Falleg morgunstund, með morgun hugleiðslu

 Friborg_logo_Lysgul

Morguninn er dásamlegur ! Ég sit hérna inni á vinnustofu með honum Lappa mínum, og húsið er hljótt, og allt sefur. Fyrir utan heyri ég í fuglum sem syngja, og kalla frá hreiðrunum sínum sem eru byggð á hinum og þessum stöðum undir þakskegginu okkar. Við deilum húsinu okkar með mörgum.

 Dagurinn verður annasamur, og húsið er á haug. Eldhúsið fer inn í dag, og hérna koma vinnumenn og smíða og hafa hátt, eftir smá stund, gas verðu tengt, leiðslur settar undir gólfin. Læti og Kaos, en eftir kaos kemur Hamony !

Ég byrjaði á að kíkja á mail þegar ég vaknaði kl hálf sex, eftir það kíkti ég smá á bloggið, fór að skoða hjá ykkur bloggvinum mínum og gat á sumum stöðum ekki varist að senda smá komment, þó svo að hinn innri heimur sitji og bíði eftir að ég kveiki á kertum,

Blátt fyrir fyrsta geisla, MM. Kraftur og Vilji

 Fjólublátt fyrir sjöunda Geisla, MR Það Hæsta og  Lægsta Mætist

og Gullið fyrir annan geisla, DK , Kærleikur og Viska.

Setjast í rauða stólinn minn, loki augunum OHM þrisvar sinnum út í þögnina, Ohm er Lífsins hljóð, hljóð sem tengir allt líf saman og heldur öllu lífi uppi.01178_400px

Fer svo af stað inn í innri heim sem er fullur af öllu.

Þetta ætla ég að gera rétt strax, helst áður en húsið iðar af vinnumönnum.

Siggi minn er hérna núna, hann sefur með hana Iðunni gömlu (hundinum okkar) fallegu við hliðina á sér.

Hann ætlar að hjálpa okkur að gera hitt og þetta sem tengist því að gera upp hús, hafa stórann garð, fá fullt af gestum á laugardaginn sem ætlar að gleðjast með mér yfir því að fjörutíu og sjö ár eru liðin frá því mér var kastað í þessan heim, til að vera með  með ykkur öllum hinum að skapa heim fyrir okkur öll.

Oft er verkefnið þungt, en það fer oftast eftir því hvað ég hugsa og geri, hvert ég vil fara og ekki fara. Þegar ég finn styrkinn get ég flutt fjöll og þá er allt eftir Guðdómlegum reglum og fer þá leið sem það á að fara þar sem að sjálfsögðu er alltaf frjáls vilji okkar mannanna til að gera það sem við viljum. Ætli það sé ekki þrjú skref fram og tvö til baka.

En þegar styrkurinn er þarna ekki, en vonleysi yfir þessu öllu, sendi ég þetta vonleysi út sem orku, sem hefur áhrif á allt sem ég snerti og hugsa til. Þessi orka fer svo áfram inn í lífsorkuna sem er okkar allra og hefur áhrif á hana ,og hjálpa til við tvö skrefin til baka.

Svona held ég nú að þetta sé allt auðvelt á þessari morgunstund.

 

Núna ætla ég að setjast í rauða stólinn minn, og hugleiða.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá mér og hafið fallegasta dag í heimi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Megi þessi dagur einnig verða þér sá besti og gangi ykkur vel með framkvæmdirnar. Greinilega stórverkefni gangi og ánægjubatburður framundan

Ljúfar stundir. 

Guðrún Þorleifs, 16.5.2007 kl. 06:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf gott að vakna snemma á morgnana og hlusta á þögnina.....

Takk fyrir fallega kveðju, gott að lesa bloggið þitt, geri það reglulega og tel mig verða fallegri fyrir vikið.

Eigðu góðan dag.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 07:20

3 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt.

Ólafur fannberg, 16.5.2007 kl. 07:26

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ný eldhús eru ævintýri. Ég sit hér ein í þögn og bíð efti vinkonu sem ætlar að taka mig í kristallaferð í lítið þorp við sjóinn. Best ég fylgi þínu fordæmi og Ohmi og ferðist inn í veröld orkunnar á meðan. Gangi allt vel í dag..og eins og þú segir..út  úr kaosi kemur Harmony!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 07:38

5 Smámynd: bara Maja...

Góður dagur !

bara Maja..., 16.5.2007 kl. 10:38

6 identicon

Ohh hvað þetta hljómar yndislega, gangi þér vel í framkvæmdum.

 ljós, Jóna Björg

jóna björg (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Einhvern daginn fljótlega á ég eftir að byrja að hugleiða,einhvern veginn næ ég ekki að einbeita mér nóg.Hef samt tekist þokkalega ef ég hlusta á hugleiðslu cd á meðan þá næ ég nokkuð að samlagast eða æj þú skilur hvað ég á við..

Gangi þér vel í framkvæmdunum

Solla Guðjóns, 16.5.2007 kl. 15:47

8 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert dugleg kona og það er ánægjulegt að ná svona góðum tengslum við tilveruna sem þú gerir!  Einn dag þá verður blik mitt sem þitt .... gefa sér þann tíma sem þarf til að geta fullkomnað tilveruna!  Þangað til hugsa fallegar hugsanir og vera í samhljómi við dag og nótt!  Faðmur til þín kæra kona sem bráðum fyllir ár!  Til hamingju!

www.zordis.com, 16.5.2007 kl. 20:00

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo mikill friður og kærleikur í þessari færslu Steinunn mín, að ég er viss um að þú varst byrjuð á hugleiðslunni áður en þú settist í rauða stólinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:55

10 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Kæra Steinunn mín, það er greinilegt að við erum að upplifa þessar umbreytingar öll á mismunandi hátt og gaman að vita hvað þú ert að gera, í þinni fjallgöngu.

knús til þín,

Vilborg 

Vilborg Eggertsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:25

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 Yndi og hux

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:26

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll, skrifa ekki allar, því þarna er elsku guðmundur líka. takk fyrir dásamleg komment eins og vanalega, kæra cesil, þú hefur rétt, ég fann orðið orkuna streyma í gegnum höfuðið, og hugurinn var á leið upp,gott að þú fannst það líka þegar þú last færslu. svona er nefnilega þegar ég er í hugleiðslu, ekkert neikvætt, erfiðleikar eru gjöf til að takast á við, óendanlegur kærleikur til alls lífs, dásamlegt. þetta hérna verður blogg dagsins, því enn erum við á fullu, og fullt af meilum sem ég þarf að svara og taka stilling til áður en verkefni dagsins byrja.

elsku jóna mín ekki vera að stressa þig á að muna afmælisdaginn minn, þó svo að þú munir það ekki meðvitað, gerir þú það ómeðvitað, og óskar mér alls, eins og ég óska þér alls.

knús og ljós til ykkar allra og best að hefja fjallgönguna eins og vilborg segir svo rétt.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 07:32

13 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

takk takk fyrir fallega lesningu!

Lúðvík Bjarnason, 18.5.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband