Færsluflokkur: Dægurmál
Viltu læra á einfaldan hátt að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?
9.8.2013 | 19:44
Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.
Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?
Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.
Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.
Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 19:00 á íslenskum tíma, er ég með hóphugleiðslu á skype.
Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.
Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar í heiminum. Kjarnin og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara.
Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um að læra að hugleiða, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.
Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.
Ég hlakka til að heyra frá þér.
Með kærri kveðu.
Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þegar ekkert er á leiðinni, er gott
27.7.2010 | 07:43
Ég elska svona morgna, einstaka fluga suðar hér og þar í eldhúsinu, eldhúsklukkan segir tik, tak, tik, tak og sofandi hundar liggja við fæturna mínar, annars bara húsaþögn.
Svona byrjar dagurinn minn í dag, og lofar góðu. Inni í herbergi sefur Sól með Rachel vinkonu sinni frá Fjóni, sem verður hérna fram á fimmtudag.
Mér finnst ekkert betra en þegar ég get bara verið og er ekki á leiðinni neitt og ekkert er að gerast í dag eða á morgun. Ég get bara verið að dúllast í garðinum mínum, spjallað við dýrin mín og látið eins og svona getur allt verið að eilífu!
Ég er heldur ekki á leiðinni neitt, ekki í dag og ekki á morgun. Á fimmtudaginn fáum við vini í mati og það eru plön þessarar viku, það er bara alveg frábært.
Ég veit þó að ef ég lifði alltaf svona væri ég ansi þunglynd og leið á lífinu.
Af og til, en þessi þögn bara alveg frábær. Núna mjálmar kisa og vil komast inn, en hún getur bara beðið, hún er heldur ekkert að fara neitt, eða liggur eitthvað á, nei nei, svo er nú það.
Ég held ég máli borðfætur í dag, og hreinsi smá arfa í blómabeðunum mínum. Fæ mér morgunmat á eftir, svo við tækifæri hádegismat, svo kemur Gunni heim og við eldum kvöldmat.
Kannski undirbúum við eldhúsið fyrir að setja flísar upp fyrir ofan eldavélina og eldhúsvaskinn. Ég veit þó að Gunni vil miklu heldur týna hindber, eða einhver önnur ber, eða taka til í matjurtargarðinum, eða bara eitthvað annað sem gerir að hann getur verð úti í garði, en við sjáum bara til.
Sól og vinkonan Rachel, eru voða fínar saman, eru vinkonur frá því þær voru á barnaheimili saman. Rachel flutti til Fjónar fyrir nokkrum árum, en þær hafa alltaf haldið sambandi. Þær sitja sennilega og horfa á musik video í dag, sápuóperuþætti. Kannski baka þær, fara í göngutúr með hundana, klappa kisunum, hlæja og eru kátar, en eitt veit ég sambandið við mig verður ekkert og það er bara notalegt.
Ég elska svona daga þar sem ekkert gerist, og ekkert er planlagt fyrir utan það sem mér dettur í hug hér og þar.......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við heyrum ekki alltaf í núinu, við heyrum oftast frá fortíðinni
10.8.2007 | 15:24
Komum heim eftir 9 daga ferð til Svíþjóðar. Þetta var ferð með miklu, upplifun, tilfinningum upp og niður.
Sem sagt lærdómsrík. Við keyrðum fyrst í Pippiland, þar að segja í garð í Smálöndum þar sem er hægt að upplifa öll ævintýrin hjá Astrid Lindgren í leikritum, leikjum húsum og bæjum. Við fórum þangað fyrir 3 árum og það var þvílík upplifun hjá Sól dóttur okkar og Lilju barnabarni okkar sem var þá 2 ára.Þarna var aftur gaman að vera, nema ég er orðin of gömul fyrir að nenna svona tjaldveseni !!! Við skoðuðum líka nýtt safn sem hefur verið gert um Astrid Lindgren. Við hérna á bær höfum verið mjög hrifinn af bókunum hennar og lesið upphátt fyrir Sól. Bræðurnir Ljónhjarta er mitt uppáhald. Græt með ekkahljóðum þegar ég les þessa dásamlegu bók. Þessi kona hefur verið stórmerkileg og langt á undan sinni samtíð og er ég þá að skoða sýn hennar á dýr og dýravelferð.
Hún barðist mikið fyrir þessa bræður okkar og systur .
Hún fékk m.a. í afmælisgjöf frá Sænska ríkinu þegar hún varð 9o ára,ný lög sem segja að öll dýr eiga að hafa aðgang að ökrum og útiveru. Þetta finnst mér frábær afmælisgjöf !! Þetta þýðir að það eru engin búrdýr í Svíþjóð !
Við vorum sem sagt þarna í 4 daga, mjög gaman fyrir okkur öll.
Við fórum svo að hitta hugleiðslugrúppuna og fjölskyldur þeirra. Við vorum með þeim í 5 daga í húsinu í skóginum við vatnið. Frábær staður, frábær náttúra.
Húsið var risa stórt pláss fyrir ca 30 manns. Við hugleiddum á morgnana frá 8 til 9. Á meðan fóru Gunni og Sól að synda í vatninu. Við vorum svo allan daginn að svamla, syngja, spila, tala, leika, horfa í bálið, borða góðan mat, mála, teikna, syngja karókí (ég söng karókí) Þetta var dásamlegt Við komumst langt inn í hvert annað, sáum barnið hvert í öðru, sársaukann hvert í öðru, gleðina hvert í öðru. Þetta var gott fyrir grúppuna.
Ég varð meðvitum um hversu mikilvægt það er að vinna með sjálfan sig og þá fortíð sem maður hefur, hvernig fortíðin getur haft áhrif á þá sýn sem við upplifum í okkar daglega lífi. Hvernig fortíðin getur fengið okkur til að heyra hluti á ólíkum plönum. Við heyrum ekki það sem er sagt, en við heyrum frá fortíðinni, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.
Við upplifðum svo mikið þegar við erum börn frá bæði foreldrum okkar og þeim sem eru í kringum okkur. Við höfðum í raun engar varnir gagnvart þeirri orku og þeim orðum sem voru í kringum okkur.
Aðgát skal höfði í nærveru sálar, sérstaklega vil ég meina þeim sem hafa engan möguleika á að sortera frá það sem ekki er gott fyrir sig. Það var í raun stórmerkilegt, en mjög erfitt að upplifa þessa hluti svo tens sem ég upplifði. Það er líka gjöf, því þá verð ég meðvituð um hversu mikilvægt það er fyrir mig að vinna áfram með Gordon (sem ég er í þerapí hjá). Lífið er einn langur lærdómur.
Við komum heim í gærkvöldi. Ég vaknaði svo í morgun og fór í vinnuna. Þegar ég kom heim var nýja kisa komin, Ingeborg.
Ingeborg átti að fara yfir í kattasálina. Við vorum beðin að taka hana því eigendur hennar pössuðu ekki vel upp á hana. Getur maður sagt nei, þó svo maður sé með 3 aðra ketti, tvo hunda og tvo páfagauka.
Nei við gátum það ekki , þannig að Ingeborg er hérna liggur á vinnustofunni minni hjá mér , ofan á öllu dótinu frá ferðalaginu og sefur. Hún er 4 ára og voða sæt.
Núna er föstudagur, ég ætla að hvíla mig mikið um helgina, erum samt að spá í að mála eldhúsið !
Ljós og friður til ykkar allra.
Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!
22.7.2007 | 12:48
Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum. Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.
Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.
Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !! Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna
Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !
Ég sem sagt henti verkinu !!!
Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.
Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !
Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.
Þessu má og þarf ég að breyta.
Henda út, skapa nýtt.
Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.
Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .
Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.
Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.
Og hvað þurfum við til þess ?
Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,
RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast !
Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta
Alheimskærleikur til ykkar allra
Skáld á tali við Einhyrning!
Apríl morgun.
Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á, og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.
Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
Í skjóli föðurgarðsins
Og í skelfingu bersvæðanna
Átti ég þig að, leiðtogi minn
Nálæg hver tilsögn þín, alskír.
Og í áfangastað kvaðst þú bíða.
Þú varst mér ilmur
af eplum og greni.
Þú sem ert fiskur ristur á vegg
rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu
Þú sem ert Einhyrningur
og enga myrkviður skelfist.
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns
En þig missti ég
Og þín er ég að leita sífellt...
Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.
Gamli maðurinn heldur áfram:
Dag einn
Dreymdi mig þig
Einhyrningurinn
Aleinn sit ég við fótskör þína
Hugur minn er kvíðafullur
Hornið fram úr enni þér gnístir !
Hjartaslag eftir hjartaslag
hnikar því nær
og rakleitt
að rótum dýpstu bænar minnar.
Ég hugsa: lifi ég, lifi ég
Svo lengi að það standi
Gegnum mig
Og í gaflinn dökka mér að baki ?
Endurleysi mig ?
Engu svaraðir þú, en mæltir:
Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða
ber ég eld að sjálfum mér.
Í augsýn
alls heimsins mun ég loga !
Ég er íþyngdur spádómsritum
íþyngdur testamentum
játningum og jarteiknum.
Eitthvert sinn
Þegar ókomnar stundir líða
þyrla ég sögunni frá enni mér
þvílíkt sem skýjum
og brenni sjálfan mig
til svartrar ösku
Fylli svo aftur hvern hlut
fylli nálægðirnar
fylli víðátturnar
vængjaður sögulausum geislum !
Og hjarta mitt kyrrist
Það kveið engu framar.
Hjarta mitt átti sér gleðisöng
Engin takmörk !
Þetta voru orð skáldsins.
Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:
Ávallt fylgi ég þér
Og öllum hinum dýrunum
Horn mitt er geisli
Það heggur í tvennt vegleysuna !
Ég renn á undan ykkur
Um rautt myrkur skóganna.....
Sama hvort er banggrátt
blik tungls um granir ykkar
ellegar þið berið
í alsælu leiðslu
á herðakambinum
háa stjörnu......
Ég renn á undan ykkur
Sjá ég er vatnið
Sem var og er, þótt það brenni !
Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
En þig missti ég.
Og þín er ég að leita , sífellt......
Dægurmál | Breytt 26.7.2007 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Við lifum nú góðu lífi ! Ég hef haft það gott þessa helgi. Hafði mestar áhyggjur á að ef það myndi rigna.
Á föstudagakvöldið var okkur boðið í kvöldkaffi til vina okkar í Hillerød, það var svona mjög spontant.En við keyrðum þennan klukkutíma sem það tekur og áttum huggulega stund með Peter og Bettina. Ræddum mikið trúmál og það að vera esoteriker. Það er alltaf öruggt og notalegt að vera með fólki sem hugsar eins og maður sjálfur.
Krefur ekki mikilla útskýringa.
Hafði mestar áhyggjur yfir hvernig veðrið yrði !
Í gær fórum við svo til kunningjafólks okkar, Bente og Benny sem eru með húsbíl á tjaldstæði rétt hjá ströndinni. Við fórum með á flóamarkað þar sem keypt var hitt og þetta sem engin þörf er reyndar á. Syntum í sjónum og borðuðum góðan mat Ræddum lifið og tilveruna, um að lifa lífinu og uppfylla óskir sínar, því það væri mikilvægt að vera hamingjusamur í þessu lífi. Það borgaði sig ekki að vera alltaf að bíða og lifa hálft, eða ætla að lifa á morgun. Við ræddum um trú og samfélag og margt margt fl. Ósköp hugguleg.
Hafði mestar áhyggjur yfir hverfing veðrið yrði !
Þegar við komum heim var Siggi hérna heima hann hafði passað hundana og kisurnar. Ég átti góða stund með Sigga mínum þar sem við sáum myndlistarvideo sem vinur hans hafði gert ræddum hin ýmsu mál : um ástina, lífið, reiðina og það að vera esoteriker.
Ósköp notalegt og áreynslulaust.
Hafði mestar áhyggju yfir hvernig veðrið yrði !
Vaknaði í morgun. Gunni sem byrjaði í sumarfríi í gær rauk í vinnuna kl hálf 6. Einn starfsmaðurinn hafði sent skilaboð um veikindi og þá var sælan úti. Ég var net pirruð þarna snemma um morguninn og sá fyrir mér allt það sem átti að gera í dag.
Týna heslihnetur fara í garðinn hugleiða saman og hitt og þetta.
Hafði áhyggjur af hvernig veðrið yrði seinnipartinn þegar Gunni kæmi heim !
Kíkti svo á netið sá komment hjá bloggvinum. Viðar bað um meira. fallegt frá Lasse
Fór að finna fl. Góð video með nossaranum, en þau sem ég fann voru bara ekki eins góð og ég setti inn í fyrradag.
Fór að skoða hin og þessi video.
Rakst á eitt sem fékk mig til að fyllast skömm yfir að hafa áhyggjur á
Hvernig veðrið yrði.
Ég nota tíma og orku í einskisverðar hugsanir og áhyggjur. Hvernig væri að hafa áhyggjur af einhverju sem verulega skiptir máli.
Ég tel mig ansi meðvitaða um hvað er að gerast í heiminum og að mér finnst ég geri mitt besta til að vekja athygli á því sem betur mætti fara. En það er langt í land....
Ég ætla að gera mitt besta í dag og á morgun að hugsa fallega og jákvætt til allra dýra í heiminum sem þjást vegna okkar þarfa, sem er spurning hvort við þurfum.
Vonandi hefur þetta videó sömu áhrif á ykkur og þá eru það við öll sem sendum Ljós til allra dýra sem þjást.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Látið ykkur dreyma með. Directed by Lasse Gjertsen
13.7.2007 | 11:15
Dagdraumar dagdraumar í rigningu og rigningu og rigningu............
Það er svo mikið af leðurblökum, man ekki eftir öðru eins!
10.7.2007 | 21:45
Ég hef nú sjaldan upplifaða svona letilíf ! Ég hugga mig í garðinum á daginn, planta blómum, spjalla við álfa og huldufólk, nöldra í hundum og köttum, klappa þeim og strýk.
Á kvöldin förum við í göngutúra, annaðhvort í nágrenninu eða á staði aðeins lengra. Við hugleiðum og spjöllum, förum í bíó , út að borða og les, geri ekki myndlist !! Ég verð eiginlega að fara að huga að því.
Við vorum að koma úr kvöldgöngu með Iðunni, Lappa og Múmín. Það var fallegt að ganga og spjalla og hundar og köttur hlaupandi út um allt. Himininn var fallegur og það var mikið í ánni.
Það var svo mikið af leðurblökum, man eiginlega ekki eftir því að hafa séð svona margar leðurblökur á kvöldgöngunum. Gunni heldur að það sé gott tákn, því að þá er mikið af skordýrum og það er gott fyrir móður jörð.
Ætla að fara að leggja mig með góða bók. Sef með gluggann opin, þannig að við heyrum í leðurblökunum. Týndi nýjan blómvönd sem ég setti í gluggan, það er svo fallegt að sjá og ilma.
Margir hafa haft samband við mig um hugleiðslu, ég ætla að gera allavega tvær í sumarfríinu (ef ég hef mig í gang) og lesa þær inn á svo hægt sé að hlusta. Bæði fyrir börn og þá sem eru ný byrjaðir.
Hérna er ein smá æfing til að byrja með sem er mjög góð !
Sestu niður, á þægilegan hátt og fyndu frið og ró í líkama þínum og huga.Sittu svona í nokkrar mínútur og andaðu inn Friði , Ljósi og Kærleika og út öllum neikvæðum áhyggjum og hugsunum.
Segðu i huganum:
Ég er sálin
Ég er Guðdómlegt Ljós
Ég er Kærleikurinn
Ég er Viljinn
Ég er fullkomin eins og ég er, eins og sálin hefur skapað mig í þessu lífi
Sittu svo hljóð í smá stund og upplifðu þögnina.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
það er gaman að leika sér, ég var klukkuð og klukka nú 8 !!!
10.7.2007 | 07:38
Ég var klukkuð af Sigrúnu !
Þetta þýðir að ég á að segja 8 hluti um sjálfa mig, ég á svo að klukka 8 aðra.
Þeir sem ég hef klukkað getur þú séð neðst á á þessu bloggi.
Hérna koma svo 8 hlutir um mig !
Ég er esoteriker.
Ég vinn sem myndlistarmaður og skólastjóri í myndlistaskóla í Greve í Danmörku
Ég hef verið gift tvisvar. Fyrst með Bassa í 11 árog núna með Gunna sem ég hef þekkt og verið með í 16 ár.
Ég hef átt heima í Danmörku í 14 ár.
Ég er alin upp í Vík í Mýrdal
Ég elska að vinna í gamla gamla garðinum mínum. Sem er fullur að ávaxtatrjám, blómum, berjarunnum, sögu tilfinningum, og álfum
Ég á tvo hunda, þrjá ketti og tvo páfagauka
Síðast en ekki síðst á þér þrjú dásamleg börn. Sigyn, Siggi og Sól
Svona er nú það. Nú þurfið þið 8 sem ég hef klikkað að gera það sama hahaha
Gunni Palli maðurinn minn (sem er að byrja að blogga)
Ylfa frænka mín sultudrottning Vestfjarðar
Sara frænka Ylfu
Guðmundur Sigurðson bloggvinur
Jóna Ingibjörg vinkona mín
Anna Karen bloggvinkona
Hlynur vinur minn
Alda Rose frænka mín í San Francisco
Ljós og Kærleikur til ykkar allra
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Höfum við alltaf möguleika á að velja það besta fyrir börnin okkar !
6.7.2007 | 08:01
Það rignir og rignir og ég er í sumarfríi. Ég ætlaði sko ekkert að blogga þar til í ágúst, en ég kemst ekkert út að vinna í garðinum. Nenni ekki í stórborgina þegar það rignir svona mikið. Fer að sjálfsögðu út með hundana, enda styttir stundum upp á kvöldin og þá förum við í strandferðir og það er frábært.
Ég er mikill morgunhani vakna alltaf fyrir allar aldir þó svo að ég eigi ekki að fara að vinna.
Það segir að á sunnudaginn eigi veðrið að verða betra. Ég er ansi andlaus að skrifa ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ SKRIFA ! Þar að segja um dýr og trúarbrögð. En ætla að skrifa smá hérna í bloggið í staðin , Ég lofa mér svo að ég tek mig saman til að gera það sem bíður mín.
Um daginn fórum við í afmæli hjá Ingrid. Ingrid hitti ég í fyrsta sinn fyrir rúmum 10 árum. Ég var ófrísk af Sólinni okkar og var svo óheppin /heppinn að ég mátti ekkert vinna. En þar sem mér leiddist svo að vera heima alla daga fór ég í vitjanir með dýralækninum okkar. Það var sko gaman. Ég gerði þetta í svolítinn tíma. En í einni af þessum vitjunum fórum við heim til Ingrid sem er bóndi. Ég var ansi dolfallinn af þessum stað sem hún bjó á og öllum dýrunum. Það síðasta sem ég sagði við hana þegar við Anne Marie dýralæknir fórum var ef henni vantaði einhveratíma vinnumann mætti hún hringja í mig !!!
Rúmum tveim árum seinna hringir svo Ingrið í mig og tjáir mér að hún sé að vinna í að opna barnaheimili á bænum sínum, hvort ég vilji vera með í projektet ! Já svar ég að augabragði. Þannig að í júlí sama ár opnum við barnaheimili á þessum dásamlega bóndabæ. Við opnum með 7 börn og í skúrvagni. Álman sem átti að nota sem barnaheimili var enn í byggingu. Að sjálfsögðu var allt byggt lífrænt og ótrúlega fallegt handverk.
Við vorum í skúrvagninum í nokkra mánuði og var það ekki alltaf auðvelt með kúkandi börn og bleyjur.
Um haustið flytjum við inn í húsið og ráðum aðra manneskju. Þetta var góður tími fyrir mig því mitt verkefni var aðallega að sjá um dýrin. Þegar svo BOSSIN eins og ég kallaði hana fór í frí passaði ég bóndabæinn og fannst það ekki leiðinlegt.
Að sjálfssögðu varð barnaheimilið stærra og stærra. Það fór upp í 25 börn. Fullt af hestum, hundum, kisum, kanínum, hænum, páfuglum, grísum, fuglum, hænum, kindum, geitum og kúm. Önnur kýin hét Lisbeth og var dásamleg. Hún var kannski sú sem ég fékk best samband við. Sigrún Sól okkar byrjaði á barnaheimilinu þegar hún var tveggja ára og var þar til hún byrjaði í skóla.
Konseptið var að börnin áttu að lifa í harmomi með náttúrunni árástíðunum og dýrunum. Á vorin fengu börnin geitamjólk, og kindamjólk.Sólin okkar var t.d með ofnæmi fyrir kúamjólk og þá gátum við ég eða Gunni mjólkað geit eða kind til að taka mjólk með heim. Á föstudögum borðuðum við grænmetissúpu (börnin skáru allt grænmetið og vorum með að gera súpuna) og borðuðum speltbrauð sem við bökuðum sjálf. Það var alltaf bál, á bálstæðinu og þegar það var mjög kalt á veturna gerðum við te eða kakó.
Allt var byggt upp á hollustu og að vera meðvitaður. Vera í sambandi við dýrin og hvert annað. Við réðum Marianna og Carl. Marianna er rúmlega 60 og Carl líka. Carl sá um að smíða og byggja með þeim strákum og stelpum sem vildu. Marianna var ömmuleg sem sá um að börnin vantaði ekkert og var og er dásamleg. Hún gerði sig að ömmu Sólar í útlöndum. Gefur henni enn jólagjafir og afmælisgjafir sendir henni geggibréf, sem er alltaf gert rétt fyrir páska. Býður okkur alltaf í mat á Þorláksmessu. Ómetanlegt þegar maður er langt frá ættingjunum.
Inn á barnaheimilið kom lítil hrædd stúlka sem heitir Isabella, ég var stuðningsfóstra fyrir hana. Isabella er med Dawn Sindrom. Þannig að mit verkefni var hún dásamlega og dýrin dásamlegu.
Það voru ekki mörg leikföng á staðnum. Það sem var inni í húsinu var falleg tréleikföng og fullt af bókum. Einnig var kista með fötum svo að börnin gætu klætt sig í búninga.
Við vorum að mestu úti allt árið sem var frábært bæði fyrir okkur og börnin. Mér fannst morgnarnir dásamlegir. Við komum alltaf fyrsta ég og Marianna og kveiktum upp í arninum. Börnin komu eitt af öðru og þau settust á skinn fyrir framan arininn og skoðuðu bækur og gátu vaknað og mótekið staðin í ró og næði og í þeirra eigin tempói.
Þegar það voru komin slatti af börnum klæddum við okkur í útifötin og fórum inn í staldin (þar sem dýrin voru) og fóðruðum dýrin skoðum og klöppuðum.
Það er mjög mikilvægt fyrir Ingrið að börnin læri að umgangast dýr og náttúruna í kringum sig. Maður var alltaf góður við dýrin og við rífum ekki og tættum í runnana eða blómin því allt hefur líf. Það var mikilvægt að börnin væru ekki með mikið að leikföngum, en það sem þau voru með var mjög vandað. Í sandkassanum voru ekki plastskóflur og plastdót, en það voru skeiðar, ausur oft silfurskeiðar. Pottar pönnur og eldhúshlutir sem þau gátu leikið með.
Einn pabbinn kom með alvöru traktor sem að sjálfsögðu virkaði ekki. En það var algjört æði fyrir strákana.
Við bökuðum mjög oft pönnukökur við bálið, og þegar ég hugsa til þessa tíma hugsa ég með hlýju til þessara stunda sem maður getur fengið þegar það er setið við bál drukkið kakó borðaðar pönnukökur og maður er vel klæddur en heyri vindinn í kringum sig.
Einu sinni í viku kom ein kona og fór með börnin í reiðtúra. á íslenskum hestum. Það var að sjálfsögðu inni á svæðinu.
Það kom líka önnur kona einu sinni í viku og kenndi börnunum drama, eða leiklist. Það voru elstu börnin sem voru með í því og það var sko spennandi.
Ég vann þarna sjálf í þrjú ár. Það var ekki alltaf auðvelt því hugur minn vildi alltaf í myndlistina. En ég get séð að þetta er alveg paradís fyrir börn. Sólin mín segir oft að hún sakni barnaheimilis síns. Við förum samt oft í heimsókn til Ingrid og dætra hennar. Við höfum fengið fullt af dýrum þaðan. Lappa okkar Múmín kisuna okkar og helling af hænum kanínum og fl.
Hérna í Danmörku er hægt að velja barnaheimili sem hafa allavega pædagogik. Skógarbarnaheimili, Rudolf Steinar barnaheimili bóndabæjarbarnaheimili. Inni í KBH er barnaheimili þar sem er mikil þjónusta og tölvavæðing. Foreldrarnir geta fylgst með börnunum sínum á netinu. Geta komið með þvott og fengið þvegið á barnaheimilinu. Einnig geta þau keypt mat þar og farið með heim.
Nú veit ég ekki hvernig þetta er á Íslandi en mér finnst svo mikilvægt að það sé möguleiki á að velja út frá fl. möguleikum. Sumum hentar að það sé eins og við erum vön, en svo eru aðrir sem vilja annað og það á að vera möguleiki á því.
Á Lejregaard þar sem ég var var bæði gefið og fengið Við foreldrarnir gerðum hreint á barnaheimilinu. Það var ekki alltaf gaman en við komumst í samband hvert við annað á meðan við gerðum hreint, og við fengum tilfinningu fyrir að þetta var okkar barnaheimili. Við pöntuðum saman lífrænar vörur, hveiti, álegg og fl. Við héldum flóamarkað einu sinni á ári þar sem við seldum dót og föt og allt mögulegt. Ágóðinn fór í að kaupa hluti á barnaheimilið. Einnig vorum margir foreldrar bændur eða kaupmenn og það var deilt og skipt vörum fram og til baka. Ein mamman klippti okkur fjölskylduna í langan tíma fyrir lítinn pening.
Barnaheimilið var líka bara opið frá 8 til 3 og það gerði að við vorum oft í vandræðum með að ná fyrir lokun. Þá hjálpuðumst við foreldrarnir bara að og tókum börn með heim til okkar til skiptis.
Eftir þessi þrjú ár sem ég vann þarna byrjaði ég með myndlistaskólann. En Sólin litla var þarna þar til hún byrjaði í skóla . Við förum oft í heimsókn og rifjum upp gamla tíma. Ef þið viljið sjá myndir frá barnaheimilinu getið þið farið hérna inn á heimasíðuna okkar og séð myndir sem ég tók þegar við fórum í afmælið hennar Ingrið. http://www.barnaland.is/barn/20432/album/515973
Nú ætla ég að fara að teikna er búinn að hita mig upp. Það er enn rigning úti.
Dægurmál | Breytt 7.7.2007 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)