Við erum örugglega hversdagshetjur, hver á sinn hátt !

 

Þá eru páskarnir að verða búnir. Það hefur verið mikið um að vera með góða gesti og góðan anda.  Ég er samt dauðþreytt eins og ég oftast er erftir mikla samveru með öðrum.Billede 1229

Þegar gestirnir fóru frá okkur í morgun, Siggi (sonur okkar) og Elana vinkona okkar fórum við í matarboð hjá Ullu og Claudiu sem búa hérna rétt hjá. Það var yndislegt eins og alltaf.

Núna erum við heima bara litla fjölskyldan, Sól, Gunni, ég og dýrin. Það er svo mikilvægt með góða vini, þetta ræddum við mikið um í dag hjá Ullu og Claudiu. Ulla er frá hinu gamla Vesturþýskalandi og Claudia er frá gamla Austur Þýskalandi.  

Við ræddum um það að vera einn og ekki hafa neinn til að deila sér og lífi sínu með. Eins og margir af því flóttafólki sem fer til annarra landa. Það er mikið af flóttafólki hérna í Danmörku, og þetta fólk hlýtur að hafa það erfitt. Eitt er að þau flýja frá landinu sínu til annars lands, annað er svo að koma í nýja landið og finnast maður vera óvelkominn, sem flest þetta fólk er. Við ræddum um fjölda dæma sem við þekkjum eða höfum heyrt um hversu þetta fólk oft má líða.  Það eru dæmi um fólk sem hefur komið til Danmerkur sem fjölskylda, svo er hluti af fjölskyldunni sendur til baka til að lenda í hræðilegum pyntingum, og koma svo aftur til Danmerkur eftir flótta frá pyntingum. Þurfa svo að fara í gegnum systemið aftur og svo fá leyfi til að vera. Flestir koma aleinir og þurfa að byrja upp á nýtt mð allt. Tungumál, menntun, og status í þjóðfélaginu.

Við fjögur höfum öll flutt frá okkar föðurlöndum, en með frjálsum vilja. Claudia þekkir tilfinninguna betur en við þar sem hún fór frá allri sinni fjölskyldu frá einum degi til annars til Vestur Þýskalands.

Danmörk er orðið mjög lokað land fyrir bæði innflytjendur og flóttafólk.

Danir sem kynnast útlendingum og vilja flytja heim með nýum maka, gera það ekki bara sísvona. Það þarf að eiga mikla peninga inni á bankabók, vera komin á ákveðin aldur og eiga/hafa íbúð. Margir flytja til Svíþjóðar og búa þar í langan tíma.

Elena vinkona okkar sem kemur hingað á öllum hátíðum,fríum og öðrum tækifærum er frá Hvíta Rússlandi. Þar er einræðisherrann Ljúkchenko, og átandið er mjög slæmt. Mikil fátækt. Systir Elenu sem kemur hingað einnig oft kom hingað sem aupair stúlka fyrir nokkrum árum. Vann við það í eitt ár. Menntaði sig svo til Leikskólakennara. Hún kláraði það með glans núna um jólin. Núna hefur hún búið í DK í 5 ár og á að flytja heim í júli, ef hún hefur ekki gift sig með dana. Þetta er náttúrulega mjög sorglegt  að vera neyddur til að flytja vegan laganna í landinu. Auðvitað er þetta dæmi ekki slæmt miðað við svo mörg önnur, en þar við stöndum svo nálægt þessu finnur maður fyrir þeirri sorg sem er að geta ekki ráðið yfir sínu eigin lífi.

Önnur hlið sem oftast er á öllum málum, er að þegar hún fer til Hvíta Rússlands getur hún verið með til að upplýsa þá sem hún er með um að það eru til aðrar leiðir að lifa og stjórna landi en er í Hvíta Rússlandi. Elena systir hennar kom til landsis fyrir 10 árum. Hún kynntist dönskum manni, þau urðu ástfanginn og hún flutti hingað.Billede 1191

Elena er menntuð sem verkfræðingur. En það fékk hún ekki metið hérna í Danmörku þegar hún flutti hingað. Þannig að hún þurfti að taka hluta í menntaskóla til að fá danskt stúdentspróf og er núna að lesa nanoteknologi á öðru ári. Hún er fyrir mér algjör hetja sem ekki tekur bara örlögum sínum heldur tekur örlög sín í eigin hendur. Eins og við öll getum gert þegar á móti blæs.  

 

 

Ég er núna að lesa frábæra bók um aðra hetju sem heiti Ayaan Hirsi Ali.ayaan-hirsi-ali

 

 

Ljós og friður til ykkar sem örugglega eruð líka hetjur hver á sinn hátt.

Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Ég bjó í Danmörku í átta ár, veit hvað þú ert að tala um.

bara Maja..., 9.4.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott að þú ert komin aftur á bloggið Búin að sakna skrifa þinna.

Úff, já Danmörk...og allt þetta sem þú talar um.  Ég var svo sem aldrei meðhöndluð sem útlendingur mín 9 ár í Danmörku, en í því lenti maðurinn minn hins vegar í.  Einn kunningi okkar í Dk kallaði okkur "is-perkere"...í gamni...en öllu gamni fylgir einhver alvara...

Ljós til þín... 

SigrúnSveitó, 9.4.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég bjó í dk og elskaði það .... tok eftir fullt af ranglæti en það hefur með opnu hliðin að gera, við útlendingarnir erum öll eins ..... samt svo ólík!  Ef allir gætu tileinkað sér ástina og friðinn þá væri menningaragrunnur ekki svo ólíkur!  páskakveðja til dk.

www.zordis.com, 9.4.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Já þetta eru skrítnar reglur varðandi landvistarleifið.Veit nokkur dæmi þess að kunningjar hafi verið að gifta sig þarna til að þurfa ekki að fara.Svona svipað og sparimerkjagiftingar hér áður.Upp hefur komið sú staða að kona sé gift kunningja og búi með barnsföður sínum.Lífið er stundum flókið.

Bestu kveðjur.

Solla Guðjóns, 10.4.2007 kl. 03:44

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Já þetta eru skrítnar reglur varðandi landvistarleifið.Veit nokkur dæmi þess að kunningjar hafi verið að gifta sig þarna til að þurfa ekki að fara.Svona svipað og sparimerkjagiftingar hér áður.Upp hefur komið sú staða að kona sé gift kunningja og búi með barnsföður sínum.Lífið er stundum flókið.

Bestu kveðjur.

Solla Guðjóns, 10.4.2007 kl. 03:45

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég held að hvert land hafi sinn staðal það eru staðlar á íslandi, sem ekki eru metnir í dk og öfugt. þannig er það með mörg af fjarlægari ríkjunum. t.d hvíta rússlandi. ég get skilið að það þurfi kannsi að taka kúrsa til að fá kannski það sem er vanntrar, en að fara í menntaskóla sem verkrfæðingur, það get ég ekki skilið. það er mikil vöntun á starfsfólki í dk, læknum, og fl. og það eru fullt af útlendingum með þá menntun em vantar, en það er í mjög fáum tilfellum að þetta fólk fái vinnu.

ljós til ykkar frá mér

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband