Hver vil læra hugleiðslu !

Kæru vinkonur og vinir!

Ég er að þreifa fyrir mér með nýja hluti. Ég finn að nýir tímar eru á leiðinni hjá mér og fylgi ég þeirri tilfinningu eftir.

Ég hef margra ára reynslu í að hugeiða og það liggur einhvernvegin ljóst fyrir mér að sú leið er ein af þeim vegum sem mér ber að fara.

Ég hef mikinn áhuga á að kenna og hjálpa fólki að læra að hugleiða, sérstaklega þeim sem enga eða litla reynslu hafa, en finna löngun til að fara þessa leið til betra lífs.

Hugleiðsla er leið að betra lífi, það er eitthvað sem allir vita, en mín reynsla er sú að það er erfitt að finna stað til að fá hjálp til að byrja án þess að það sé svo fyrirferðamikið.

Mér dettur í hug að mögulegt sé að safna smá hópum saman 10 til 20 kannski færri eða fleiri!

Það væri hægt að hittast í heimahúsum eða annarsstaðar, ég er opinn fyrir öllu. Ég mun velja að kenna það sem hentar hverjum hóp. Sumir vilja hugleiða um Kærleikann, aðrir vilja fá samband við skabandi orku, aðrir vilja fá þögn í hugann. Ég get að sjálfsögðu ekki kennt allt þetta á einum degi en ég mun reyna að sinna þeirri þörf sem verður og byggja námskeiðið upp eftir því.

Flestir hafa þörf fyrir að læra sjálfsþekkingar hugleiðsluna "hver er ég". en þegar ég veit hvaða þörf er, þá mun ég vinna prógram.

Það sem ég þarf er í raun peningur fyrir farmiða til Íslands til að halda námskeið fyrir þá sem óska og gott væri ef það væri eitthvað meira í baukinn.

mér finnst þó mikilvægt að allir hafi möguleika á að koma og þess vegna er kannski betra að þetta sé stærri hópur eða nokkrir hópar svo ég geti haft þetta eins ódýrt og hægt er og jafnvel þeir sem engan pening hafa hafi samt möguleika á að koma.

Er þetta eitthvað sem þið mynduð hjálpa mér með, engin pressa en bón :o)
Látið mig endilega heyra hvað ykkur finnst um þetta, með hugmyndir að hvernig hægt væri að gera þetta eða annað.

Kærleikur til ykkar allra
Steina

Endilega sendið þetta áfram til þeirra sem mögulega hafa áhuga

Hafið samband við :steinunnhelga@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband