Færsluflokkur: Trúmál
Fyrirgefningin
14.11.2010 | 15:46
Hnútar í tilverunni geta verið óþægilegir ef maður ekki notar augnablik hér og þar til að leysa þá.
Það getur verið misjafnlega erfitt að leysa óþægindahnúta, vegna misjafna orsaka þeirra. Ég hef nokkra óþægindahnúta sem ég á eftir að leysa til að lífið fái að flæða án þess að þær tilfinninga blokkerinar sem myndast við þessa hnúta stoppi eðlilegt flæði í lífinu.
Einn hnútur hefur þó verið erfiðari en margir aðrir, ekki allir aðrir, en margir.
Ekki það að þessi hnútur sé eitthvað verri en aðrir sem ég haf verið með til að hnýta um ævina, en vegna þess að ég veit ekki hvers vegna sá óþægindahnútur kom, gerir hann erfiðari fyrir mig að leysa.
Það gerðist bara einn daginn, eða yfir langan tíma, ég veit það ekki.
Ég hef aldrei fengið skýringu á því sem gerðist, svo það hefur ekki verið mögulegt fyrir mig að leysa þennan hnút, að ég hef haldið þar til nú.
En ég geri mér grein fyrir því núna eftir miklar vangaveltur í nokkurn tíma, að það þarf ekki tvo til að leysa hnút, ég get alveg gert það ein, án þess að báðir aðilar séu með í þeim ferli.
Ég vil segja ykkur frá aðdraganda þessa óþægindahnúts, eða svo vel sem ég nú get, því eins og ég skrifaði áður, þá veit ég ekki hvað gerðist.
Fyrir nokkrum árum, sennilega sirka 13 árum átti ég mjög nána vinkonu, sem ég var mikið með og þótti óskaplega vænt um. Við áttum margar góðar stundir og ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið með neinum eins og henni. Við höfðum sama húmor og margt annað gerði það að við náðum svo vel saman.
Við eignuðumst börn á sama tíma, sem hefði getað verið til að færa okkur nær hvor annarri, en þetta eitthvað gerðist!
Við fórum til Þýskalands saman með börnin okkar, við tvær og litlu börnin okkar, með lest, kerrur og bakpoka. Við vorum saman eina helgi ásamt öðru fólki, og það var gaman. En þetta eitthvað gerðist, sem ég aldrei hef fengið skýringu á!
Á leiðinni heim frá Þýskalandi sagði hún ekki orð við mig.
Hún hringdi í mig nokkrum dögum seinna og bað mig að senda til hennar bók sem ég hafði lánað hjá henni.
Eitthvað gerðist sem ég fékk aldrei skýringu á og hún vinkona mín hvarf !
Eftir sat þessi hnútur í maganum sem var svo óþægilegur í mörg ár.
Ef ég hugsaði til hennar fann ég hnútinn í maganum og óþægindi yfir því að ekki vita.
Sagði ég eitthvað vitlaust, særði ég hana, var ég heimsk og allar þær hugsanir sem manni dettur í hug komu í hugann aftur og aftur til að skilja orsök.
Það var erfitt fyrir mig að útskýra fyrir öðrum sem þekktu okkur, hvað hafði gerst, því ég hreinlega vissi það ekki.
Ég reyndi í langan, langan tíma að skilja hvernig þessi hlutur sem ég hlýt að hafa sagt eða gert, gat verið svo alvarlegur að hún valdi að loka á vinskap okkar, í staðin fyrir að reyna að ræða það sem gerðist og finna leið til að halda vinskapnum áfram.
En þetta var sú leið sem hún valdi og þar af leiðandi hlýtur það sem ég gerði eða sagði að hafa verið stórt og ósættanlegt.
Þessi hnútur nagaði mig og minnti á sig alltaf af og til í öll þessi ár, sennilega vegna þess að mér fannst ég of vanmáttug til að leysa hann ein, fannst við þurfa að gera það tvær.
Fyrir nokkrum vikum, sá ég að hún var á facebook og ég ákvað að athuga hvort hún vildi tengjast aftur og ég addaði henni.
En hún hafði ekki fyrirgefið mér.
Mér leið ekki vel í nokkra daga og hugsaði mikið um hvernig ég gæti leyst þennan óþægindahnút svo ég gæti sleppt þessu .
Eftir einhvern tíma þar sem þetta hafði legið á huga mínum, gerði ég mér svo grein fyrir að hnúturinn í mér er eingöngu minn hnútur og hefur í raun ekkert með hana að gera.
Ég ein get gert eitthvað í þessum hnút !
Hún valdi að hverfa úr lífi mínu án útskýringar á því hvers vegna og það var hennar val !
Ef það val hefur verið með til að byggja upp óöryggi, reiði, særindi, vanmátt og fullt af öðrum tilfinningum í mér, eru það eingöngu mínar tilfinningar mitt vandamál sem hafa í raun ekkert með hana að gera og eingöngu ég verð að taka ábyrgð á.
Ég saknaði hennar, en allar hinar tilfinningarnar voru neikvæðar sem ég ein hef ábyrgð á og ég ein get losað í burtu úr mér.
Þannig að í raun allt ósköp einfalt og það er FYRIRGEFNING.
Ég þarf bara að fyrirgefa og sleppa. Hún þarf ekkert að vera með í því. Hún þarf ekki að fyrirgefa mér, en ég vil fyrirgefa henni.
Hennar reiði til mín, er hennar ábyrgð og mín sorg og reiði til hennar er mín ábyrgð.
Núna er hnúturinn farinn, það þarf svo lítið til !
Við erum svo oft upptekinn af því hvað aðrir gera og segja í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Erum reið við allt og alla og notum ótrúlegan tíma í þess háttar neikvæðni. En þetta er val hvers og eins. Sumir velja að nota tímann í reiði út í heiminn, en það er þeirra mál. Það að ég hafi notað 13 ár í að halda þessum tilfinningum opnum í mér, er mitt mál og mitt að gera eitthvað við.
Þetta er í raun er svo auðvelt allt saman!
Það þarf að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vera ekki fullkomin, að segja stundum hluti sem ekki eru góðir og gera vitleysur, bara það að vera manneskja. Um leið og við getum fyrirgefið sjálfum okkur, getum við fyrirgefið öðrum. Ég er tilbúinn að fyrirgefa sjálfri mér, hvað svo sem ég hef gert eða sagt sem varð þess valdandi að hún hvarf. Ég er líka tilbúinn að fyrirgefa henni að hafa verið svo reið út í mig að fyrir hana var þetta eina lausnin!
Núna er þessi hnútur farinn, og það er léttir, þar til ég finn annan óþægindahnút til að leysa.
Munurinn er núna sá að ég veit að ég get gert þetta ein, án hins aðilans. Ég þarf bara að fyrirgefa mér, ég er ekki fullkominn, en ég er eins fullkominn og ég get verið hér og nú. Ég eins og allir aðrir geri alltaf það besta sem ég get, þannig er það bara !
Þeir árekstrar sem ég lendi í á lífsleiðinni eru með til að gera mig að betri manneskju ef ég vel að læra eitthvað á því og ef ég vel fyrirgefninguna og Kærleikann fram yfir reiðina og hatrið.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ákvað að tala í staðin fyrir að skrifa
10.4.2010 | 16:19
Kæru vinir, ákvað að prufa nýtt form með bloggið mitt.
Skrítið og gaman.
Kærleikur og Ljós til ykkar frá Lejresteinu
Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Minnig sem breitist við umfjöllun
13.2.2010 | 18:50
Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæturna svona upp í loftið.
Fyrir framan mig var stór gluggi sem sneri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.
Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.
Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.
Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.
Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.
Þarna kom hún aftur röddin og ennþá ákveðnari en áður.
Ég þarf hjálp !
Ég stóð upp af hæglegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.
Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning.
Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.
Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.
Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.
Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.
Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.
Þegar ég var viss um að Tító væri örugglega fastur við stein gekk ég rólega að kópnum. Ég sá að hann var hræddur en þó var eins og hafið héldi utan um hann og öldurnar vögguðu honum fram og til baka til að róa hann og fullvissa hann um að hann væri ekki einn. Ég settist niður smá spöl frá honum, þar sem ég var viss um að öldurnar gætu ekki náð mér.
Ég gaf mér dágóðan tíma til að horfa á þetta litla líf og tala rólega til hans. Ég horfði í augun hans og sá tár í augunum hans. Ég fann til með honum, en vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.
Ég ákvað svo að loka augunum og athuga hvort ég gæti talað við hann, eða heyrt röddina hans eins og þegar ég heyrði röddina áður. Ég lokaði augunum og einbeitti mér að höfðinu eins og ég hafði gert áður. Það leið svolítil stund og ég hlustaði á hljóð hafsins og fuglagarg í kringum mig. Ég heyrði í Lunda og Mági held líka að ég hafi heyrt öskur í fýl einhversstaðar.
Svo kemur röddin og segir: Takk fyrir að koma, viltu hjálpa barninu mínu út í dýpri ölduna svo hann geti synt út, þar skal ég taka á móti honum og hjálpa honum áleiðis þangað sem honum er ætlað.
Ég sat svolitla stund og reyndi að átta mig á hver það var sem talaði inni í höfðinu á mér. Eftir því sem ég komst næst í þeim skilningi var það hafið !
Ég ákvað að láta vera að hugsa of mikið um það, stóð upp og gekk rólega í áttina að litla kópnum. Hann varð skelfingu lostin og gaf frá sér hræðsluóp og baksaði með litlu höndunum sínum en maginn var of stór til að hann gæti fært sig afturábak eða áfram.
Ég stoppaði og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að nálgast hann án þess að hræða hann svona eins og ég gerði núna. Ég hugsaði dálitla stund um litla kópinn, þegar ég gerði það var eins og eitthvað gerðist sem var svo stórfenglegt og ég hafði aldrei upplifað fyrr. Ég fann eins og hugar okkar mættust. Ég horfði í augun hans og sagði í huganum, eins og röddin hafði talað til mín áður:
Vertu ekki hræddur, ég ætla að hjálpa þér út í hafið svo hafið geti hjálpað þér þangað sem þín leið er.
Ég fann ró færast yfir mig, ég fann ró færast yfir hann. Ég gekk að honum og ýtti honum í áttina að hafinu. Öldurnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa, en ég fann einnig að þær vildu ekki hrífa mig með. Við gerðum þetta í dágóða stund. Ég fann svo að selurinn flaut áfram á öldunni sem kom. Ég kallaði upp af gleði og öldurnar kölluðu upp að gleði og litli kópurinn kallaði líka af létti og ánægju yfir að vera laus frá sandinum og komin í faðm hafsins sem ég sá svo bera hann í fanginu sínu áfram lengra út.
Ég stóð dálitla stund og fann gleðina brjótast í mér yfir þessum góða endi. Endi sem ég var svo þakklát fyrir og var fyrir mér það eina rétta af svo mörgu sem hefði getað gerst. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna áður að ég mundir eftir Tító sem var bundinn við stein. Ég gekk til hans og sagði nafnið hans. Hann stóð þarna svo fínn og fallegur og rófan hans dansaði í takt við skrefin sem ég tók.
Ég settist niður á sandinn við fæturna á Tító og hann hlammaði sér strax á milli fóta mér og vildi láta kela við sig.
Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við sátum svona upp að hvert öðru og hugsuðum um þennan atburð sem við höfðum verið með í að skapa. Ég fann gleði eins og einhverjum hnút hefi verið eitt og það væri hamingjurúm í maganum mínum. Ég lagðist á bakið í sandinn og dormaði smá stund.
Ég sá myndir koma og fara, minningar sem vildu láta muna sig, sem ég ekki vildi hleypa að. Ég sá minningu sem var á leið í burtu frá mér en vildi munast. Ég reyndi að ýta henni frá mér en hún kom og vildi ekki hverfa. Ég fann að mótstaða mín minnkaði. Hvað gerðist svo veit ég ekki. Ég fann mig á einhvern óskiljanlegan hátt leysast upp eins og sandkorn.
Ég átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan formiddagen.
Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæurnar svona upp í loftið.
Fyrir framan mig var stór gluggi sem snéri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.
Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.
Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.
Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.
Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.
Þarna kom hún aftur röddin og ennþá ákveðnari en áður.
Ég þarf hjálp !
Ég stóð upp af þægilegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.
Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning. Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.
Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.
Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.
Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.
Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.
Ég skimaði í kringum mig og sá að Baldur, Brandur og Sólveig koma aðvífandi. Þau skiptust til að hlaupa og ganga en töluðu mikið. Ég vinkaði til þeirra. Það var ekki oft sem ég hitti bekkjarsystkini mín hérna niður á strönd um helgar. Þau koma hlaupandi að okkur og ráku augun í kópinn.
Brandur sagði með það sama að við yrðum að ná í fullorðin, því kópurinn gæti aldrei komist hjálparlaust í sjóinn og að auki þá hefðum við krakkarnir fengið skilaboð um að ef við finndum eitthvað í fjörunni ættum við alltaf að ná í einhvern fullorðin.
Við hin vissum ekki alveg, en kinkuðum kolli að auðvitað ættum við að ná í einhvern fullorðin til að hjálpa kópnum.
Brandur og Sólveig hlupu af stað upp í bæ en ég og Baldur settumst niður í svartan sandinn og biðum átekta.
Tító lagði sig við hliðina á mér, svolítið órólegur því hann vildi hlaupa og leika sér . En eftir smá stund varð hann rólegur og virtist sofa.
Við sögðum ekki mikið, en biðum bara. Baldur var í bekk með mér. Hann var stór og mikill með mikið svart hár sem stóð í allar áttir.
Við sáum bíl koma keyrandi í sandinum. Þetta var Land Rover blár og hvítur. Við sáum að það var Gummi Geirs sem keyrði og í farþegasætinu var Hákon Ármann. Afturí sátu Sólveig og Brandur.
Bíllinn keyrði alveg upp að okkur og myndaði djúp för í sandinn. Allir stigu út og það var einhver spennan í gangi. Ég fann óþægnilega tilfinningu læðast um mig. Ég sá líka að Tító varð órólegur og eyrun hans voru alveg til baka, hann var hræddur.
Gummi kom að okkur og Baldur og ég stóðum upp.
Gummi: hæ krakka, hvað hafið þið nú fundið.
Ég: við fundum kóp, hann kemst ekki út í sjó, það þarf að hjálpa honum .
Hákon: flott krakkar að þið náðuð í okkur, við reddum þessu.
Þeir virkuðu spenntir eins og þeim hlakkaði til. Ég fann kvíðann í maganum,
Hræðsluna við það sem ég hræddist mest.
Gummi. Ok krakkar mínir nú ert best að þið farið heim og við göngum frá þessu.
Ég: en ætlið þið ekki að hjálpa honum út?
Hákon: nei það er ekki hægt, hann lifir það aldrei af. Við verðum að slátra honum, það er það besta í þessari aðstöðu.
Ég fann örvæntingu mína brjótast út, þið getið ekki bara slátrað honum !
Hákon, svona krakkar af stað heim !
Ég gekk að einum klettinum, með Tító en of lömuð til að taka eftir honum eða vita hvað ég ætti að gera. Ég sá þá ganga að kópnum með kylfur. Ég sá hræðsluna í augunum hans og ég heyrði öldurnar öskra til að reyna að breyta því sem ekki var hægt að breyta. Ég sá fyrsta höggið, ég heyrði örvæntingaróp frá litla dýrinu. Ég sá annað höggið , ég fann örvæntinguna brjótast út og hún gargaði, hún gargaði allt það henni kom í hug. Ég sá hafið hamast við að reyna að hjálpa, en höggin voru of mörg, og djúp. Ég sá líflausan kroppinn liggja þarna og blóðið lita sandinn og hluta af öldunni sem kom til að kveðja.
Ég vissi af mér eftir einhvern tíma. Ég var lömuð, ég hafði upplifað svik sem setti spor.
Ég lagðist í sandinn, Tító lagist á milli fóta mér og vildi láta strjúka sér.
Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við lágum svona upp að hvert öðru og hugsum um þennan atburð sem við höfðum upplifað, fundum sorgina í maganum og ekkann í hálsinum sem hristi allan líkama minn.
Ég dormaði smá stund.
Ég vaknaði upp eftir einhvern tíma, ég veit ekki hversu langan. Tító var þarna líka og horfði áhyggjufullur á mig.
Ég mundi eftir samvinnu minni og Hafsins og ég fann gleði yfir því.
Ég stóð upp og fann að ég var köld og blaut. Ég hafði legið lengi og var blaut inn að beini.
Ég gekk nokkur skref að hafinu og sendi því þakklæti fyrir að hafa kallað á mig, og ég sendi þakklæti til mín yfir því að hafa hlustað.
Þrátt fyrir að það væri farið að rökkva, sá ég blóð í sandinum. ÉG vonaði bara að hann hefði komist þá leið sem hann átti að fara og hafði hafi hjálpað honum á leið eins og lofað.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Blessun
25.2.2009 | 19:22
Blessun matarins : Haltu hægri hendi yfir matnum og vinstri hendi lyftirðu upp með lófann fram á við. Segðu frá hjartanu á meðan þú lætur Kærleika og Ljós streyma yfir matinn þinn.
Lát þessa fæðu gefa þá næringu sem þarf til að öðlast andlega vöknun
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýir tímar
23.1.2009 | 21:31
Núna er yndislegt föstudagskvöld. Við höfum setið og horft á Disney sjov, X Faktor og núna horfa Gunnar og Sól á músíkþátt frá nýja tónlistarhúsinu í Kaupmannahöfn og ég sé þáttinn með öðru auganu og hlusta með öðru eyranu.
Ég hef í raun gert það sama meira og minna öll föstudagskvöld í þrjátíu ár, einstaka föstudagskvöld hafa farið í annað, en ekki mörg. Ég kvíði því þegar Sólin mín hættir að nenna þessum föstudagskvöldum. Hún er nefnilega síðasta barnið á heimilinu.
Það er notalegt hjá mér núna þessa dagana! Ég finn nýja spennandi strauma koma inn sem gefa mér hugmyndir að nýjum verkefnum. Ég er að byggja upp í huganum nýtt verkefni sem gæti orðið svo spennandi ef ég fæ rétt fólk með mér. Ég hef rekist á þetta rétta fólk sem ég hef tilfinningu fyrir að geti verið fólkið, þarf bara að funda með þeim og ræða hugmyndir. Ég er í sambandi við þau núna um að finna dag til hugmyndauppbyggingu.
Ég er ánægð með skólann minn, ég er ánægð með það sem er að gerast þar og allt það spennandi sem er framundan með skólann. Ég hélt einhvernvegin að þarna yrði ég það sem eftir væri og þetta væri lífsverkefni mitt. Skólinn hefur núna verið til í næstum 7 ár og er alveg stórkostlegur. Hann er eitthvað sem ég held að verði um allan heim í framtíðinni. Ég er ekkert að hætta þar, held ég, en ég finn þessa nýju orku læðast inn með spennandi hugmyndir sem ég á engan hátt get látið vera að taka alvarlega og trúa á, jafnframt að mér sé mögulegt að sinna þessu verkefni ásamt öðrum verkefnum sem ég bæði er að gera og þeim sem koma til mín í framtíðinni.
Það sem þarf, er gott fólk að vinna þetta með mér, svo allri vinnu sé deilt á fleiri hendur.
Ég segi nánar frá þessu þegar verkefnið er komið lengra en á teikniborðið.
Það sem ég finn að er að gerast í mér og ég held allsstaðar eru breytingar. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll að fanga þær hugmyndir sem streyma til okkar með nýja möguleika í framtíðina fyrir það samfélag sem við hver og einn lifum í,
ný verkefni,
önnur hugsun,
gömul hugsunarform sem löngu eru orðin kristölluð fara út, inn komast þá nýjar hugmyndir.
Oft er nauðsynlegt að allt hrynji í kringum okkur, til að byggja aftur upp á nýtt. Ég sé hvernig samfélagið hristist og skelfur hérna í Danmörku vegna fjölda uppsagna og krísu bæði hjá fjölskyldum og fyrirtækjum.
Þetta er að mínu mati tákn um að gömul form eru að hverfa til að gefa pláss fyrir nýtt.
Ég finn fyrir þessari orku í öllu í kringum mig líkamlega sem andlega.
Við finnum flest á einn eða annan hátt fyrir því sem er að gerast í heiminum.
Á Íslandi er ástandið ekki gott. En á Íslandi er fullt af fólki sem er mjög kreatívt og á auðvelt með að fanga hugmyndir, allavega fyrir eigin verkefni. En það er lika mögulegt fyrir þetta sama fólk að hugsa um heildina og einbeita sér að því að fanga hugmyndir til að byggja upp nýtt þjóðfélag. Það er nefnilega það sem kannski er ljósasti punkturinn við allt þetta, að það er í raun hægt að byggja allt upp á nýtt. Það er hægt að hugsa allt upp á nýtt !
Nýjar hugsanir, ný hugsanaform, nýir möguleikar.
Ég held líka að nú sé nýr tími sem byggir upp Kærleika milli fólks. Við finnum einmitt núna þegar krísan herjar á, að við erum sterk saman.
Við stöndum saman.
Við komum hvert öðru við.
Þetta er tilfinning sem er alls virði og við ættum öll að vera þakklát fyrir það, því það er eina leiðin til þess að við sem mannkyn getum þróast í átt að því Guðdómlega. Efnishyggjan sem hefur ráðið ríkjum, og heldur okkur föstum í efninu, er það sem við erum þvinguð til að vinna á. Það getur vel verið að sumir séu meira í efnishyggjunni en aðrir, en við erum öll eitt og þar af leiðandi komumst við ekki áfram án bróður okkar og systur hversu langt sem okkur finnst við vera frá mörgum af þeim.
Obama er nú forseti Bandaríkjanna, það eitt er merki um nýja tíma, nýja hugsun. Ég er þakklát fyrir að vera hérna á jörðinni núna.
Kærleikur til ykkar allra frá Lejrekotinu
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)