Blessuð dýrin
12.4.2013 | 06:26
Je minn eini, það var erfitt að vakna í morgun, en dröslaðist loksins á fætur, enda kennsla í Gró framundan. Ekkert vekur mig þó eins vel og kaffið sem ég veit að bíður mín í eldhúsinu og upphitað eldhúsið af brenniofninum sem er á fullu að hita allt í húsinu sem hann nær til.
Hundanir tjúllast á hverjum morgni þegar ég hreyfi stóru tánna uppi í rúmi, algerlega óþolandi vani hjá þessum annars illa upp öldu hundum. Vil taka það fram að þeir haga sér eingöngu illa hjá mér, ég hef einhver óþekku áhrif á á þá, enda engin uppalandi, hvorki fyrir börn né dýr.
Sé heiminn of mikið sem leikrit og á oft erfitt með að taka hluti of alvarlega, þegar að þessum blessuðu dýrum kemur, vil bara elska þau og gefa þeim kærleika, sumir myndu segja að einmitt með því að ala þá upp, gæfi ég þeim kærleik, en ég sé einhvernveginn alla hunda í heiminum, eins og einn hund, þannig að það þarf að vera litfagurt, ólíkt á öllum stöðum.
Margir hundar eru ferlega vel upp aldir, gera allt sem húsbóndinn segir þeim, mér finnst það svolítið soglegt, dettur alltaf í hug, kúgaður einstaklingur, sem fær ekki að hafa sjálfstæða hugsun, en er stjórnað til hins minnsta. Hvar er plássið til að taka eigin ákvarðanir og finna sína eigin nýju hugsun, það er ekkert pláss fyrir það. En ef við höldum okkur við þá hugsun mína að allir hundar á jörðinni séu einn hundur, með eina sál og eina undirmeðvitund, sá kemur sú reynsla inn með mínum hundum, þeir taka fullt af eigin ákvörðunum, eru elskaðir skilyrðislaust, þrátt fyrir alla vitleysuna og átökin sem kennir okkur hér á bæ og stóra alheimshundinum.
Það versta sem við gerum að mínu mati sem mannkyn gagnvart dýrunum, er að taka frá þeim möguleikann á að þroskast og læra á meðan þau eru hérna, það eru mörg húsdýr sem verða fyrir því.
Verkssmiðjudýr, eins og ég vil kalla þessar elskur, missa algerlega af þeirri upplifun að hafa möguleika á að þroskast, fá aldrei að taka eigin ákvarðanir eða fá aðra upplifun en vonda. En nóg um það, ætla að hitta vin minn frá hinum hnettinum eftir smá stund.
Góðan föstudag heimur
Hundanir tjúllast á hverjum morgni þegar ég hreyfi stóru tánna uppi í rúmi, algerlega óþolandi vani hjá þessum annars illa upp öldu hundum. Vil taka það fram að þeir haga sér eingöngu illa hjá mér, ég hef einhver óþekku áhrif á á þá, enda engin uppalandi, hvorki fyrir börn né dýr.
Sé heiminn of mikið sem leikrit og á oft erfitt með að taka hluti of alvarlega, þegar að þessum blessuðu dýrum kemur, vil bara elska þau og gefa þeim kærleika, sumir myndu segja að einmitt með því að ala þá upp, gæfi ég þeim kærleik, en ég sé einhvernveginn alla hunda í heiminum, eins og einn hund, þannig að það þarf að vera litfagurt, ólíkt á öllum stöðum.
Margir hundar eru ferlega vel upp aldir, gera allt sem húsbóndinn segir þeim, mér finnst það svolítið soglegt, dettur alltaf í hug, kúgaður einstaklingur, sem fær ekki að hafa sjálfstæða hugsun, en er stjórnað til hins minnsta. Hvar er plássið til að taka eigin ákvarðanir og finna sína eigin nýju hugsun, það er ekkert pláss fyrir það. En ef við höldum okkur við þá hugsun mína að allir hundar á jörðinni séu einn hundur, með eina sál og eina undirmeðvitund, sá kemur sú reynsla inn með mínum hundum, þeir taka fullt af eigin ákvörðunum, eru elskaðir skilyrðislaust, þrátt fyrir alla vitleysuna og átökin sem kennir okkur hér á bæ og stóra alheimshundinum.
Það versta sem við gerum að mínu mati sem mannkyn gagnvart dýrunum, er að taka frá þeim möguleikann á að þroskast og læra á meðan þau eru hérna, það eru mörg húsdýr sem verða fyrir því.
Verkssmiðjudýr, eins og ég vil kalla þessar elskur, missa algerlega af þeirri upplifun að hafa möguleika á að þroskast, fá aldrei að taka eigin ákvarðanir eða fá aðra upplifun en vonda. En nóg um það, ætla að hitta vin minn frá hinum hnettinum eftir smá stund.
Góðan föstudag heimur
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra grein. Ég el mína fjóra upp eftir sömu hugsun.
Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2013 kl. 23:19
Það er gott að við erum nokkur sem gerum það :o)
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2013 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.