Viltu læra á einfaldan hátt að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?
9.8.2013 | 19:44
Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.
Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?
Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.
Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.
Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 19:00 á íslenskum tíma, er ég með hóphugleiðslu á skype.
Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.
Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar í heiminum. Kjarnin og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara.
Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um að læra að hugleiða, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.
Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.
Ég hlakka til að heyra frá þér.
Með kærri kveðu.
Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að bjóða þetta. Ég hvet fólk til að kynna sér og prófa hugleiðslu. Hún er í mörgum tilfellum miklu betri og árangusríkari en lyf, læknar og sálfræðingar.
Hörður Þórðarson, 9.8.2013 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.