G8, myndlist og eplaplantekran !

t_rose1

Dagurinn í gær var alveg frábær. Kirsten nemandi minn var með lokasýningu sem var mjög góð. Það kom mikið af gestum, ég hélt ræðu . Það voru blóm , gjafir og hrós. Á þessu getur Kirsten lifað lengi og kemur til með að gefa henni betra sjálfsálit.

Á eftir fórum ég og Morten vinur minn á Rundgang á Kunstakademíunni. Það er vorsýning á verkum nemenda. Það var voða gaman. Siggi minn sýndi okkur staðinn og verkin. Það var svolítið fyndið því að fyrir ekki svo mörgum árum dróg ég hann með mér á allt mögulegt, sýningar , fundi og samveru í kríngum Kunstakademíuna hérna í DK og líka þegar ég var í Kunstakademíunni í Dusseldorf. Þá var hann lítill kútur og fór allt þetta með mömmu sinni. Núna er hann nemandi þarna og sem betur fer kunnugur þessum heimi, Núna var það hann sem fylgdi  okkur, og það var góð upplifun.

Eftir Rundgang fórum við að skoða sýningar á Amager, þar eru opnuð nokkur spennandi gallerí sem við fórum á. Á einum staðnum var gömul vinkona mín að sýna Michela sem ég hef ekki hitt í 10 ár. Við vorum með vinnustofu saman þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Núna ætlum við að taka þráðin upp aftur, sem verður gaman.

Það var gaman að skoða þessa nýju staði, þeir eru gott mótspil við önnur gallerí sem eru á Islands Brygge.

Í dag er Siggi minn að fara til Þýskalands að mótmæla á G8 fundinum. Hann fer eins og hann hefur áður gert í Kanínubúning þar sem hann deilir út rósum til bæði lögreglu og mótmælanda. Síðast þegar hann gerði þetta á Norrebrø  þá kom heil grein í að mig minnir Information um ferðir þessarar bleiku kanínu, sem dansaði og söng fyrir fólk og gaf rauðar rósir. Svo var þessi líka flotta mynd af honum !Siggi að mótmæla

 Vonandi fer allt vel í Þýskalandi. Set þetta með :

 

Dear Steinunn Helga,

In less than a week, G8 leaders will have the power to save millions of lives by fighting global disease and extreme poverty. All they have to do is fulfil the promises they already made to the world's poorest people.

Next week's G8 summit in Germany is do or die time, not just for the G8's promises, but for the millions of people who depend on them. It's not too late to do something.

Please sign the petition calling on the G8 to get back on track to keep their historic promises to the developing world. The commitments which have been kept are already saving millions of lives, but if every G8 country were to live up to its promises, we could save many more.

We are closing in on one million signatures from around the world on this crucial petition, please act now to push us over the edge before the G8 summit.

The G8 promised to make poverty history. Let's hold them to it, it's our promise too.

Please take action by signing the petition calling on the G8 to renew their commitments to the world's po
orest people.

Thank you for your voice,

Josh Peck, ONE.


Um síðustu helgi héldum við eplaplantekru vorfest. Það var voða gaman. Það komu ekki svo rosalega margir vegna þess að það hafði verið svo mikið rigningaveður.

Eplaplantekran er ekki svo langt héðan. Gunni (minn) Ulla og Alison eru með þessa plantekru, og að sjálfsögðu við fjölskyldumeðlimir. En þau standa fyrir þessu, og svo eru fullt af meðlimum. Eða ca 40 í allt.20061028093611_6

Dalurinn heitir Dumpedalen. Við erum með um 200 eplatré. Það sem gert er er að týna þessu dásamlegu epli, hver sortin á fætur annari. Svo á haustinn er gerður  eplasafi sem er hægt að kaupa fyrir lítinn pening. Eplasafinn  er hreinn, eplin eru kaldpressuð, safinn er grófsigtaður og aðeins hitaður í 85 gráður. Svo tappaður á flöskur. Engin rotvarnarefni og hann bragðast af paradís.

Það eru aktífir meðlimir sem borga eitthvað lítið fyrir að vera með, og svo 4 krónur fyrir hvern líter af most. Svo eru þeir sem er ekki aktæifir, þeir borga meira fyrir að vera meðlimir, og eitthvað meira fyrir safann.

Þetta er alveg frábært framtak, og er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki, en þannig að þetta sé samvinna að einhverju góðu.

Við höfum ekki keypt djús í allan vetur, bara eplasafann blessaðan.

Ég vona að í framtíðinni verði fl svona samvinnudæmi, sem gerir það að við deilum hvert með öðru því sem náttúran gefur.20061028092109_6

Eplatrén þarna eru ca 80 ára gömul, og allt er lífrænt, það hefur aldrei verið úðað eitri þarna. Ég hef nokkrum sinnum hugleitt  þarna og það er mikið líf á öðrum plönum.  Hver veit hvað hægt væri að gera ef samvinna næðsit ! Hægt er að sjá fl. myndir hérna

20061028100322_5

Í dag ætla ég að vinna í garðinum mínum, sem er svo dásamlegur. Ég finn að ég þarf að fá ró eftir allan fjöldann í stórborginni í gær.  Ég er orðin soddan sveitalubbi.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Epli eru æðisleg, náttúran er heilagur staður sem gaman er að snerta og anda að sér, virða í þakklætisskyni! 

Þú mátt sko vera stollt af stráknum þínum.  Sæt lítil kanína sem þú hefur komið á legg!

www.zordis.com, 2.6.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já kæra zordís ég er stolt af syni mínum, hann er dásamlegur strákur, og hefur pólitískar skoðanir og sýn á lífið sem mér finnst frábært og er alveg eftir mínu hjarta

knús og ljós til þín og þinna

epli er guðaávöxtur 

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 11:10

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú ert bara svoooo dugleg Steina

ljós og friður

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.6.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en flott, eplabúgarður og lífræn saftgerð, hversu betur er hægt að gera.   Gaman að lesa þetta Steinunn mín.  Og ég skil svo vel að þú sért stolt af syninum.  Frábært.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mmmmm eplasafi - ég verð þyrst af að skoða þessar myndir.... Frábær hugmynd að hafa þetta svona samarbejde

Vona að kanínan þín komi heim heil á húfi!

Eigðu góðan dag

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 17:35

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jeg ha´ udlejet mit hus!!!

"Dalurinn heitir Dumpedalen."

Eru DALIR í danmörku?

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.6.2007 kl. 22:07

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kanínubúningurinn, ég er hrifin af þeirri hugmynd. Ætli G8 skilji fyrr en skellur í tönnum?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.6.2007 kl. 00:28

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Halló, yndisleg. Jæja, nú er ég búin í verkefnisstússinu og hef aftur tíma til að flakka um bloggheima.  Frábært að vera komin aftur á sjá

Er þetta ekki Steina (i Nordlys) á myndinni??  Stórt knús til hennar frá mér

Og líka risaknús til þín frá mér, elsku Steina.  Alltaf svo mikið og spennandi um að vera hjá þér.

Kærleikur til þín... 

SigrúnSveitó, 3.6.2007 kl. 19:10

9 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Þessi lýsing á eplaframtakinu er ekkert eðlilega heillandi. Þegar ég les svona langar mig alltaf að flytja aftur til DK!

Eydís Hentze Pétursdóttir, 3.6.2007 kl. 20:35

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

eplasafinn er unaður ! það væri kannski hægt að gera svona samvinnu á íslandi með matjurtargarða ?

Sigrún mín, gott að sjá þig aftur, hélt bara að þú hefðir yfirgafið mig. þetta er steina í nordlys, við erum systradætur og mjög nánar. ég skal skila kveðju.

ljós til allra, nú fær ég gesti frá íslandi í dag.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 06:33

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Í alvöru?!! En yndislegt. Risaknús til ykkar beggja, frænknanna Steina getur sagt þér hvernig við þekkjumst, ef hún vill.

KNús... 

SigrúnSveitó, 4.6.2007 kl. 07:33

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég veit !!!! get getið mér til um það.

knús til þín sigrún sæta

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 08:44

13 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 4.6.2007 kl. 09:01

14 Smámynd: Margrét M

gott með kanínudrenginn

Margrét M, 4.6.2007 kl. 09:04

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús til þínþFrábær kanínustrákurinn þinn

Solla Guðjóns, 4.6.2007 kl. 09:22

16 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Spennandi eplaplantekran! Svo gott að fá "æblemos"  

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 4.6.2007 kl. 15:18

17 identicon

ég þekki líka nöfnu þína, bið mikið vel að heilsa líka.

mm,hljómar vel eplasafinn..

væri sko alveg til í að taka þátt næst ef þetta er líka fyrir "utan að komandi"

jóna björg (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:34

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra jóna ég held bara að það séu komnir svo margir núna, en ef ég sé að það opnast möguleika, læt ég þig að sjálfsögðu vita!!! lofa því

ljós til þín

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 12:23

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

jóna aftur, ég skila því !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband