hvort sem er um Mannréttindi, Dýraréttindi, eða Náttúruvernd.

 Billede 1884

 

Það sem af er degi hefur verið spennandi! Ég og Charlotte fórum í heimsók til TV-Glad með von um einhversskonar samvinnu. TV-Glad er sjónvarpsstöð fyrir fatlaða, og er í Kaupmannahöfn, Esbjerg og Bornholm.

http://www.tv-glad.dk/

TV-Glad er líka, Leiklistarskóli, Animationskóli, Grafíkskóli, Músikskóli og núna er að byrja menntun sem aðstoðarmanneskja í eldhúsi.

Þetta var alveg frábær upplifun. Þarna var fólk að vinna að alvöru sjónvarpi, útvarpi, teiknimyndagerð, og undirbúningsvinna að leikverki sem verður sýnt 1 júni. Allir voru á fullu við allavega undirbúning. Húsið iðaði af lífi og orku. Allir voru glaðir og á fullu hver í sinni einbeitingu. Þarna var mötuneyti, sem var fyrir alla, líka fyrirtækin í nágrenninu.

Við fengum leiðsögn af einum eldhuganum sem var með til að setja þetta á stofn. Og það var alveg dásamlegt.

Hann bauð okkur að vera með myndlistasýningu á 30 metra löngum vegg, í salnum sem gengið er í gegnum til að sjá leiksýninguna, sem 1000 manns koma að sjá.

Við ætlum svo að vinna að einhverju sem gæti verið samvinna milli myndlistarskólans (sem ég kem frá : http://www.kunstskolenrammen.dk) og þeirra.

Takk ,Takk, Takk.

Það er komin tími til að fatlaðir fái sömu möguleika og aðrir í þessu lífi !

Þessu hefur verið mjög ábótavant, enda hafa Sameinuðu Þjóðirnar komið með ný lög um jafnrétti fatlaðra og þeirra sem ekki teljast til fatlaðra. Húrra fyrir því.

Það er svo frábært að hitta fólk sem er á sömu bylgjulengd og maður sjálfur í þessum og hinum ýmsu málum, hvort sem er um Mannréttindi, Dýraréttindi, eða Náttúruvernd.Billede 1872

 

Í gær var ég að vinna í garðinum, og ég var til kl. 9 í gærkvöldi. Og, og, og, og, það er þá sem blessaðar koma út úr trjánum MOSKITO. Ég er með ca 100 stungur á bakinu, fullt á fótunum, og mér klæjar og klæjar og klæjar. Ég er fegin að leðurblökurnar sem garga og öskra fyrir utan gluggann minn koma ekki inn og súpa blóð.

Á eftir ætlum ég og Sólin að fara út og þrífa stóra fuglabúrið til að setja fuglana út. Það er komið sumar, allt svo fallegt og í fullum blóma.

Ég hef ekki ennþá ákveðið hvort ég á að taka við nýju deildinni eða ekki, sem ég var svo mikið að velta fyrir mér í síðustu færslu. En ég trúi að svarið komi þegar ég þarf að taka ákvörðun.

Ég er að velta fyrir mér að koma með einfalda hugleiðslu hérna inn á bloggið, sem hægt er að smella á ef maður vil hugleiða. Sonur minn vil hjálpa mér með upptökur í skólanum sínum. Ég hef nefnilega orðið vör við áhuga hjá mörgum ykkar.meditation

Ljós og Kærleikur til ykkar og njótið þess að vera þið, því þið eruð öll einstök, hver og einn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt að finna samastað í baráttumálum!  Fegurð geislar og ég er viss um að svarið er á tungubroddi þínum ...... taka við deildinni eða koma tækifærinu yfir á annan hæfan einstakling!  Ég er til í að hugleiða með þér í fegurð og kærleika! Við í hvert öðru gerum svo góða hluti  ....  Þú kallar fram svo margt fallegt í þessum heimi og þúsundir moskítóbita verða falleg   Nei ... ég díla við sama fjandann hér Spánarmegin .... moskító og sem betur fer minna um leðurblökur!  Minnir mig á gamla moskitó færslu.  Við erum að fara að kaupa okkur moskítónet í húsið okkar því það verður algjör molla ef ekki eru opnir gluggar!  jæja nú er ég farin að blogga á blogginu þínu og óska þér kærleiks í dag og alla daga! 

Í lokin;

Gott ráð við moskitó biti (í þúsunudum) skera tómat í sundur og bera á bitin.  Tómaturinn er með það hátt sýrustig að hann slær á kláða um stund.  Einig er hægt að nota Spritt því það kælir!  

Gangi þér vel! 

www.zordis.com, 14.5.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Moskítóflugur eru líka dýr. Alheimsljós til þeirra litlu krúttanna. Það var ekki fyrr en ég fór hreinlega að biðja fyrir og senda ljós á lýsnar í höfði dóttur minnar að okkur tókst að drepa þær allar. Æ..fyrirgefðu Steina mín..stundum get ég ekki hamið mig í að vera svolítið ...æ þú veist.

Líst vel á hugleiðslu á blogginu..myndi alveg örugglega fá að vera með hjá þér.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú átt að borða meira Bvítamín Steinunn mín.  Þá vilja þær þig ekki.  En sendi þér knús og kram elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég ætla sko að taka þátt í þessari hugleiðslu!!

En MOSKÍTÓ!!! OG LEÐURBLÖKUR!!! ÚFF!!!!

Ég er hætt við ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Zordis, takk fyrir þetta ráð, held ég verði að nota það í nótt, bakið á mér er ótrúlegt

Katrín, já já ,ég veit, reyni að muna það kærlighed, kærlighed, kærlighed, á lýsnar líka, hef átt í basli við þær með dóttur mína, sem er með svo þykkt og mikið hár, best að ég sendi þeim ljós og drepi þær síðan hummm .

Cesil takk fyrir að minna mig á það, ég gerði það víst einu sinni og það hjálpaði mikið, ég í apótek á morgun.

knús til ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku ylfa frænka mín , þú kemur, ég hlakka svo til, og við getum saman setið í nóttinni og hlustað á gargið, pínu spúkí.

lnús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 18:24

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Steina eina sem virkar á lýsnar svona í alvöru er að blása hárið með heitu lofti og slétta svo með sléttujárni..þá steikjast bæði lýs og nit. Eftir afar langan tíma og endalausar tilraunir fann ég þetta út hjá þýskri aupair sem notar þetta alltaf með góðum árangri. Og viti menn...það virkaði!!!! Höfum ekki séð lúsarkríli í næstum 8 mánuði sem er algert met. Það er líka gott að blása með vel heitu lofti á koddana. Voila. Með leðurblökur kann ég hins vegar engin ráð!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 20:14

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra Katrín, takk fyrir þetta, hef verið ansi þreytt á þessum blessuðu lúsum, sem elska hárið hennar sólar, og ég alltaf með radaraugun í hársverðinum á henni þessari elsku.

Góða nótt mín kæra, héðan frá leðurblökugarðinum. þær eru ok , fyrir utan gluggann sem alltaf er opinn, en ekki inni í svefnherbergi.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:23

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina mín, takk fyrir linkinn á tv-glad Er búin að vera skoða heimsíðuna þeirra í morgunn og vááá!!! Mikið svakalega er þetta spennandi verkefni og ég vildi sko vera að vinna á svona stað! Þvílík verkefni. Hafði heyrt lauslega af þessu en ekki kynnt mér þetta. Er alltaf að leita að einhverju fyrir litlu fósturrósina okkar.

Hér borðum við B1 með þokkalegasta árangrinum. Varðandi lúsina þá er er sú barátta þekkt hér á bæ í þykku og miklu hári og einasta eina er sjampó sem ég kaupi í Þýskalandi. Það virkar og það er nóg fyrir okkur.

Guðrún Þorleifs, 15.5.2007 kl. 07:57

10 Smámynd: bara Maja...

Ljós og kærleikur til þín  

bara Maja..., 15.5.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband