Ný hugsun með nýrri kynslóð

Ég bind vonir við þessa nýju kynslóð, þau verði betri til að upplifa sig sem hluta hvert af öðru þrátt fyrir mismun á kynþáttum, landamærum, tungumáli, kynjum, stéttaskiptingu eða trúarbrögðum!

 

Sólin mín litla sem er 13 ára er dæmi um það hvernig við getum mæst saman um það sem við höfum sameiginlegt í staðin fyrir að vera óvinir um það sem gæti skilið okkur hvert frá öðru vegna ólíkra þátta hvert í öðru.

 

Þegar Sól var lítil ca 3 ára var hún á barnaheimili, reyndar barnaheimili sem ég hef bloggað um áður, en það er önnur saga.

 

Á þessu barnaheimili átti hún tvær bestu vinkonur, Nina Radzioch og Rachel Langford. Sól sjálf heitir Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson.

Þær voru óaðskiljanlegar þó svo að Nína væri 4  ára, Sól 3 ára og Rachel 2 ára.

 

Eftir einhvern tíma flutti Rachel á bóndabæ á Fjóni, en vinskapurinn hélt áfram.

Við keyrðum stelpurnar fram og til baka eins oft og kostur var. Svo byrjuðu þær að nota skype og gátu spjallað saman allar þrjár eins og þær langaði. Núna fara þær einar með lest og eru um helgar heima hjá hvor annarri þegar möguleiki gefst.

 

Allt þetta er ósköp sjálfsagt, en það sem er svo skemmtilegt er að Sól kemur frá Íslandi, Nína frá Þýskalandi og Rachel er frá Engjandi, allar aldar upp í Danmörku.

Sól kemur frá heimili þar sem daglega er töluð íslenska, heima hjá Nínu er töluð þýska og heima hjá Rachel er töluð enska

 

Svo er það sem er svo markvert og gefur mér von um framtíðina hjá okkur mannkyni þar sem erfitt virðist vera fyrir þjóðir og nágranna að samþykkja að við höfum hver okkar trú og það eru margar leiðir til að vera manneskja.

 

Rachel er frá mjög trúaðri fjölskyldu þar sem þau eru aktiv í hvítasunnukirkjunni, biðja borðbænir og undirbúa sig fyrir kristniboðastarf í Afríku.

 

Sól trúir á álfa, tröll, engja og endurholdgun og kemur frá heimili þar sem stunduð er hugleiðsla og englar, álfar, og líf á öðrum víddum er eins sjálfsagður hlutur og að drekka vatn.

 

Nína trúir ekki á Guð og hún kemur frá heimili þar sem náungakærleikurinn er þvílíkur að ég hef sjaldan kynnst öðru eins, en fjölskyldan trúir ekki á Guð, eða það sem við köllum Guð.

 

Þrátt fyrir þetta, eru þessar stelpur svo nánar og á milli þeirri ríkir Kærleikur sem er yfir allt annað hafið.

Það gefur mér von um að heimurinn geti mæst, á því sem við eigum sameiginlegt.

 

img_0928.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta hljómar vel ..... allir í sátt og samlyndi.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.7.2010 kl. 10:21

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk.....takk.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.7.2010 kl. 10:47

3 identicon

hhhhmmmm,

  Þetta er allt gott og blessað, en ný hugsun með nýrri kynslóð. Ég get ekki séð annað, en að svona hugsun hafi verið við lýði kynslóð fram af kynslóð. 

  Einnig er kynslóðin í dag alvega jafn "fordómafull", og fyrri kynslóðir, bara á annan hátt. 

  Hvað er annars að trúa á álfa, eða þvíumlíkt, hvað er inntakið í þeirri trú?, og hver predíkaði náungakærleik á sínum tíma?

Jóakim (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: www.zordis.com

Í voninni býr líf

Við ættum öll að einsetja okkur náungakærleik og virðingu fyrir því sem mætir okkur í lífinu.

Kærleikur til fallegu fjölskyldunnar.

www.zordis.com, 7.8.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband