælisdaginn, í dag og alla daga

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband