Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
það er svo heitt svo heitt
11.6.2007 | 16:25
Í dag er heitt, og hefur verið mjög heitt undanfarna daga.
Við höfum haft fullt af gestum, og það hefur verið yndislegt. Það hafa komið þrjú holl. Síðustu fóru á sunnudaginn. Ég var á fundi allan sunnudaginn, en Gunni og Sól fóru með gestunum á ströndina. Rachel vinkona Sólar og Greg pabbi hennar.
Sólin átti góðan afmælisdag.
Takk fyrir allar kveðjurnar frá ykkur.
Hún varð jú 10 ára, og ég held að hún hafi fengið 7 eða 8 blóm í afmælisgjöf. Flest frá vinkonunum.
Í dag var svo vinna og aftur vinna. Gerði vaktplan fyrir næsta hálfa ár. Vetrinum er að ljúka þannig að mikið er að ganga frá, skrifa rapport um hvern nemanda og fl..
Ég er ansi hamingjusöm þessa dagana, þó svo ég getir orðið smá fúl í augnablik, léttir til um leið.
Allar rósirnar mínar eru í blóma, hver annarri fallegri, þær keppast um fegurð.
Í kvöld fer ég í þerapí ummm dejligt.
Í dag fórum við með hana Iðunni okkar til dýralæknisins, hún er með slæma gikt blessunin. Ég hef verið að gefa henni lýsi, og segir læknir að það geri henni mikið gagn. Við verðum að sjá hvað gerist. Fengum hitt og þetta af ráðum og að gefa henni.
Hún er orðin 11 ára þessi elska. En ég er viss um að hún á mörg ár eftir
Er hún ekki dásamleg ?
Góður vilji Að vilja vel, það er það sem við mannkyn þurfum að beina athygli okkar á.
Að vilja vel fyrir sig, nágranna sína, vini sína, landa sína, bræður sína og systur, dýr, náttúrunna, jarðarbúa.
Ef allir þróa upp góðan vilja þannig að það verði hluti af eðli manns, þá leysast flest vandamál jarðar.
Þegar þróað hefur verið upp Góðan Vilja,
Þá þróast upp Kærleikur, Alheimskærleikur.
Læt þetta duga í dag, er hálf sljó vegna hita.
Ljós og Kærleikur til ykkar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína
5.6.2007 | 07:24
Það er mikið um að vera. Í gær komu Hlynur Kittý og börn í heimsókn til okkar. Þau buðu okkur út að borða í gærkvöldi og við áttum yndislega stund með þeim. Of stutt, en dásamlegt. Í morgun fóru þau svo til Feneyja til að fara á Feneyjasýninguna, og svo ætla þau að vera í Berlin allt sumarið. Mjög stutt heimsókn, en frábært að hitta þau.
Hlynur og Kittý eiga Lóu sem er líka 10 ára eins og Sigrún Sól okkar, og þær skottur Sól og Lóa urðu bestu vinkonur um leið. Þær þekktust þegar þær voru litlar, en hafa ekki sést í langan tíma, en urðu eins og pottur og panna strax. Það var gaman að upplifa.
Á morgun koma Ylfa, Halli og börn, þau verða í þrjá daga, okkur hlakkar til.
Það verður semsagt ekki mikil skrif á næstunni.
Í kvöld fer ég á fund með hugleiðsluhópnum mínum, það verður gott.
Á fimmtudaginn á fallega Sólin afmæli, 10 ára. Hún fékk afmælisgjöf frá okkur sem hún valdi sjálf... risastóran kaktus. Stór kúla með flottum göddum. Hún fékk nýjasta diskinn með Björk frá mömmu og pabba, og hann er spilaður endalaust, sem ekki er slæmt því þetta er mjög flottur cd.
Það er gott að hugleiða, bæði fyrir fullorðna, en líka fyrir börn. Hérna er hugleiðsla sem Sólin mín hefur gert af og til í ca tvö ár. Við gerum þetta saman,
Ég segi :
Sól ,lokaðu augunum,
sjáðu fyrir þér Sólina.
Sjáðu Sólina fyrir þér sem Sálina þína
Segðu nú:
Sól,
Skín á andlit mitt,
Núna,
Og alla eilífð.
Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína. Tekur ekki nema augnablik. Þeir sem ekki eru vanir að hugleiða gætu gert þetta daglega bæði fullorðnir og börn.
Megi Sólin skína á ykkur, nú og alla eilífð.
Ljós
Steina
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
G8, myndlist og eplaplantekran !
2.6.2007 | 10:54
Dagurinn í gær var alveg frábær. Kirsten nemandi minn var með lokasýningu sem var mjög góð. Það kom mikið af gestum, ég hélt ræðu . Það voru blóm , gjafir og hrós. Á þessu getur Kirsten lifað lengi og kemur til með að gefa henni betra sjálfsálit.
Á eftir fórum ég og Morten vinur minn á Rundgang á Kunstakademíunni. Það er vorsýning á verkum nemenda. Það var voða gaman. Siggi minn sýndi okkur staðinn og verkin. Það var svolítið fyndið því að fyrir ekki svo mörgum árum dróg ég hann með mér á allt mögulegt, sýningar , fundi og samveru í kríngum Kunstakademíuna hérna í DK og líka þegar ég var í Kunstakademíunni í Dusseldorf. Þá var hann lítill kútur og fór allt þetta með mömmu sinni. Núna er hann nemandi þarna og sem betur fer kunnugur þessum heimi, Núna var það hann sem fylgdi okkur, og það var góð upplifun.
Eftir Rundgang fórum við að skoða sýningar á Amager, þar eru opnuð nokkur spennandi gallerí sem við fórum á. Á einum staðnum var gömul vinkona mín að sýna Michela sem ég hef ekki hitt í 10 ár. Við vorum með vinnustofu saman þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Núna ætlum við að taka þráðin upp aftur, sem verður gaman.
Það var gaman að skoða þessa nýju staði, þeir eru gott mótspil við önnur gallerí sem eru á Islands Brygge.
Í dag er Siggi minn að fara til Þýskalands að mótmæla á G8 fundinum. Hann fer eins og hann hefur áður gert í Kanínubúning þar sem hann deilir út rósum til bæði lögreglu og mótmælanda. Síðast þegar hann gerði þetta á Norrebrø þá kom heil grein í að mig minnir Information um ferðir þessarar bleiku kanínu, sem dansaði og söng fyrir fólk og gaf rauðar rósir. Svo var þessi líka flotta mynd af honum !
Vonandi fer allt vel í Þýskalandi. Set þetta með :
Dear Steinunn Helga, In less than a week, G8 leaders will have the power to save millions of lives by fighting global disease and extreme poverty. All they have to do is fulfil the promises they already made to the world's poorest people. |
Um síðustu helgi héldum við eplaplantekru vorfest. Það var voða gaman. Það komu ekki svo rosalega margir vegna þess að það hafði verið svo mikið rigningaveður.
Eplaplantekran er ekki svo langt héðan. Gunni (minn) Ulla og Alison eru með þessa plantekru, og að sjálfsögðu við fjölskyldumeðlimir. En þau standa fyrir þessu, og svo eru fullt af meðlimum. Eða ca 40 í allt.
Dalurinn heitir Dumpedalen. Við erum með um 200 eplatré. Það sem gert er er að týna þessu dásamlegu epli, hver sortin á fætur annari. Svo á haustinn er gerður eplasafi sem er hægt að kaupa fyrir lítinn pening. Eplasafinn er hreinn, eplin eru kaldpressuð, safinn er grófsigtaður og aðeins hitaður í 85 gráður. Svo tappaður á flöskur. Engin rotvarnarefni og hann bragðast af paradís.
Það eru aktífir meðlimir sem borga eitthvað lítið fyrir að vera með, og svo 4 krónur fyrir hvern líter af most. Svo eru þeir sem er ekki aktæifir, þeir borga meira fyrir að vera meðlimir, og eitthvað meira fyrir safann.
Þetta er alveg frábært framtak, og er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki, en þannig að þetta sé samvinna að einhverju góðu.
Við höfum ekki keypt djús í allan vetur, bara eplasafann blessaðan.
Ég vona að í framtíðinni verði fl svona samvinnudæmi, sem gerir það að við deilum hvert með öðru því sem náttúran gefur.
Eplatrén þarna eru ca 80 ára gömul, og allt er lífrænt, það hefur aldrei verið úðað eitri þarna. Ég hef nokkrum sinnum hugleitt þarna og það er mikið líf á öðrum plönum. Hver veit hvað hægt væri að gera ef samvinna næðsit ! Hægt er að sjá fl. myndir hérna
Í dag ætla ég að vinna í garðinum mínum, sem er svo dásamlegur. Ég finn að ég þarf að fá ró eftir allan fjöldann í stórborginni í gær. Ég er orðin soddan sveitalubbi.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Dýr eru betri til að nota til tilraunna ern manneskjur
30.5.2007 | 14:04
Það er svo mikið að gera, við erum en að setja upp eldhúsið, og steypa upp vegi. Bara nokkrar vikur eftir af skólanum, og allt er á þeytingi þar.
Á föstudaginn er Rundgang í Kunstakademiuni, þar sem sonur minn er. Að sjálfsögðu ætla ég þangað. Ætla í leiðinni að fara með Morten vini mínum á nokkrar sýningar sama dag eftir vinnu. Helgin verður notuð í dásamlega garðinn minn
Ég er orðin eitthvað svo svört í skrifunum mínum þessa dagana, en ekki misskilja það, ég hef það fínt, er bara alltaf að hugsa um hvað er hægt að gera til að gera heiminn betri stað að vera á. Meðal annars að vera hamingjusöm en að vera meðvitum um það sem er að gerast í kringum mig.Mér finnst það mjög mikilvægt að við séum meðvituð um það sem er að gerast í heiminum, sérstaklega þegar það er gert á kostnað einhvers, hvort sem það er manneskjur, dýr eða náttúran.
.Gunni er kokkur í stóru fyrirtæki í Danmörku sem heitir Novo Nordisk, sem ekki væri frásögu færandi nema að ég las nýverið að þetta risa fyrirtæki notar 50,000 tilraunardýr á ári. 97 % eru mýs en einnig eru hundar, kanínur, grísir og marsvín! En þetta fyrirtæki hefur gert það sem mér finnst svo frábært er að árið 1990 buðu þeir dýraverndunarsamtökunum hérna í DK til að í sameiningu að finna út úr hvað fyrirtækið gæti gert til þess að tilraunardýrin gætu haft það betra í fyrirtækinu. Þetta finnst mér mjög gott framtak. Enda var fyrirtækið kosið árið 2002 sem Aarets dyreværn af Dyrenes beskyttelse. Það sem fyrirtækið gerði m.a var að hundarnir fengu svæði sem er á stærð við nokkra fótboltavelli. Grísirnir fengu vatnspolla til að baða og leika sér í, kanínurnar og marsvínin eru nú á stórum svæðum. Mýsnar fengu stærri búr. Dýrin fengu einnig leikföng og gulrætur og fl. grænmeti til að naga í., í staðin fyrir áður þá fengu dýrin bara þurrfóður. Novo Nordisk hefur ákveðið að það eru ekki lægstu kröfur sem krafið er af yfirvöldum, sem þeir vilja bjóða dýrunum. Þeir eru alltaf að þróa sig til að verða betri í þessu. Fyrir mér er þetta allt alveg sjálfsagður hlutur, dýrunum er fórnað oft á hræðilegan hátt, og okkur ber skylda til að gera þeim þetta eins bærilegt og mögulegt. Svona hefur þetta bara ekki verið, og þess vegna varð ég svo glöð þegar ég sá þessa grein um Novo Nordisk. Það koma örugglega fl. fyrirtæki sem gera það sama einhveratíma í framtíðinni.
Sá fyrirsögn: Dýr eru betri til að nota til tilrauna en manneskjur ! Já en dýrin hafa ekkert val, þau eru þvinguð til að vera með. Það hlýtur að vera hægt hjá stórum fyrirtækjum að koma sér saman um tilraunirnar, þannig að það sé ekki verið að gera sömu tilraunina á mörg hundruð dýrum í mörgum fyrirtækjum í heiminum, en ég held að það verði langt í það, því dýrin eru ekki metin mikils. Ef það væru manneskjur, væri örugglega reynt að nota bara eina manneskju í eina tilraun. Í Danmörku eru notuð 350.000 dýr í tilraunir á ári. 80 prósent eru mýs og rottur, 6 % marsvín og kanínur. Restin eru kisur, grísir,kindur og geitur. EU kemikalereform (veit ekki hvað það heitir á íslensku) Sem á að kortleggja þau efni sem eru í umferð í heiminum í dag, krefst þess að nota 12 milljónir, FLEIRI dýr til tilrauna á ári. 120 af þessum efnum sem er verið að tala um vitum við þegar að eru hættuleg, og bara að testa þau efni krefst 350,000 dýra. Það er sorglegt þegar líf dýranna eru einskis metin.
Ég veit að mörg ykkar pirrast yfir því sem ég hef skrifað núna en bara svona til að koma með svolitla sjokk tölu þá er slátrað 120.milljón kjúklingum á ári í DK, og innan EU tölum við um marga milljarða.
Ég geri mér fulla grein fyrir að mörgum finnst mikilvægt að nota dýr til rannsókna, m.a læknavísindi. En ef við þurfum að gera það ber okkur skylda til að þau hafi líf og aðstæður sem eru sæmandi!
Vil bara bæta aðeins við og segi eins og hún Katrín bloggvinkona min myndi segja meira Ljós meira Ljós.
Eigum við ekki öll að senda Ljós til blessuðu dýrana, það hjálpar !!
Og hana nú, pistill dagsins.
Set lítið ljóð um fugla, svo þið farið með vont og gott héðan.
Ljós og Kærleikur til ykkar og allra hinna.
Kvæðið um fuglana
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guð í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mín himinborna dís,
og hlustið,englar Guðs í Paradís.
Atli Heimir Sveinsson/Davíð Stefánsson
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Eitthvað er strengurinn á buxunum mínum að þrengjast !
23.5.2007 | 14:25
En er Sól bæði inni og úti. Sólin mín litla, Sólin á loftinu, og Sólin inni í mér.
Hvað er betra ?
Sumarið er virkilega komið. Þegar ég var að keyra úr vinnunni voru fashanar hlaupandi fram og til baka á vegunum, þeir vita aldrei hvort þeir eru að koma eða fara. Ég keyri sveitavegina sem eru mjög fallegir. Það tekur mig ca. 45 mínúntur að keyra hvora leið. Sem betur fer er leiðin falleg á öllum árstíðum. Núna eru kálfar og kýr (þær sem ekki eru bundnar á básum allt árið :O( kindur og lömb , út um allar sveitir.
Eitthvað er strengurinn á buxunum mínum að þrengjast þessa dagana, hummm, ekki svo gott. Ég er sennilega of mikið uppí höfðinu og of lítið í tengslum við kroppinn. Ég verð að gera eitthvað í þessum málum. Sumarið að koma og verður heitara en í fyrra, og þá var heitt og erfitt að geta ekki verið í stutterma !!
Ætli ég verði ekki að taka mig saman og fara í lengri göngutúra með hundana. Mér er nú ekki vorkunn ég á heima í dásamlegri sveit með fallegum göngustígum, ströndum og skógum.
Einnig eru það mestu vandræði þegar íslendingar koma í heimsókn og með þetta islenska nammi, það er eina nammið sem ég borða. Vinsamlegast þið sem ætlið að koma, komið ekki með íslenskt nammi, húsmóðirinn ætlar að tengjast kroppnum sínum á næstu misserum.
Þetta hefur reyndar alltaf verið minn veikasti hlekkur, að vera í svona litlu sambandi við kroppinn minn. Það er alltaf miklu skemtilegra að vera í höfðinu. En til að vera heil, verð ég að tengja þá brú sem er á milli þessa tveggja. Eins og táknið krossinn. Ef ég tek kross sem symbol fyrir manneskjuna/mig.
Þá gæti er efri hlutinn af krossinum verið vegurinn til þess æðra, þess Guðdómlega, það sem er lárétt á krossinum, er samband okkar við mannkyn og samferðafólk okkar og það sem fer niður er merki þess að vera í jarðtengingu, við sig, líkama sinn og Móður Jörð. Þar sem tenginginn er á milli lóðrétt og lárétt, er Hjartað, og Hjartað er symból fyrir Kærleika. Ég nota mikinn tíma í allt þetta efra, en minni tíma í hitt. Þannig að frá degi eitt, sem er núna vil ég byggja upp neðri tenginguna, til að það myndist jafnvægi á milli þess hærra og lægra, því báði partarnir eru jafn mikilvægir. Þetta er allt hluti af mér sem mér ber að virða og elska jafn mikið.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ég taki tíma frá minni andlegu iðkun og þeim tengslum sem ég er að byggja upp við mitt samferðafólk, heldur verður bara minni tími til að vera í pásum. Huha.
Auðveldara að skrifa en lifa.
En ég ætla að vinna að þessu, ég finn að það er mjög mikilvægt.
Ég vil þakka ykkur fyrir öll frábæru kommentin ykkar, það gleður mig mikið hversu hlýjar kveðjurnar eru, gerir hugann glaðann.
Kirsten, einn nemandi minn er að útskrifast 1 júní. Hún er með einkasýningu. Set hérna inn boðskortið hennar.
Annar er lítið að frétta, ætla að fara og kíkja á blogginn ykkar áður en seinnipartsverkin hefjast.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Falleg morgunstund, með morgun hugleiðslu
16.5.2007 | 05:12
Morguninn er dásamlegur ! Ég sit hérna inni á vinnustofu með honum Lappa mínum, og húsið er hljótt, og allt sefur. Fyrir utan heyri ég í fuglum sem syngja, og kalla frá hreiðrunum sínum sem eru byggð á hinum og þessum stöðum undir þakskegginu okkar. Við deilum húsinu okkar með mörgum.
Dagurinn verður annasamur, og húsið er á haug. Eldhúsið fer inn í dag, og hérna koma vinnumenn og smíða og hafa hátt, eftir smá stund, gas verðu tengt, leiðslur settar undir gólfin. Læti og Kaos, en eftir kaos kemur Hamony !
Ég byrjaði á að kíkja á mail þegar ég vaknaði kl hálf sex, eftir það kíkti ég smá á bloggið, fór að skoða hjá ykkur bloggvinum mínum og gat á sumum stöðum ekki varist að senda smá komment, þó svo að hinn innri heimur sitji og bíði eftir að ég kveiki á kertum,
Blátt fyrir fyrsta geisla, MM. Kraftur og Vilji
Fjólublátt fyrir sjöunda Geisla, MR Það Hæsta og Lægsta Mætist
og Gullið fyrir annan geisla, DK , Kærleikur og Viska.
Setjast í rauða stólinn minn, loki augunum OHM þrisvar sinnum út í þögnina, Ohm er Lífsins hljóð, hljóð sem tengir allt líf saman og heldur öllu lífi uppi.
Fer svo af stað inn í innri heim sem er fullur af öllu.
Þetta ætla ég að gera rétt strax, helst áður en húsið iðar af vinnumönnum.
Siggi minn er hérna núna, hann sefur með hana Iðunni gömlu (hundinum okkar) fallegu við hliðina á sér.
Hann ætlar að hjálpa okkur að gera hitt og þetta sem tengist því að gera upp hús, hafa stórann garð, fá fullt af gestum á laugardaginn sem ætlar að gleðjast með mér yfir því að fjörutíu og sjö ár eru liðin frá því mér var kastað í þessan heim, til að vera með með ykkur öllum hinum að skapa heim fyrir okkur öll.
Oft er verkefnið þungt, en það fer oftast eftir því hvað ég hugsa og geri, hvert ég vil fara og ekki fara. Þegar ég finn styrkinn get ég flutt fjöll og þá er allt eftir Guðdómlegum reglum og fer þá leið sem það á að fara þar sem að sjálfsögðu er alltaf frjáls vilji okkar mannanna til að gera það sem við viljum. Ætli það sé ekki þrjú skref fram og tvö til baka.
En þegar styrkurinn er þarna ekki, en vonleysi yfir þessu öllu, sendi ég þetta vonleysi út sem orku, sem hefur áhrif á allt sem ég snerti og hugsa til. Þessi orka fer svo áfram inn í lífsorkuna sem er okkar allra og hefur áhrif á hana ,og hjálpa til við tvö skrefin til baka.
Svona held ég nú að þetta sé allt auðvelt á þessari morgunstund.
Núna ætla ég að setjast í rauða stólinn minn, og hugleiða.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá mér og hafið fallegasta dag í heimi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)