Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.
11.3.2013 | 14:12
Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.
Ég hafði alveg dásamlega hugleiðslu í morgun, þar sem ég fékk skilning á svo mörgu, bæði með sjálfa mig og einnig með lífið á Jörðinni.
Ég hef í mörg, mörg ár haft höfuðið uppi í skýjunum, eins og stundum er sagt, þegar jarðtenging er lítil eða engin. Við erum ansi mörg, sem höfum ekki mikla tenginu við mannkyn, eða önnur náttúruríki, en erum upptekinn að þróa og styrkja, sjálfsmynd okkar, eða huga, til að verða klókari og klárari í vinnu og annarsstaðar./hinn fullkomni einstaklingur.
Það er líka krafist þess af samfélaginu, að þú sért fljótur að hugsa, fljótur að gera og klár og keik.
Þar af leiðandi eru eins og við vitum, margir sem falla út og geta ekki fylgt með í þessu hörku flóði. Við setum þau oft í greiningarkassa, til að afsaka okkur sjálf, fyrir ekki að skoða samfundið eins og það er og til að mögulega gera einhverjar beitingar á því sem er og þangað sem við erum að fara.
Ekki nóg með að við hendum þeim frá sem ekki geta hlaupið nógu hratt, hugsað nógu hratt eða vera nógu gott, út frá einhverju stöðluðu mati, sem engin veit hver hefur sett yfir hausinn á okkur sem mannkyn.
Ekki nóg með að við hendum fólki af vagninum, sem ekki geta, eða vilja vera með, þá erum við sjálf ekki heil í því sem við erum að gera. Við tökum ekki allan pakkann með í hlaupið, við tökum bara þann hluta sem við á sem auðveldastan hátt getum haft með, án þess að þurfa að nota tíma til sjálfsrannsóknar, sem við höfum ekki tíma til, nema ef vera kynni að við verðum svo heppin að brotna undan álaginu, sem krefur okkur að stoppa og skoða og skilja.
Allt einhvernvegin mjög fólkið, en þó ekki.
Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi, þá hef ég eins og ég hef sagt, hugleitt í mörg ár og það er mín sterkasta hlið, að hafa höfuðið í skýjunum.
Undanfarið hef ég verið að reyna að tengjast líkama mínum, til að vinna með honum, en ekki á móti. Ég hef skrifað áður um þessa baráttu, svo ég ætla ekki inn í það hérna. En í morgun í hugleiðslunni minni, sá ég þetta allt í stærra samhengi.
Þetta er ekki bara ég og líkami minn í þerapíu, þetta er allt hluti af stærra samhengi.
Ég get upplifað það sama, á því hvernig við umgöngumst Móður Jörð. Við elskum hana þar sem hún er falleg, en viljum sem minnst vita af henni þar sem hún er ljót! Við einbeitum okkur meira að því ytra, en að því innra. Við tökum og tökum, það sem okkur vantar, án þess að gefa til baka, nema þar sem okkur hentar sjálfum.
Ég get séð hvernig við sem manneskjur, hugsum meira um hið ytra útlit, en við hugsum um, hvernig líkamanum líður, við tengjum í raun ekki saman, hvernig líkamanum líður og hvernig okkur líður, við hlustum ekki á líkamann.
Flestir láta sig litlu varða, hvað það er sem sett er í líkamann, bara ef hann heldur sér grönnum. Við borðum gervisykur, í allavega fæðutegundum, við smyrjum okkur í allavegana krem, sem eru full af eiturefnum og ég tala nú ekki um, búið að gera allavega tilraunir á litlu bræðrum okkar og systrum í dýraríkinu. Þetta hugsa allt of fáir um, þegar verið er að smyrja á líkamann hinum og þessum andlitskremum og bodykremum.
Ég get séð fyrir mér, hvernig orka er í þessum kremum, sem búið er að þróa í gegnum þjáningu þessa litlu lífa á tilraunastofum um allan heim. Sem betur fer er búið að banna svona tilraunir í Evrópu, núna nýverið.
En ef við skoðum stærri myndina, þá gerum við það sama við móður jörð, við hendum allavegana rusli og eiturefnum í hana, við skoðum ekki hvað er best fyrir Jörðina, við skoðum hvað okkur hentar. Það er ekki jafnvægi á milli hugar og líkama.
Þegar ég skoða hvernig er í mörgum Arabaríkjum, Indlandi og öðrum stöðum, þá er allt fljótandi í rusli á götum úti, í náttúrunni, engin tenging við móður jörð, það er bara tekið og tekið og allt er um trúna, föðurinn. Það er lifað í trúnni á föðurinn, án þess að hafa neina tengingu við Móður Náttúru, dýraríkið, plönturíkið eða steinaríkið. Þetta er sem sagt alger tenging upp, þar að segja, með höfuðið í skýjunum. Annað sem ég velti fyrir mé, er að við segjum við jarðarfarir, Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða. Það sem gerist í þessu ferli, er að öll þau eiturefni sem við höfum bæði smurt á okkur, sett ofan í okkur og annað, blandast móður Jörð, í rotnunarferlinu. Allt er eitt, hvort sem við sjáum það með berum augum, eða skiljum það sem koncept. Lausnin er að mínu mati heldur ekki að við látum brenna líkamann, neineinei, eiturefnin fara bara í andrúmsloftið og blandast svo á þann háttinn inn í Móður Jörð.
Svo skoða ég frumbyggja í Ástralíu, Indíána, sem eru enn í tengingu við sinn uppruna. Þá sem aðhyllast shamanisme, þar sem alger tenging er í Móðurina, öll náttúruríkin, þau eru með fæturna grafnar í jörðina,
Mín hugsun er, að á báðum þessum stöðum, þar sem maður er með höfuðið í skýjunum, eða fæturna grafnar í Jörðinni, þá þarf að tengja það hæsta því lægsta, Andinn þarf að mæta efninu.
Í hugleiðslunni minni í morgun, upplifði ég að við sem mannkyn erum öll meira og minna á sama stað, við þurfum að tengja því hærra, því lægra og við þurfum að tengja því lægra, við það hærra.
Þetta er hægara sagt en gert, en fyrsta skrefið er að skilja þetta lögmál, til að geta farið í gang. Ég varð í raun mjög glöð að fá þennan skilning, því nú skil ég hvað verkefnið er hjá mér. Þetta er ekki bara ég ein að reyna að skapa tengingu og samvinnu við líkamann minn, þegar þetta er séð í stærra samhengi, þá er mannkyn að tengja sig bæði við föðurinn og við móðurina og ég og þú erum bæði hluti af mannkyni. Þegar ég fer í gang og skrifa þessa hugsanir mínar niður, þá verða fleiri og fleiri sem skilja og vera, ég sendi frá mér hugsanir, sem hafa áhrif á aðra.
Ég er svo þakklát fyrir þennan skilning, því nú skil ég hvers vegna og hvert við erum að fara ég og líkami minn, hollusta, lífrænt, og Kærleikur.
Steina
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku vinkona mín, ég hef ekki fundið ró til að lesa þínar yndislegu færslur. Það er bara þannig, en ég ætti að gera það, því þú hefur ótrúlega góð áhrif á sálina í mér. Takk fyrir að vera til
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 18:21
kæra kona, dásamlegt að heyra frá þér. Sendi þér kærleika og Ljós. koss á enni með :o)
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.3.2013 kl. 22:18
Takk ljúfust mín innilega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2013 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.